Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2002, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 22, ÁGÚST 2002 DV Fréttir Minnihlutinn ósáttur viö ráðningu deildarstjóra hjá Akureyrarbæ: Varaþingmaður D-listans íhugar jafnréttiskæru - óskemmtilegt aö hefja búsetu á Akureyri með kæru, segir Soffía Gísladóttir Meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna á Akureyri gekk á fundi iþrótta- og tóm- stundaráðs Akureyrarbæjar í fyrradag fram hjá varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins á Norður- landi eystra við ráðningu á deild- arstjóra íþrótta- og tómstunda- ráðs. Þrír þóttu hæfir til að gegna stöðunni, þeir Viðar Sigurjónsson, Soffía Gísladóttir og Kristinn H. Svanbergsson. Meirihlutinn sam- þykkti að ráða Kristin en minni- hluti Samfylkingar og Lista fólks- ins vildi ráða varaþingmann Sjálf- stæðisflokksins, Soffíu Gísladótt- ur frá Húsavík. Kristinn var kosn- ingastjóri Sjálfstæðisflokksins fyr- ir síðustu bæjarstjórnarkosning- ar. Hann er frá Akureyri. í bókun minnihlutans kemur fram það mat að Soffia hafi verið hæfust umsækjenda en hún er fé- lagsmálastjóri á Húsavik. Vísað er til jafnréttis- áætlunar Akur- eyrarbæjar þar sem segir að þegar ráða skuli í stjómunarstöð- ur innan bæjar- kerfisins verði unnið að því að jafna hlut kynj- anna, bæði inn- an bæjarkerfis- ins og utan. Soffía Gísladóttir. Sigrún Stefánsdóttir. og eins hver telst hæfastur en hún virkaði mjög sterkur kandídat í þetta starf,“ segir Sig- rún. Þá telur hún Soffiu hafa óumdeilanlega mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Hæfust í stjórnun? Sigrún Stefánsdóttir, Samfylk- ingunni, sagði í samtali við DV að vissulega væri minnihlutinn sam- þykkur því að allir ofangreindra umsækjenda hefðu verið hæfir en hún teldi rétt að reynsla Soffiu á stjórnunarsviðinu vægi þungt og því hefði hún verið ósamþykk ráðningunni. „Það er mat hvers Ihugar kæru Soffía fGísladóttir segist vissu- lega íhuga að kæra en hún segist ekki hafa gert upp sinn hug í þeim efnum. „Ég hef heilt ár til að hugsa það mál og án þess að ég hyggist bíða svo lengi tel ég rétt að skoða hvaða möguleika ég hef í stöðunni. Þetta hvarflar vissulega að mér, ekki síst samanber bókun minnihlutans, en ég tel þó rétt að fá upplýsingar um hina umsækj- endurna fyrst áður en ég tjái mig frekar um líkur á aðgerðum." Soffía mun flytjast til Akureyr- ar innan skamms og hún segir að það væri vissulega ófarsælt að hefja búsetuna með kæru á hend- ur bænum. Hvað varðar tengsl hennar við Sjálfstæðislfokkinn segir hún að hún hafi aldrei feng- ið starf á pólitískum grundvelli og hún hafi við engan pólitíkus rætt þegar hún sótti um þetta starf. Kunnugir telja að Soffía eigi möguleika á að vinna jafnréttis- málið en mörg slík mál hafa kom- ið upp undanfarið sem Akureyrar- bær hefur iðulega tapað. Deilt er um hve kunnátta á íþróttasviðinu vegur þungt en Kristinn er íþrótta- fræðingur að mennt og hefur meðal annars starfað sem framkvæmda- stjóri Skíðasambands íslands og yf- irverkefnastjóri hjá EJS. -BÞ PRENTUM EFTIR LITSKYGGNUM OG STAFRÆNUM MYNDAVÉLUM. TÖKUiyi EFTIR GÖMLUM MYNDUM OG GERUM VIÐ, HÖNNUM BOÐSKORT EFTIR ÞÍNUM ÓSKUM, STÆKKUM HLUTA ÚR MYND, BREYTUM