Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 15
15 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 1>v Maðurinn Jón Sigurðsson Hver var Jón Sigurðsson? Auðvitað sjáifstæðishetjan okkar, þessi ábúðar- mikli á Austurvelli sem allir bera óttablandna virðingu fyrir. Ekki mað- ur, heldur stytta. En enginn verður stytta fyrr en hann er dauður og ný ævisaga hins margverðlaunaða Guð- jóns Friðrikssonar fjallar ekki um styttuna Jón heldur „hina raunveru- legu persónu" sem uppi var á 19. öld og vissi ekki alltaf að hún yrði frelsis- hetja þegar fram liðu stundir. Jónssaga Guðjóns er ekki fyrsta ævisaga frelsishetjunnar. Á undan hafa farið spikfeit flmm binda ævi- saga Páls Eggerts Ólasonar auk ým- issa smærri ævisagna og bókar Lúð- víks Kristjánssonar á 7. áratugnum sem dró upp aðeins aðra hlið. Guðjón ætlar sér ekkert að keppa við Pál Egg- ert, fremur að færa nýrri kynslóð nýja mynd af Jóni Sigurðssyni, í meira samræmi við nýja strauma og stefnur í sagnfræði. Bókmenntir Þó að meira hafl verið skrifað um Jón Sigurðsson en flesta aðra íslend- inga er hann ennþá dálítið dularfull- ur. Þar bjuggu í einum manni afkasta- mikill útgefandi og norrænufræðing- ur, ákafur skynsemishyggjumaður sem vildi rökræða ísland til frelsis, frjálslyndur i besta skilningi 19. aldar, staðfastur og hófsamur í senn eftir því hvað honum þótti við eiga, metnaðar- gjam með afbrigðum, oft sáttfús en varð stundum ekki hnikað. Maður sem hreif þjóðina með sér án þess að hún sæi hann en líka raungóður vin- um og höfðingi í Sturlungaaldarstíl sem hafði hálfa íslendinganýlenduna í Kaup- mannahöfn í sinni umsýslu. Maður sem lagði kapp á að skrifa andstæðingum sinum vinsam- leg bréf í kjölfar harðra ádeilugreina um þá. Sem vinirnir skrifuðu innileg saknaðarbréf þeg- ar þeir voru horfnir honum. Jón Sigurðsson var svo sannarlega ekkert vélmenni heldur hafði „charisma" á við skyn- semi og rökhugsun. Þetta er sá Jón Sigurðsson sem hingað til hef- ur verið óskoruð þjóðarhefja. En Jón Sigurðs- son var líka maðurinn sem lét unnustu sína bíða í tólf ár uns barneignir voru nánast útilok- aðar. Maðurinn sem lét mála af sér rómantísk- ar myndir og sem vinir og kunningjar gátu treyst til að kaupa fót á eiginkonur sinar. Og samkvæmt þessari nýju sögu fékk hann líka fransós og klæmdist í bréfl til félaga sins á ís- landi. Einkalíf Jóns Sigurðssonar er semsé til með sig“ (bls. 53) þegar hann vann hjá honum árið 1829, sem er engin furða þar sem grósserinn „rigsar um allt“ í bókinni. Þetta getur orðið að „skýringu" á ritdeil- um Jóns og Knudtzon en sú „skýring" er óþörf og leiðinleg, deilur Jóns og Knudtzons voru algjörlega málefnalegar. Þannig var það yfirleitt með ritdeilur Jóns, eins og skýrt kemur fram í bókinni. í sviðsetningum Guðjóns kemur líka fram að Ingibjörg vildi eiga Jón og hafi átt frumkvæði að ástum þeirra (bls. 70-73). Það þarf engan veginn að vera þó að síðar kunni Jón að hafa orðið tvístígandi. Ingi- björg var auðvitað eldri en ekki er þar með sagt að hún hljóti að hafa átt frum- kvæðið; lífið er ekki alltaf svo einfalt. Þannig er það oft með sviðsetningar