Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 DV Fréttir Handagangur í öskjunni þegar Hagkaup veittu vsk-afslátt af barnafatnaði: Eins og á Þorláksmessu - verslunin Feminin fashion með vsk-afslátt af kvenfatnaði „Vaskurinn" af kvenfatnaðinum Kristín Kvaran ætlar aö gera konum auöveldara meö aö forgangsraöa innkaupunum meö því aö veita afslátt sem nemur viröisaukaskatti á kvenfatnaö og 10 prósenta afslátt aö auki. Afmeö vaskinn er nýtt hugtak í samkeppni verslana. „Þetta gekk ævintýralega vel og ótrúlega mikið að gera. Mun meira en við áttum von á. Þetta var eins og á Þorláksmessu þegar mest var. Enda verulega kjarabót að fá,“ sagöi Finnur Árnason, forstjóri Hag- kaupa, í samtali við DV. Hagkaup efndu til sérstakra af- sláttardaga i barnafatadeildum allra verslana sinna á föstudag og laugar- dag þar sem verð á öllum vörum lækkaði um sem nemur virðisauka- skattinum. Neytendur létu ekki segja sér þetta tvisvar og var mikið að gera í Hagkaupum báða dagana. Þessi vsk-afsláttur náöi til alls barnafatnaðar, bæði nýs fatnaðar og jólafatnaðar. Vsk-afsláttur Hagkaupa kemur í kjölfar kynningar á stefnumálum Páls Magnússonar sem skipar 2. sætið á framboðslista Framsóknar- flokksins í Suðurvesturkjördæmi. Viðmælendur DV telja ekki ólíklegt að fleiri fari í spor Hagkaupa enda virðisaukaskattur stærð sem höfðar til fólks, ekki síst bamafólks. Því megi eiga von á vsk-afslætti í fleiri verslunum enda helsta innkaupatíð ársins að renna upp. Rétt er að taka fram að verslanir sem þetta gera greiða engu að síður sinn virðis- aukaskatt. „Þetta mál er búið að vera bar- áttumál Hagkaupa í langan tíma og þess vegna vorum við fljót að grípa þetta á lofti og gera eitthvað í mál- unum. Það er vitað mál að í inn- kaupum fólks í verslunum erlendis er barnafatnaður fyrirferðarmestur. Enda er ýmist lægri eða enginn virðisaukaskattur á barnafötum í öðrum löndum. í Bretlandi er til að mynda enginn virðisaukaskattur af bamafötum upp að 6 ára aldri. 24,5 prósenta virðisaukaskattur eins og hér er hár skattur. Til samanburðar má nefna að sambærilegur skattur í ríkjum Bandaríkjanna er á bilinu 6-0 prósent,“ segir Finnur og bætir því við að sambærilegur afsláttur sé af tónlist i Hagkaupum, Smáralind, til 20. nóvember. Líka fyrir konurnar „Fjöldi kvenna lætur fatakaup á börnin og ýmislegt annað til heimil- isins ganga fyrir eigin þörfum en við viljum hjálpa konum að breyta þessari forgangsröð. Þess vegna veitum við vsk-afslátt af völdum vörum í versluninni út nóvember- mánuð og 10 prósenta afslátt að auki. Konur þurfa fatnað ekki síður en bömin,“ sagði Kristín Kvaran, kaupmaður í tískuhúsinu Feminin fashion í Bæjarlind, við DV. Kristín segir að vsk-afsláttur verði af völdum vörum verslunarinnar en skipt verði um daglega. Þannig verði allar vörur í versluninni boðnar með vsk-afslætti þegar upp er staðið. Tískuhúsið Feminin fashion er hálfs árs gömul verslun og selur fatnað á konur á öllum aldri og af öllum stærð- um, er með stærðir allt upp í 60. -hlh Neysluskattar sem hlutfall af landsframleiöslu Danmörk 9,8 ísland 9,7 Noregur 9,3 Nýja-Sjáland 9,2 Ungverjaland 9,1 Tyrkland 8,6 Rnnland 8,5 Austurríki 8,3 Portúgal 8,0 Frakkland 7,9 Pólland 7,9 írland 7,2 Svíþjóö 7,1 Belgía 7,0 Holland 6,9 Bretland 6,7 Tékkland 6,6 Þýskaland 6,6 Ítalía 6,1 Lúxemborg 5,7 Spánn 5,7 Kanada 5,3 Kórea 3,5 Sviss 3,5 Mexíkó 3,1 Ástralía 2,5 Japan 2,5 Bandaríkin 2,2 Heimiid: Skýrsla OECD, „Consumption Tax Trends“, útgefin 2001 Háir neysluskattar Neysluskattar sem hlutfall af lands- framleiðslu eru næsthæstir á íslandi af öllum löndum OECD. Hæstir eru þeir í Danmörku, eða 9,8% af landsfram- leiðslu, en ísland fylgir fast á eftir með 9,7%. Næst í röðinni eru Noregur, Nýja- Sjáland og Ungveijaland, öll með neysluskatta sem eru yflr 9% af lands- framleiðslu. Lægstir eru neysluskatt- amir í Bandaríkjunum, eða 2,2% af landsframleiöslu, í Japan og Ástralíu er hlutfallið 2,5% og í Mexíkó, Sviss og Kóreu 4-5%. Þetta hlutfail er að meðaltali 5,6% í tuttugu og átta löndum OECD. Á íslandi er hlutfallið því hvorki meira né minna en 74% hærra en meðaltal OECD. jövagiafíahanðbók dv kemUr ) ólagj afahandbók Jólagjafahandbók DV hefur verið ómissandi við undirbúning jólanna og val jólagjafa í yfir 20 ár. Ef þú, auglýsandi góður, vilt ná til þíns markhóps þá er þetta miðillinn þínn. Þetta er stórt og efnismikið blað þar sem lögð er áhersla á skemmtilega umfjöllun um jólin og undirbúning þeirra. Við viljum minna auglýsendur á að tekið er við pöntunum til 22. nóvember. Með jólakveðju. Auglýsingadeild DV. Sími 550 5000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.