Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Síða 26
50 ______________________________________________MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002 ^ Íslendingaþættir______________________________________________________________________________________________________py Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Áttræður______________________ Jens Hinriksson vélfræðingur í Reykjavík -jSSiúil 95 ára_________________________________ Ingllelf Káradóttir, Snorrabraut 58, Reykjavík. 90 ára_________________________________ Björg Steindórsdóttir, Grænumýri 7, Akureyri. 85 ára_________________________________ Elín Halldórsdóttir, Einilundi lOa, Akureyri. 80 ára_________________________________ Fjóla Þorbergsdóttir, Lindasíöu 2, Akureyri. Klara Kristinsdóttir, Holtsgötu 24, Reykjavík. Unnur Jónsdóttir, Austurbrún 27, Reykjavík. 75 ára_________________________________ Ragnhildur Ragnarsdóttir, Suðurgötu 4a, Keflavík. 70 ára_________________________________ Jódís Sjöfn Björgvinsdóttir, Furugerði 1, Reykjavík. Jón Sturluson, Stórageröi 18, Reykjavík. 60 ára_________________________________ Guðmundur S. Bergsson, Dvergagili 24, Akureyri. Hrefna Indriðadóttlr, Flúðaseli 66, Reykjavík. Ingibjörg Haraldsdóttir, Drápuhlíð 13, Reykjavík. Karl Karlsson, Baugholti 16, Keflavík. Ólína Guömundsdóttir, Urðarási 6, Garðabæ. 50 ára_________________________________ Aöalhelður Hauksdóttir, Rauöási 5, Reykjavík. Baröi Jakobsson, Hlíðarvegi 41, Ólafsfirði. Bjarnl Heiðar Halldórsson, Miðtúni 34, Reykjavík. Eggert Þór Jóhannsson, Engihjalla 11, Kópavogi. Elín Björg Jónsdóttir, Haukabergi 6, Þorlákshöfn. Guðbjörg Áslaug Magnúsdóttir, Tjarnarbraut 19, Hafnarfiröi. Guðmundur Ragnar Ragnarsson, Glæsivöllum 14, Grindavík. Jóhannes Þórir Reynisson, Hlíðarhjalla 65, Kópavogi. Sólveig Alda Róarsdóttlr, Ægisgrund 5, Skagaströnd. Unnur Einarsdóttir, Fannafold 102, Reykjavík. Vörður Leví Traustason, Barrholti 41, Mosfellsbæ. Jens Hinriksson vélfræðingur, Langholtsvegi 8, Reykjavík, er átt- ræður í dag. Starfsferill Jens fæddist í Reykjavík, en ólst upp á Norðfirði. Hann gekk í gagn- fræðaskólann í Neskaupstað og stundaði siðan nám í vélvirkjun þar hjá fóður sínum í tvö ár. Að því loknu hélt hann til Reykjavíkur og starfaði í tvö ár í Vélsmiðjunni Hamri. Hann lauk prófi frá Iðnskól- anum í Reykjavík 1943 og stundaði svo nám við Vélskólann 1943-46. Jens var kyndari og vélstjóri á ýmsum skipum, m.a. 1. vélstjóri á fjórum nýsköpunartogurum, þar af fimm ár á b/v Úranusi. Þá var Jens vaktstjóri í Áburðarverksmiðjunni frá því hún var byggð 1953-88, og safnvörður í Sjóminja- og vél- smiðjumunasafni bróður síns, Jósafats, 1988-94. Jens var formaður Starfsmanna- félags Áburðarverksmiðjunnar í fjögur ár og var í útgáfunefnd og vann að Vélstjóratali 1911-72. Fjölskylda Jens kvæntist 21.10.1947 Kristínu Jónu Jónsdóttur, f. 30.9. 1924, hús- móður og verslunarmanni. Hún er dóttir Jóns Helgasonar, verka- manns í Reykjavík, og k.h., Valdís- ar Jónsdóttur. Böm Jens og Kristínar eru Jón Valur, f. 31.8. 1949, guðfræðingur og forstöðumaður Ættfræðiþjónust- unnar, en kona hans er Ólöf Þor- varðsdóttir, f. 9.5.1964, fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands og eiga þau saman Sólveigu, f. og d. 1998, ísak, f. 1999, og Sóleyju Kristínu, f. 2001, en fyrri kona Jóns var Elín- borg Lárusdóttir félagsráðgjafi og þau eiga saman Katrínu, f. 1976, há- skólanema, gifta Quincy Uzo, og eiga dótturina Chinyere Elínborgu, f. 2001, og Þorlák, f. 1978, stúdent, í sambúð, en fyrir átti Elínborg son, Andra Krishna Menonsson, f. 1968, tannlækni í Noregi; Karítas Jens- dóttir, f. 27.4. 