Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12, NÓVEMBER 2002 my Fréttir 23 ára Kópavogsbúi ákærður fyrir að ganga í skrokk á þremur mönnum: Þrjár stórfelldar árásir - ein leiddi til dauða - félagi einnig ákærður í manndrápsmáli - beitti hnésparki í höfuð liggjandi 23 ára maður úr Kópavogi hefur verið ákærður fyrir eina grimmileg- ustu líkamsárás siðari ára en hún leiddi til dauða ungs manns eftir að ákærði og félagi hans réðust að hon- um í Hafnarstræti að morgni laug- ardagsins 25. maí. Maðurinn er einnig ákærður fyrir tvær aðrar lík- amsárásir aðfaranótt 7. april. Sam- tals er farið fram á 9 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna þessa en mennirnir tveir verða leiddir fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur á fimmtudag þar sem þeir munu gera grein fyrir afstöðu sinni tU ákæru ríkissaksóknara. Kópavogsbúinn er borinn mun þyngri sökum en hinn, sem er úr Reykjavík, en báðir hafa þeir setið í gæsluvarðhaldi frá þvi í lok maí. Viðvarandi grimmd Árásin í Hafnarstræti er með ólíkindum grimmdarleg. Aðalsak- bomingnum, sem er úr Kópavogi, er gefið að sök að hafa slegið 22 ára karlmann mörg hnefahögg í höfuðið en einnig veitt honum högg með höfðinu. Honum er gefið að sök að hafa sparkað í höfuð fómarlambs- ins með hné. Eftir að þolandinn féU í götuna er maðurinn ákærður fyrir að hafa margsinnis sparkaö af afli i höfuð þolandans með hné og fæti. Hinn árásarmaðurinn er ákærður fyrir að hafa sparkað í efri hluta lik- ama þess sem ráðist var á þegar hann reis upp eftir atlögu hins. Þannig féU maðurinn aftur í götuna en þá kom fyrmefndi árásarmaður- inn á ný og sló fórnarlambið liggj- andi í andlitið. Afleiðingamar urðu höfuðkúpubrot og blæðing inn á heUa. Ungi maðurinn lést hinn 2. júni af völdum heUablæðingar og heUabjúgs. Hér er ákært fyrir stór- feUda líkamsárás sem leiðir tU dauða. Foreldrar hins látna fara fram á 5,6 miUjónir króna í skaða- og miskabætur af hálfu árás- armannanna tveggja. Kópavogsbúinn er einnig ákærð- ur fyrir tvær aðrar stórfeUdar lík- amsárásir. Sú fyrri var framin að- faranótt sunnudagsins 7. aprU á Bar 101 við Vegamótastíg. Þar er mann- inum gefið að sök að hafa veitt tví- tugum manni högg í höfuð svo hann féU í gólfið með þeim afleiðingum að hann hlaut heUablæðingu og brot í höfuðkúpu. Þolandinn i þessu máli krefur árásarmanninn um 2,1 miUjón króna í skaðabætur. Sömu nótt veitti ákærði 21 árs karlmanni högg í andlit með höfði þannig að framtennur losnuðu og skurðir komu á höfuð. Hann fer fram á 1,3 miUjónir króna í skaðabætur. -Ótt kaupir í Haukþing ehf., sem er nýstofnað félag í eigu Eimskips, Sjóvár-Al- mennra og Skeljungs, keypti í gær ríflega 10% hlut í Skeljungi. Hauk- þing keypti hlutabréf að nafnvirði rúmar 75 mUljónir króna á genginu 14,69 eða fyrir um 1,1 miUjarð króna á raunvirði. Þá keypti Sjóvá-Al- mennar um 3% hlut í Skeljungi í gær. Fyrir áttu Sjóvá og Eimskip rúmlega 20% hlut og er eignarhlut- ur þessa hóps þvl kominn yfir 30%, en áður var Kaupþing stærsti hlut- hafinn með um 23% eignarhlut. Með kaupum Haukþings i gær þykir hluthafahópurinn hafa styrkt stöðu sína. Nafngift hins nýja fé- lags, Haukþing, þykir jafnframt minna á Kaupþing. Benedikt Jó- hannesson, stjómarformaður Hauk- þings og Skeljungs, sagði í samtali við fjölmiðla í gær aö nafngiftin væri tUvUjun og ekki beint að Kaupþingi; hún kæmi úr minning- arljóði Jónasar HaUgrímssonar um Bjama Thorarensen. -aþ DV-MYND GVA Skeljungur í skiptum Ijósa Eins og fréttin hér til hliöar ber meö sér er tekist á um yfirráöin í Skeljungi sem rekur fjölda bensínstööva víös vegar um landiö. Þar takast á þingin tvö, Haukþing og Kaupþing og eru væringar nokkrar. IIHii Birgir Tryggvason björgunarmaður lýsir átakanlegum atburði við Ólafsvíkurenni: Ég hélt að við værum búnir að missa soninn „Ég gat ekkert gert, ég hélt að sonurinn væri bara farinn. Hann var ekki með lfnu I sér. Á tímabUi hélt ég að ég væri að fara sjálfur," sagði Birgir Tryggvason, varafor- maður Björgunarsveitarinnar Sæ- bjargar í Ólafsvík, sem fór