Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 PV________________________________________________________________________________________________H Útlönd Fimm ísraelskir borgarar létust í skotárás palestínsks byssumanns á samyrkjubú: ísraelar svara með aðgerð- um í Tulkarm og Nablus Faöir syrgir fjölskyldu sína Fjölskyldufaöirinn, Avi Ohayon, missti alla fjölskyldu sína, eiginkonu og tvö börn, fjögurra og fimm ára, þegar palestínskur byssumaður skaut þau til bana á grimmilegan hátt í skotárás á Metzer-samyrkjubúið í nágrenni Vesturbakkans í gær. ísraelskar hersveitir réðust í nótt inn í Tulkarm-flóttamannabúðimar á Vesturbakkanum í leit að hryðju- verkamanninum sem grunaður er um skotárásina á Metzer-samyrkjubúið í nágrenni Vesturbakkans í gær, þar sem fimm ísraelskir borgarar, þar á meðal tvö ung börn og móðir þeirra, voru skotnir til bana á grimmilegan hátt, auk þess sem að minnsta kost sjö aðrir særðust. Al-Aqsa-samtökin hafa þegar lýst ábyrgð á skotárásinni en hún var gerð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tveir meintir palestínskir sjáifs- morðsliðar sprungu í loft upp í bifreið sinni nálægt Metzer-samyrkjubúinu á sunnudaginn, en grunur leikur á að skipulögð sjálfsmorðsárás hafi þar mistekist þegar sprengjan í bifreið þeirra sprakk áður en ætlað var. 1 tilkynningu frá al-Aqsa-samtökun- um segir að skotárásin í gær hafi ver- ið gerö til að hefna drápsins á Jihad- formgjanum Iyad Sawalha, sem ísra- elskir hermenn skutu tfl bana á laug- ardaginn, en hann var sakaður um að hafa skipulagt að minnsta kosti tvær sjálfsmorösárásir á ísraelska fólks- flutningabfla á síðustu mánuðum. ísraelsmenn svöruðu bílsprenging- unni með því að setja aftur útgöngu- bann í Jenín á Vesturbakkanum, sem aflétt hafði verið um helgrna, en auk þess var gerð eldflaugaárás úr árásar- þyrlum á Gaza-svæðinu, þar sem að mrnnsta kosti átta sprengjuflaugum var skotið á verksmiðjubyggingar Palestínumanna. Skotárásin á Metzer-samyrkjubúið var mjög grimmileg og létu börnin tvö, sem voru fjögurra og fimm ára, lífið ásamt móður sinni meðan hún reyndi að skýla þeim fyrir tilræðis- manninum. Hin tvö fórnarlömbin voru karl og kona sem urðu fyrir skotum í matsal samyrkjubúsins en að sögn sjónar- votta stóð skothríðin stanslaust i næstum tíu mínútur áður en öryggis- verðir komu á staðinn og ráku árás- armanninn á flótta. Binyamin Netanyahu, nýskipaður utanríkisráðherra ísraels, kenndi Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, um árásina og itrekaði um leið þá skoðun sína að flytja ætti hann á brott frá ísrael. Á móti fordæmdi Arafat árásina og lofaði því að skipa nefnd sem rann- sakaði málið en al-Aqsa-samtökin eru einmitt vopnaður armur hans eigin Fatah-hreyfingar. Þeir Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, og hinn herskái Shaul Mofaz, nýr varnarmálaráðherra landsins, heimsóttu Metzer-samyrkjubúið í gær og í kjölfarið var ákveðið að hefja að- gerðir gegn Palestínumönnum á Tulkarm- og Nablus-svæðunum á Vesturbakkanum í nótt. Aðgerðirnar í nótt hófust