Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2002, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 DV Fréttir Pressa á stjórnvöldum um Norðlingaölduveitu vegna Norðuráls: Vilja hefja stækkun álversins á næsta ári - mun auka útflutningsverðmæti um 13 milljarða króna Mikil pressa er nú á stjómvöld- um um að heimila Norðlingaöldu- miðlun. Kynnt var 6. ágúst að Landsvirkjun og Norðurál hafi und- irritað samkomulag (memorandum of understanding) um orkuviðskipti vegna stækkunar álversins á Grundartanga. Snýst það um af- hendingu orku vegna fyrri áfanga stækkunar álvers Norðuráls á Grundartanga í 240.000 tonn. Þar er um að ræða stækkun úr 90.000 tonn- um í 180.000 tonn. Gert er ráð fyrir því að þessi áfangi muni kosta allt að þrjátíu milljarða króna á núver- andi gengi. Samkomulagið er háð ýmsum fyr- irvörum, m.a. um að samningar tak- ist um orkuverð og að leyfi fáist fyr- ir nauðsynlegum orkuframkvæmd- um þ.á m. Norölingaölduveitu. Ef samningar takast um stækkunina er gert ráð fyrir að undirbúningur framkvæmda á Grundartanga hefj- ist á næsta ári og að nýi áfanginn verði tekinn i notkun árið 2005. Aflþörf stækkunar 150 MW Orkuþörf vegna stækkunar ál- versins í 180.000 tonn er um 1300 GWst á ári, eða sem jafngildir með- Blaðsöluverðlaun DV: Þetta er fínn vasapeningur Haraldur Rafn Pálsson er blað- söludrengur mánaðarins hjá DV. Fyrir vikið fékk hann ferðageisla- spilara og geisladiskinn Svona er sumarið 2002. Hann hefur unnið hjá blaðinu I þrjú ár og líkar vel. „Systkini mín hafa líka unnið hjá DV og því lá beinast við að prófa líka,“ sagði blaðsöludrengurinn knái en hann ber út í Skógarbæ, líkt og systkini hans gerðu. Hann segir mjög gott að fá þennan pening í vas- ann og hann nýtist vel þegar kunn- ingjamir hittast. Haraldur Rafn verður flmmtán ára í desember og byrjar í tíunda bekk Ölduselsskóla eftir nokkra daga. Veturinn leggst vel í kappann enda er hann mikill snjóbrettajaxl. Haraldi finnst líklegast að nám í rafeindavirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík verði fyrir valinu þegar grunnskólanum lýkur. En áður en það gerist ætlar hann aö skoða heiminn. Næsta vor stefnir Harald- ur á aö fara til útlanda sem skiptinemi. „Ég er að hugsa um að fara til Gvatemala," segir hann. „Vinur minn fór þangaö og skemmti sér mjög vel. Að læra tungumálið kemur sér mjög vel en ég held líka að þetta sé nauðsynleg reynsla." -JKÁ alaflþörf upp á 150 MW. í samkomulaginu er miðað við að Lands- virkjun afli orku tii stækkunarinnar m.a. með orkuframkvæmd- um á Þjórsársvæðinu og jarðgufuvirkjunum Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykja- víkur. Samkvæmt upplýs- ingum Norðuráls mun stækkunin í 180.000 tonn auka verðmæti út- flutnings frá Islandi um 13 milljarðaÝ króna á ári og heildarverðmæti útflutnings frá Norður- áli mun þá nema um 26 milljörðum króna á ári. Er þá miðað við meðal- verð á áli og núverandi gengi. Núverandi starfsleyfi nær til 180.000 tonna ársframleiðslu en með- al fyrirvara samkomu- lagsins við Landsvirkj- un er að samþykkt verði starfsleyfi fyrir allt að 300.000 tonna framleiðslu ál- versins. Skipulagsstofnun féllst á slíka stækkun álversins í vor að undangengnu mati á umhverfisá- hrifum. DVJHYNDIR E.ÓL. Mlkll orka er notuð í álveri Norðuráls í Hvalfirðl Noröurál hefur í hyggju aö byggja tvo nýja kerskála á Grundartanga sem hafi um 150.000 tonna grunnafkastagetu. Veröa þeir staösettir noröan viö núverandi kerskála og samsíöa þeim. Skipulagsstofnun féllst á stækkun átversins í vor úr 180.000 tonnum í 300.000 tonn aö undangengnu mati á umhverfísáhrifum. Mikil andstaða Skipulagsstofnun hefur einnig fallist á gerð Norðlingaöldumiðlun- ar, en mikil andstaða er þó við skerðingu Þjórsárvera í röðum framsóknarmanna í ríkisstjóm. Síð- ast í gær ítrekaði Halldór Ásgríms- son, í viðtali við Morgunblaðið, and- stöðu sína við skerðingu Þjórsár- vera miðað við fyrri hugmyndir um lón í jaðri veranna. Hins vegar hef- ur Halldór ekki viljað taka af skarið hvort hann sé mótfallinn eða sam- þykkur þeim hugmyndum um lón við Norölingaöldu sem Skipulags- stofnun hefur nú samþykkt. Eigi að síður hafa bæði landbúnaðarráð- herra og umhverfisráöherra lýst andstöðu við skerðingu Þjórsár- vera. Mikil óvissa virðist því rikja Vítt til veggja Þaö getur veriö gott aö hafa hjólhestinn viö höndina á