OG BÆTUM . Tt,u=la HEIMSMYNDIR Smíðjuvegi 11,- gul gata 200 Kópavogur, sími 544 4131. Fimm fjölmiðlar styrktir af Byggðastofnun - erfið lánastarfsemi sögð fram undan Byggðastofnun veitti alls 37 styrki fyrir 22,3 milljónir króna í fyrra. Þar af studdi stofnunin myndarlega við ýmsa fjöl- miðla á landsbyggðinni. Þannig fékk héraðsfrétta- blaðið Skessuhorn í Borg- amesi eina milljón króna í styrk, Bæjarins besta á ísafirði fékk eina milljón, Vikudagur á Akureyri fékk eina milljón, Útgáfufélag Austurlands, í umsjá Smára Geirssonar, fékk eina milljón og Útvarp Vestmannaeyja fékk 300.000 krónur. Af öðrum styrkþegum Byggöa- stofnunar á árinu má nefna að í Búðardal fékk Skarðsstöðvarhús 300.000 kr„ Búnaðarfélagið örlyg- ur á Króksfjarðarnesi fékk eina milljón til mjólkurflutninga, tón- listarsafn á Bíldudal fékk hálfa milljón og kvikmyndafélagið í einni sæng á Flateyri fékk hálfa milljón króna. Á ísafirði fékk At- vinnuþróunarfélag Vestfjarða 1.200 þús. kr. til undirbúnings fyr- ir styrjueldi, Frumkvöðlasetur Norðurlands á Akureyri fékk eina milljón króna, Fræðslumiðstöð Þingey- inga fékk 600.000 kr. fyrir íjarfundabúnað á Kópa- skeri, Þróunarverkefni á Egilsstöðum v. sameining- ar sveitarfélaga fékk 2 milljónir eða næsthæsta styrkinn. Hæsti styrkur- inn rann hins vegar til Kötluvikurs ehf. í Vík í Mýrdal, 5 milljónir króna, til rannsókna á vikri. Kristinn H. Gunnarsson var for- maður stjómar Byggðastofhunar á þeim tíma sem ákvarðanir um styrkveitingar voru teknar fyrir árið 2001 en alls lánaði Byggða- stofnun fyrir 1,8 milljarða króna á árinu 2001. Heildarútlán í ár munu að líkindum fara yfir 2,4 milljarða eins og kemur fram í ársskýrslu stofnunarinnar. Útistandandi lán munu nema 13 milljörðum króna um næstu ára- mót og er gert ráð fyrir að afkoma lánastarfsemi Byggðastofnunar verði erfið á næstu árum sem fyrr. -BÞ Kristinn H. Gunnarsson. Verslunarráð: Tekist á um krónuna „1 mínum huga er ljóst að krónan verður gjaldmiðill íslendinga í nán- ustu framtíð," segir Birgir Ár- mannsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Verslunarráðs, en mjög skipt- ar skoðanir eru að hans sögn innan ráðsins um hvort skynsam- legt sé að evran verði tekin upp hér á landi eða ekki. „Jafnvel þótt sú skoðun yrði ofan á að Ármannsson. væri skyn- samlegra að taka upp aðra gjaldmiðla, eins og t.d. evru, þá gerist það ekki þegar í stað heldur kallar á langan undirbún- ings- og aðlögunartima. Þess vegna er mikilvægasta viðfangsefnið núna að tryggja að íslenskt atvinnulíf geti á þokkalegan hátt búið við krónuna sem gjaldmiðil og þar þurfa að koma til ákvarðanir af hálfu Seðla- banka íslands, ríkisstjómarinnar og svo atvinnulífsins sjálfs," segir Birgir, en Verslunarráð fundaði um stöðu gjaldeyrismála í gærdag. „Innan islensks atvinnulífs em skiptar skoðanir um það hvort við eigum þegar til framtíðar er litið að taka upp evru í stað krónunnar. Sú umræða á eftir að þróast og eiga sér stað á næstu mánuðum og árum. Per- sónulega er ég ekki hlynntur slíkri tengingu við evruna en margir starfsfé- lagar mínir í félagssamtökum atvinnu- lifsins eru annarrar skoðunar," segir Birgir að lokum. -ss DV+ilYND SJÖ Slagbrandur Nýjum bráöabirgðaöryggisbúnaöi