með innrás í þorpið Shweike norður af Turkarm þar sem hús Fatah-foringj- ans Mohammeds Naifehs var um- kringt en hann er grunaður um að bera ábyrgð á árásinni. Naifeh mun ekki hafa verið heima við. Frá Þórshöfn í Færeyjum Færeyingar vitja að þeir og Græn- lendingar skipti með sér for- mennsku í dönsku sendinefndinni á fundum Fivaiveiðiráðsins. Færeyingar fá ekki formennsku í hvalveiðinefnd Per Stig Moller, utanríkisráð- herra Danmerkur, hefur hafnað óskum Færeyinga um að þeir og Grænlendingar fái formannssætið í sendinefnd Danmerkur á fundum Alþjóða hvalveiðiráðsins. Danski utanríkisráðherrann kem- ur þó til móts við óskir Færeyinga og Grænlendinga með því að lofa að löndin þrjú muni í sameiningu koma sér saman um hver eigi að gegna formennsku í dönsku sendi- nefndinni hjá Hvalveiðiráðinu. Jorgen Niclasen, sjávarútvegsráð- herra Færeyja, hefur margoft hafið máls á því að Færeyingar og Græn- lendingar skiptist á að leiða dönsku sendinefndina. Hingað til hefur danskur embættismaður farið fyrir nefndinni. Niclasen segir það ekki viðeigandi þar sem Danir sjálfir veiði ekki hval. REUTERS-MYNI Skemmdirnar skoöaöar Bob Rosenberg virðir fyrir sér skemmdirnar á húsi sínu í Twinsburg í Ohio þar sem skýstrokkur fóryfir á sunnudag. Skýstrokkar fóru yfír tólf ríki í aust anverðum Bandaríkjunum og ollu miklu mann- og eignatjóni. Skýstrokkar urðu 36 að bana í BNA: Heilu smábæirnir máðir af kortinu Þrjátíu og sex manns að minnsta kosti týndu lífi og heflu smábæimir voru máðir af landakortinu þegar öflugir skýstrokkar, sem sjónarvott- ar sögðu að hefðu hljómað eins og vísundahjörð á hlaupum, fóru yfir austanverð Bandaríkin á sunnudag og aðfaranótt mánudags. Fjöldi manna særðist. Veðurstofa Bandaríkjanna sagði í gær að fyrstu tölur bentu til að 72 skýstrokkar hefðu farið yfir tólf riki frá laugardagskvöldi fram á mánu- dagsmorgun. Tennessee varð verst úti í ham- förunum en vitað er með vissu að þar fórust sautján manns. Mestu skemmdimar virðast hafa orðið í fjallahéruðunum í austurhluta rík- isins, í nágrenni borgarinnar Knox- ville, þar sem stór hluti smábæjar- ins Mossy Grove jafnaðist við jörðu. í Alabama fórust tólf manns og fimm í Ohio, einn í Missisippi og annar í Pennsylvaníu. íbúar í Mossy Grove, sem sluppu lifandi úr hildarleiknum, sögðust hafa leitað skjóls undir rúmdýnun- um sínum. „Himinninn var allur uppljómað- ur,“ sagði Glenda Phillips sem var í heimsókn hjá vinum sínum sem bjuggu í hjóíhýsi í Mossy Grove. Mannskæðustu skýstrokkar í sögu Bandaríkjanna urðu 695 að bana í þremur ríkjum árið 1925. Mn/DGEsmne BLIZZAK Loftbóludekkin Algjörlega sambæríleq nagladekkjum í snjó og hálku, frábær dekk fyrirABS bremsurnar! Komdu núna og fáðu þér ný og góð vetrardekk undir bílínn, áður en það fer að snjóa K naglarugGð byrjar! ©ORKÍSSÓN 3ÓLBARÐAVERKSTÆÐ1 HlllBGESTUIlE Dekkjaþjónusta Bridgestone í Lágmúla 9. Hagstætt verð á skiptingum og dekkjum B R Æ Ð U R N ©OEMSSON LAGMULA 8 • SIMI 530 2800 SÍMIÁ HJÓLBARÐA- VERKSTÆÐI530 2846

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.