Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 42
46 Hetqarfolað I>V LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 Yfir djúpið breiða - Minningar Þóru Snorradóttur: Sá sjúki á aðeins Yfir djúpið breiða geymir áhrifamikla sögu Þóru Snorradóttur sem lést íReykja- vík sl. vor. Hún veiktist af krabbameini fertug að aldri og í fjögur ár háði hún harða baráttu við þennan illvíga sjúkdóm. Þau átök urðu tilefni þessarar bókar. Affágætri einlægni rekur hún stormasamt lífshlaup sitt, hvernig hún reis upp gegn umhverfi sem henni þótti beita sig valdi og fórsínar eigin leiðir. Sú uppreisn reyndist dýrkeypt og hafði afdrifarík áhrif á heilsu hennar og hamingju. eina ósk Loksins birtist Gummi minn með bros á vör og heiður í framan. Mér léttir ósegjanlega. Ég spyr hann náttúrlega spjörunum úr, hvað læknarnir hafi sagt við hann og þar fram eftir götunum. Hann segir að skurðaðgerðin hafi heppnast vel en tekið lengri tíma en áætlað var. Hann viti ekki betur en að allt sé í himnalagi. 1 nokkrar mínútur tekst mér að sannfæra mig um að allt sé í stakasta lagi, nýt þess bara að horfa á bjartan svipinn á manninum sem ég elska og hlusta á róandi rödd hans. Ég er óhult. En Þóra sagöi sögu sína ekki síöur til þess að miðla styrk og kjarki til þeirra sem eiga eftir að ganga svipaða sjúkdóms- braut og hún sjálf minnug þess að sá heilbrigði á sér margar óskir, en sá sjúki aðeins eina. Hér birtast brot úr fyrsta og síð- asta kafla bókarinnar sem Mál og menning gefur út. Það fyrsta sem ég skynja þegar ég ranka við mér er þessi hvíta kalda þögn. Þrúgandi hvít og köld. Alger kyrrð, allt er fast í viðjum þagnarinnar. Það næsta sem ég tek eftir - eftir að mér finnst ég hafa misst meðvitund óteljandi sinnum - er að ég ligg algerlega lömuð í sjúkrarúmi með vökva I æð, slöngu í nefi og sjálfvirkan blóðþrýstingsmæli festan við hægri hand- legg. Annað slagið sendir hann frá sér þungt andvarp eins og honum sé verkefni sitt um megn. Ég er þyrst, hrædd og einmana. Öðru hverju fara sársaukabylgjur um bakið og ég heyri sjálfa mig kveinka mér einhvers staðar i fjarska. Ég finn það með hverri frumu líkam- ans að eitthvað hræðilegt hefur gerst, að eitthvað hef- ur farið úrskeiðis. Allt í einu nálgast mig ungur mað- ur utan úr hvítri þokunni. Hann vætir varir mínar með grænum svampi á pinna. Ég styn því upp hvort ég geti ekki fengið eitthvað að drekka en hann svar- ar að þvi miður megi hann ekki gefa mér neitt. Hann virðist líka vera hræddur og miður sín yfir að þurfa að horfa á mig svona ósjálfbjarga og þjáða. í hvert skipti sem hann er búinn að láta mig sjúga vökvann úr svampinum hverfur hann hljóðlaust eins og vofa yfir í hinn enda stofunnar, eins langt og hann kemst, og horfir út um gluggann - eins og hann sé að reyna að dreyma sig burt, og ég er aftur orðin ein. Og það líður heil eilífð Hjúkrunarfræðingar koma og fara, einhverjir læknar láta víst sjá sig, ég heyri einhvern segja að það þurfi að auka morfínskammtinn. Ég er nú komin til það mikillar rænu að ég man að ég var skorin upp en ekki hve langt er liðið síðan. Ég hef misst allt tímaskyn. Ég rifja upp samtal mitt við kvenlækninn sem skoðaði mig daginn fyrir uppskurðinn. Ég hafði sagt henni frá andstyggilegum grun mínum, að eitt- hvað alvarlegt væri að. Ég væri hugsanlega komin með krabbamein. Hún horfði brosandi á mig og sagð- ist geta fullyrt það með 99% öryggi að það væri að- eins stíflaður eggjaleiðari að angra mig og hann þyrfti að fjarlægja. Nokkrum vikum fyrr hafði ég orð- að þennan ótta minn við ungan lækni, nýskriðinn úr skóla. Hóf hann að segja mér frá einum hræðilegasta vetri sínum í læknanáminu, þegar hann var að læra sjúkdómafræði og hélt að hann væri kominn með hvern einasta sjúkdóm sem rætt var um, fann öll ein- kenni hans og kvaldist ógurlega. Þetta sagði hann mér í þessum kumpánlega tóni sem gaf í skyn að jafn- vel læknanemar gætu glatað dómgreind sinni og orð- ið móðursjúkir þegar svo bæri undir. Þegar ég fór þaðan leið mér að sjálfsögðu eins og móðursjúkri kerlingu og ekki í fyrsta sinn. En þessi nagandi til- finning hélt áfram