Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagifi DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Afialrit&tjórí: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Afistofiarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blafiaafgreifisla, áskrift: Skaftahlífi 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagifi DV ehf. Plötugerfi og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blafisins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Neytendur stýra þróuninni Kaup á matvöru eru einn helsti rekstrarkostnaöur hvers heimilis. Því skiptir miklu að þau innkaup séu eins hagkvæm og kostur er. Neytendur fylgjast vel með og beina viðskiptum sínum til þeirra sem bjóða lægst vöru- verð. Verðskyn neytenda er í lagi sem sést best af því að hlutur lágvöruverðsverslana í heildarveltu á matvöru- markaði hefur snaraukist undanfarna mánuði og misseri. í DV í gær kom fram að samkvæmt skýrslu Samkeppnis- stofnunar 2001 var hlutdeild lágvöruverðsverslana rúm- lega 15 prósent en samkvæmt nýjum upplýsingum frá Hagstofunni nálgast hún nú 25 prósent. Þessi tilfærsla er á sama tíma og samdráttar hefur gætt í efnahagslífi þjóðarinnar. Heimilin hafa fundið fyrir hon- um og brugðist við með þeim sparnaði sem fram kemur í ofangreindum tölum. Langstærsta lágvöruverðsverslana- keðja landsins er Bónus. Framkvæmdastjóri keðjimnar sagði í blaðinu i gær að viðskiptavinum Bónuss hefði fjölgað um rúmlega 50 prósent undanfarið hálft annað ár. Verslunum keðjunnar hefur fjölgað um sex á þessu tíma- bili þannig að nú eru þær ellefu. Fjölgun verslananna er, að sögn framkvæmdastjórans, ekki orsök þess að við- skiptavinum hefur fjölgað heldur afleiðing af því. Neyt- endur stýra þessari þróun. Lágvöruverðsverslanir eru fleiri en Bónus þótt verðkannanir hafi sýnt að Bónus bjóði neytendum lægsta verðið. Lágvöruverðsverslanir Krónunnar hafa til dæmis fylgt i kjölfarið og fyrirhugað er að opna þrjár til fjórar verslanir í nýrri verslanakeðju á lágvöruverðsmarkaði á höfuðborgarsvæðinu i sumar, með áherslu á sérvöru og matvöru. Sú keðja verður rekin í samvinnu við erlenda verslanakeðju. DV sinnir neytendamálum með reglulegum hætti og kannar meðal annars matvöruverð í stórmörkuðum. Þannig geta neytendur fylgst með þróun vöruverðs og eflt verðskyn sitt. Reynslan sýnir að þeir sem bjóða vöru á hagstæðu verði njóta þess i auknum viðskiptum. Rétt er þó að geta þess að vöruúrvarl og þjónusta verslana er mis- munandi. Lágvöruverðsverslanir eru með færri vöru- flokka og minni þjónustu en aðrar, auk þess sem margir neytendur lita til þeirra þæginda sem fylgja því að skipta við hverfisverslanir. Fleiri aðilar en DV kanna verðlag. Neytendasamtökin, Samkeppnisstofnun og Alþýðusamband íslands annast reglulegt verðlagseftirlit. Það er mikilvægur þáttur í starfi þessara samtaka og í þágu almennings. Hagur neytenda sést best á því að í nýbirtri verðkönnun ASÍ á ávöxtum og grænmeti i 18 verslunum viða um land kemur í ljós að um 88 prósent verðmunur er á hæsta og lægsta verði. Karfa með 35 tegundum var ódýrust á 1799 krónur en dýrust á 3388 krónur. Hagnaður heimilanna af því að versla þar sem matvaran er ódýrust er því augljós. Þess ber þó að geta að staða neytenda á helstu þéttbýlisstöðum er betri en á fámennari stöðum landsins þar sem þeir njóta lág- vöruverðsverslananna. Stöðugleiki í efnahagsmálum og um