Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 20
♦ 20 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára___________________________ Laufey Ólafsdóttir, » Lagarási 27, Egilsstööum. 85 ára___________________________ Þorbjörg Jónasdóttir, Flúðabakka 2, Blönduósi. 75 ára___________________________ María S. Júlíusdóttir, Sigtúni 35, Reykjavík. Ari V. Ragnarsson, Löngufit 38, Garðabæ. Fríða Emma Eðvarðsdóttir, Sauöá dvalarheimili, Sauðárkróki. Kristján Halldórsson, Orrahólum 7, Reykjavík, varð sjötugur miðvikud. 22.5. Kona hans er Helga Friðsteinsdóttir. í tilefni afmælisins taka þau hjónin á móti vinum, ættingjum og vinnufélögum í Þjóðleikhúskjallaranum föstudagskvöldið 31.5. kl. 20.00-23.00. Slgurlaug Stelngrímsdóttlr, Nónhæð 2, Garðabæ. Halldór Ármannsson, Hjaröarhlíö 8, Egilsstööum. Ragnar Gíslason, Melhóli, Kirkjubæjarklaustri. 60 ára____________________________ Sigrún Hjartardóttir, Hátúni 12, Reykjavík. Guöbjörg Vllhjálmsdóttlr, Háaleitisbraut 15, Reykjavík. Árni Óskarsson, Miðgarði 6, Keflavík. Anna Kristinsdóttir, Fífusundi Hvanneyri, Borgarnesi. 5Qára___________________________ Jakob Ólafsson, Suðurgötu 15, Reykjavík. Kristín Einarsdóttir, 1 Laugarnesvegi 60, Reykjavík. Guðjón Jóhannsson, Ásgarði 16, Reykjavík. Svala Haukdal Jónsdóttir, Markarvegi 12, Reykjavík. Hjördís Bjarnason, Kleifarseli 49, Reykjavík. Jón Sverrir Erllngsson, Frostafold 12, Reykjavík. Þórarinn Örn Gelrsson, Hesthömrum 4, Reykjavík. Guðlaugur Aðalsteinsson, Kirkjuvegi 8, Hafnarfirði. Guðmundur Steinar Jóhannsson, Heiðargarði 20, Keflavík. Kirstín Benediktsdóttir, Grenigrund 11, Akranesi. Þráinn Ólafsson, Grenigrund 42, Akranesi. Sigríður Guðmundsdóttir, Suðurgötu 7, Sauðárkróki. Krlstín Pétursdóttir, Heiðarlundi 2h, Akureyri. Þorsteinn Jónsson, Vestursíðu 20, Akureyri. 40 ára__________________________________ Vlðar Breiöfjörö Helgason, Kirkjuvegi 41, Vestmanna- eyjum, myndlistarmaður. í tilefni afmælisins opnaöi hann málverkasýninguna Litbrigði jarðar og niður mildrar þagnar í Akoges-húsinu í Vest- mannaeyjum í gær en sýningin stendur fram á mánudag. Valdís Andersen, ^0. Gljúfraseli 10, Reykjavík. Jónína Ingvadóttlr, Síðuseli 9, Reykjavík. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Stararima 45, Reykjavík. Símon Slgvaldason, Suöurbraut 3, Kópavogi. Ellert Siguröur Guðjónsson, Móabaröi 6, Hafnarfiröi. Ingibjörg Karen Matthíasdóttlr, Hellubraut 8, Grindavík. Pétur Ingjaldur Pétursson, Hjaröarlandi 2, Mosfellsbæ. Susana Turago Araojo, Löngumýri 15, Akureyri. Kristín Kolbeinsdóttir, A Vökulandi, Akureyri. Kristín Karlsdóttir, Skarðshlíð 22c, Akureyri. Smáauglýsingar 550 5000 FÖSTUDAGUR 31. MAl 2002 x>v Sextugur Loftur Þorsteinsson fyrrv. oddviti Hrunamannahrepps Loftur Þorsteinsson, bóndi í Haukholtum og fyrrv. oddviti Hrunamannahrepps, varö sextugur í gær. Starfsferill Loftur er fæddur í Haukholtum og ólst þar upp. Hann sótti nám í bamaskólan á Flúðum og fór síöar í íþróttaskólann í Haukadal. Loftur lauk