Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2002, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2002, Side 13
13 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 DV_______________________________________________________________________________________________________Innkaup Rétta Ijósið Ekki þarf aö fara langt til aö slökkva eöa kveikja á þessu tjaldljósi því það kemur með fjarstýringu. Loftiö í og úr Rafdrifin vindsængurþumþa. Ekki nóg meö aö hún dæli lofti í, heldur er einnig hægt að nota hana til að dæla lofti úr vindsængunum. Stung- iö í sígarettukveikjarann í bílnum. Veglegur vatnsbrúsi Er einangraöur og heldur því drykkn- um heitum/köldum lengur. Meö krana svo auövelt er aö stjórna rennslinu. Viðlegubúnaðurinn verður sífellt fullkomnari: Réttu mér fjar- stýringuna, elskan - er eitt af því sem búast má við að heyra úr tjöldum landsmanna í sumar Þegar sumarið gengur i garð kjósa margir að nýta frítímann til að ferðast um landið með tjaldið í skottinu. Liðin er sú tíð er tjald, svefnpokar, prímus og pottasett var hið eina sem til þurfti. Nú eru græjumar orðnar mun viðameiri. Tjöldin hafa stækkað og meiri kröf- ur gerðar um alls kyns útbúnað, misjaMega nauðsynlegan þó. Inn- kaup kíkti í verslanimar Everest og Útilíf og kynnti sér úrvalið. Þegar komið er á tjaldsvæðið og búið að tjalda 15 m2 tjaldinu er gott að setjast niður og fá sér kaldan drykk. Þá koma rafknúin kælibox sér vel. Þeim er stungið í sígarettu- kveikjarann í bílnum og virka þá eins og lítill ísskápur á leiðinni. Sum era jafhvel þeirrar náttúru gerð að þeim er hægt að breyta í hitaskáp og flytja þannig tilbúna heita rétti með sér í sveitina. Enn annarri gerðinni er svo hægt að stinga í samband hvort sem er í bílnum eða í venjulega 230 V innstungu. í þessi kælibox þarf auð- vitað ekkert að vera vesenast með kælikubba og halda þau matnum kældum í nokkuð langan tíma eftir að þeim er kippt úr sambandi, jafn- vel yfir nótt. Þegar búið er að teyga einn ís- kaldan er rétt að huga að svefnað- stöðunni. Hún verður að vera góð því eins og allir vita nýtur maður landsins mun betur vel útsofmn. Flestir helgarferðalangar notast við vindsængur en þeim hefur gamla fótstigna pumpan fylgt. En ekki lengur. Nú fæst nefnilega vindsæng með innbyggðri pumpu og ekkert sem gera þarf nema stíga nokkram sinnum ofurlétt á horn hennar og hún er tilbúin til notkunar. Þeim sem fmnst jafnvel það vera of erfitt má benda á rafmagnsknúnar pump- ur sem stungið er í sígarettu- kveikjarann á bílnum og blása þær Brennir alkóhóli Prímus sem brennir flestum tegund- um eldsneytis, þar á meðal alkóhóli. Gott aö eiga einn slíkan þegargasiö klárast. vindsængina upp á örskotsstund. Eins er tækið notað til að draga loft- ið úr vindsænginni ef ekki er þolin- mæði fyrir hendi til að bíða eftir að það leki úr af sjálfsdáðum. Góður svefnpoki, sem helst ver gegn heimskautagaddi, þarf einnig að vera með í fór. Nú fást þeir í öll- um stærðum, bæði fyrir börn svo og fyrir stóra fullorðna. Fyrir þá sem era í breiðara eða stærra lagi fást svo yfirstærðarsvefnpokar sem eru 230 cm langir og 95 cm breiðir. Þeir duga vel fyrir allt að 2 m háar manneskjur. Til gamans má geta þess að venjulegur svefnpoki er um 80 cm breiður. Sérstakir útilegukoddar koma svo í stað þess að taka hlunkana, sem notaðir eru heima, með. Til