Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 Tilvera dv wmmBmmmm Last Orders ★★★ Minning um mann Þaö þarf ekki annað en að líta yfir leikhóp- inn í Last Orders til að sannfærast um að þama er gæðamynd á ferðinni. Og þegar í ljós kemur að hún er gerð eftir skáldsögu sem hlaut hin eftirsóttu Booker verð- laun sannfærist maður enn frekar. Og hún stóð undir væntingum, er skemmtileg um leið og alvaran er aldrei langt undan. Last Orders fjallar um fjóra vini. Þegar myndin hefst er einn þeirra, sjálfskipaður foringi hópsins látinn. Hans síðasta ósk er að farið sé með ösku hans til smábæjar þar sem hann kynntist eiginkonu sinni sem hann hefur verið giftur í fimmtíu ár. Vin- irnir hittast á bamum þar sem þeir skála hinum látna til heiðurs. í hóp- inn bætist sonur hins látna, sem er svo ails ekki sonur hans og ferðin með öskuna hefst.... Til að koma vinskap fjórmenning- anna á framfæri þá er af og til verið að fara aftur í tímann og kemur ýmis- legt í ljós sem hefur legið undir yfir- borðinu hingað til. I hlutverkum vin- ana em Michael Caine, sem leikur hinn látna, Bob Hoskins, Tom Cour- teney og David Hemmings og er ein- stakiega ánægjulegt að fylgjast með þeim. Ekki skaðar að mótleikarar þeirra eru Helen Mirren og Ray Win- stone sem eru í sama gæðaflokki. Við stýrið er svo Fred Schepsi (A Cry In the Dark, The Russia House) sem leik- stýrir af skynsemi og lætur leikhóp- inn njóta síns. -HK Útgefandl: Skífan. Lelkstjórl: John Schepsi. England 2001. Lengd: 109 mín. Lelkarar: Michael Caine, Bob Hoskins, Tom Courtenay og David Hemm- ings. Leyfð öllum aidurshópum. Animal Factory Fangalíf Animal Factory ger- ist að öllu leyti innan veggja fangelsis og segir í aðalatriðum frá vinskap sem myndast milli ungs manns sem dæmdur hefur verið fyrir að vera með eit- urlyf undir höndum og fanga sem hef- ur lengi verið í fangelsi og veit meira um lífið innan veggja þess. Ungi maðurinn er Ron (Furlong) sem hefur fengið þungan dóm fyrir brot sitt. Hann er beiskur og telur sig ekki þurfa á neinni aðstoð innan veggja fangelsisins. Annað kemur þó i ljós því ungæðislegt útlit hans virkar eins og viagra á alla hommana í fang- elsinu. Til vemdar kemur Earl (Da- foe) sem reynist honum vel. Edward Furlong leikur hinn unga Ron og gerir það mjög vel. Leikur hans á móti Edward Norton í Americ- an History X var sem sagt engin til- viijun. Hann fær góðan mótleik frá WiEem Dafoe og er samleikur þeirra einstaklega góður. Þá er vert að benda á óþekkjanlegan Mickey Rourke í hlutverki klefafélaga Rons. Leikstjóri er leikarinn Steve Buscemi, sem einnig leikur í myndinni og tekst hon- um vel að byggja upp spennu sem kemur að miklu leyti mnan frá. -HK Útgefandl: Skífan. Lelkstjórl: Steve Buscemi. Bandarlkin 2000. Lengd: 94 mín. Lelkarar: Willem Dafoe, Edward Fur- long, Mickey Rourke, Steve Buscemi, Tom Arnold og Saymour Cassel . Bönnuð börnum Innan 16 ára. Efnt til endurfunda á Vífilsstöðum: í þá gömlu góðu daga „En hvaö hér hefur allt minnkað. Þetta er bara orðin lítil stofa,“ segir Ingvar Vikt- orsson steinhissa þar sem hann stendur í borðstofu fyrr- um berklahælisins á Vífils- stöðum. Hann er þama með fjórum félögum sínum, þeim Elíasi F. Hansen, Hilmari