ásamt tveimur öðrum nærstöddum félög- um sínum tU að bjarga rúmlega sex- tugum manni á svokallaðri Payloader-gröfu sem fór skyndUega í loftkösthm fram af grjótgarði við Ólafsvíkurenni í gærmorgun. Sonur gröfumannsins sýndi ótrú- legt snarræði en einhver haföi gert honum viðvart um að faðir hans væri kominn út I brimið á gröfunni. Litlu munaði ac) hann yrði mis- kunnarlausu briminu að bráð og var hann orðinn þrekaður er hann var fluttur með foður sínum í þyrlu tU Reykjavíkur. Birgir segir að félagi hans hafi séð mann koma akandi á Payloademum, siðan hafi hann beygt fyrir aftan vöru- bU en skyndUega hefði grafan stefiit út að grjótgarðinum. Hann hafi henst í loftköstum niður stórgrýtið og stöðvast niðri í sjó, langt fyrir neðan veg. Á vettvangi slyssins Litlu munaöi aö sonur gröfumannsins yrði miskunnarlausu briminu aö bráö þegar hann freistaöi þess aö bjarga fööur sínum. „Þegar sonurinn kom á staðinn stökk hann út í vél tU fóður síns. Menn vissu ekkert hvað ætti að gera því þarna var um fimm metra öldu- hæð,“ segir Birgir. Hann segir einn björgunarmann hafa farið að vélinni og með því lagt sig í hættu því hann hefði getað fengið gröfuna yfir sig. „Ég fór út í og náði gröfumannin- um sem var orðinn máttlaus en með meðvitund. Ég hékk á vélinni á með- an. Mér tókst að láta manninn fá hjálminn minn og batt bandið sem ég var í við hann. Síðan drógum við manninn í land en á meðan vorum við að fá brimið á okkur. Við fengum á okkur tugi brota og hurfum alveg í sjó. Sonur mannsins, sem var án bands, skolaðist út í sjóinn á kaf. Þaö sáu aU- ir að hann var farinn. Ég gat ekkert gert, hélt hann væri bara að skolast í burtu. Síðan hélt ég að ég væri að fara sjálfur. Ég ætlaði aö fara að festa línu í mig en þá skolaði syninum á land fyrir tilviljun. Hann var orðinn mjög þreyttur og kaldur en annað var það ekki,“ sagði Birgir Tryggvason. DV-MYND: GVA Nýr kosningavefur Dómsmálaráðherra hefur opnað upplýsingavef vegna komandi al- þingiskosninga 10. mal 2003, www.kosning2003.is. Þetta er í fyrsta skipti sem upplýsingar af hálfu hins opinbera vegna alþing- iskosninga eru settar fram með þessum hætti. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra sagði af þessu tilefni að með vefnum væri stigið skref i átt til þess að gera upplýs- ingar stjómvalda enn aðgengilegri öllum almenningi. „Við gerð vefsins var aðgengi blindra, sjónskertra og allra þeirra sem hafa tæknilegar sérþarfir sér- staklega haft í huga. Má með sanni segja að þetta er einn fyrsti opin- beri vefurinn sem er gerður með þessi markmið sérstaklega að leið- arljósi," sagði dómsmálaráðherra. 11 ára telpa rænd „Mér finnst þetta þjóðfélag orðið verulega brenglað. Maður gefur baminu sínu gsm-síma þannig að alltaf sé hægt að ná í það og vita hvar það er. En virðingarleysið er orðið algjört og bömin manns eru í stórhættu - ekki sist út af dóp- fólki,“ segir Ólafur Árnason, íbúi á Hvolsvelli, en dóttir hans var rænd í Skautahöllinni á laugar- dag. Tveir piltar stóðu þá að því ræna af henni gsm-síma innan- dyra áður en þeir hlupu burt, fóru inn í bíl og óku á brott. Ránið hef- ur verið kært. Stúlkan var með vinkonum sín- um i Skautahöllinni, búin að vera á skautum þegar hún tók upp gsm- inn til að hringja í móður sina til að láta sækja sig. Það sá piltur sem nálgaðist hana og óskaði effir að fá að hringja. „Hún þorði ekki annað en leyfa það en sagði að símtalið yrði þá að vera stutt,“ segir Ólafur. „POtrn-- inn hafði þetta stutt en nikkaði yfir til félaga síns og sagði: „Þetta er Motorola“. Hann lét dóttur mína fá símann aftur en svo kom félaginn og hrifsaði símann af henni. Hún streittist á móti en varð að láta í minni pokann. Strákamir hlupu svo út og inn í bil sem ekið var á brott,“ sagði Ólafur. -Ótt/GG DV-MYND GVA Styttist tii jó!a 43 dagar eru tiljóla og 50 dagar eftir afárinu og enn nálægt tíu gráöa hiti í höfuðborginni. Konur á öllum aldri eru farnar aö leggja ieiö sína í miöbæinn - þó ekki sé til annars en aö skoöa í gluggana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.