Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 HelQorhlctö 33 V 25 DV-myndir Þök Sigríður setur hakkaðan kóri- ander út í paprikumaukið sem komið er í pottinn. Þar út í fer líka limesafi og svo er maukið látið malla í nokkrar mínútur. Paprikumaukið er gott sem ídýfa með snakki og grænmeti og hér er Sigríður að hella því í eitt hólfanna í margskiptri skál. Smátt skornar ferskar paprik- ur eru sannkallað augnayndi. Því er þær oft notaðar til skrauts og stráð yfir rétti af ýrnsu tagi. Tvö afbragðsvín frá Villa Mt. Eden í Kaliforníu - er val Sverris Eyjólfssonar hjá Lind Vínin að þessu sinni koma bæði frá sama framleiðanda, Villa Mt. Eden en hjarta þeirrar víngerðar slær í Napadalnum í Kaliforníu. Stendur víngerðin hátt og sjá má vínekrur allt i kring. Víngarðar Villa Mt. Eden ná frá Mendocino til Santa María Valley og eru alls um 900 ekrur. Stefna Villa Mt. Eden er að verða leið- andi fyrirtæki í Kaliforníu og er ekki annað hægt að segja en að sú stefna hafi gengið prýði- lega eftir. Vín Villa Mt. Eden hafa fengið 66 gull- verðlaun á vínsýningum, 24 vín hafa fengið 90 stig eða meira í smökkun og yfir 16 vín hafa fengið einkunnina „Bestu kaup“. Víngerðarmeistarar Villa Mt. Eden trúa því að kalt loft sem kemur inn að ekrunum með ströndipni, allt frá Monterey til Santa Barbara, hafi mjög góð áhrif á gerð þeirra vína sem hér eru til umfjöllunar, annars vegar fágað vín úr Pinot Noir rúgunni og hins vegar „feitt“ og fal- legt vín úr Chardonnay þrúgunni. Bæði vínin eru úr svokallaðri Coastal Wines línu fyrirtæk- isins sem útleggja mætti sem Strandlínu. Einnig er fyrirtækið með vín sem sett eru á markað sem Grand Reserve og Signature Series. Fyrra vínið, Villa Mt. Eden Pinot Noir, kemur úr víngörðunum í Carneros og Santa María Valley. Þetta vín hefur rúbínrauðan en tæran lit. Það hefur fjölbreytta angan þar sem merkja má mokka, kanil og þéttan berjakeim. Þegar vínið er komið inn fyrir varirnar er það silkimjúkt og fágað og mjög gott jafn- vægi er milli sætu, sýru og stemmu. Þetta er flott Pinot Noir vín sem hent- ar með alls konar mat, t.d. þeim sem kynntur er hér til hliðar. Villa Mt. Eden Pinot Noir fæst í ÁTVR og kost- ar flaskan 1.580 krónur. Seinna vínið, Villa Mt. Eden Chardonnay, gengur einnig vel með rétt- unum sem sjá má hér til hliðar. Þetta er allt að því gyllt vín með gríðarmikla fyll- ingu, bæði þegar þefað er að því og tekinn er sopi. Það nánast blómstrar þegar það er komið i glasið þar sem ilmur blandaður angan af karamellu, ferskjum og perum er áberandi. Jafnvel má finna keim af rjóma, svo vel liggur Villa Mt. Eden Chardonnay í munni. Þetta er afbragðs vín eitt og sér en gengur einnig með ýmsum mat. Villa Mt. Eden Chardonnay fæst i ÁTVR og kostar þar 1.450 krónur. Umsjón Ilaukur Lárus llauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.