í sagnfræðiritum, ímyndunaraflið fær sjald- an að njóta sin til fulls og sagnfræðingur- inn verður aldrei eins djarfur og höfundur sögulegrar skáldsögu gæti leyft sér. Fyrir vikið velur hann gjarnan hina ófrumlegu túlkun og hvaða tilgangi þjónar það? Þegar heimildir verða nægar sýnir Guð- jón hins vegar styrk sinn og dregur upp skýra mynd af Jóni en ekki síður af borg- inni Kaupmannahöfn og lífi Islendinga þar. Er hann þar virkilega í essinu sínu og sagan lifandi og spennandi, Guðjón fer sæmilega hratt yflr sögu, týnist ekki í aukaatriðum en getur líka ausið úr heim- ildabrunni og sagan nýtur þess að vera ekki of langdregin. Framsetning Guðjóns er skýr og skipuleg og likleg að fanga les- endur, hvort sem þeir eru vel kunnir efn- inu eða ekki. Óþörfum sviðsetningum fækkar líka þó að þeirra gæti nokkuð þeg- ar haldið er til íslands. Þar hefði oft verið betra að velja ekki eina túlkun heldur setja fram fleiri og ræða efunarmálin jafn- vel í þaula. Höfundi tekst jafn vel að draga fram tíðarand- ann og borgarandann. Ekki síst þegar lýst er að- draganda þjóðfundarins. Byltingarárið 1848 og hræringarnar á undan og á eftir verða spenn- andi i meðfórum Guðjóns sem nálgast hér Bar- böru Tuchman, þá ókrýndu drottningu frásagn- arlistarinnar (sem sviðsetti raunar aldrei án heimilda). Þannig koma styrkur og veikleikar Guðjóns Friðrikssonar skýrt fram í þessari sögu. Hún nær hins vegar ótvírætt megintilgangi sín- um: Að koma íslensku þjóðinni aftur í sambandi við einn mesta skörung sinn, mann sem er að vísu áfram dularfullur og þversagnakenndur en svo sannarlega þess virði að þekkja. Ármann Jakobsson Guöjón Friðriksson: Jón Sigurösson - Ævisaga. Fyrra bindi. Mál og menning 2002. DV-MYND GVA Guðjón Friðriksson með bók sína um Jón Sigurðsson Hann kemur íslensku þjóöinni aftur í samband viö einn mesta skörung sinn. umræðu hér en í raun erum við litlu nær um það. Heimildir vantar. Túlkun sjaldan frumleg Heimildir vantar um margt í lífl Jóns Sigurðs- sonar. Þá skáldar Guðjón oft í eyðurnar með sviðsetningum. Þær eru sjaldnast vel heppnaðar og gera fyrstu 70-80 síður bókarinnar fremur þreytandi aflestrar. Vandinn er nefnilega sá að sviðsetningarnar eru fyrst og fremst túlkun á eyðunum og sú túlkun er sjaldan frumleg og leyf- ir ekki nægan efa. Guðjón sviðsetur til dæmis fermingu Jóns á þá leið að drengur sem fékk vitnisburðinn „þrályndur" hjá prestinum hafi staðið „tvístígandi og þrjóskulegur á svip“ við altarið (bls. 36). En af hverju ætti þetta meinta þrályndi endilega að lýsa sér i þrjóskulegum svip við þessa hátíðlegu athöfn? Hann fullyrðir líka að Jóni hafl þótt Knudtzon grósseri „merkilegur Bókmenniir Þegar veröldin fer á hvolf Mynd Halldórs Baldurssonar af Mörtu og Margréti Á bókasafninu eru fleiri bækuren sautján saumaklúbbar gætu lesiö í heilu jólafríi. Það getur verið virkilega ljúft að vera tíu ára, eiga góða mömmu og góðan pabba - þótt hann búi annars staðar - góða vinkonu sem fékk al- veg eins úlpu og maður sjálfur í jólagjöf og þykja gaman í skólan- um. En það þarf verulega sterk bein til að þola að þessu sé öllu kippt und- an