Harðarsyni, Sigurði Þorleifs- syni og Smára Sigurðssyni og allir eiga þeir það sameigin- legt að hafa eytt ljúfum æsku- dögum á Vífilsstöðum. Því hafa þeir ákveðið að hóa sam- an öllum sem tök hafa á og bjuggu og störfuðu þar á þeim tíma, sjúklingum, starfsfólki, bömum og barnabömum, til að riíja upp gamlar stundir og njóta samveru. Fagnaðurinn er á morgun, laugardag, og hefst kl. 14. Hleyptu öllum hænunum út Félagarnir fjórir em með blik í augum þegar þeir rifja upp minningamar frá Vífils- stöðum. „Það var dýrðlegt að vera hér sem krakki,“ byrja þeir. „Staðurinn var langt uppi í sveit á þessum ámm og nægur sjálf- um sér um flesta hluti enda var hér rekin gríðarmikil starfsemi umfram lækningamar. Hér var til dæmis stórt kúa- og hænsnabú, matjurta- rækt, verslun, saumastofa og smíða- verkstæði. Við unnum allir á búinu sem sumarstrákar og byrjuðum í hænsnahúsinu. Einu sinni hentum við hverri einustu hænu út til viðr- unar (Blaðamaður sér fyrir sér at- riðið úr hinni sígildu mynd, Dala- lífi) og eitt og eitt egg var notað í annað en til stóð. Við vorum orðnir launaðir menn hér 10-12 ára gamlir A Vífilsstöðum Elías, Hilmar, Ingvar, Siguröur og Smári efna til samkomu í leguskálanum á morgun og hvetja alla gamla Vífilsstaöabúa til aö mæta. og borðuðum þá í mötuneytinu niðri í kjallara. Þar var stærðar matsalur enda vom hér um 500 manns í mat þegar flest var. Þetta var eins og meðalkauptún úti á landi og rúta gekk nokkrum sinnum á dag milli Lækjartorgs og Vífils- staða. Annars var einangnm mikil því að hingað komu fáir að nauð- synjalausu, fólk var svo hrætt við smit en við vorum bólusettir svo að okkur var engin hætta búin. Hins vegar snarhætti fólk við að heilsa okkur með handabandi utan svæð- isins ef það vissi hvaðan við kom- um. Fluttu ástarbréf á milli Þar sem við sitjum í borðstofunni riíja þeir félagar upp stundir þar sem þeir lágu og fylgdust með bönn- uðum bíómyndum á hvolfi. „Allar kvikmyndir vom sýndar hér á Víf- ilsstöðum áður en þær fóm út á land. Hér vom leikin leikrit og hingað komu oft erlendir skemmti- kraftar. Hér var því mikið líf en dauðinn var lika ávallt skammt undan og þvi var einnig líkhús á staðnum. Á Vífilsstaðavatninu voru bátar sem sjúklingamir áttu og viö lékum okkur á þeim á kvöldin þegar búið var að loka hælinu. Svo var hraunið heill ævintýra- heimur. Þar voru sumir sjúklingamir með tjöld og hér blómstraði ótrúlegt ást- arlíf. Margir vom að bíða eftir að kveðja og notuðu síðusta sénsana og sumt starfsfólkið stofnaði til ná- inna kynna sem standa enn. Stundum vomm við notaðir til að bera bréf á milli, þurftum jafnvel að klífa upp háa stillansa til að koma þeim til skila. Sannar hetjur Sjálfir eiga þeir félagar líka minningar um fyrstu skotin. „Hingað kom alltaf dálítið af stúlkum í sumar- afleysmg£U• en við tókum að okkur strákastörfin. Stund- um fórum við með þær í rómantískar siglingar inn vatnið á smnarkvöldum og það kom fyrir að við hvolfdum bátnum til að auka aðeins á spennuna. Þær héldu að þær mundu drukkna en vatnið náði okkur bara i brjóst svo við gát- um leikiö hetjur og bjargað þeim. Það var ekki slæmt.