að ásækja mig, hún hafði fylgt mér í marga mánuði, ég fann að ekki var allt með felldu, hún sleppti aldrei takinu á mér. Ég spyr alla sem ganga framhjá rúminu mínu hvort ekki sé allt í lagi, hvernig skurðaðgerðin hafi gengið, af hverju mér líði svona hræðilega. Það er fátt um svör en því fleiri flöktandi augnaráð. Eitthvað í and- rúmsloftinu gefur til kynna niðurbælda vorkunnsemi sem staðfestir að sjálfsögðu grun minn um að eitt- hvað meira en lítið sé að. Mér er sagt að ég sé ennþá á gjörgæslu, að ég sé með stóran skurð langsum yfir magann en að ég verði brátt flutt á almenna stofu og fái að hitta læknana á morgun. Guð grætur ineð mér Ég áttaði mig aldrei á því hve lengi ég var í gjör- gæslu, dagar og nætur runnu út í eitt. Úti er sænskt hásumar með eilífri birtu. En það rignir hér um bil stanslaust og himinninn er gráhvítur. Guð er að gráta með mér. Þegar ég er loksins flutt á almenna deild er ég orðin svo skelfmgu lostin vegna óvissunn- ar að ég fer að gráta þegar mér er ekið inn á einka- stofu. Mér finnst það vera enn ein sönnun þess að eitthvað alvarlegt sé að mér. Ég rígheld i höndina á einhverjum vesalings sjúkraliða. Ég bið hana að sitja hjá mér þar til maðurinn minn komi. Hún verður við bón minni með semingi, ég skynja að hún er líka ótta- slegin þótt hún hamri á því að þetta sé örugglega allt í lagi. Líltfylgdin er mætt Þá kemur „líkfylgdin" hljóðlega inn úr dyrunum. Ég man ekki hversu mörg en á meðal þeirra þekki ég strax aftur Bente, kvenlækninn sem tók á móti mér, og unga vingjarnlega lækninn sem hafði orðið móður- sýkinni að bráð. Þarna stendur einnig miðaldra, skeggjaður maður, afar ábúðarfullur og alvarlegur á svipinn. Hann kynnir sig sem lækninn sem skar mig upp. Sem betur fer er ég umvafin sælumóðu morfín- vimunnar, hálfdofin líkamlega og tilfinningalega, en samt geri ég mér strax grein fyrir hvers eðlis fréttirn- ar munu vera þegar ég lít á þessi raunamæddu and- lit. Skurðlæknirinn rýfur þögnina og nefnir orðið krabbamein fyrst. Þegar það virðist ekki ætla að síast inn sest Bente við hlið mér, tekur í höndina á mér og horfir beint í augu mín. „Það var rétt sem þú hélst, Þóra. Þú ert með krabbamein." Síðan fylgja ýmsar upplýsingar um umfang og eðli krabbameinsins, að því miður hefði það náð að dreifa sér en þeir hefðu numið allt sjáanlegt burt. Þetta sé mjög hættulegur sjúkdómur sem erfitt er að uppgötva á byrjunarstigi, meinið vaxi og dreifi sér hratt, en ég sé ung og sterk og hafi því góða möguleika á að lifa þetta af ef lyfin virki sem skyldi. Að lokum kreistir Bente hughreystandi á mér höndina og segir: „Þetta mun allt ganga vel, Þóra.“ Ég huga ekki svo mikið að þessum orðum þá stundina en þau eiga oft eftir að verða mér haldreipi og huggun á erfiðum stundum. Nú munu eflaust einhverjir mót- mæla og halda því fram að það eigi ekki að gefa sjúk- lingum falskar vonir. Þessi rök finnst mér alger þvættingur. Von er öllu þjáðu fólki jafn nauðsynleg og loftið sem við öndum að okkur og hefur bjargað óteljandi mannslifum. Hvað skyldi til dæmis hafa orðið um Nelson Mandela ef hann hefði ekki haldið í vonina um að sleppa einhvern tíma úr fangelsinu? Ef þessi von býr innra með sjúklingnum sjálfum þá hef- ur enginn leyfi til að taka hana frá honum né gefa honum tiltekinn tima. Það er ekki verkefhi læknisins að leika Guð. Mér verður litið á Guðmund. Hann stendur eins og steinrunninn, náfölur í framan, og mér virðist ætla að líða yfir hann. Ég bið læknana að sinna honum og þeir fá hann til að setjast á stól og segja honum að setja höfuðið á milli fótanna. Hann spyr í örvæntingu sinni hvort þetta geti ekki verið góðkynja og fær það svar að ekki sé til góðkynja krabbamein. Að því búnu fer öll hersingin út. Það eina sem mig langar núna er að finna nálægð- ina við Gumma. Hann skríður upp í til mín, fölur og fár, ég strýk honum um hárið og hvísla að honum IHl HEKLA® Gott á bilathing.is Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • www.bilathing.is • bilathing@hekla.is BÍLAÞINGHEKLU Númer eitt í notuðum bílum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.