Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 37
LAUCARDAOU R 2. NÓVEMBER 2002 37 ið á tónleikum og undrast eftir á þegar gagnrýnendur eru að skrifa fáránlega dóma um söngvara, ann- að hvort að rífa niður það sem raunverulega var vel gert eða að hefja upp til skýjanna hluti sem engin ástæða var til að hrósa. Stundum eru gagnrýnendur að skrifa um nemendur sína sem er auðvitað fráleitt Hitt er svo annað mál að þetta er vanþakklátt starf og við búum í litlu landi. Þess vegna leita sumir skjóls í því að skrifa ekkert nema innantómt hrós sem er verra en engin gagnrýni," segir Jóhann og bætir við. „Ég var um daginn á tónleikum hjá ungri söngkonu sem söng al- gerlega í hæsta gæðaflokki. Ég heyrði marga í kringum mig segja að hún væri efnileg. Ég held að við þorum stundum ekki að hafa sjálf- stæða skoðun og bíðum bara eftir að upphefðin komi að utan.“ Flugeldasýning í Langholtskirkju - Jóhann er ekki við eina fjölina felldur því hann tilheyrir líka sér- stæðum sönghópi eða þríeyki sem er kallað Tenórarnir þrir í höfuðið á hinum heimsfrægu fyrirmynd- um, Pavarotti, Domingo og Carrer- as. Þetta samstarf hefur staðið í þrjú ár og hófst með því að þrír tenórsöngvarar komu fram á svöl- um Sólon íslandus á Þorláksmessu við gríðarlega góðar undirtektir. Þetta voru Jóhann Friðgeir, Jón Rúnar Arason og Birgir Baldurs- son en einnig hefur Þorgeir Andr- ésson sungið sem þriðji tenórinn. Þetta var hugmynd og frumkvæði Eyþórs Eðvarðssonar, athafna- manns og kaupmanns, sem síðan hefur fundið tenórunum þremur svið með reglulegu millibili. Nú standa fyrir dyrum miklir stjörnu- tónleikar með tenórunum þremur og verða að þessu sinni í Lang- holtskirkju 9. og 10. nóvember nk. en ráðgert er að bæta við tónleik- um ef spurn verður eftir því. Sú breyting hefur orðið á liðs- skipan að Snorri Wium mun syngja við hlið Jóns Rúnars og Jó- hanns Friðgeirs en það er Ólafur Vignir Albertsson sem situr við pí- anóið. Að sögn Jóhanns verður dag- skráin sett saman úr frægum óp- eruaríum, söngleikjalögúm og ítölskum canzónum, flest mjteg þekkt verk og fer dagskráin yfir vítt sviö. „Þetta verður flugeldasýning sem er sett saman úr skemmtilegu efni sem hefur verið samið fyrir tenóra og má segja að þarna gefist allri fjölskyldunni tækifæri til að heyra allt það glæsilegasta sem tenór getur sungið. Þetta verður is- lensk útgáfa af „tenórunum þrem- ur“ sem vonandi mun seint gleym- ast,“ segir Jóhann Friðgeir að lok- um. PÁÁ Helgarbladf 1OV Me>alhemlunarvegalengd fjögurra mismunandi dekkja a flurrum is BLIZZAK-ABS JJ BUZZAK-VL. jt NAGLADEKK-VL. NAGLADEKK-ABS VETRARDEKK MEÐ KORNUM-ABS VETRARDEKK MEÐ KORNUM-VL. ÓNEGLD VETRARDEKK-ABS ÓNEGLD VETRARDEKK-VL. 70 m 90 m 110 m ! i íí 140 m Algjörlega sambæríleg nagladekkjum ísnjó og hálku, frábær dekk fyrir ABS bremsurnar! Línuritið hértil hliðar sýnir að Bridgestone BLIZZAK dekkin qeta leyst nagladekkin af hólmi. Þessi niðurstaðafékkst í íslenskri prófun.* BLIZZAK loftbóludekk - eru algjörlega sambærileg nagladekkjum í snjó og hálku! f ' Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins: i Tilraun með hemlunarvegalengd á mismunandi i vetrardekkjum. Nánari upplýsingar; ■ http://www.rabygg.is/skjol/veg/prohemlvegl.pdf Dekkjaþjónusta Bridgestone í Lágmúla 9. Hagstætt verð á skiptingum og dekkjum ©ORMSSON LAGMULA 9 SIMI 530 2837
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.