Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2002, Blaðsíða 19
19 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 DV Tilvera 1 í f i A f T 1 R V T N N. U •D jass ■Andreukvöld á Akurevri Nú fer senn að síga á seinnihluta Listasumars á Akureyri 2002 og síðasti heiti fimmtudagur sumars- ins verður kl. 21.30 í Deiglunni í kvöld. Það er Andrea Gylfadóttir sem mun troða upp ásamt góðum hópi félaga sinna. Efnisvalið er fjölbreytt með uppáhaldslögum Andreu. Aðgangseyrir er 700 kail og er miðasala við innganginn. ■Diassaft í Hafnarfirði Jazztríó Hafnarfjarðar ásamt Ólafi Jónssyni tenór saxó- fónleikara heldur tónleika í kaffistofu Hafnarborgar, menn- ingar og listamiðstöðvar Hafn- firðinga. Á efnisskránni eru verk eftir fjóra af áhrifamestu jazzpíanistum síðustu aldar: Bud Powell, Theolonius Monk, Bill Evans og Duke Ellington. Tónleikamir hefjast kl. 21. Aðgangs- eyrir 700 krónur. Tríóið er svo skipað: Andrés Þór Gunnlaugsson, gítar, Kári Ámason, trommur og Gunnar Hrafnsson á bassa. •Feröir ■Menníngarganga um Mosfellsdal í sumar hafa verið farnar vikulegar menningargöngur um Mosfellsdal á fimmtudagskvöldum. Safnast er saman við Gljúfrastein kl. 19.30. Menningargangan tekur um 3 klst. Þátttökugjald er 500 krónur og er leiðsögumaður Bjarki Bjamason ■Praugaganga um Elllftaárdal Einhver skelfilegasta skemmti- ganga sumarsins verður farin kl. 21 frá Árbæjarsafhi. Haldið verður á slóðir drauga, álfa, skrímsla og afbrotamanna í Elliðaárdal. Gangan tekur um klukkustund og er sagnfræðingurinn Helgi M. Sigurðsson leiðsögumaður. •Fundir ■Menntamál á Dalvík Búast má við fjörugri og spennandi umræðu á málþingi um menntun í Dalvíkurbyggð í sal Dalvíkurskóla kl. 20 í kvöld. Það er Framfarafélag Dalvíkur sem skipu- leggur fundinn og em allir vel- komnir á hann. •Krár ■Rímnastríft og Evedea á Gauknum Snillingurinn Eyedea er mættm- á klakann og kynnir nýjustu afurð sína, The many faces of Oliver Hart, á Gauknum í kvöld. Á undan Eyedea verður haldin fyrsta opin- bera rapp-keppnin á íslandi og hefur hún fengið nafnið „Rímna- stríð“. Vegleg verðlaun í boði fyrir fyrsta sætið. Kvöldið hefst stundvís- lega kl. 21 og stendur til kl. 1.950 kr. inn og 18 ára aldurstakmark. Krossgáta Lárétt: 1 rökkurs, 4 hlýðna, 7 kjass, 8 tóbak, 10 pár, 12 námsgrein, 13 kerra, 14 ráf, 15 leyfi, 16 stamp, 18 kássa, 21 org, 22 samkomulag, 23 grind. Lóðrétt: 1 rámur, 2 sjór, 3 rótgróið, 4 karlmannsnafn, 5 fæða, 6 svar, 9 tilkall, 11 staur, 16 hólf, 17 hyskin, 19 fugl, 20 glöð. Lausn neðst á síðunni. Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Skákþing íslands, landsliðsflokkur, byijaði síðastliðið þriðjudagskvöld. Teflt er í glæsilegum húsakynnum íþróttafélagsins Gróttu og aðstæður eru eins og best verður á kosið. Mót- ið er vel skipað sterkum skákmönn- um og baráttan var mikil í flestum skákanna í fyrstu umferð. Jón Garðar Viðarsson, sem verður væntanlega út- nefiidur alþjóðlegur meistari fljótlega, vann ágætan sigur á Jóni Viktori Gunnarssyni, alþjóðlegum meistara og skákmeistara íslands árið 2000. Jón Garðar er til alls liklegur á mót- inu, þó líklegt sé aö baráttan um titil- inn standi á milli stórmeistaranna Hannesar Hlifars og Helga Áss. Hvítt: Jón Garðar Viðarsson Svart: Jón Viktor Gunnarsson Frönsk vörn. Skákþing íslands, Seltjamamesi, 20.08. 