Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 26
26 MröBlKIMMSIMCí. MAÍ 2002 Rafpóstur: dvsport@dv.is Íslaid-Spaiii 3-0 1- 0 sjálfsmark .............48. - Erla Hendriksdóttir tók homspyrnu þar sem vamarmönnum Spánar mistókst aö hreinsa frá eftir skalla Ásthildar Helgadóttir sem var varinn af vamarmanni á marklínunni. 2- 0 sjálfsmark .............59. - Olga skallaði áfram homspymu Erlu Hendriksdóttur og Margrét Ólafsdóttir afgreiddi boltann á fjær- stöng í vamarmann og inn. 3- 0 Ásthildur Helgadóttir .... 80. - Eftir frábæra sókn lagði Olga Fær- seth boltann út á Rósu Júlíu Stein- þórsdóttur sem gaf frábæra fyrirgjöf beint á Ásthildi Helgadóttur sem skallaði boltann í netið. Skot (á mark): 15 (7) - 9 (7) Horn: 8-5 Aukaspyrnur: 12-19 Rangstöóur: 1 -4 Varin skot: Þóra 7 - Capa Cia 3. Q Best á vellinum: Guðlaug Jónsdóttir, íslandi íslenska liðiö: Undankeppni heimsmeistaramóts kvenna: Samstilltar stelpur Markið: Þóra Björg Helgadóttir .... @@@ Vömin: Elín Jóna Þorsteinsdóttir .... @@ (87., Björg Ásta Þórðardóttir ....-) Guðrún Gunnarsdóttir........@@ Edda Garðarsdóttir..........@@@ Katrín Jónsdóttir.................@@ Rósa Júlía Steinþórsdóttir .. . @@ Miðjan: Guðlaug Jónsdóttir...............@@@ Ásthildur Helgadóttir.............@@ Margrét Ólafsdóttir...............@@ (88., Dóra Stefánsdóttir..........-) Erla Hendriksdóttir ..............®@ Sóknin: Olga Færseth .....................@@ (87., Ásgerður Ingibergsdóttir ....-) - frábær 3-0 „Ég vona að Islenskar knattspymu- konur nýti sér þennan meðbyr sem er núna í kvennafótboltanum hér á landi, geri enn betur, æfi enn betur og við fáum fleiri stelpur til að fara að æfa fótbolta," sagði Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði íslenska kvenna- landsliðsins í knattspymu sem vann glæsilegan 3-0 sigur á Spáni í gær. íslensku stelpumar í kvennalands- liðinu í fótbolta sýndu það og sönn- uðu fyrir framan 2240 manns á Laug- ardalsvelli að þær svara auknum stuðningi með glæsilegri frammi- stöðu inni á vellinum. í fyrrahaust slógu þær í gegn, bæði með auglýsingu og svo glæstum sigri á Ítalíu, og í gær gerðu þær enn bet- Systurnar Ásthildur og Póra Björg Heigadóttir fögnuöu vel sigri að loknum 18. landsleiknum sem þær leika saman. DV-mynd E.ÓI. Yfirspiluðum þær „Við ætluðum bara að vinna þennan leik og það skipti okkur engu máli hversu stór eða lítill sá sigur yrði. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að vera sterkari í föstum leikatriðum og það vorum við og skorað- um tvö mörk eftir homspyrnur í upphafi seinni hálfleiks. Ég var alveg ákveðin í að standa mig í þessum leik enda fannst mér vera kominn tími til. Það vom allar í standi í þessum leik og allt liðið var tilbúið. Við spil- uðum boltanum og héldum honum innan liðsins, gerðum það sem við þurft- um og yfirspiluðum þær að mínu mati,“ sagði Guðlaug Jónsdóttir, besti leikmaðurinn í annars jafngóðu íslensku liði í gær. Einhver vafi var á hver hefði skorað fyrsta markið en skoraði Guðlaug markið? „Ég veit það ekki, ég sparkaði bara og veit ekki hvort ég snerti boltann eða ekki. Mér er líka alveg sama því að þetta er mark og það tel- ur.