eru nokkrar gerðir ferðakodda, sá vin- sælasti er mjúkur fíberkoddi sem er minni en sá sem notaður er heima auk þess sem hægt er að troða hon- um inn i sjálfan sig þannig að lítið fari fyrir honum á meðan ferðast er. Þeir sem vilja eitthvað einfaldara geta fengiö sér ferðakoddaver. Það er fyllt með peysu eða öðru mjúku sem við hendina er og stungið und- ir höfuðið fyrir svefn. Þegar búið er að koma sér vel fyr- ir i svefnpokanum er tilvalið að lesa nokkrar línur í góðri bók við milda birtu tjaldljóss. Margar gerðir tjald- ljósa eru til en þeim fylgir sá galli að hangi þau i súlum tjaldsins eða standi á borði í fortjaldi þarf að skríða úr hlýjmn pokanum til að slökkva. En koma má í veg fyrir þetta stóra vanda- mál með því að fá sér tjaldljós með fjarstýringu. Það gefur góða birtu, enda með flú- orperu og getur staðið á borði eða hangið í lofti. Nauðsynlegt í öll tjöld. Því ekkert er notalegra en að sofna úti í náttúr- Feröaísskápur Fullkomiö kælibox sem stungiö er í sígarettukveikjarann og heldur matn- um vel köldum á leiöinni og í dá- góða stund eftir það. unni við gutlið í læknum og smell- ina í fjarstýringunni. Prímusar eru eitt af því sem verð- ur að vera með ef útilegan á að vera þægileg. En klári menn gasið, eða gleymi að kaupa áfyllingu fyrir lok- un má bjarga sér með því að nota annað eldsneyti. Til eru prímusar sem ganga fyrir fleiri tegundum af eldsneyti, t.d. bensíni, steinolíu, rauðspritti eða jafnvel áfengi. Þeim fylgir eldsneytisflaska sem vökvinn sem brenna á er settur í. Þannig má t.d. nýta brennvín um verslunar- mannahelgi, láta það ylja sér bæði að innan og utan á kroppnum. -ÓSB Feröakoddi og ver Það duga engir venjulegir svæflar í sveitinni. Til eru nokkrar gerðir ferðakodda og ferðakoddaver. Sumarsmellir frá Herrera Nú eru komnir á markað tvær nýjar tegundir af ilmi frá Carolina Herrera. Dömuilmurinn kallast 212 On Ice og herrailmurinn 212 MEN On Ice. Segja má að hér sé um sann- kallaðan sumarilm að ræða, lyktin er fersk með áherslu á framandi ávexti og undirliggjandi ilmi af blómum og moskus. Umbúðimar era skemmtilegar og vísa til ferskleika innihaldsins, tveir kubbar sem minna á ísmola og hægt er að nýta á margan hátt eftir að ilmvatnið hefur verið tekið úr, t.d. undir penna, smáhluti eða jafn- vel kerti. Heildverslunin Gasa flytur ilm- vötnin til landsins. -ÓSB Lónkot í Skagafirði: Markaðir í risatjaldi Ferðaþjónustan Lónkot í Skaga- firði stendur fyrir þremur mörkuð- um í sumar en slikir markaðir hafa verið árvissir síðan árið 1999. í fréttatilkynningu frá Lónkoti segir að markaðirnir fari fram síðustu sunnudaga í júní, júlí og ágúst og era haldnir í risatjaldi staðarins, sem er hið stærsta á landinu. Dag- amir era 30. júní, 28. júlí og 25. ágúst. Markaðimir eru opnir gest- um frá kl. 13-18, en sölufólk hefur auk þess timann frá kl. 10-13 til aö koma sér fyrir. Hægt er að fá frek- ari upplýsingar og panta söluborð hjá Ferðaþjónustunni Lónkoti. Frá Lónkoti Þar ergóð aðstaða fyrir ferðamenn og ekki úr vegi aö skella sér á markað þar i sumar. Verður þú heppinn áskrifandi? ov Fimmtudaginn 20.júní munu TVEIR heppnir DV-áskrifendur vinna ► FUJITSU SIEMENS TÖL VUR. Ad auki munu tveir heppnir áskrifendur vinna ► pizzQuaislu fgrir 8 manns ó Pizza Hut. K Tfilvur - borgar sig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.