Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 DV Fréttir Lögregla fær Þjóðverja og íslending í gæslu vegna amfetamín- og hassmáls: Tveir Þjóðverjar um sex tugt í stórum málum Leifsstöö Þjóöveijinn sem tekinn var í Leifsstöö kvaöst vera Jree-iance“ blaöamaöur þegar hann gaf sig fram aö fyrra bragöi viö tollveröi í Leifsstöö og var óvenju ræöinn um menn og málefni tengd íslandi. 59 ára Þjóðverji og íslendingur um þrítugt, þekktur hjá lögreglu og í fikniefnaheiminum, sitja báðir í einangrun og gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni eftir að sá fyrmefndi var tekinn með 900 grömm af am- fetamíni og kíló af hassi í Leifsstöð á fimmtudag. Dómari féllst á að úr- skurða báða mennina í gæsluvarð- hald í þrjár vikur, eða til 29. nóvem- ber. Fíkniefnalögreglan í Reykjavík, sem fer með rannsókn málsins eftir að tollgæslan lagði hald á efnin, lagði fram sterk rök fyrir því að ís- lendingurinn hefði staðið að inn- flutningnum með Þjóðverjanum. Hlutfall smyglara eykst Fyrir skömmu var annar Þjóð- verji, einnig um sextugt, úrskurðað- ur í gæsluvarðahald eftir að hann var tekinn með 1,5 kiló af am- fetamíni, mesta magn af slíku efni sem hald hefur veriö lagt á í einu hér á landi. Þar með hafa þrír menn, Þjóðverjarnir tveir og íslend- ingurinn, bæst í stóran hóp þeirra sem sitja inni fyrir fikniefnamál. Hlutfall þeirra sem það gera eykst stöðugt. Hlutfall erlendra burðar- dýra hefur einnig aukist mjög og þeim tungumálum sem töluð eru á Litla-Hrauni hefur einnig fjölgað. Þjóðverjinn sem tekinn var í Leifsstöð kvaðst vera „free-lance“ blaðamaður þegar hann gaf sig fram að fyrra bragði við tollverði í Leifs- stöð og var óvenju ræðinn um menn og málefni tengd íslandi. Hann fékk síðan farangur sinn af færibandi, fór í hliðið en var stöðvaður og leit- að var á honum. Þá komu öll efnin í ljós en þau voru fest við líkama mannsins. Gera má ráð fyrir að hann verði kominn á sjötugsaldur- inn þegar hann gengur út í frelsið - út um dymar á Litla-Hrauni - þegar hann hefur afplánað dóm sem búast má við að verði þungur, sérstaklega með hliðsjón af því mikla magni af amfetamíni sem hann var tekinn með. Hassdómurinn gagnrýndur Orðalag í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í siðustu viku, þegar íjórir menn voru dæmdir fyr- ir mismikla aðild að innflutningi á 30 kílóum af hassi, hefur verið gagn- rýndur harkalega af hálfu lögreglu- manna, sumra þingmanna og fleira fólks. Þar var talað um að hass væri ekkert sérstaklega hættulegt efni. Þessu hafa þeir sem best þekkja til mótmælt, ekki síst þar sem sýnt hef- ur verið fram á að hass hefur í mörgum tilfellum mjög slævandi áhrif á heilastarfsemi. -Ótt Mjólkursendingum fækkar Mjólkursamlag Isfirðinga hyggst draga úr þjónustu og fækka sendingum á mjólk og mjólkurvörum til Flateyrar, Suð- ureyrar og Þingeyrar úr þremur í tvær á viku. Frá þessu var greint á bb.is og vitnað til Halldórs Guð- laugssonar hjá Mjólkursamlagi Is- firöinga sem segir um hagræðingu að ræöa. Þorvaldur Pálsson, sem rekur Esso-skálann á Flateyri, segir í samtali við fréttavefinn að fólki í smærri byggðum í hinum svokallaða ísafjarðarbae finnist það eiga rétt á sömu þjónustu og þeir sem búa við dyrnar á Sam- kaupum og Bónusi.' Þjófakerfum stolið Fátt fær að vera í friði fyrir þjófum að sögn lögreglunnar í Reykjavík. I dagbók helgarinnar er greint frá þvi brotist hafi verið inn i bifreið og þaðan stolið tveim- ur þjófavarnarkerfum sem geymd voru i bifreiðinni. Hvað þjófar ætla með slík kerfi skal ósagt lát- ið. Annars var tiltölulega rólegt í höfuðborginni um helgina; til- kynnt var um níu innbrot, 21 þjófnað og 14 skemmdarverk. Auk þess urðu fjórir brunar í borginni en allir minni háttar. Skræpa með 10.742 lítra á ári Mjólkurframleiðendur landsins eru á þessu hausti 739 talsins og þeir eru með 26.819 mjólkurkýr, Meðalbúið er því með 36 mjólkurkýr og meðalársnyt fullmjólka kúa eru 4.985 kg. Afurðamestu mjólkurkýr landsins eru í Stóru-Hildisey II í Austur-Land- eyjum. Frá október 2001 til september- loka 2002 mjólkaði Skræpa 10.742 lítra, eða liðlega helmingi meira en meðal- talið, sem er rúmlega einn farmur