Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2002, Blaðsíða 4
Fréttir FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 T»'V Maðurinn sem ráðist var á við Rekagranda í byrjun ágúst útskrifaður: Minnisleysi þolandans torveldar rannsókn - læknar komu í veg fyrir dauða hans - málið rannsakað sem tilraun til manndráps Á vettvangi giæpsins Fórnarlambiö var meö mjög alvarlega áverka á höföi, höfuökúpubrotinn og haföi blætt inn á heila. Læknir telur aö maöurinn heföi ekki lifaö árásina af ef ekki heföi komiö til skuröaögeröar í tíma. 22 ára karlmaður, sem ráðist var á í Grandahverfi að morgni fostu- dagsins 2. ágúst, var útskrifaður af sjúkrahúsi Landspítalans í Fossvogi á sunnudag, samkvæmt upplýsing- um spítalans - sextán dögum eftir að hann var lagður inn á bráðadeild með lífshættulega áverka sem lækn- um tókst að koma í veg fyrir að yrðu manninum að fjörtjóni. Tveir bræður, 20 og 21 árs, og fað- ir þeirra, 43 ára Reykvíkingur, sitja í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna árásarinnar sem lögreglan rannsakar sem tilraun til mann- dráps. Samkvæmt heimildum DV hefur þolandinn ekki munað hvers vegna eða með hvaða hætti ráðist var á hann. Lögreglan hefur tvisvar reynt að yfirheyra hann á sjúkra- húsinu. Maðurinn var með mjög alvar- lega áverka á höfði, höfuðkúpubrot- inn og blætt hafði inn á heila. Enn- isbein var brotið og stungusár voru víða um líkamann. Sérfræðingur á heila- og taugaskurðdeild Landspít- alans telur að lifshættu hafi verið afstýrt með skurðaðgerð sem mað- urinn gekkst undir sama dag og komið var með hann. Vitni hélt að lík ... Þegar lögreglan krafðist þess að mennirnir yrðu úrskurðaðir í gæslu- varðhald upplýsti hún að klukkan 11.08 framangreindan dag, föstudag- inn í verslunarmannahelgi, hafi til- kynning borist um blóðugan og ölvað- an mann „sem studdur væri“ af tveim bræðrum við Skeljagranda 4 í Reykja- vík. Nokkrum mínútum síðar hafl lög- reglunni borist tilkynning um að tveir menn hefðu ýtt manni yfir grindverk við leikskólann Gullborg að Reka- granda 14. Tilkynnandi taldi að hugs- anlega væri um lík að ræða. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir hinn slasaða á leikskólalóðinni. Var hann fluttur í skyndi á slysa- og bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Handtökurnar Hálfri annarri klukkustund eftir fyrstu tilkynningu voru bræðumir handteknir við bensínafgreiðslu við Austurströnd á Seltjamamesi en þá hafði verið ráðist á annan mann við verslunarmiðstöðina við Eiðistorg. Faðir þeirra var handtekinn á Eiðis- torgi en hann var með áverka i and- liti og „alblóðugur" eins og lögregl- an tiltók fyrir dómi. Blóð reyndist bæði á fatnaði hans og skóm. Faðirinn hefur gefið þá skýringu varðandi áverka sína að hann hafi hlotið þá frá öðrum sona sinna er hann gekk á milli hans og þoland- ans er þeir voru að slást inni í íbúð- inni. Reyndar segir faðirinn að hon- um hefði verið sagt þetta en hann muni það ekki sjálfur. Samkvæmt vitnisburðum kom fram að mikil læti höfðu borist frá íbúð bræðranna að Skeljagranda nóttina áður en þar hefur faðir þeirra einnig dvalist - hávaðinn hafi líkst því að um slagsmál hafi verið að ræða, húsgögn hafi verið færð til og mikill köll og læti borist frá íbúðinni. Eitt vitni sem farið hafi út úr húsinu snemma morguns kvaðst hafa séð blóð á svalagólfi fyr- ir framan íbúðina. íbúðin árásarvettvangur Þegar lögreglan rannsakaði íbúð- ina kom í ljós blóð m.a. á veggjum og gólfum. Þar fundust einnig skil- ríki mannsins sem hafði fundist illa slasaður á leikskólalóðinni. Vitni, sem þekkir bræðuma sem búa að Skeljagranda í