búfræöiprófi frá Bændaskólanum að Hvanneyri 1961. Loftur vann á búi foreldra sinna tii 1971 og hefur búið þar síðan blönduðu búi með kýr og sauðfé til 1982 en eingöngu sauðfjár- bú síðan. Loftur hefur tekið virkan þátt í félagsmálum og gegnt ýmsum trún- aöarstörfum fyrir sveit sína og hér- að. Hann var í stjórn Ungmennafé- lags Hrunamanna, var gjaldkeri þess i áratug og hefur tekið þátt í fjölmörgum leiksýningum á vegum UMFH. Hann var fyrst kjörinn í hreppsnefnd Hrunamanna 1978 og hefur verið oddviti hreppsins frá 1982 en hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs í síðustu kosningum og lætur því af störfum eftir tuttugu og fjögurra ára störf að sveitarsjómar- málum. Loftur hefur setið í stjóm Sam- bands sunnlenskra sveitarfélaga og Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands svo fátt eitt sé nefht. Fjölskylda Loftur er í sambúö frá 1978 með Hönnu Láru Bjamadóttur, f. 10.8. 1951, húsfreyju og bónda. Foreldrar hennar: Bjarni Bjarnason og Dóróthea Theódórsdóttir, bændur að Hörgsdal í Vestur-Skaftafelis- sýslu. Böm Lofts og Hönnu Láru eru Þorsteinn, f. 19.6. 1981, smiður og búfræðinemi; Magnús Helgi, f. 3.8. 1983, sjómaður og búfræðinemi; Berglind Ósk, f. 6.3. 1987, nemi. Synir Hönnu Láru eru Edvin, f. 4.9. 1971, starfsmaður í Flúðafiski; Ólafur Bjami, f. 20.8. 1973, starfs- maður í Límtré. Bróðir Lofts er Oddleifur, f. 3.5. 1936, bóndi í Haukholtum en kona hans er Elín Kristmundsdóttir, hús- móðir og bóndi, en þau eiga þrjú böm. Foreldrar Lofts vom Þorsteinn Loftsson, f. 23.9. 1905, d. 25.1. 1991, bóndi í Haukholtum, og Ástbjört Oddleifsdóttir, f. 28.7. 1913, d. 11.2. 1983, húsfreyja og bóndi. Ætt Þorsteinn var sonur Lofts, b. í Haukholtum, Þorsteinssonar, b. þar, Eiríkssonar, b. þar, Jónssonar, b. þar, Jónssonar, b. í Skipholti, bróður FjaUa-Eyvindar. Móðir Ei- ríks var Valgerður Eiríksdóttir, ætt- föður Bolholtsættar, Jónssonar. Móðir Þorsteins var Guðrún Helga- dóttir, hreppstjóra í Sólheimum, bróður Valgerðar. Móðir Lofts í Haukholtum var Guðrún Loftsdótt- ir, b. á Minni-Mástungu, Eiriksson- ar, ættfóður Reykjaættar, Vigfús- sonar. Móðir Guðrúnar Loftsdóttur var Guðrún Bjamadóttir b. í Árbæ, Stefánssonar, b. þar, Bjamasonar, ættföður Víkingslækjarættar, Hall- dórssonar. Móöir Guðrúnar Bjama- dóttur var Margrét, systir Valgerð- ar og Helga í Sólheimum. Móðir Þorsteins var Kristín Magnúsdóttir, b. í Skollagröf, Þórð- arsonar, b. í Steinsholti, Ólafssonar, prófasts í Sólheimaþingum, Áma- sonar. Móðir Magnúsar í Skollagröf var Kristín, systir Guðrúnar í Minni-Mástungu. Móðir Kristinar var María Amalía Thomsen, dóttir Thomasar Thomsen, faktors í Hafh- arfirði, og Katrínar Þorsteinsdóttur. Ástbjört var systir Skúia í Kefla- vik, foður Helga leikara og Ólafs biskups, fóður Guðrúnar Ebbu borg- arfulltrúa. Ástbjört var dóttir Odd- leifs, b. í Langholtskoti, Jónssonar, b. i Hellisholtum, Jónssonar, dbrm. á Kópsvatni, Einarssonar, b. á Berg- hyl, bróður Jóns í Haukholtum. Móðir