manni, nánast í einu vetfangi. Sag- an hennar Gerðar Kristnýjar um Mörtu smörtu lýsir því, og sú lýsing er nákvæm, hjartnæm og spennandi. Fyrst er það mamma. Hún ákveður að láta draum sinn rætast, fara til Svíþjóðar og skrifa MA ritgerð um Þorgerði Egilsdóttur. Það væri svo sem allt i lagi að húa hjá pabba á með- an ef hann þyrfti þá ekki endilega að detta ofan í djúpt þunglyndi vegna þess að kærastan segir honum upp. Þá' er þó alltaf Hekla vinkona - en stundum þarf ekki nema eina smá- pínu-móðgun til að ungar stúlkur verði óvinir alveg heillengi. Kannski um alla eilífð. Þá er maður á flæðiskeri staddur þegar kennarinn skipuleggur hópverkefni og þá er ekki lengur gaman í skólanum. En Marta er ekki kölluð smarta fyr- ir ekki neitt. Hún les söguna af henni Þorgerði sem svindlaði sölum inn á pabba sinn þegar hann fór í hungur- verkfall og beitir ekki ólikum brögðum á pabba sinn til að ná honum upp úr hugarvílinu. Ein- hver önnur stelpa hlýtur að geta komið í stað- inn fyrir hana Heklu, Marta verður bara að taka í sig kjark og athuga málið. Kannski er Margrét, nýi sessunauturinn, ekki svo galin? Og Stebbi er líka betri en enginn. Svo er ekki verra að vera þetta líka prýðilega efni í konseptlista- mann (eða kannski konfektlista- mann) og láta sér detta í hug að taka myndir af öllum i skólanum sem heita eins og norrænu guð- irnir. Þeirra á meðal er einmitt Hekla sem heitir fullu nafni Hekla Sif og vonandi setja þeirra fyrri samskipti ekki prik í reikn- inginn, eins og Marta skrifar í bréfi til hennar... Sagan um Mörtu smörtu er listilega vel gerð hvar sem á hana er litið, frásögnin hæfilega hröð, vel stíluð, fyndin og þrungin manneskjulegri hlýju, en aðall hennar er persónusköpun aðal- söguhetjunnar sem segir okkur sjálf söguna af þessum dæma- lausu útmánuðum þegar veröldin fer á hvolf. Hún verður svo raun- veruleg, eins og ungur lestrarhest- ur orðaði það. Og ekki láta hafa áhrif á ykkur þótt Marta sé á ell- efta ári; bókin hefur miklu víðari skírskotun en svo og fínt að kápu- teikning Halldórs Baldurssonar skuli sýna svolítið eldri stúlku. Myndir hans inni í bókinni eru líka skondnar og skemmtilegar. Kvenfólk á öllum aldri nýtur þess- arar sögu og best gæti ég trúað að strákar hefðu yndi af henni líka. Silja Aðalsteinsdóttir Gerður Kristný: Marta smarta. Mál og menning 2002. M'&rm . , *'^4nm£ " ffe i ____________________Menning Utnsjön: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is Kuran Swing í Salnum Annað kvöld kl. 21 held- ur Kuran Swing-kvartett- inn tónleika í tilefni af 13 ára afmæli sínu í Salnum Kópavogi. Að þessu sinni bjóða þeir með sér strengja- kvartett sem leikur útsetn- ingar Szymons Kuran i nokkrum laganna. Strengja- kvartettinn skipa þau Sig- ríður Baldvinsdóttir fiðla, Christian Diethard fiðla, Eyjólfur B. Alfreðsson víóla og Hrafn- kell Orri Egilsson selló. Áður hafa kvartettar leikið með Kuran Swing í Leikhúskjallaran- um 1994 og á Akureyri 1996. Um visku og kærleika JPV útgáfa hefur sent frá sér Bókina um viskuna og kærleikann eftir Dalai Lama þar sem höfundur gefur einföld og hagnýt ráð um hvernig