sjón, bar að það hefði séð bræðurna henda manni yfir girðingu við lóð leikskólans. Annar bróðirinn hefur játað að hafa slegið hinn slasaða nokkrum sinnum. Sá framburður skýrir hins vegar ekki hina alvarlegu áverka sem þolandinn hlaut. Faðirinn er grunaður um að hafa veist hrotta- lega að þolandanum í félagi við syni sína, en fram er komið að hann var í umræddri íbúð um nóttina. Minnisleysi þolandans Fimm dögum eftir árásina reyndi lögregla að taka skýrslu af hinum slasaða en það reyndist ekki unnt vegna ástands hans. Sama var gert í síðustu viku og það bar heldur ekki árangur. Blóðsýni úr kærðu og brotaþola voru send utan til Noregs þar sem framkvæmd verður DNA samanburðarrannsókn á þeim líf- sýnum sem fundust í fatnaði og á vettvangi. Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur hafa fallist á þau rök lögreglu að feðgamir geti spillt rannsókn málsins ef þeir ganga lausir. Þar er aöallega vísað til þess að annar bræðranna viðurkennir að hafa ráðist á fómarlambiö en mikið beri í milli framburðar hans og hins bróðurins. Faðrinn ber, eins og áður segir, við minnisleysi. -Ótt Landssíminn: Farsímar halda uppi hagnaði „Farsímakerfið heldur uppi stærst- um hlutanum af hagnaði félagsins,“ sagði Heiðrún Jónsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Landssímans, en Síminn kynnti í gær aíkomutölur sínar fyrir fyrri helming ársins. hagnaður þess tíma er einn milljarður króna. Þetta eru veruleg umskipti í reksti felagsins en eftir sama tímabil í fyrra var útkoman 390 miiljónir króna gróði. Þessi niðurstaða er jafnframt i góðu samræmi við áætlanir um afkomu sem gerðar voru. í uppgjörinu gætir nokk- urrar varúðarfærslna, meðal annars að eignarhlutir Símans í öðrum félögum eru færðir niður og hefur þetta áhrif á afkomu félagsins. Rekstrartekjur samstæðunnar á tímabilinu voru 8.912 millj. kr„ saman- borið við 9.130 millj. kr., en þá kom inn í dæmið tæplega 400 milljóna króna hagnaður vegna sölu á höfuðstöövum Símans í miðborg Reykjavíkur. Rekstr- argjöld á tímabilinu voru 5.713 miilj. kr., samanborið við 5.554 millj. kr. eftir sama tímabil í fyrra. „Við erum sátt við útkomuna. Fjár- magnsliðimir eru okkur hagstæðir eins og öðrum fyrirtækjum, Félagið hefur sterka fjárhagsstöðu og góða markaðs- stöðu,“ sagði Heiðrún og vekur athygli á þvi að tekjur Símans aukist þrátt fyrir sífellt harðnandi samkeppni. -sbs Heiðrún Jónsdóttir. Ákvörðun um vanhæfi umhverfisráðherra: Ekki að skipun frá Davíð Oddssyni - segir Siv Friðleifsdóttir sem óskaði álits á málinu Bréf forsætisráðuneytisins 13. ágúst um vanhæfi umhverfisráðherra til að fjalla um hugsanlegar kærur vegna Norðlingaöiduvirkjunar var svar við Siv Friðleifsdóttir. beiðni umhverfis- ráðherra um álit á málinu. Þar var ekki um að ræða skipun Davíðs Oddssonar, segir Siv Friðleifsdóttir sem segir ráðu- neyti sitt hafa ósk- að eftir áliti for- sætisráðuneytis með bréfi 12. ágúst. Siv Friðleifsdóttir sagði í samtali við DV að hún hefði um nokkurt skeið vit- að að hægt væri að draga mjög í efa hæfi sitt til að úrskurða í málinu vegna gamalla ummæla sinna í Rikis- útvarpinu. - Var ekki um neina skipun Davíðs Oddssonar að ræða? „Alls ekki. Við komumst að þessari niðurstöðu í umhverfisráðuneytinu og forsætisráðuneytið tók síðan af allan vafa um það. Bréf umhverfis- og forsætisráðu- neyta. Ég lét skoða þetta innan míns ráðu- neytis og við komumst að því að það væri hægt að draga mitt hæfi það mik- ið í efa að rétt væri að ég viki. Mig grunaði auðvitað að pólitískir and- stæðingar vildu koma á mig pólitísku höggi og draga þetta mat okkar í efa og héldu því fram að maður