hefur ný- lega veriö komiö fyrir í öllum vélum Flug leiöa eftir aö bandanska flugmálastjómin, FM, fór fram á slíkt - aö allar vélar sem koma til Bandaríkjanna veröi útbúnarsér- stökum slagbrandi innanvert í flugstjóm- arklefa. Á myndinni sýnir Frans Ploder, flugstjóri Flugleiöa, hinn nýja búnaö. i raun fer FM fram á aö flugfreyja fari inn í stjórnklefann þegar flugstjóri eða flug maöur þurfa t.d. aö fara aftur í vél. Hvort þaö veröur ávallt gert er e.t.v. önnur saga. Hvaö sem því líöur þá eru allar Flugleiöavélarnar nú með þennan þúnaö sem hlýtur að auka möguleika á öryggis- viöbúnaði efeitthvaö er. Fundað í Færeyjum Davíð Oddsson forsætisráðherra er nú kominn í opin- bera heimsókn til Færeyja, en þaðan kom hann beint frá Litháen. Ráðherr- ann fundaði með Anfinn Karlsberg, lögmanni Færeyja, og Jonathan Motzfeldt, fórmanni grænlensku heimastjórnarinnar. Fóru þeir með- al annars yfir Evrópumál og nauð- syn þess að bæta samgöngur milli landanna þriggja. Mbl. greinir frá Falun óskar fundar Fulltrúar Falun Gong-hreyfingar- innar hafa sent íslenskum ráða- mönnum erindi þar sem þeir óska eftir fundi þar sem þeim var bannað að koma hingað til lands í júní sl. í tengslum við heimsókn Kínaforseta. Segja samtökin að framganga ís- lenskra stjórnvalda þá eigi að vera íslendingum áhyggjuefni. Leitað við Þjórsá Björgunarsveitarmenn leituðu í gærkvöld við Þjórsárósa, eftir að til- kynningar bárust frá fólki á Selfossi um að þar sæjust neyðarblys á sveimi. Lögregla kannaði einnig svæðið, sem og skip sem voru á sigl- ingu úti fyrir ósnum. Að sögn Mbl. bar leit ekki árangur. Bíl stolið á Akureyri Lögreglan á Akureyri leitar nú rauðrar Toyota-bifreiðar, LT 803, sem stolið var á Munkaþverárstræti í nótt. Tilkynning um þjófnaðinn barst lögreglu um sexleytið í morg- un. Þeir sem kunna að hafa upplýs- ingar um ferðir bílsins eru beðnir að hafa samband við lögreglu á Ak- ureyri. Lausaganga er bönnuð Enginn vafi leikur á því að bú- fjárhald í hlíðum Esjunnar er bann- að. Þetta hefur Mbl. eftir Hjörleifi Kvaran borgarlögmanni. Hann seg- ir að í samþykkt frá 1986 sé öll lausaganga búfjár í borgarlandinu óheimil - og það gildi á Kjalamesi eftir að það sameinaðist borginni. Hannes efstur Önnur umferð í landsliðsflokki á Skákþingi Islands var tefld í gær- kvöld. Hannes Hlíf- ar Stefánsson náði forystunni með sigri á Arnari Gunnarssyni. Fimm skákmenn eru með 1 1/2 vinning. Þriðja umferð er í dag kl. 17. Teflt er í íþróttahúsi Gróttu á Seltjarnamesi og eru áhorfendur velkomnir á keppnisstað. f ókus > »kMÍ Á MORGUN Busar og beyglur í Fókus, sem fylgir DV á morgun, má finna ítarlega úttekt á busavígsl- um og afskipti fé- lags- og skólayfir- valda af þeim. Þá verður einnig heyrt í nokkrum þekkt- um einstaklingum sem fóru sumir hverja ansi illa út úr sinni busavígslu. Rætt er við fimm konur sem saman semja leiksýningu þar sem tekiö er á málum kvenna í allri sinni mynd, ungan mann sem framdi óeigingjart góðverk á menningamótt sem og Bjarka Gunnlaugsson sem hefur skipt út takkaskónum fyrir tisku- skóna. Leiðarvísir um skemmtana- og menningarlífið má svo finna á sínum vanalega stað. ■£>

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.