stórum vinnustaö. um framvindu málsins. Siv Frið- málinu og kemur til kasta forsætis- leifsdóttir hefur sagt sig frá því að ráðherra að skipa staðgengil til að taka afstööu til hugsanlegra kæra í taka á málinu. -HKr. Stjórnarandstaðan um Norðlingaölduveitu: Álgræðgi stefnir dýr- mætu svæöi í voða - segir Kolbrún Halldórsdóttir „Vemdun náttúrunnar snýst ekki um smekk manna heldur gildi landslagsins sem og gildi gróðurs og dýralífs sem þrifst á tilteknum svæðum," segir Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, þingmaður Samfylkingar- innar. I DV í gær var rætt við þrjá þingmenn Sjálfstæðisflokks um Norðlingaölduveitu og Þjórsárver. Þar segir Guðjón Guðmundsson, þingmaður Vestlendinga, að ekki sé verið að ganga á náttúruna með framkvæmdum á nefndu svæði. Þama sé „grjót og ekkert nema grjót,“ eins og hann komst að orði. „Aðalatriði þessa máls er að Þjórsárver eru friðlýst og þeim má ekki raska nema með leyfi Náttúm- vemdar ríkisins. Þá hafa þau vemd- argildi á heimsvísu og em eitt af RAMSAR-svæðum á íslandi. Það liggur fyrir að Náttúruvemd hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir að sökkva Þjórsárverum og þessu máli Þórunn Sveln- Kolbrún bjarnardóttlr. Halldórsdóttir. er langt því frá lokiö. Það verður að skoða Norðlingaölduveitu í þessu ljósi, náttúruvemd snýst ekki um smekka manna heldur um gildi þess landslags gróðurs og dýralífs sem þrífst á tilteknum svæðum." sagði Þórunn sem telur áðumefnd um- mæli endurspegla þekkingarskort og fomeskjuleg viðhorf til nýtingar náttúmauðæfa. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur VG, segir mikilvægt í þessu sam- bandi að hafa í huga að Þjórsárver séu landfræðileg og vistfræðileg heOd sem nær talsvert út fyrir hið friðlýsta svæði. „Þetta verða menn að hafa í huga og gera greinarmun á hinum eiginlegu Þjórsárverum og hinu friðlýsta svæði, Við skulum ekki gleyma því að rennslið í foss- um Þjórsár er núna um 40% minna en það ætti að vera frá náttúrunnar hendi, slík er skeröingin vegna þeirra virkjana og veitufram- kvæmda sem áin hefur þegar mátt þola. Þeir sem em fylgjandi öllum þess- um framkvæmdum klifa sífellt á hagkvæmni þeirra en em ófáanleg- ir til að meta verðmæti veranna í vistfræðilegum skilningi. Orku- frekjan og álgræðgin er að stefna í voða dýrmætasta náttúruvemdar- svæði íslendinga, svæði sem okkur hefur verið falið að varðveita um ókomna framtíð." -sbs Sólargangur zjLjisEiIÍ REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 21.20 21.06 Sólarupprás á morgun 05.42 OS.27 Síódegisflóö 18.31 14.240 Árdegisflóö á morgun 06.12 02.19 Vaxandi suðaustanátt, víða 13-18 m/s og rigning sunnan- og vestanlands þegar líður á daginn. Hægari vindur og bjart með köflum austan- og norðaustanlands fram eftir degi en sunnan og suðaustan 8-13 og súld eða rigning með köflum. Sunnan og suðaustan átt, víða 10-15 m/s og dálítil rigning eða skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast í innsveitum austanlands. wismt laugardagur Sunnudagur mánudagur O O 43 •“rtWÍ* Hiti 19° * A A Hiti 9° Hiti 8° «116° til 16° tU 14° Vtndtir: Vindur: Vtndur: 8-13 ro/s 5-13™/* 5-10 mA Suövestlæg átt Sunnan- og Su&austlæg átt, •og skúrir en suövestanátt, ví&a rignlng en skýjaö meö rlgning eöa milt i veörl. köflum. skúrir, einkum um landiö sunnan- og vestanvert. m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldl 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassvlöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 AKUREYRI skýjaö 10 BERGSSTAÐIR skýjaö 9 BOLUNGARVÍK alskýjað 9 EGILSSTAÐIR léttskýjaö 7 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 7 KEFLAVÍK skýjaö 9 RAUFARHÓFN léttskýjaö 7 REYKJAVÍK úrkoma 10 STÓRHÖFÐI súld 9 BERGEN þoka 14 HELSINKI léttskýjaö 18 KAUPMANNAHÖFN léttskýjað 19 ÓSLÓ 18 STOKKHÓLMUR 16 ÞÓRSHÖFN skýjaö 12 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 18 ALGARVE heiöskírt 20 AMSTERDAM skýjaö 17 BARCELONA sl^jaö 20 BERUN heiðskírt 20 CHICAGO rigning 27 DUBLIN skýjaö 12 HALIFAX heiöskírt 16 FRANKFURT skýjaö 15 HAMBORG þokumóða 17 JAN MAYEN úrkoma 8 LONDON skýjaö 16 LÚXEMBORG þokumóöa 14 MALLORCA þokumóöa 20 MONTREAL 20 NARSSARSSUAQ NEW YORK heiöskírt 23 ORLANDO heiðskírt 24 PARÍS skýjaö 16 VÍN skúr 16 WASHINGTON léttskýjaö 23 WINNIPEG heiöskírt 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.