leið verðlagsmálum er nauðsynlegur þáttur í því að neytendur haldi verðskyni sínu. Óðaverðbólga fyrri ára hindraði það að neytendur þekktu verðlag og verðþróun. Aukinn hlutur lágvöru- verðsverslana á matvörumarkaði sýnir að þessi vitund er fyrir hendi og þá vitund verður enn að efla. Þróunin er sú sama í annarri verslun. Þannig hafa stórmarkaðir sem sérhæfa sig í sölu heimilistækja boðið þá vöru á hagstæð- ara verði en áður þekktist. Neytendur beina viðskiptum sínum til þeirra sem best bjóða. Þeirra er aðhaldið. Neyt- endur stýra þróuninni eins og framkvæmdastjóri Bónuss bendir réttilega á. Jónas Haraldsson DV Skoðun s A leikvangi draumanna „Það var ekki fyrr en leikmenn Manchester stilltu sér upp til að taka miðju sem ég áttaði mig á því að Arsenal hafði skorað mark. Og ég missti af því, kominn alla leið frá íslandi til að sjá slíkt og þvílíkt! Raunveruleikinn er að sumu leyti eftirbátur sýndarveruleikans. “ Rúnar Helgi Vignisson Kjallari Hvernig stjórnar maður ell- efu milljónamæringum? spurði fararstjórinn eftir að við höfðum horft á leik- menn Manchester United renna í hlað á gljáfægðum eðalvögnum, klædda vönd- uðum jakkafötum eins og væru þeir fyrirsætur frem- ur en harðskeyttir knatt- spyrnumenn. Ég var greinilega mættur til að horfa á kapítalista iðka sósíalíska íþrótt. Tilefnið var leikur Manchest- er og Arsenal fyrr í mánuðinum og með í för voru synir mínir tveir sem halda hvor með sínu liðinu. And- rúmsloftið var rafmagnað á Old Traf- ford, leikvangi draumanna, því þarna voru komin tvö frægustu lið Englands og ljóst að heimaliðið yrði að sigra til að eiga möguleika á að halda meistaratitlinum. Gestunum dygði hins vegar jafntefli til að vinna titilinn og fátt yrði sneypulegra fyrir Manchester en að það gerðist á þeirra heimavelli. Við sátum niðri við völlinn, skammt þar frá sem lið- in hlaupa inn. Við sáum leikmenn- ina vel og svei mér ef þeir litu ekki hara alveg eins út og í sjónvarpinu. Fyrri hálfleikur Allt í einu er leikurinn hafinn og sóttu Manchestermenn nánast lát- laust í fyrri háifleik, á vallarhelm- ingnum fjær, án þess að komast nokkuð áleiðis gegn sterkri vörn Arsenal. Þetta fór í skapið á þeim og brutu þeir nokkrum sinnum gróflega á andstæðingunum, nokkuö sem þeir eru ekki þekktir fyrir. Við hliöina á mér sat Tjalli ásamt tveimur stálpuðum sonum. Þeir drógu ekki af sér við að öskra ókvæöisorð að leikmönnum Arsenal þá sjaldan þeir sáust á okkar vallar- helmingi: Seaman, you are shit! köll- uðu þeir á markvöröinn fræga. Á Wiltord öskruðu þeir: What a waste of money! Og í hvert sinn sem Manchestermenn brutu á leikmönn- um Arsenal og dæmt var á þá tromp- uðust feðgarnir, stukku á fætur, steyttu hnefana og úthúðuðu dómur- unum, en kölluðu fórnarlömbin leik- ara. í eitt skiptið hefur faðirinn sennilega orðið var við augnaráð mitt því hann leit á mig og sagði glottandi: A bit of bias here. Staðan var 0-0 í hálfleik, tvö núll, eins og synir mínir segja stundum í gríni. Merkilegt að 22 toppmenn skyldu hafa elt þessa tuðru í þrjú korter án þess að koma henni á ákvörðunarstað. Huggun harmi gegn aö stundum elta þeir hana miklu lengur með jafn litlum árangri. Seinni hálfleikur Ég hugði gott til glóðarinnar í seinni hálfleik, nú yrði meira um aö vera okkar megin, enda þótti mér ólíklegt að heimaliðið léti deigan síga í svo þýðingarmiklum leik. En viti menn, Arsenalliðið kom