meðalmjólkurflutningabíls. Næst- mesta afurðakýrin er einnig á bás í Stóru-Hiidisey II en það er Gyðja sem mjólkaði 10.319 lítra. Síðan kemur Fríða á Birtingaholti I í Hrunamanna- hreppi með 10.006 lítra og síðan aftur kýr frá Stóru-Hildisey II, Lukka, sem mjólkaði 9.734 lítra. I Stóru-Hildisey II búa Hildur Ragn- arsdóttir og Jóhann Nikulásson og eru með 37 mjólkandi kýr. Hildur segir að þetta sé annað árið sem þau séu með afurðamestu kýr landsins. Kýrnar eru bornar á bænum og segir Hildur að til að ná svona árangri þurfi fóðrun að vera jöfn allt árið. -GG DV-MYND GVA Mælt í Bankastræti Von er á frekari framkvæmdum viö endurbætur á Bankastræti. Búiö er aö endurgera götuna frá gatnamótum Lauga- vegar og Skólavöröustígs aö gatnamótum Ingólfsstrætis. Nú er eftir parturinn niöur aö Lækjargötu sem væntanlega mun fegra til muna ásýnd þessarar fjölförnu verslunargötu. Niðurgreiddir skátar Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Lúðvík Geirs- son, mun í dag skrifa undir samkomulag um niðurgreiðslu á þátttökugjaldi barna, tíu ára og yngri, í skáta- starfi innan Skátafélagsins Hraun- búa. Markmið samkomulagsins er það sama og í samkomulaginu við íþróttahreyfinguna, að gera börn- um kleift að taka þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi óháð efnahag fiöl- skyldna. Góður félagsskapur „Það merkilegasta við Stephan G. Stephansson finnst mér vera sjálf- menntaði sveitastrákurinn sem fór út í heim og gat staðið jafnfætis hverjum sem var,“ segir Viðar Hreinsson sem í gær sendi frá sér fyrra bindi ævisögu þekktasta vesturfarans, Landneminn mikli. Bókaforlagið Bjartur gefur út. Síðara bindið kemur út 3. október 2003 þegar liðin verða 150 ár frá fæðingu Stephans, og þótti Herði Sigurgestssyni, sem talaði á útgáfuhátíð fyrir hönd styrktaraðila, það frétt í sjálfu sér að fyrra bindið skyldi koma út ári áður en ráð var fyrir gert. Stephan G. Stephansson var skáld- mæltur bóndasonur úr Skagafirði sem varð þátttakandi í ævintýralegustu fólksflutningum síðari tima, landnámi Norður-Ameríku. I Landnemanum mikla er sagt frá æskuárum hans í Skagafirði og Bárðardal, ferðinni vest- Viöar Hreinsson með Landnemann mikla Ævisögu sjálfmenntaös sveitastráks sem varö höfuöskáld. ur um haf og landnámsárum hans í Bandaríkjunum og Kanada. Stephan nam land þrívegis, fyrst í Wisconsin, síðar í Norður-Dakota og að síðustu í Alberta. Saga hans gefur einstaka inn- sýn í líf og örlög íslenskrar alþýðu á nítjándu öld en er jafnframt saga af böldnum sveitastrák sem varð höfuð- skáld Vestur-íslendinga og eitt öndveg- isskálda á íslenska tungu. Viðar Hreinsson, bóndasonur og bók- menntafræðingur, hefur lengi unnið að rannsóknum á ævi og verkum Stephans G. Meðal áður ókannaðra heimiida hans er ljóðakver með æskukveðskap Stephans, leikrit eftir Stephan sem flutt var af sveitungum skáldsins í Dakota og sveitarblaðið Fjalla-Eyvindur, sem geymir meðal annars framsæknar greinar og kvæði um kvenréttindamál, nokkru áður en þau mál komust í brennidepil hér á Islandi. - Var gaman að skrifa þessa bók? „Já, því þetta var góður félagsskap- ur,“ svarar Viðar. „Ég gæti ekki hugs- að mér hann betri.“ -SA Hvatningarverðlaun til nema Nemendum í grunnskólum Reykjavíkur verða á næsta ári veitt hvatningarverðlaun. Þetta var samþykkt á fundi fræðsluráðs í gær. Einn nemandi úr hverjum skóla verður valinn til verðlauna. Leitað verður eftir tilnefningum og rökstuðningi innan skólasamfé- lagsins. Sett verður á laggimar dómnefnd innan hvers skóla, en starfsmenn, kennarar, foreldrafé- lög, foreldraráð, nemendaráð og aðrir sem koma að skólastarfinu geti tilnefnt til verðlaunanna. Stefán Jón Hafstein formaður fræösluráðs, segir að þessi hug- mynd hafi kviknað til vegna hvatn- ingarverðlauna sem útvaldir skól- ar fá fyrir að standa sig vel. Fræðsluráð hafi verið einhuga um að hvetja nemendur á sama hátt og hampa þeim sem skara fram úr á einhverju mikilvægu sviði skóla- lífsins. Hugmyndin er að veita verð- launin samtímis því að mikil ráð- stefna og sýning fer fram í byrjun næsta árs, en þar verður nýsköpun og þróun í skólastarfi í brenni- punkti. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.