1952, bókasafnsfræð- ingur, var gift Agli Harðarsyni verkfræðingi en þau skildu og eiga þau synina Axel Viðar, f. 1977, við háskólanám í Bandaríkjunum, í sambúð, og Pétur Má, f. 1983, sem starfar í Reykjavík; Kolbrún, f. 27.4. 1952, hjúkrunarfræðingur BS. Albróðir Jens var Jósafat, f. 21.6. 1924, d. 7.1.1997, vélstjóri og eigandi vélaverksmiðjunnar J. Hinriksson hf. en ekkja hans er Ólöf Þóranna Hannesdóttir frá Norðflrði og eiga þau sjö uppkomin böm og íjölda niðja. Foreldrar Jens voru Hinrik Hjaltason, f. 1888, d. 1956, vélstjóri í ReyKjavík og Neskaupstað, og Karít- as Halldórsdóttir, f. 1893, d. 1978, húsmóðir. Ætt Hálfbróðir Hinriks samfeðra var Magnús Hj. Magnússon, skáldið á Þröm, fyrirmynd Ljósvíkingsins í Heimsljósi Laxness. Hinrik var son- ur Hjalta kennara, bróður Þórðar alþingismanns í Hattardal, föður Þórðar skálds Grunnvíkings, langafa Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns á Selfossi. Hjalti var sonur Magnúsar prests á Rafnseyri, bróður Þorsteins prests, ættfoður Thorsteinssonættar. Magnús var sonur Þórðar prests í Ögurþingum, Þorsteinssonar prests á Stað í Súg- andafirði, Þórðarsonar, prests á Grenjaðarstað, Guðmundssonar, bróður Þorláks, fóður Jóns, prests og skálds á Bægisá. Móðir Þórðar á Grenjaðarstað var Margrét Arn- grímsdóttir Jónssonar Arngríms- sonar hins lærða. Móðir Magnúsar var Guðbjörg Magnúsdóttir, b. í Súðavík, Ölafssonar, lögsagnara á Eyri í Seyðisfirði, Jónssonar, ætt- fööur Eyrarættar og langafa Jóns forseta. Móðir Hjalta var Matthild- ur, systir Jóns prests, afa Jónu, móður Matthiasar Jónassonar pró- fessors og langömmu Jakobs Ág. Hjálmarssonar dómkirkjuprests. Jón var einnig faðir Friðriks, afa Jóns Á. Jóhannssonar, skattstjóra á Isafirði, og langafa Jóns Sigurðsson- ar bankastjóra Norræna fjárfesting- arbankans, Guðmundar J. Guð- mundssonar formanns Dagsbrúnar og Jensínu, móður Geirs Waage, prests í Reykholti. Jón var einnig talinn faðir Auðuns Hermannsson- ar, langafa bræðranna Styrmis Gunnarssonar ritstjóra og Gunnars ráðuneytisstjóra og bræðranna Benedikts, Halldórs og Haraldar Blöndals. Matthildur var dóttir Ásgeirs pró- fasts í Holti í önundarfirði, bróður Þórdísar, móður Jóns forseta og Jens, langafa Jóhannesar Nordals. Ásgeir var sonur Jóns prófasts í Holti Ásgeirssonar, ættfóður Svörtuættar. Móðir Matthildar var Rannveig Matthíasdóttir, stúdents á Eyri, Þórðarsonar, stúdents í Vigur, Ólafssonar, bróður Magnúsar í Súðavík. Móðir Hinriks var Sigurlína Hin- riksdóttir, kaupmanns, útgerðar- manns og bæjarstjóra á ísafirði, Sig- urðssonar frá Seljalandi, ög Ingi- bjargar, systur Kristjáns, fóður Reinalds pósts, langafa HaUdórs Reynissonar, prests í Neskirkju. Móðir Ingibjargar var María Kvæða-Gunnarsdóttir. Móðir Maríu var Sigríður Ámadóttir. Móðir Sig- ríðar var Helga Jónsdóttir. Móðir Helgu var Ólöf Þórólfsdóttir, b. á Skálmamesmúla, Finnssonar, lög- réttumanns á Skálmarnesmúla, Nikulássonar, bróður Guðrúnar, ömmu Eggerts Ólafssonar skálds. Móðir Jens var Karítas, systir Áma, afa Ólafar, konu Egils Skúla Ingibergssonar, fyrrv. borgarstjóra. Karítas var dóttir Halldórs, útvegsb. í Melshúsum á Álftanesi, Erlends- sonar, bróður Jörundar útvegs- bónda í Hrisey, langafa Jömndar Guðmundssonar skemmtikrafts og eftirhermu, og Magnúsar, langafa Amdisar Jónsdóttur vigslubiskups- frúar í Skálholti. Systir Halldórs var Ástríður, amma Sverris Bjama- sonar píanókennara og Ástu, konu Guðmundar Þorsteinssonar, fv. dómprófasts. Móðir Karítasar var Kristjana Ámadóttir, b. í Melshús- um, Árnasonar. Móðir Áma var Kristjana Ólafsdóttir, lögsagnara í Hjarðardal, Erlendssonar sýslu- manns á Hóli í Bolungarvík, Ólafs- sonar, bróður Grunnavíkur-Jóns. Móðir Ólafs var Ástríður Magnús- dóttir, prófasts í Vatnsfirði, Teits- sonar, bróður Jóns biskups, langafa Katrínar, móður Einars Benedikts- sonar skálds. Jens verður að heiman á afmælis- daginn. 