Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 DV Fréttir Sturla Böðvarsson sigraði Vilhjálm Egilsson með 41 atkvæði: Sannfærður um lög- mæti prófkjörsins - segir formaður kjördæmisráðsins um ásakanir Vilhjálms inn kosningasvindl Urslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi: 1. 2. 1.-2. 3. 1.-3. 4. 1.-4. 5. 1.-5. 6. 1.-6. Samt. Samt. 1 Sturla 1.433 598 505 442 375 433 3.786 65,4% 2 EinarK. 1.070 1.440 2.510 837 531 434 318 4.630 80,0% 3 Einar O. 651 1.318 1.969 847 2.816 663 562 428 4.469 77,2% 4 Guöjón 1.149 518 1.667 726 2.393 375 2.768 442 439 3.649 63,0% 5 Vilhjálmur 1.392 322 1.714 421 2.135 445 2.580 479 3.059 454 3.513 60,7% 6 Jóhanna 45 541 586 648 1.234 968 2.202 828 3.030 809 3.839 3.839 66,3% 7 Birna 23 353 376 709 1.085 1.006 2.091 948 3.039 796 3.835 3.835 66,2% Gild atkvæöi voru 5.789 Til hamingju Varaformaöur Sjálfstæöisflokksins, Geir H. Haarde, óskar leiötoga nýs norövesturkjördæmis, Sturtu Böðvarssyni, til hamingu meö kosninguna í fyrsta sætiö á Alþingi í gærdag. „Auðvitað vildi maður fá fleiri at- kvæði en þarna var harður slagur á miili mjög . öflugra einstaklinga. Þessi niðurstaða kemur mér því ekki á óvart. Ég er leiðtogi eftir þetta prófkjör og um það þarf ekki að deila," segir Sturla. Strn’la segir það hlutverk sitt og annarra frambjóðenda að sætta menn og brjóta niður hina gömlu múra milli kjördæmanna. brögð,“ segir hann og telur að kjör- Það er ekki á hverjum degi sem samflokksmenn á Alþingi mæta i fjölmiðla og saka hver annan um óheiðarleg vinnubrögð. Þetta gerðist í gærmorgun þegar Sturla Böðvars- son og Vilhjálmur Egilsson ræddu nýafstaðið prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Norðvesturkjördæmi í þættinum ísland í bítið á Stöð 2. Sturla fékk 41 atkvæði fleira í 1. sæti listans en Vilhjálmur, sem hrapaði niður í 5. sæti vegna þess hve fá atkvæði hann fékk í önnur sæti en það efsta og virðist því á leið út úr stjórnmálum. Vilhjálmur gagnrýndi í þættinum þingmenn Vesturlands, þá Sturlu og Guðjón Guðmundsson, fyrir að horfa aðgerðalausir upp á ólöglega söfnun utankjörfundaratkvæða á Akranesi í aðdraganda prófkjörsins. Sturla sagðist ekki hafa haft vit- neskju um þetta en Vilhjálmur svar- aði óðar að þarna hefði meðal ann- ars verið um að ræða stuðnings- menn Sturlu. „Sigrínum stoliö“ Vilhjálmur fullyrðir að hann sé réttmætur sig- urvegari próf- kjörsins. Til þess að sú fullyrðing fái staðist þarf að minnsta kosti 41 kjósandi að hafa kosið ólöglega utan kjörfundar (og komist upp með það) og sett Sturlu Böðvarsson í efsta sæti. Viðurkennt er í málinu að 81 ut- ankjörfundaratkvæði frá Akranesi var ólöglegt. Þetta var ljóst fyrir helgi og atkvæðin ógilt. Vilhjálmur sætti sig við þetta en segir núna komið í ljós að fleiri ólöglegum at- kvæðum hafi verið safnaö. „Ég veit að meðal þeirra sem fóru um bæinn með atkvæðaseðla voru menn sem ætluðu sér að setja Sturlu í efsta sæti - og ég geri ráð fyrir að atkvæðin sem voru illa fengin hafi verið fleiri en þau áttatíu sem voru ógilt,“ segir Vilhjálmur. Hann hefur hins vegar dregið í land gagnvart Sturlu og segist sann- færður um að hann hafi staðið heið- arlega að kosningabaráttunni: „Þetta er spuming um þá sem hlupu um bæinn með kjörgögn." „Skaðar flokkinn“ Vilhjálmur segir að þetta mál snú- ist um trúverðugleika Sjálfstæðis- flokksins og