vfldi hrein- lega ekki úrskurða í málinu. Það er þó alrangt því að mér finnst einmitt verra að þurfa að víkja í þessu máli. Þess vegna leituðum við til forsætisráðuneyt- isins til að taka af all- an vafa. Það kemur alveg skýrt fram hjá þeim að þeir telji eðlilegt að ég viki sæti þar sem með réttu sé hægt að draga hæfi mitt í efa. Að sitja sem umhverfisráðherra og upplifa þetta sýnir mér enn frek- ar en áður að það verður að endur- skoða lögin um ábyrgð umhverfisráð- herra. Samkvæmt lögunum er hægt að binda ráðherrann í allri umræðu um tiltekin mál. Ég veit ekki til að það sé nokkur annar ráðherra í heiminum í sömu stöðu og ég. Við þurfum líka að endurskoða lögn með tiHiti til þess að Skipulagsstofnun er að úrskurða og segir já eða nei við ákveðnum framkvæmdum. Það er eng- in slík stofnun sett í slíka stöðu erlend- is. Okkar löggjöf er því tölvert frá- brugðin því sem gengur og gerist í öðr- um löndum." -HKr. Akureyrarbær: Töluverður launamunur - milli kynjanna Töluverður launamunur er milli kynja hjá æðstu stjómendum Akur- eyrarbæjar skv. könnun sem kynnt verður bæjarráði í dag. Á fundi jafnréttis- og íjöl- skyldunefndar i vikunni var könnunin kynnt en innihald hennar er trún- aðarmál þangað til að loknum fundi bæjarráðs í dag, að sögn Bjöms Snæbjömssonar, formanns nefndarinnar. Heimildir DV herma að ástandið sé talið óviðunandi. Jafnréttis- og fjölskyldunefnd óskaði á fundi sínum eftir að jafnrétt- isfulltrúi og fulltrúi Rannsóknastofn- unar Háskólans á Akureyri fengju að koma á fund bæjarráðs og kynna launakönnunina en RHA vann að gerð hennar. Nefndin fer þess á leit að bæjarráð geri viðeigandi ráðstafanir í samræmi við jafnréttisáætlun, fjöl- skyldustefnu og starfsmannastefnu Akureyrarbæjar. -BÞ Björn Snæbjörnsson. Launagreiðslur kúabúa lækka ár frá ári í erindi Jónasar Bjarnasonar, for- stöðumanns Hagþjónustu landbún- aðarins, á fundi Landssambands kúabænda um afkomu kúabúa árið 2001 kom fram að launagreiðslugeta kúabúanna hefur minnkað á milli ára, en framlegðarstigið aukist og var árið 2001 63,7 stig að meðaltali. Enn fremur kom fram aö launa- greiðslugeta á kúabúum hefur dreg- ist saman annað árið í röð en hún var árið 2001 2.505.000, árið 2000 2.553.000 og 1999 2.623.000. -NH Bylting í vinnslu lambakjöts Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra mun í dag gangsetja nýja vinnslulínu frá Marel sem sérhæfð er fyrir lambakjöt hjá sláturvinnslu Norðlenska ehf. á Húsavik. Að sögn talsmanna Norðlenska er hér á ferð- inni hrein bylting í vinnslu lamba- kjöts og stærsta framfaraskref á þvi sviði um áratugaskeið. -BÞ Þjórsárósar: Leitað að neyðarblysi Tilkynning um að ljós frá fiórum neyðarblysum sæjust á lofti yfir Þjórsárósum barst lögreglunni á Selfossi um hálfellefuleytið í gær- kvöld. Lögreglumenn fóru á vett- vang og Björgunarfélag Selfoss sendi bíl til leitar en engin um- merki um slys fundust. Þá leituðu tvö skip, sem voru á siglingu skammt frá, einnig en án árangurs. Hvað þama var á ferðinni er þvi hulin ráðgáta. -aþ Lundarskóli á Akureyri: 250.000 kr. skákstyrkur Skólanefnd Akureyrarbæjar ákvað á ftmdi sínum i vikunni að styrkja skáksveit Lundarskóla myndarlega til ferðalags til Svíþjóð- ar. Lundarskóli hafði óskað eftir ferðastyrk að upphæð kr. 375.000 vegna ferðar skáksveitar skólans á Norðurlandamót grunnskólasveita sem haldið verður í Rimbo í Svíþjóð í september nk. Skólanefndin sam- þykkti að veita styrk að upphæð kr. 250.000 vegna ferðarinnar en krakkarn- ir í skáksveit Lundarskóla eru íslands- meistarar grunnskóla i skák. -BÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.