Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Qupperneq 14
14 Menning Eitt skref enn fram á við í sýningarsal Hönnunarsafns íslands stend- ur nú yfir sýning á húsgögnum þar sem hug- vit, fagmennska og tækni mynda hljómþýöa heOd. Það er arkitektinn Óli Jóhann Ás- mundsson sem sýnir afrakstur langrar vinnutamar þar sem hann hefur unnið að hönnun húsgagna sem öU eiga sameiginlegt að hægt er að leggja þau saman og setja upp án þess að nokkur amboð, svo sem skrúfjárn eða hamar, komi þar nærri. Einnig gefst kost- ur á að virða fyrir sér skartgripi og fleira sem Óli hefur hannað. Það er fyrirtækið Fagus ehf. í Þorlákshöfn sem unnið hefur að smíðavinnu meö Óla og framleiðir það einnig húsgögnin. Hönnun Óli er bæði arkitekt og með sveinspróf í húsasmíði. Góð efnisþekking auk áratuga- langrar glímu við formið sem arkitekt hefur vafalaust stuðlaö að því að hér er kominn fram á sjónarsviðið fullmótaður íslenskur húsgagnahönnuður. Hið virta tímarit Moebel Interior Design sá ástæðu tU þess að taka heUa opnu tU kynningar á verkum Óla á EXPO 2000. Það er ekki laust við að hugmyndafræði og formhugsun Bauhaus komi upp í hugann þeg- ar gengið er um í sýningarsalnum. Ástæðan þá var afturhvarf tU einfaldleikans eftir hið skrautlega og undir lokin yfirhlaðna Jugend- tímabU. Samlíkingin á þó ekki við vegna þess að hér séu eitthvað sérstaklega einíold form á ferðinni, því það er vissulega einfaldleiki sem ríkt hefur í norrænni húsgagnahönnun síð- ustu áratugi. GlæsUeg frammistaða Dana í greininni aUt frá fimmta áratug siðustu aldar og fram tU fjöldaframleiðslu ódýrra og oftar en ekki hugvitsamlegra hönnunarlausna hinna sænsku Ikea-manna bera vitni um það. Þegar maður virðir fyrir sér húsgögn Óla fmnst manni eins og næsta skref hafi verið tekið, eitt skref enn fram á við: Ný lausn. Ein- faldleiki í formi, notagUdi, frumlitir. Hlutirn- ir eru hugsaðir sjónrænt frá öUum hliðum en sóma sér þó eins vel samanbrotnir. Þaulhugs- uð notkun á efninu miðað við framleiðslu- stærð krossviðarplatnanna er einnig aðdáun- arverð. FeUihúsgögn sem eru bæði sterkleg og þægUeg. Jafnhliða þríhyrningur Hugurinn hvarflar tU ameríska trúarhóps- ins The Sheikers sem oft hefur vakið aðdáun vegna áherslu á einfaldleikann bæði i trú og lífsmáta. Hjá þeim var mikU áhersla lögð á hönnun nytjahluta og oft er vitnað í að þeir hengdu borðstofustólana upp á vegg á miUi mála svo að hægt væri að fjölnýta rýmið. Einnig detta manni í hug þrívíðu ævintýra- bækumar þar sem konungshaUir, prinsessur og skógarálfar spruttu upp þegar blaðsíðu var flett. Delta-stóUinn er gott dæmi um hönnun Óla. Grunnformið er jafnhliða þrihymingur; efnið í stólbakinu og setunni og burðarbitinn undir henni er aUt tekið úr hlið stólsins. Formin em glæsUeg frá öUum sjónarhornum og mikU prýði er að honum þegar búið er að Stóllinn Delta Formin eru glæsileg frá öllum sjónarhornum og mikil prýöi er aö honum þegar búiö er aö ieggja hann saman og stilla honum upp við vegg. leggja hann saman og stiUa honum upp við vegg. Það sama á við um stólana litla Loka og stóra Loka. í þeim má auk þess sitja á ýmsa vegu. StóUinn Fjölnir vakti sérstaka hrifningu, hann er úr lökkuðum krossvið