“ Sagðar eru margar fleiri skemmtilegar sögur og kynni af hin- um ljúfa lækni Helga Ingvarssyni og hinum háttvísa Hauki pressara rifjuð upp. Að spjallinu loknu er bú- ist til brottfarar og í stað þess að ganga stigann niður í anddyrið er handriðið notað sem rennibraut. „Hvað, er þetta orðið svona stutt?" segja þeir og hlæja. -Gun. DV-MYND HILMAR Sam-bíóin - Ali G ★ ★ Ali G fer á þing Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Tllbúlnn tll átaka vlð þlngheimlnn Sacha Baron Coen sem hinn óborganlegi Ali G Það er í rauninn ekki hægt að gefa nákvæma lýsingu í orðum á Ali G. Það þarf að upplifa hann í mynd og heyra hann tala til að skilja þær vinsældir sem hann hefur notið á Bretlandseyjum og víðar, meðal annars hér á landi þar sem hann á sér „tvifara", Johnny National. Það er varla hægt að segja að hann tali ensku. Hann talar bjagað mál sem er aðeins fyndið þegar hann notar það. Þá er sterkasta í húmor hans, hispursleysi sem verður fyndið í hreyfingum hans. Það er engin spuming: að Ali G er með hressari húmoristum sem hafa komið fram í langan tíma í sjónvarpi. Það sem hefur einkennt sjón- varpsþætti hans og gert þá jafn vin- sæla og raun ber vitni eru oft á tíð- um kostulegar spumingar til við- mælanda hans. Þessi atriði eru sniðin fyrir sjónvarp og ekki hægt að nota í kvikmynd og staðreyndin er sú að Ali G Indahouse líöur fyrir að vera of einhæf, það vantar „stuð“. Húmorinn hjá Ali G er mátulega grófur. Hann fer stundum yfir velsæmismörkin og er það hluti af skemmtuninni. I dag er Ali G ekki jafn ferskur og í upphafi ferils hans en hann bregst varla aðdáend- um sinum þó sumum finnist lítið til hans koma. í kvikmynd þarf sögu. Það þýðir ekki eingöngu að notast við sjálf- stæð atriði. Og sagan í Ali G Inda- house er sú að hann er leikskóla- kennari í leikskóla sem á að fara rífa. Óvenjuleg mótmæli hans vekur áhuga pólitíkusar, sem vill koma forsætisráðherra landsins frá völd- um. í Ali G sér hann tækifærið. Plan hans er að koma Ali G á þing sem stjómarþingmanni. Þar mun hann svo gera allt vitlaust og ríkis- stjómin fellur. Plottið tekst fullkom- lega að því frádregnu að í stað þess að ríkisstjómin fellur verða uppá- komur Ali G til þess að hún hefur aldrei orðið eins vinsæl. Húmorinn í myndinni er ekki allra og víst er að dramatískir gæða- leikarar á borð við Michael Gambon og Charles Dance hafa örugglega ekki skilið allan húmorinn hjá Ali G enda er eins og þeir eigi oft í vandræðum með hvemig þeir eigi að haga sér. Ali G Indahouse er kannski ekki eins meinfyndin og sjónvarpsþætt- imir en hún er fyndin afþreying. Staðreyndin er samt sú að Áli G með sinn húmor á heima í sjónvarp- inu. Lelkstjórl: Mark Mylod. Handrlt: Sacha Baron Coen og Dan Mazer. Kvlkmynda- taka: Ashley Rowe. Tónlist: Adam F. Shaggy. Aöallelkarar: Sacha Baron Coen, Michael Gambon, Charles Dance og Kellie Bright. Þitt tækifæri til aö ná lengra NÁMSRÁÐGJÖF alla daga kl. 10:00-11:30. ' Ef þú hefur spurningar um nám við Háskólann í Reykjavík, langar að fræðast um námsstyrki eða vilt fá ráðgjöf um háskólanám þá enu námsráðgjafar og kennarar til viðtals alla daga kl. 10:00-11:30. Björg Birgisdóttir Fjarkennslustjóri og námsráögjafi UmSÓknarfreStUr er tíl 5. jÚní. V HÁSKÓLINN i REYKJAVÍK nCVKJAVIK UMIVCRSITV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.