skaði hann. „Ég reikna með að menn verði ekkert ánægðir með þetta, þetta eru engin vinnu- dæmisráðið eigi að taka á málinu. Skyldi þá flokkurinn taka á mál- inu? Jú, miðstjóm Sjálfstæðisflokks- ins gæti fengið málið á sitt borð. En þangað kemst það ekki nema fara fyrst fyrir kjördæmisráðið í kjör- dæminu. Formaður þess er Þórólfur Halldórsson - og hann segist sann- færður um að framkvæmd próf- kjörsins hafl verið í stakasta lagi. „Það er ekki niðurstaða kjör- nefndar að fleiri atkvæði hafl verið ólögleg en þau sem voru ógilt fyrir helgi. Við teljum að málinu sé lokið, og það var gert fyrir kjördag, og eng- ar viðbótarupplýsingar hafa komið fram sem breyta því,“ segir Þórólf- ur. Við þetta má bæta að einhugur var í kjörnefnd um hvemig tekið var á ágreiningsmálum við talningu atkvæða. Hættur? Vilhjálmur virðist því strand. Hann ætlar ekki að þiggja 5. sæti listans og spurður um framtíð sína svarar hann: „Ætli ég þurfi nokkuð að hafa áhyggjur af frekari þátttöku í stjórnmálum.“ Hann segist ekki hafa áhyggjur af því persónulega, en stuðningsmenn sínir eigi skilið að í kappleik séu notuð tvö jafnstór mörk. Fræðilega gæti hann átt innkomu í öðru kjördæmi, t.d. ef uppstilling- arnefnd í Suðurkjördæmi óskaði eft- ir honum - eða hliðstæð nefnd í Reykjavík hljóti einhver frambjóð- anda í höfuðborginni ekki bindandi kosningu í prófkjöri. „Ég vildi að það væri einhver eftirspurn," segir Vilhjálmur, aðspurður um þennan möguleika, og segist ekki hafa orðið var við hana. Sturla brattur Sturla Böðvarsson fékk stuðning tæplega 25% kjósenda i efsta sæti listans og segist ánægður með það. Vilhjálmur tæpur Eins og sést í meðfylgjandi töflu stóðu frambjóðendur víðar tæpt en í fyrsta sæti. Vilhjálm vantaði þannig aðeins tæp 200 atkvæði til að fella Guðjón Guðmundsson úr fjórða sæti - sem verður baráttusæti flokksins í kosningunum. En Vilhjálmur stóð hins vegar sjálfur mjög tæpt í 5. sæti; Bimu Lárusdóttur vantaði að- eins 21 atkvæöi til að fella hann úr því sæti og Jóhanna Pálmadóttir hefði þurft 30. Vestfiröingarnir inni Fæstir áttu von á því að báðir þingmenn flokksins á Vestfjörðum, Einar K. Guðfmnsson og Einar Odd- ur Kristjánsson, næðu öruggu þing- sæti, en sú varð raunin. Hugsanlegt er að þeir hafi að hluta til „komist inn í logninu“ eins og það hefur ver- ið orðað; að stuðningsmenn hinna hafl frekar sett þá í 2. og 3. sæti en þá sem þeir töldu sína helstu keppi- nauta. Rætt hefur verið um að bandalag hafi verið á milli Sturlu og Einars K. - og raunar fær Einar K. næstum jafnmörg atkvæði í 2. sæti og Sturla í 1. sæti - en hvorugur þeirra vill kannast við slíkt. Þá hefur þeirri samsæriskenn- ingu verið fleygt að stuðningsmenn Vestfirðinganna hafi markvisst sett Vilhjálm í fyrsta sæti, vitandi það, að með því yrði bogi hans hátt spenntur og hann því líklegur til að hrapa niður um nokkur sæti, eins og raunin varð. -ÓTG Rjúpnastofninn í sögulegu lágmarki: Veiðin einna skást á Norðurlandi Rjúpnastofninn er í sögulegu lágmarki á þessu hausti og hefur Skotveiöifélag íslands hvatt fé- lagsmenn sina til að gæta hófs við veiðarnar. Til viðbótar því hafa margir landeigendur bannað rjúpnaveiðar í löndum sínum en á móti kemur að margir ferðaþjón- ustubændur hafa sameinast um að útvega leyfi til rjúpnaveiða og auðvitað notið góðs af við að þjón- usta skytturnar. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Islands, var norð- ur á Ströndum i gær við veiðar og sagðist hann vera búinn að fá í jólamatinn en ekki væri þó loku fyrir það skotið að hann færi aft- ur. Sigmar segir að veiði hafi ver- ið allgóð 15. til 20. október, eða fyrstu daga veiðitimabilsins, en síðan hafi veður, umhleypingar og norðanátt, dregið úr veiði. Lítill sem enginn snjór sé víðast hvar og rjúpuna sé því erfitt að sjá, auk þess sem hún haldi sig meira inni á hálendinu í slíkri tíð. Veiði hef- ur gengið einna best á Norður- landi en einnig hefur einstaka skytta aflað vel á Austurlandi. Á Suðurlandi og Vestfjörðum hefur veiði gengið mun verr, sums stað- ar mjög illa, og varla sést fugl. Sigmar er alls ekki hlynntur því að leyfa hreindýraveiðar i nóvem- ber en hann segir að væntanlega séu það fyrst og fremst óskir þeirra sem vilja ferskt kjöt í jólamatinn. Þá sé byrjaður fengi- tími og t.d. sé kjötið af törfunum þá yfirleitt mjög vont. Hann segir að ekki eigi að drepa þau hreindýr sem séu í Suðursveit vegna ótta um að þau beri með sér riðu. Aldrei hafi fundist riða í hrein- dýrum enda hafi engar skipulagð- ar riðurannsóknir verið stundað- ar á hreindýrum. Áki Ármann Jónsson veiðistjóri telur að rjúpnaveiði sé einna döprust á Austurlandi miðað við síðustu ár en skást á Norður- og Norðausturlandi. Veiðiskýrslur koma þó ekki fyrr en eftir áramót. Þá fyrst sé hægt að átta sig á um- fangi veiðinnar. -GG Rjúpa ffljfe/P. 5JÍIV2JJ,Í5JJ REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 16.37 16.22 Sólarupprás á morgun 09.49 19.34 Síödegisflóð 12.36 17.09 Árdegisflóö á morgun 01.17 04.50 Hægt minnkandi norðaustanátt, yfirleitt 8 til 13 m/s í kvöld en 3-8 á morgun. Skýjað með köflum og skúrir eða él, en léttir smám saman til suðvestanlands í dag. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast sunnan til, en vægt frost I innsveitum noröanlands í kvöld. Skýjað með köflum Austan og norðaustan 3-8 metrar á sekúndu og él noröan- og austanlands en skýjað með köflum annars staðar. Híti 1” til 7“ Vindur: 3-8nt/S El noröan- og austanlands en skýjaö meö kóflum annars staðar. Föstudagur Laugardagur -íD Hiti 0' Hiti 2° «14° til 8° Vindlur: 3-5«/* Vindun 8-13™/» «- t Hæg breytileg átt og bjart víöa um land, en þó stöku él austan til og meö suðurströndinni. Hlýnar í veörl með nokkuð stifrl suölægri átt og vætu um mestallt land. m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 AKUREYRI rigning 4 BERGSSTAÐIR skýjaö 4 BOLUNGARVÍK úrkoma í grennd 5 EGILSSTAÐIR súld 4 KEFLAVÍK alskýjaö 6 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 4 RAUFARHÓFN alskýjað 5 REYKJAVÍK alskýjaö 8 STÓRHÖFÐI alskýjaö 7 BERGEN alskýjað 2 HELSINKI isnálar -13 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 5 ÓSLÓ snjókoma -8 STOKKHÓLMUR -12 ÞÓRSHÖFN skúr á síö. klst. 4 ÞRÁNDHEIMUR heiðskírt -8 ALGARVE þokumóða 16 AMSTERDAM skýjaö 9 BARCELONA skýjaö 18 BERLÍN rign. á síö. klst. 3 CHICAGO alskýjaö 4 DUBLIN rigning 6 HALIFAX alskýjaö 15 HAMBORG þoka 6 FRANKFURT skýjaö 8 JAN MAYEN skýjaö 2 LONDON rigning 11 LÚXEMBORG þokumóða 6 MALLORCA léttskýjaí i 10 MONTREAL heiöskírt 7 NARSSARSSUAQ -2 NEWYORK skýjað 13 ORLANDO heiðskírt 23 PARÍS þokumóöa 9 VÍN skýjaö 9 WASHINGTON skýjaö 12 WINNIPEG alskýjaö -5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.