40 gra_____________________ Anna Sigríöur Magnúsdóttir, ,v Viðarási 31, Reykjavík. " Elías Líndal Jóhannsson, Ósbraut 1, Garði. Fjóla Guömundsdóttir, Holtsbúö 67, Garðabæ. Hlynur Guömundsson, Reykjabyggð 24, Mosfellsbæ. Óskar Þorbergsson, Gnitaheiði 4, Kópavogi. Vilhjálmur Slgurösson, Brekkubyggð 15, Garðabæ. fi Ekta fískur ehf. J S. 4661016 J Útvatnaiur sa/tfhkur, án bcina, til ao sjóða. Sénítvatnaður saltjiskur, án beina, til að steikja. UUta Saltpsksteikur (Lomos) ^ jyrir veitingahús. Sextug Matthildur Valdimarsdóttir starfsmaöur við leiks] Matthildur Valdimarsdóttir, starfsmaður við leikskóla, Ásbraut 21, Kópavogi, er sextug í dag. Starfsferill Matthildur fæddist í Reykjavík. Hún var lengi skrifstofumaður en starfar nú við leikskólann Álfatún í Kópavogi. Fjölskylda Eiginmaður Matthildar var Bjöm Magnússon, f. 20.2. 1933, d. 4.7. 1992, skrifstofumaður hjá Olíuverslun Is- lands. Hann var sonur hjónanna Magnúsar Ólafssonar frá Tröðum í Hraunhreppi í Mýrasýslu, og Guð- nýjar Guðmundsdóttur Ottesen. Synir Matthildar og Björns eru Valdimar Bjömsson, f. 24.6. 1965, flugvélafræðingur og MBA, starfs- maður hjá IMG Deloitte, í sambúð með Særúnu Lúövíksdóttur, f. 17.10. óla í Kópavogi 1961, en hún starfar hjá Intrum á ís landi ehf. og er dóttir þeirra Matt hildur Lillý Valdimarsdóttir, f 12.10. 1999, en fyrir átti Særún syn ina Örlyg Aron, f. 21.5. 1981, d. 16.1 2000, og Elvar Þór, f. 11.5. 1983; Pét- ur Bjömsson, f. 2.8. 1975, viðskipta- fræðingur hjá Grant Thomton end- urskoðun ehf. Systur Matthildar eru María Ingi- björg, f. 26.5. 1947, leikskólakennari og tollvörður í Keflavík en maður hennar er Halldór Ársæll Jensson lögregluþjónn og eiga þau tvær dæt- ur og tvö bamaböm; Hulda Mar- grét, f. 8.3.1956, leikskólakennari en maður hennar er Bragi Guðjónsson múrarameistari og á hún einn son og tvær dætur. Foreldrar Matthildar voru Valdi- mar Erlendur Þórðarson, stýrimað- ur og síðar starfsmaður Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, og Ingólfma Jónasdóttir húsmóöir. Ætt Valdimar var sonur Þórðar, sjó- manns í Vorhúsum í Gerðahreppi, bróður Nikulásar, kennara á Kirkjulæk í Fljótshlíð, afa Nikulás- ar Sigfússonar yfirlæknis. Þórður var sonur Þórðar, b. í Ormskoti i Fljótshlíð, bróður Odds, afa Odd- geirs Kristjánssonar tónskálds. Þórður var sonur ívars, b. í Tungu í Fljótshlíð Þórðarsonar, og Halldóru Þorkelsdóttur frá Móeiðarhvoli. Móðir Þórðar sjómanns var Sigríð- ur Gunnlaugsdóttir, b. í Litlu-Hilds- ey Einarssonar, og Guðríðar Magn- úsdóttur, b. í Miðey Jónssonar, b. þar Björgúlfssonar. Móðir Valdimars var Ingibjörg Illugadóttir frá Þúfu á Landi. Ingólfina var dóttir Jónasar Sveinbjöms Húnfjörð Sveinssonar, skipstjóra á ísafirði, og Þorkelsínu Guðmundsdóttur frá Felli í Ámes- hreppi í Standasýslu. Matthildur verður í London á af- mælisdaginn. > Þáttur um viöskipti og efnahagsmál á hverjum virkum degi milli klukkan 17-18 Landsbanldnvi Landsbréf - það borgar sig að hlusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.