og einstaklega hugvitsamlega unninn. Þó að hann sé bæði traustur og góður að sitja í er hægt að leggja hann saman með örfáum handtökum. Það eina sem truflar eru hjarirnar sem þyrfti að hanna sérstaklega. Einnig hefur Fjölnishug- myndin verið útfærð við smíði á sófa sem klæddur er með lausu leðuráklæði. Skrifborð og stóU er vel útfærð smíði þó að það tvennt eigi ekkert sérstakt sameiginlegt í formi. Ljósin yfir sófaborðinu með plexigler- hUlum fyrir smáhluti er nýstárleg hönnun og frumleg hugmynd. Á sýningunni er það tU sérstakrar fyrir- myndar að skýringarmyndir eru með hlutun- um og teikningar af efnisnýtingu. Glersýning- arskápar með smáhlutum í miðju rýminu trufla hins vegar heUdaráhrifin af sýningar- gripum þegar inn er komið. Sýning Óla Jóhanns Ásmundssonar er við- burður sem enginn áhugamaður um hönnun ætti að láta fram hjá sér fara. Ásrún Kristjánsdóttir Sýningin Fellihúsgögn stendur til 1. des. Hönnunar- safn Islands viö Garðatorg er opiö kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. ~r Eftirbreytniverð nýting á hráefni Hér sést hvernig Delta-stóllinn nýtir krossviöarplötuna fullkomlega. Þetta lagöi Moebel Interior Design höfuö- áherslu á í umfjöllun um hönnun Óla Jóhanns. Stóllinn Fjölnir Þó aö hann sé bæöi traustur oggóöur aö sitja í er hægt aö leggja hann saman meö örfáum handtökum. ... mannsgaman / ✓ I leit að þræðinum Sérfræðingum er lagið að tala þannig að þeir einir skUja. Og það getur verið þrautin þyngri að hlusta á þá, jafnvel þannig að menn syfji eða sundli og jafnvel að menn fái löngun tU að hverfa úr návistinni. Vann þetta árið með hljóðnema í hendi. Og fór um víðan vöU að leita frétta um stöðu sam- félagsins ásamt ágætlega hærðum mynda- tökumanni. Eins og fyrri daginn var þjóðfé- lagiö að versna og einna verst hvað unga fólk- ið var byrjað að berja hvert annað. Og þarna stóð sumsé sérfræðingur framan við linsuna, sprenglærður og sposkur á svip, búinn að hugsa svör sín í þaula og þvers. Hann var kominn langleiðina inn í fyrsta svarið um öldugang ofbeldisins þegar ég átt- aði mig á því að hann virtist ekki myndu hætta. Ég sá það á vörum hans og kækjum I nefkrókunum að svarið myndi spanna fræði hans öll og snert af öðrum jaðargreinum. SkyndUega - og reyndar löngu eftir að ég var hættur að hlusta og myndatökumaðurinn kominn með höfuðverk - glumdi við þögn í eina sekúndu eða tvær. Ofhoðsleg þögn og þvert á þuluna sem hafði staðið yfir svo gáf- um glumdi... Jú, sérfræðingurinn kvaðst hafa misst þráðinn og útskýrði fyrir mér að nú væri svo komið í svari hans að hann vissi ekki hvar hann hefði byrjað og hvert hann ætti að fara. Þama á ganginum í Háskóla íslands sett- umst við niður, þrír karlmenn, og spóluðum hægt aftur í upptökunni. Við vorum að leita að þræðinum sem stundum tapast. Og stund- um finnst. -SER MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002 !DV Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is Óli G. hjá Sævari Karli Nú fer hver að verða síðastur að skoða sýn- ingu hins afkastamikla og vinsæla myndlist- armanns Óla G. frá Akureyri hjá Sævari Karli. Hún hangir uppi í dag og á morgun og enn er hugsanlega eitthvað óselt. Þeir sem missa af henni geta séð verk hans á veitinga- húsinu Karólínu á Akureyri en sú sýning er uppseld. Landar á ferð um Kaupmannahöfn geta litið inn á sýningu Óla hjá Kroman Reu- mert sem var opnuð fyrir helgina og stendur til jóla. Þróun jaðarsvæöa í hádeginu á morgun kl. 12.05 heldur Sigríð- ur Kristjánsdóttir skipulagsfræðingur fyrir- lestur í fundaröð Sagnfræðingafélags íslands i Norræna húsinu. Erindið nefnist „Þróun jað- arsvæða Reykjavíkur". Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um sögu og menningu. í fyrirlestrinum verður fjallað um form- fræði borga og einkum horft til jaðarsvæða. Dæmi verða tekin frá Reykjavík og ljósi varp- að á jaðarbelti hennar. Borgin er svo ung að auðvelt er að rekja hvaðan hugmyndir um skipulagsmál bárust og hvaða áhrif þær höfðu á byggðina. Ljóst er að framan af gætti evr- ópskra áhrifa en í seinni tíð hafa bandarísk áhrif orðið meira áberandi. Velkomin á tónleika Þrjár söngkonur, Susanne Rosenberg, Eva Áström Rune och Sofia Sandén, bjóða upp á sænsk þjóðlög og fleira tónlistargóðgæti í kvöld ki. 20.30 í Kaffileikhúsinu, Vesturgötu 3. Þetta er tónlist sem gengur rakleiðis inn í hjarta hvers manns, því lofa þær óhikað. ✓ SIS og samkeppnin Næsti fyrirlestur Helga Skúla Kjartanssonar um samvinnuhreyfinguna í sögu íslands er annað kvöld kl. 20.15 í húsi Sögufélags, Fischersundi 3. Hann ber heitið „Samvinnuhreyfing- in og samkeppnin". Þórunn Klemensdóttir hagfræðing- ur leggur mat á umfjöllun Helga en fundar- og um- ræðustjóri er Birna Bjamadóttir. List og tíska í dag kl. 12.30 talar Daníel Magnússon, mynd- listarmaður og kennari við LHÍ, um eigin verk í Listaháskólanum Laugarnesi, stofu 024. Á miðvikudag kl.12.30 flytur Graci Moore, tískuhönnuður frá Bandaríkjunum, fyrirlestur um tískuhönnun í LHÍ, Skipholti 1, stofu 113. Fyrirlesturinn er á ensku og nefnist „Louis Vouitton-Fabric Design". Graci útskrifaðist sem tískuhönnuður frá The Fashion Institute of Technology í New York. Leiðin lá síðan til Par- ísar þar sem hún fékk vinnu hjá Louis Vuitton- tískuhúsinu og þar kviknaði áhugi hennar á að hanna munstur í tölvu. Hún veitir nú forstöðu munsturhönnunardeild hjá Luis Vuitton. Námskeið Námskeið um tölvur og tónlistarkennslu hefst 1. nóv. í tölvuveri LHÍ, Skipholti 1. Það er ætlað tónlistarkennurum og verður lögð áhersla á hagnýta þekkingu og færni sem nýt- ist beint við nám og kennslu. Grunnþekking á tölvuvinnu er æskileg. Kennarar eru Jón Hrólf- ur Sigurjónsson tónlistarkennari og Hilmar Þórðarson tónskáld. Námskeið um hvítætu og litaætu hefst á fimmtudaginn á textílverkstæði LHÍ, 4. hæð, Skipholti 1. Kennd verður notkun hvítætu þar sem sérstök efnablanda ætir upp lit á afmörk- uðum svæðum textíls. Einnig verður þrykkt með litaætu. Kennari er Sirrý Örvarsdóttir, textílkennari og hönnuður. Grunnnámskeið í hljóðvinnslu hefst í nýju tölvuveri LHÍ í Laugarnesi 28. okt. Einfaldar upptökur á töluðu máli og tónlist eru klipptar og unnar í tölvu. Markmiðið er að nemendur öðlist grunnþekkingu til að vinna með helstu þætti ProTools-hugbúnaðarins. Kennari er Sveinn Kjartansson, upptökumaður og kennari viö LHÍ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.