mun ákveðnara til leiks og sótti linnulítið. Leikmenn Manchester virtust heill- um horfnir, sendingar þeirra misfór- ust hvaö eftir annað með þeim afleið- ingum að þeir komust vart fram fyr- ir miðju. Satt að segja sýndust mér þeir vera orðnir hundleiðir á að spila fótbolta og skal engan imdra eftir langa vertíð. Snemma í seinni hálfleik missti vamarmaður Manchester klaufalega boltann við miðlínu, Arsenalmenn geystust upp og í fjarska greindi ég hamagang uppi við mark heimaliðs- ins án þess að sjá hver niðurstaðan varð. Það var ekki fyrr en leikmenn Manchester stilltu sér upp tO að taka miðju sem ég áttaði mig á því að Arsenal hafði skorað mark. Og ég missti af því, kominn alla leið frá ís- landi tO að sjá slíkt og þvOíkt! Nú saknaði ég þess aö geta ekki séð þetta endursýnt, yrði að bíða þangað tO ég kæmi heim á hótel tO að sjá markið í sjónvarpinu. Raun- veruleikinn er að sumu leyti eftirbát- ur sýndarveruleikans. í ljós kom að áðumeöidur WOtord skoraði þetta dýrmæta mark fyrir Arsenal, sem reyndist eina mark leiksins, feðgunum við hliðina á mér eflaust tO mikOlar gremju. Martröð- in var mætt á leikvang draumanna. Markið Yngri sonur minn, Arsenalmaður- inn, hafði átt erfiðan dag innan um aOa Manchesteraðdáenduma, sem höfðu keppst við að segja honum hvað hann væri skrýtinn, og fyrr um daginn hafði hann bugast um stimd yfir þessari utangarðs- mennsku sinni. Nú tók hann gleði sína á ný, nú uppskar hann laun staðfestu sinnar, en þeim eldri þótti Alex Ferguson hafa bmgðist boga- listin. Hann hefði t.d. ekki sett markaskorarann Nistelrooy inn á fýrr en í seinni hálfleik og svo mun- aði nú um minna en mann á borð við Beckham sem var meiddur. LeigubOstjóranum sem keyrði okkur heim virtist skemmt yfir úr- slitunum, sagðist vera áhangandi Manchester City. Hann var Tyrki, hafði búið í Manchester í 25 ár og Ummæli Meirihlutinn ekki óánægður I I „Skýringin á fylgistapi Sjálf- stæðisflokksins var einfaldlega sú að meirihluti borgarbúa var hreint ekki óánægður með stjóm borgarinn- I-------------1 ar og treysti Reykjavíkurlistanum betur en Sjálf- stæðisflokknum. Svo einfalt var það nú - og á sama hátt og það lýsir hreinskilni og heiðarleika Gísla Marteins að viðurkenna þetta bara klárt og kvitt strax í byrjun, þá lýsir það ekki aðeins hversu tapsárir aðr- ir forystumenn Sjálfstæðisflokksins em að geta ekki viðurkennt þessa einfoldu staðreynd.“ lllugi Jökulsson í pistli á Stöö 2. Auðlindir og sameign „Sé horfst í augu við að öflugt at- vinnulif er undirstaða lífskjara þjóð- arinnar og viðurkennt aö sérstaða landsins í atvinnusköpun liggur í náttúmauðlindum á landi og sjó í hinum dreifðu byggðum landsins virðist sem auðvelt ætti að vera að efla þar atvinnustarfsemi og tekjuöfl- un. Reynsla undanfarinna ára á þessu sviði er þó ekki uppörvandi. SifeOt fleiri af auðlindum landsins var aOtaf á leiðinni heim, kunni ekki við sig í borginni og þoldi ekki að vera utangarðsmaður. Hann sagðist halda að Ferguson væri farið að forl- ast við að stjóma milljónamæringun- um sinum. Þegar upp á hótel kom kveikti ég á sjónvarpinu og horfði á markið á öll- um stöðvum sem ég komst í. Svo var að sjá sem tíðindi hefðu orðið í ensku knattspymunni. em nú taldar sameign þjóðarinnar og nýting viðkomandi byggðar því ekki lengur henni og íbúum hennar sú tekjuöflun sem áður var. Nægir þar að nefna að margar sjávarbyggð- ir hafa ekki lengur rétt til nýtingar nálægra fiskimiða, orka fallvatnanna er að mestu nýtt á suðvesturhominu og nú stefhir í að hálendi landsins verið að mestu úrskurðuð þjóð- lenda.