“ Þegar Guðlaug var spurð hvort þessi sigur væri byrjun á einhverju meira var hún fljót til svars. „ Já, við getum allt,“ sagði hún. -ÓÓJ sigur kvennalandsliðsins á Spánverjum í gær ur og unnu sannfærandi sigur á spænskum stallsystrum sínum. Boð- að nautat stóðst fyllilega. Spænska nautið var fellt af ellefú samstilltum, íslenskum stelpum. Aldrei fleiri á landsleik Aldrei áður hefur íslenska kvenna- landsliðið fengið fleiri áhorfendur á völlinn og 3-0 sigur á mikilli knatt- spymuþjóð er árangur sem á eftir að vekja athygli og sýna fram á stór- sókn kvennaboltans hér á landi. „Alveg frá því að Jörundur tók við liðinu hefur hann verið að berja inn í okkur sjálfstraust og segja okkur jafn- framt að fara í alla leiki til að vinna þá og það er að skila sér. Við erum með gott lið og sýndum það í dag og það er frábært að fá svona stuðning," sagði Ásthildur Helgadóttir enn fremur og leit upp í stúku þar sem fjölmargir áhorfendur vora enn að hylla stelpumar. „Við fóram inn í hálfleik og vorum ekki sáttar við fyrri hálfleikinn og vissum að við gát- um gert betur, sem við og sýndum í seinni hálfleik. Þetta er einstakur hópur, alveg sérstaklega samstilltur og það er mjög góður andi innan liðs- ins og það sést bara þegar við eram að spila,“ sagði Ásthildur sem náði ásamt Margréti Ólafsdóttir algjöra tangarhaldi á miðjunni í seinni hálf- leik. Eftir það átti þær spænsku enga möguleika. Tvær vel útfærðar hom- spymur skiluðu tveimur sjálfsmörk- um sem að sjálfsögðu vora ekki mik- ið fyrir augað en þeim mun meira virði fyrir íslensku stelpumar. í bæði skiptin varð það Itziar Gurratxaga sem sendi boltann í eigið mark. Eftir þessi mörk var aðeins spum- ing um hvort íslensku stelpumar bættu við mörkum og þær biðu líka með það besta þar til síðast þegar fyr- irliðinn, Ásthildur Helgadóttir, batt endahnútinn á glæsilega sókn með fallegu skallamarki og nú þarf liðið aðeins stig í síðasta leiknum til að tryggja sig í umspilið. „Við ætlum til Ítalíu til að vinna þann leik eins og alltaf og við breyt- um því hugarfari ekki fyrir leikinn," sagði Ásthildur að lokum en síðasti leikur íslenska liðsins er gegn Ítalíu úti 8. júní næstkomandi. Það er erfitt að taka leikmenn út úr íslenska liðinu. Allar höfðu stelpumar mikilvæg hlutverk sem þær skiluðu með miklum sóma. Guölaug lét finna fyrir sér Frammistaöa Guðlaugar Jónsdóttir var liðinu þó ómetanleg, enda lét hún þær spænsku fmna vel fyrir sér og ógnaði marki þeirra allan tímann. Þá var Edda Garðarsdóttir mjög sterk i samstillri fimm manna vöm og fyrir aftan hana sýndi Þóra Björg Helga- dóttir afburða öryggi. Ásthildur Helgadóttir og Margrét Ólafsdóttir áttu í smávandræðum í fyrri hálfleik en réðu öllu á miðjunni eftir hlé og Olga Færseth vann vel all- an tímann. Það var líka skemmtilegt og tákn- rænt þegar hinar 17 ára gömlu stúlkur, Björg Ásta Þórðardóttir og Dóra Stefánsdóttir, komu inn á í fyrsta landsleik sinn. Þær gátu ekki byrjað landsferill sinn betur. Báðar era þær þegar orðnar lykilmenn í sin- um félagsliðum og líklegar til að setja svip sinn á landsliðið á komandi ár- um. -ÓJJ Ásthildur Helgadóttir fagnar hér marki sínu gegn Spánverjum í gær, Olga Færseth er ekki síður kát, sem og aörar íslenskar stelpur á myndinni, en þær spænsku eru aftur á móti vonbrigöin uppmáluö. % / Jj( i fil J 1 Jm jr \ I >• - HftÉSSP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.