Oddleifs var Guðný Filippus- dóttir. Móðir Ástbjartar var Helga, syst- ir Önnu, ömmu Jón Skúlasonar, fyrrv. póst- og símamálastjóra. Helga var dóttir Skúla, alþm. og hreppstjóra í Miðgmnd, bróður Jós- efs, langafa Ólafs ísleifssonar, fuli- trúa Norðurlandanna og Eystra- saltslandanna í framkvæmdastjóm Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í Was- hington DC. Annar bróðir Skúla var Þorvarður, afi Sigurgeirs Jónssonar ráðuneytisstjóra. Þriðji bróðir Skúla var Hannes, langafi Ástu, móður Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar. Fjórði bróöir Skúla var Jón, langafi Önnu, móður Hjartar Torfasonar hæstaréttardómara. Systir Skúla var Margrét, langamma Björgvins Vilmundar- sonar bankastjóra. Skúli var sonur Þorvarðs, pr. á Hofi og á Prestbakka á Síðu, Jónssonar. Móðir Skúla var Anna Skúladóttir. Móðir Helgu var Elín Helgadóttir, b. á Steinum und- ir Austur-Eyjafjöllum, Guðmunds- sonar og Guðrúnar Erlendsdóttur. Loftur og Hanna eru að heiman. wggmm Guðrún Einarsdóttir bókavöröur við Menntaskólann á Laugarvatni Guðrún Einarsdóttir bókavörður, Torfholti 4, Laugarvatni, er sextug í dag. Starfsferill Guðrún er fædd á Raufarhöfn og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Héraðsskólanum að Reykj- um 1959, stúdentsprófi frá ML 1982 og stundaði nám í bókasafnsfræði viö HÍ 1983-84. Guðrún var húsfreyja á Raufar- höfn, í Skúlagarði í Kelduhverfi og á Laugarvatni. Hún var stunda- kennari og bókavörður i Skúlagarði og er nú bókavörður við ML. Guð- rún var ráðskona í Iþróttamiöstöð ÍSÍ á Laugarvatni tíu sumur. Guörún var formaður Kvenfélags Laugdæla í þrjú ár og sat í stjóm Söngkórs Miðdalskirkju. Fjölskylda Guðrún giftist 31.12. 1960 Hreini Ragnarssyni, f. 31.12. 1940, sagn- fræðingi og kennara. Foreldrar hans voru Ragnar Þorsteinsson kennari og Sigurlaug Stefánsdóttir húsfreyja. Þau bjuggu á Ólafsfirði, að Reykjaskóla og síðast í Kópavogi. Böm Guðrúnar og Hreins: Harpa, f. 14.9. 1959, íslenskufræðingur og kennari við Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi, en maður hennar er Atli Harðarson, heimspekingur og aðstoðarskólameistari við FV, en þau eiga tvo syni, Mána og Vífil; Ragna, f. 10.7. 1962, félagsmálafull- trúi i Fjarðarbyggð, en maður henn- ar er Friðrik Þorvaldsson, kennari á Eskifirði, og eiga þau þrjár dætur, Kristínu Rún, Völu Rut og Sóleyju Ömu; Freyja, f. 31.7. 1964, doktor í stærðfræði og sérfræðingur við Raunvísindastofnun HÍ, en maður hennar er Gísli Másson, dr. í stærð- fræði og sérfræðingur hjá íslenskri erfðagreiningu, og eiga þau einn son, Nökkva; Einar, f. 4.8. 1969, MA í sagnfræði og doktorsnemi í Sví- þjóð, en kona hans er Hrefna Karls- dóttir, sagnfræðingur og doktors- nemi í Svíþjóð og eiga þau einn son, Sölva Karl. Systkini Guðrúnar: Jón, nú lát- inn, vélstjóri og kennari í Reykja- vík, var kvæntur Vilborgu Berents- dóttur; Katrín, nú látin, var búsett í Bandaríkjunum en maður hennar var Robert Hudson; Ámi, fyrrv. kennari í Hafnarflrði, en kona hans er Jakobína E. Bjömsdóttir; Sveinn, rennismíðameistari í Kópavogi, en kona hans er Svava Stefánsdóttir; Ásthildur, fyrrv. hjúkmnarforstjóri á Akranesi, en maður hennar er Helgi Haraldsson; Baldvin, bygg- ingafræðingur í Reykjavík, en kona hans er Guðrún Ingibergsdóttir. Foreldrar Guðrúnar: Einar Bald- vin Jónsson, f. 25.8. 