2002 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 cxd4 8. Rxd4 Bc5 9. Dd2 0-0 10. 0-0-0 Rxd4 11. Bxd4 a6 12. Kbl b5 13. De3 Dc7 14. Bd3 Bb7 15. Hhel b4 16. Re2 Bxd4 17. Rxd4 Rc5 18. f5 Re4 19. Bxe4 dxe4 20. Dg3 Hfe8 21. f6 g6 22. Df4 Dc5 23. Rb3 DfB 24. Hd6 Hac8 25. De3 Kh8 26. Rc5 Bd5 27. Rd7 Dg8 28. Rb6 Hcd8 29. Rxd5 exd5 (Stöðumyndin) 30. Dd4 He6 31. Dxd5 Hdxd6 32. exd6 Dd8 33. d7 h5 34. Dc5. 1-0. Lausn á krossgátu •IBij oz ‘IJB 61 ‘ÍQI Ll ‘seq 91 ‘mjps n 6 ‘sub 9 ‘ijæ s ‘jnunjgjoci \ ‘jsbjujojs g ‘jum z ‘SBq x :jj3jqoi 'JSIJ 8Z ‘Jjæs ZZ ‘Jnqso \z ‘qnBUi 8j ‘B[Bq 91 ‘uj gl ‘ijiaj \\ ‘uSba ei ‘Sbj z\ ‘ssij oi ‘ojqs 8 ‘JopB i ‘ESætj p ‘sumq 1 :jjajBq DV-MYND GUN. Falleg laug í fjallasal Ekki veröur annaö sagt en sundlaugin á Seljavöllum undir Eyjafjöllum sé í stórbrotnu umhverfi, umkringd fjöllum á þrjá vegu. Hún laöar aö gesti frá öllum heimshornum og sumir kjósa aö tjalda á flötunum í kring. Dagfari Fallbyssur menningarinnar Það var notalegt að vera Reykvíkingur á laugardaginn og rölta um miðborgina. Veðr- ið gerði góða menningarhátíð borgarbúa enn betri. Þetta byrjaði um morguninn með skemmtilegu hlaupi ungra og aldinna um göturnar, hélt áfram allan daginn með mikl- um og góðum uppákomum og gífurlegri þátttöku almenn- ings. Kvöldið var líka ljúft veðurfarslega en á götunum háðu harðsvíraðar rokkgrúpp- ur einvígi aldarinnar með til- styrk ótrúlegra rafmagnsapp- írata, einhvers konar fallbyss- um menningarinnar. Allt var með góðum brag um kvöldið ef undan er skilið há- væra rokkið sem mér fannst skyggja á kvöldið, illyrmislega vond og óþægileg músík fyrir líkama og sál. Að sönnu spil- uðu þarna nokkrar hljóm- sveitir, eflaust heimsfrægar á sína vísu. En þvílík óhljóð! Ég er áreiðanlega ekki einn um þessa skoðun. Þessar grúppur hafa ekkert með menningu að gera, og eiga ekki að heyrast á menningarnótt. Mér kom ekki á óvart hvernig alkóhólíseraðir ís- lendingar létu nóttina eftir menningarkvöldið - þeir breyttu borginni í ótrúlega svínastíu, búnir að missa sitt litla vit. Kolruglaðir framtíð- armenn landsins veltust um I glerbrotum og óþverra. Mér er sagt að graðhestarokkið, takt- fast og einhæft, hafi slæm áhrif á mannskepnuna og örvi hana í vitleysunni. Ekki veit ég hvað er hæft í þessu en vit- að er að góð tónlist hvetur til góðra verka. Það er þá ekki alveg út i hött að slæm tónlist virki í hina áttina. En þrátt fyrir ömurlegan og ómenningarlegan endi er menningarnótt gott fyrirbæri - en burtu með hávaðafram- leiðsluna. Myndasögur mm & 1 i A sama tíma er verið að taka upp sjónvarpsauglýsingu fyrir Smokkfiskborgara... ..... Ljúffengur emokkfiskur * í viðkvæmri biöndu 723jurta og kryddteg- ,•'•' i unda... ___ Hvílíkir ha?fileikarl Hvílíkur húmorl Hvílíkir persónutöfrar! ^Eq var að tala við smokkfisk- inn! bú ert tilbúinn í fjölskylduafþreyingu á besta sjónvarpstíma! Skrifa Frægur iródúsent Eyfi klæddur eins oq Sokki McSmokki almennilí tir að taka þrju skilti I Andrésína þolir ekki við erum seinir! marks-' hraðl 50

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.