“ Úr leiðara Bændablafisins Meðvituð um réttindin „í Evrópu er atvinnuleysi imgs fólks eitt stærsta vandamálið á vinnumarkaðinum, jafnvel svo að 25% þeirra sem era 22 ára hafa aldrei unnið launað starf. Hérlendis hafa nánast allir sem það geta unnið launuð störf þegar að tvítugu er komið. Þess vegna er unga fólkið á íslandi mjög meðvitað um réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði og vill flest starfa áfram með samstarfs- fólki og félagsmönnum viökomandi stéttarfélags að því að viðhalda rétt- indum og bæta þau eftir því sem kostur er. Þau vita að það þurfti ára- langa baráttu verkalýðsins til þess að ná fram réttindum eins og veik- indarétti, orlofi, vinnutímatrygging- um, fæðingarorlofi og lífeyrisréttind- um sem þykja sjálfsögð mannréttindi i dag.“ Friöbert Traustason í leiðara SÍB-blaösins. Sandkom Inn og út af þingi Sijómmálamenn þurfa sífellt að vera á tánum til að tryggja stöðu sína, enda valtir á taflborðinu. Sum- ir sáu sér leik á borði í kjölfar sveit- arstómarkosninganna. Þannig mun t.d. Ármann Kr. Ólafsson, annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, hafa verið eindreginn talsmaður þess að flokkurinn sliti samstarfi við Framsóknarflokkinn og myndaði meirihluta með Sam- fylkingunni. Ástæöan hafi ekki síst verið sú, að Sam- fýlkingin var reiðubúin að láta sjöllum eftir bæjar- stjórastólinn. Þannig hefði Ármann getað „gafflað" efsta mann sins lista, Gunnar I. Birgisson, og hirt af honum sæti hans á Alþingi ef Gunnar hefði valið bæjarstjóra- stólinn, en oröið bæjarstjóri ef Gunnar hefði kosiö að halda þingsætinu. Meirihlutinn verður hins vegar óbreyttur og Ármann þvf líklega enn um sinn í skugg- anum af Gunnari... Hræddir við maddömuna Breytt kjördæmaskipan í næstu þingkosningum veldur mörgum þingmanninum heilabrotum og jafn- vel áhyggium. Suðumesjamaðurinn Hjálmar Ámason og Sunnlendingur- inn ísólfur Gylfi Pálmason verða til dæmis í framboði fyrir sama kjör- dæmi - hið nýja Suðurkjördæmi. Búast má við að framsókn nái þar þremur þingmönnum, landbúnaðar- ráðherranum geðþekka og tveimur til viðbótar. Vart yröi hins vegar talið koma til greina að allir framsóknarþingmenn kjördæmisins væru karl- kyns. Annar þeirra er líklegur til að falla og veltur það á því hvort efnileg framsóknarmaddama kemur fram á Suðumesjum eða Suðurlandi. Finnist hún á Suðumesj- um þyrfti Hjálmar örugglega að víkja en ísólfur Gylfi ef hún birtist á Suðurlandi. Þeir hafa augun opin ... Blasiö af? Það þóttu heldur en ekki tíðindi þegar meirihluti vinstrimanna féll í Neskaupstað, en sá bær hefur í að minnsta kosti mannsaldur verið einn sá rauðasti í land- inu og gengið undir heitinu Litla-Moskva. Það vekur þess vegna athygli að Lúðrasveit verkalýðsins er í þann mund að leggja land undir fót til að halda tónleika í bænum - þykir skjóta soldið skökku við í ljósi úrslit- anna. líklegt verður að telja aö svo sem einum sorg- armarsi verði bætt á efnisskrána, nema sveitin ætli sér hreinlega að blása kosningamar af... Kamar skal rísa 1 Bæjarslúðrinu á Stöðvarfirði mátti sjá þessa mynd fyrir kjördag en á skiltinu segir: „Hér reisir L-listi lýð- ræðis kamar.