Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2002, Blaðsíða 11
11 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 DV Útlönd Staðfest að líkin eru af Jessicu og Holly: Maxine Carr mætir hatri þjóðar sinnar Aðsúgur var gerður að Maxine Carr þegar hún mætti í réttarsal í borginni Peterborough í gær til formlegrar ákæru fyrir tilraun til að hindra framgang réttvísinnar í máli myrtu 10 ára stúlknanna Holly Wells og Jessicu Chapman. Sambýlismaður hennar, Ian Huntley er ákærður fyrir að hafa myrt stúlkumar en hann hefur verið lagður inn á rammgerða geð- sjúkrahúsið Rampton til rann- sóknar. Carr var kölluð öllum illum nöfh- um, meðal annars tík og úrþvætti, ásamt því að fólk gerði aðsúg að bílalest lögreglunnar sem fylgdi henni. Um 400 manns voru utan við réttarsalinn og var meðal annars heimtað að Carr yrði hengd. Nú hefur verið staðfest endanlega að stúlkulíkin tvö sem fundust á laugardaginn eru af skólastúlkun- um sem týndust í Soham þann 4. ágúst síðastliðinn. Fjölmiðlar hafa veriö beðnir að fjalla ekki um Ótti við hamaganginn Tvær ungar stúlkur skæla af hræöslu þegar almenningur sleppti beislinu af reiöinni þegar ákæruatriöi voru lesin yfir Maxine Carr í gær. ástand stúlkulíkanna, sem marga daga tók að þekkja. Maxine Carr var föl en með fullri sjálfsstjóm þegar hún hlust- aði á ákærumar á hendur sér. Þeg- ar líða tók á upplestur ákæruatriða fól Carr höfuðið í höndum sér og starði á gólfið. Hún talaði aðeins til þess að staöfesta nafn, fæðingardag og heimilisfang í Soham. Hún er nú á stifri sjálfsmorösvakt í fang- elsi í Norður-Lundúnum. Húsvörðurinn Huntley sætir nú rannsókn geðlækna á rammgerð- asta geðsjúkrahúsi Breta. Hann mun gangast undir röð heilaskann- ana og er óvist hvort réttað veröi yfir honum. Ef niöurstaðan verður sú að hann sé óhæfur til að sitja réttarhöldin mun kviðdómur skera úr um hvort hann skilji réttarferl- ið og geti sótt um áfrýjun ef því er að skipta. Ef ekki mun honum verða haldiö í öryggisaflokun, ef talið verður að hann sé hættulegur umhverfí sínu. Flóðin í Hunan Sumarflóö í Kína hafa þegar valdiö dauöa 900 manns. Milljón Kínverjar berjast við vatn Tæplega mihjón Kínverjar í hér- aðinu Hunan herjast nú við að halda aftur af Dongting-vatni sem er við það að flæða yfir heimili millj- óna. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fyrsta sinn síðan 1998 en þá létust 4000 manns í flóðum. Vatnið Dongting er á stærð við Lúxemborg og búa um 10 milljónir manns á hættusvæði þess. Talið er að hið versta sé enn ókomið og að vatns- magnið nái hámarki sínu á sunnu- daginn. Fyrirhugað bann á baskneskum flokki gagnrýnt Spænsk stjómvöld gáfu í gær út 23 ástæður fyrir því að banna baskneska stjómmálaflokkinn Bata- suna. Flokkurinn þykir afar hlið- hollur málstað basknesku skæru- liðasamtakanna ETA, sem drepið hafa 800 manns frá árinu 1968 undir yfirskyni sjálfstæðisbaráttu, og em virkustu hryðjuverkasamtök Vest- ur-Evrópu. Samkvæmt nýjum lögum um stjómmálaflokka má banna þann flokk sem réttlætir eða afsakar hryðjuverk. Hins vegar þykir sýnt að liðsmenn Batasuna muni stofna annan flokk ef sá gamli verður bannaður. Jafnvel hinir hófsömustu Baskar hafa sett sig á móti banninu og vara við afleiðingunum. Handtökur vegna háskólasprengju Israelsmenn handtóku í gær fimm meinta Hamashða, þar af íjóra frá Austur-Jerúsalem, sem grunaöir era um aöfld að sprengjutilræðinu í Hebreska háskólanum í síðasta mán- uði. Tilræðið varð 9 manns að bana, þar af fimm Bandaríkjamönnum. Öryggisyfirvöld tOkynntu um handtökumar skömmu eftir skrið- drekaárás í flóttamannabúðir, sem oOi hristingi i nýlegu samkomulagi við Palestínumenn um að þeir síð- amefndu vinni gegn hryðjuverka- árásum í skiptum fyrir afturhvarf ísraelskra herdeOda. Gasgríman mátuð Kona úr ísraelska hernum hjálpar eþíópískum innflytjanda aö máta gasgrímu. ísraelska ríkiö útvegar þegnum sínum gasgrímur vegna hættu á efnavopna- árásum. Taliö er líklegt aö írakar svari árás Bandaríkjanna meö árás á ísrael. Fundarboð Boðað er til hluthafafundar i Húsasmiðjunni hf. fimmtudaginn 29. ágúst n.k. kl. 16:00. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Húsasmiðjunnar hf. að Súðarvogi 3,3. hæð. Dagskrá. 1. Breyting á samþykkt félagsins. Á dagskrá fundarins er breyting á samþykktum félagsins, m.a. þess efnis að fækkað verði í stjórn félagsins úr 5 aðalmönnum í 3 og að varamenn verði 2. Þá verður lögð fram breyting á 20. grein samþykkta félagsins. 2. Kosning stjórnar. Stjórn Húsasmiðjunnar hf. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 * www.husa.is Þú greiðir fyrir eitt Tefal straujárn ...og færð eitt straujárn með 25% afslætti og tveggja ára ábyrgð á aðeins kr. 3.490.- SPARIDAGAR EFTIR 0RMSS0N LÁGMULA 8 • SIMI 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.