Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Síða 34
3-4- / / <£> / a rk> lo ö I>"V" LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 H Pétur Gunnarsson dó í nóvember eftir að hafa tekið ofstóran skammt. Hann var lífg- aður við og kgnntist Guði íByrginu þarsem hann biður á hverjum degi fyrir alvarlega veikri fjögurra ára dóttur sinni. Hann segir sögu sína íopinskáu viðtali við DV. „NÚ LIFI ÉG EFTIR 0RÐINU,“ segir Pétur Gunnars- son þar sem hann situr á lítilli skrifstofu i Byrginu í Rockville. Hann dó í nóvember, hjarta hans hætti að slá vegna of stórs skammts af kókaíni. Hann er tæplega fer- tugur Akureyringur og á tvö börn, það eldra nítján ára drengur en það yngra fjögurra ára stúlka sem þjáist af sjaldgæfum hrörnunarsjúkdómi. Pétur lítur ótrúlega vel út miðað við neyslusögu sína en andlit hans ber merki þess að hann hafi einhvern tíma orðið fyrir höggum. Hann talar fumlaust og yfir honum hvílir værð; kannski af því hann segist hafa fundið Guð. „Ég hef farið í ótal meðferðir en alltaf verið pirraður út í bænastundir þangað til ég kom hingað. Þá gerðist eitthvað. Nú bið ég á hverjum degi. Þegar maður upplifir trúna uppgötvar maður að það þarf ekki meira. Ég er kátur með mínar örorkubætur sem eru brot af þeim launum sem ég hef haft í gegnum tíðina. Ég vakna kvíðalaus, óttalaus, full- ur af djörfung og það er ekkert sem stoppar mig. Öll svörin eru þarna,“ segir hann og leggur höndina á Bibl- íu sem liggur opin fyrir framan hann, „þarna er lífið.“ Pétur hefur sérstaklega merkt við kaflann sem opnaði augu hans fyrir Guði: Jeremía, fyrsti kafli, fimmta vers: Áóur en ég myndaði þig í móóurlífi, útvaldi ég þig, og áður en þú komst af móöurkviói, helgaöi ég þig. Ég lifði fyrir spennuna „Ég er alinn upp við mikinn alkóhólisma,“ segir Pét- hef brugðist ur, „ég tók mér snemma það hlutverk að passa systkini mín. Ég svæfði þau og gaf að borða. Ég var mikið í íþróttum þegar ég var strákur og um 14 ára aldur var ég þess fullviss að ég myndi aldrei drekka. Samt var ég ekki nema sextán ára þegar ég byrj- aði að drekka. Ég varð strax mjög reiður og drakk yfir- leitt alltaf í túrum.“ Pétur var til sjós og í átta ár var hann yfirmaður á togurum Samherja en var rekinn þaðan. Fyrsta fíkni- efnamálið sem hann var viðriðinn var á Akureyri en Freyvangsleikhúsið þurfti að fresta frumsýningu vegna þess að allir aðalleikararnir voru í gæsluvarðhaldi. „Þá varð ég frægur á Akureyri, „ segir Pétur. „Ég flúði það- an, gat ekki verið þar lengur. Ég var hundeltur: eilífar handtökur og húsleitir, líka heima hjá foreldrum mínum og systkinum. Ég flutti suður. Þá hófst hörmungarsagan. Ég upplifði það að hafa hendur fullar af peningum og fikniefnum og líka það að skrapa sígarettustubbana upp úr götunni. Ég lifði algjörlega á eigum annarra, taldi mér trú um að ég hefði rétt til þess að taka það frá öðrum sem ég þurfti. Fljótlega eftir að ég kom suður byrjaði ég að sprauta mig með amfetamíni. Ég varð fullkomlega háður því, hrundi niður hér og þar, lifði í öðrum heimi. Ég falsaði skjöl og ávísanir og braust inn í hús. Mér fannst það skemmtilegt, spennandi. Ég lifði fyrir spennuna." Pétur segir mér frá stráknum sínum sem nú er nítján ára. „Ég fékk stundum að hafa hann,“ segir hann, „gleymdi honum stundum. Gleymdi honum einu sinni á hóteli í Reykjavík. Það var hringt í mig og ég spurður hvort ég ætlaði ekki að ná í drenginn, hann væri hjá næturverðinum. Ég var ruglaður, vissi ekki hvort það var dagur eða nótt.“ Falliim á ný „Ég hef verið í meðferðum og fangelsum, öllum pakk- anum,“ segir Pétur sem fyrir rúmum sex árum virtist kominn á lygnan sjó eftir árangursríka meðferð. Hann setti á fót fyrirtæki á Akureyri og var um tíma með 36 manns í vinnu. Hann kynntist konu og eignaðist með henni dóttur. Barnið var veikt og þau þurftu að koma reglulega til Reykjavíkur í eftirlit og lyfjagjöf. í febrúar 2001 settist læknir litlu stúlkunnar niður með Pétri og konu hans og sagði þeim að dóttir þeirra væri með afar sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm. „Ég brást reiður við,“ segir Pétur. „Konan mín og dóttir fóru norður með fyrsta flugi en ég varð eftir. Ég varð mér strax úti um efni: fyrsta víman eftir að hafa verið edrú í fimm ár var kókaín í æð. Ég var kominn á sama stað og þegar ég hætti. Það er skrýtið að hugsa um þetta núna.“ Pétur fór mjög leynt með neyslu sína. „Konan min hafði aldrei séð mig undir áhrifum vímuefna því ég kynntist henni eftir að ég varð edrú,“ segir Pétur. Þau giftu sig í júní síðastliðnum og segist Pétur hafa farið í gegnum þann dag án vímuefna. Um haustið lést mágur hans á voveiflegan hátt. „Mánuði síðar var ég dottinn í það. í október fór ég suður að vinna. Ég hef ekki enn far- ið norður ciftur. Þá hófst þessi skelfing; mér var ná- kvæmlega sama hvort ég var lifandi eða dauður, það skipti ekki máli. Núna veit konan min hvernig ástandið var og í hvað peningarnir fóru. Það er verið að undirbúa skilnað okkar.“ Ég vissi að ég var að deyja „Þegar ég fór í keyrsluna í haust var allt gert til að stoppa mig en það gekk ekki. Ég var alltaf skrefi á und- an fjölskyldu minni og slapp fyrir horn. Ég var mjög ruglaður, rosalega ruglaður. Einu sinni hringdi félagi minn i mig þar sem ég var staddur í húsi vestur í bæ þar sem ég var að þrífa gólfin. Ég sagði honum að ég væri heima hjá honum að þrífa og spurði hvort hann væri ekki að koma með strákinn. Ég var einn í ókunnugri íbúð sem ég vissi ekkert hvernig ég hafði komist inn í og hafði þrifið húsið hátt og lágt. Ég gerði engan greinar- mun á réttu og röngu og vissi ekki hvar ég var. Fólk var farið að forðast að vera nálægt mér. Ég reif efni upp úr vösunum á skemmtistöðum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Eins og ég hef sagt frá í DV kom ég heim tO íslands með 12 kOó af amfetamíni í fyrra. Ég

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.