“ Um er að ræða loforð L-listans um að reisa útisalemi eða kamar gegnt Steina- safninu. Bæj- arslúðrinu leist lftt á þessa hug- mynd og óskaði þess að L-list- inn ynni ekki kosningamar. „Ef svo færi bera þeir von- andi gæfu til að svíkja þetta loforð sitt.“ - Niðurstaða kosninganna var þó einmitt stórsigur L-listans sem fékk þrjá menn í hreppsstjóm á móti tveimur mönnum Stöövarfjaröar- listans... Hvemig gerast kaupin á evrunni? Fjármálasérfræðingar bankanna hafa látið í Ijós það álit að upptaka evru á íslandi gæti haft í för með sér hærri vexti á húsnæðislánum, sem vægi þungt í heildarút- lánum bankanna. (RÚV 11. mars) Því væri ofsagt í nýlegri skýrslu hnattvæðingamefndar að vaxta- lækkanir gætu numið 10-15 millj- örðum. Einnig kom fram að þótt evran óneitanlega lækkaði vexti á öðrum lánum vildi svo illa til að þar væri um að ræða færslu fjár- muna til skuldara frá sparifjáreig- endum, fyrst og fremst eldra fólki og lífeyrissjóðum. Vaxtamunur Hér er að sjálfsögðu ekki allur sannleikurinn sagður. Að því er ég best veit, er munur inn- og útláns- vaxta mun meiri hér en í evrulönd- unum. Bankamir taka ríflega til sín, eins og nýlegar hagnaðartölur þeirra bera með sér. Með tilkomu evrunnar og lægri vaxtamunar yrði því um að ræða tilfærslu frá bönk- unum til almennings. Ekki hef ég heyrt sérstaklega um það fjallað að sparifjáreigendur á evrusvæðinu séu hlunnfamir. Það em hins vegar ekki nema 2-3 ára- tugir síðan eigur íslenskra spari- fjáreigenda brunnu upp á verð- bólgubáli. Það ástand er trúlega mörgum enn í fersku minni. Þá fengu skuldarar góðar gjafir frá bankakerfinu og hinu opinbera, og nutu þess margir sem ekki þurftu að greiða lánin af húsunum sínum nema að litlu leyti. Veröbætur og vísitala En svo varð öldin önnur og stjómvöld tóku að refsa skuldurum harðlega og þrengja að þeim meö vísitöluálögum og okurvöxtum. Það hefur því ýmist verið í ökkla eða eyra. Hefur þar lagst á eitt, lélegur gjaldmiðill og sveiflukennd, ómark- viss peningastjómun. Einstaklingar og fyrirtæki þurfa á stöðugu efnahagslífi að halda til að geta gert marktækar áætlanir. Það samspil veikrar krónu og vísi- tölukúnsta sem hér er tíðkað er hins vegar ekki trúverðugt, enda erlendir fjárfestar tregir til þátt- töku í rekstri á íslandi. Ætla má að upptaka evm stuðli að langþráðum stöðugleika. Þá þyrfti ekki að að smyija sífelldum „verðbótaþáttum" ofan á höfuðstól og vexti lána sem fólk er að basla við að borga niður. Er að undra þótt margir horfi til Evrópu og evr- unnar? Myndi einhver sakna verð- bóta- og vísitölufargansins? Ef hagur sparifjáreigenda á ís- landi er hins vegar svo vel tryggð- ur sem bankamir vilja vera láta, hvers vegna er innlendur spamað- ur þá ekki meiri? Fréttir herma að megnið af útlánum bankanna sé fjármagnað með erlendum spam- aði, þ.e. fé sem tekið er að láni á hóflegum vöxtum í Evrópu og lánað íslendingum á „séríslenskum" vísi- tölu- og vaxtakjörum. Þóknanir og þjónustugjöld Háar þóknanir og þjónustugjöld bankanna hafa verið til umræðu að undanfömu. Ef tekin er upp evra, munu þeir sem ferðast innan þess stóra svæðis eða eiga þar viöskipti ekki þurfa að bera kostnað vegna gjaldeyrisskipta og missa þar bank- amir spón úr aski sínum. Evran mun væntanlega einnig leiða til þess að erlendir fjárfestar laðast fremur til þátttöku í íslensku at- vinnulífi, þ.m.t. bankastarfsemi. Þar gæti orðið um að ræða mark- tæka samkeppni almenningi til góða, en