1894, d. 11.2. 1968, kaupmaður og hreppstjóri, og Hólmfríður Árnadóttir, f. 19.9. 1904, d. 17.7. 1992, húsmóðir og organisti. Þau bjuggu á Raufarhöfn. Ætt Einar Baldvin var sonur Jóns Einarssonar, Guðmundssonar, frá Hraunum í Fljótum og k.h„ Pálínu Jónsdóttur, frá Akureyri. Hólmfríður er dóttir Áma Ingi- mundarsonar, frá Brekku í Núpa- sveit, en hann var fyrsti landnemi á Kópaskeri. í tilefni afmælisins og tuttugu ára stúdentsafmælis tekur Guörún á móti bekkjarsystkinum sínum að heimili sínu eftir skólaslit Mennta- skólans á Laugarvatni. Merkir Islendingar Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri Hús- mæðraskólans að Löngumýri í Vall- hólma í Skagafirði, fæddist að Löngumýri 1. júní 1905. Hún var dóttir Jóhanns Sig- urðssonar, óðalsb. á Löngumýri, og k.h., Sigurlaugar Ólafsdóttur húsfreyju. Ingibjörg var á hússtjómarnám- skeiði við Kvennaskólann í Reykjavik, á garðyrkjunámskeiðum í Reykjavík, lauk kennaraprófl 1936, fór námsferð til barna- og húsmæðraskóla i Noregi og Svíþjóð 1938 og stundaði nám við Húsmæðrakennaraskóla Noregs og síðar i Danmörku og Þýskalandi. Ingibjörg er verðugur fulltrúi þeirra kvenna af aldamótakynslóðinni sem einsettu sér ungar að vinna að menntun kynsystra Ingibjörg Jóhannsdóttir sinna og ryðja braut nýjum viðhorfum í hússtjóm er lutu að auknum þrifnaði, matjurtaræktun og tjölbreyttari fæðu. Hún stofnaði Húsmæðraskólann á Löngumýri og var skólastjóri hans 1944-1967. Þar hélt hún auk þess sum- amámskeið fyrir stúlkur 1955 og 1956 og var forstöðumaður fyrir bama- heimilið RKÍ á Staðarfelli og á Löngu- mýri. Ingibjörg var formaður Skóg- ræktarfélags Skagfirðinga, Kvenfélags Seyluhrepps og gjaldkeri Kvenfélaga- sambands Skagafjarðar um skeið. Hún flutti til Reykjavíkur 1967. Ingibjörg skrifaði töluvert í blöð og tímarit, aðallega mn uppeldis- og skólamál. Hún lést skömmu eftir níræðisafmæli sitt 9. júní 1995. Jarðarfarir Útför Sesselju Pálsdóttur (Stellu) frá Sléttu í Reyðarfiröi, áðurtil heimilis í Arahólum 2, Breiðholti, fer fram frá Bústaðakirkju föstud. 31.5. kl. 13.30. Jarðarför Hlldar Siguröardóttur, Fornhaga 23, fer fram frá Neskirkju föstud. 31.5. kl. 13.30. Krlstín Snorradóttir, Bergþórugötu 19, Reykjavík, veröur jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstud. 31.5. kl. 15.00. Útför Björns Inga Ingasonar flugvélstjóra verður gerö frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstud. 31.5. kl. 13.30. Geir Axelsson, fyrrum bóndi og vörubílstjóri, Brekkukoti, Hólavegi 40, Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá Miklabæjarkirkju laugard. 1.6. kl. 14.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.