megi njóta meiri ástar og samhygðar. Hann nálgast efni sitt af kímni og raunsæi og bendir á hvernig við getum lifað í sátt og samlyndi við aðra. Kenningar hans byggjast á skynsemi og manngæsku en ekki predikunum eða þröngsýni. Hann sýnir hvemig við getum eílt með okkur kærleikann í garð annarra og orðið þannig betri mann- eskjur og síðast en ekki síst hvernig megi breyta neikvæðum kenndum eins og reiði í ást eða hugarró. Dalai Lama hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1989 og er andlegur leiðtogi milljóna manna um allan heim. Hann hefur helgað líf sitt baráttunni fyrir auknum mannréttindum og friði og telur einn lykilinn að velferð mannsins felast í aukinni samhygð meðal manna. Jóhanna Þráinsdóttir þýddi bókina. Barnagælur Bókin Barnagælur og fleiri lög geymir nokkur vinsælustu lög Atla Heimis Sveinssonar í léttum píanó- útsetningum. Lögin eru alls fimmtán og meðal þeirra lög sem þjóðin þekkir og syng- ur, til dæmis Söngur Dimmalimm, Snert hörpu mína, himinboma dís, Klementínudans og í Skólavörðuholtið hátt. Þar er líka lagið við nýju Afmælisvís- urnar hans Þórarins Eldjáms, sem gaman væri að tæki við af hinu innflutta „Hann/hún á afmæli í dag“, og ný lög við gamlar barna- gælur eins og Fljúga hvítu fiðrildin og Sigga litla systir min. Loks má nefna að hér er und- urfallegt lag Atla Heimis við þjóðvísuna kunnu, „Sofa urtubörn á útskerjum / veltur sjór yfir og enginn og enginn þau svæflr ..." :j Júísseliit'll/ilíífir IsCeDurl ;1 V/W 8 }L/ 'i/ö j i iStuði Stelpur í stuði Stundum er erfltt að lúta aga foreldra og koma heim klukkan níu á kvöldin - sér- staklega þegar eitthvað spennandi og stórkostlegt er í uppsiglingu. Það flnnst Ellie að minnsta kosti, sögu- hetju bókarinnar Stelpur í stuði, og þegar flottur gæi verður skotinn í henni sjálfri en hvorki himii æðislegu Mögdu né svölu og svartklæddu Nadine, þá verður hún að grípa til sinna ráða! Stelpur í stuði er fyndin og raunsönn bók um unglingsstelpur eftir sama höfund og Stelpur í strákaleit og Stelpur í stressi sem fengu frábærar viðtökur íslenskra lesenda. Jacqueline WOson hefur hlotið fjölda verð- launa og viðurkenninga fyrir verk sín. Þórey Friðbjörnsdóttir þýddi. ísbarnið út er komin hjá Vöku- Helgafelli bókin Isbarnið eftir Elizabeth McGregor. Jo Harper er ung blaða- kona sem fær það verkefni að rannsaka hvarf vísinda- mannsins Douglas Marshall. Sá er þekktur fornleifafræð- ingur sem kannar af ástríðu afdrif heimskautaleiðangurs Sir Johns Frank- lins frá 1847 sem fór á skipum að leita norð- vesturleiðarinnar, milli Atlantshafs og Kyrra- hafs. Blaðakonan er ekki ýkja hrifln af verk- efninu en leiðir þeirra Marshalls liggja þó saman um síðir. Við það tekur líf Jo Harper óvænta og afdrifaríka stefnu. Atburðir sam- tíðarinnar verða eins og bergmál af liðnum tíma, háð er sannkallað kapphlaup við dauð- ann og hrammur örlaganna vofir yflr. ísbarnið er áhrifamikil skáldsaga, skrifuð af þekkingu og ástríðu, sem verður hverjum lesanda hugstæð. Þórey Friðbjömsdóttir ís- lenskaði. bUMWFDt McOREGOR ÍSBÁRNIf)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.