slíka samkeppni skortir nú sárlega. Trúlega mætti líka draga úr starfsemi Seðlabankans, er krónan legðist af. Margt bendir því til þess að við upptöku evrunnar myndu verulegir fjármunir flytjast frá bönkum til almennings og fyrir- tækja á Islandi. Met í vinnudeilum Samkvæmt ársgömlum upplýs- ingum breska timaritsins The Economist (12. maí 2001) era íslend- ingar allra Evrópuþjóða harðastir í verkföllum og vinnudeilum. Hvem- ig skyldi standa á þessu? Em ís- lenskir launþegar svona frekir til fjárins? Ekki kann ég að fullyrða hver skýringin er, en ég tel ólíklegt að íslenskir launþegar séu öðmvísi fólk en gengur og gerist annars staðar á Vesturlöndum. Skýring- anna er frekar að leita í umhverf- inu. Aðstæðumir em öðravísi. Hugsast getur að sérlega erfitt sé að semja um laun þar sem efna- hagsumhverfi er óstöðugt og verð- bólga oft á næsta leiti, ef ekki í pen- ingakerfinu í svipinn, þá aö minnsta kosti í hugarfarinu þegar til lengri tíma er litið. Sífellt þarf að huga að „rauðum strikum" og vera á varðbergi gagnvart dýrtið og kaupmáttarrýmun vegna hugsan- legrar gengislækkunar. Ætla má að slíkar aðstæður séu áhrifarík upp- skrift að vinnudeilum. Ef veik króna stuðlar að verkföll- um, hlýtur að vera verulegur ávinningur í því að nota mynt sem skipar traustan sess á alþjóðavett- vangi, en slíka stöðu er evran einmitt að vinna sér. Má i því sam- bandi nefna að Kínverjar, fjölmenn- asta þjóð veraldar, hyggjast flytja umtalsverðan hluta gjaldeyrisforöa síns úr dollurum yfir í evrur. Fyrir okkur eru það óneitanlega sterk meðmæli með evrunni ef hún getur stuðlað að friðsamari aðstæð- um á íslenskum vinnumarkaði og losað okkur við það lítt eftirsóknar- verða afrek sem The Economist sagði frá. Evran og sjálfstæðið I kastljósi ríkissjónvarpsins að kvöldi þriðjudags 7. maí lét forsæt- isráðherra svo um mælt að upptaka evrunnar yrði, að hans mati, dauðadómur fyrir ísland sem ís- lenska sjálfstæða þjóð. Þetta voru að sönnu stór orð. Nú era til mörg dæmi um sjálf- stæðar þjóðir sem ekki telja brýna þörf aö nota eigin mynt. Þar má t.d. nefna Lúxemborg með innan viö hálfa milljón íbúa, eitt af stofnríkj- um Evrópusambandsins, en í því landi era vergar þjóðartekjur á mann 36.000 dollarar. Smáríkið Malta meö tæplega 400.000 íbúa er á leið inn í Evrópusambandiö. Eystrasaltslöndin þijú, Eistland, Lettland og Litháen, sem nú fagna frelsi eftir langa ánauð, stefna inn í Evrópusambandið, trúlega ekki með nýja áþján i huga. Ég held að fullyröa megi að ekki sé atmennt litið á leiðtoga ofangreindra þjóða sem eins konar landráðamenn er glati sjálfstæöi síns eigin fólks og geri það aö þrælum. Ég leyfi mér líka að halda því fram aö notkun evra á íslandi sé vel til þess fallin að bæta hag okk- ar og leysa úr ýmsum þeim vand- kvæðum sem við nú búum við. Því myndi ég hiklaust segja , já“ i skoö- anakönnun um það efni og það allt eins þótt spyrillinn setti fram sínar forsendur, mér til föðurlegrar upp- fræðslu og leiöbeiningar. Ég myndi nefnilega taka ákvörðun á mínum eigin forsendum. „Ég leyfi mér líka að halda því fram að notkun evru á íslandi sé vel til þess fall- in að bæta hag okkar og leysa úr ýmsum þeim vandkvœðum sem við nú búum við. Því myndi ég hiklaust segja „já“ í skoðanakönnun um það efni og það allt eins þótt spyrillinn setti fram sínar forsendur..."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.