Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 17
16 Útgáfufélag: ÚtgáfufélagiB DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson A&alritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aösto&arritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugeró og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Lítil endumýjun Þátttakendur í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Reykjavík, Suö- vesturkjördæmi og á Suðurlandi tóku enga áhættu. Þingmenn ílokksins voru í öllum tilvikum nema einu verðlaunaöir fyrir fyrri störf sín og munu áfram verða á launaskrá Alþingis. Vel má vera að túlka megi þessi úrslit um helg- ina sem ánægju með starfið innan þingflokksins en þá ber jafnframt að hafa í huga að þátttaka í kjörinu var ekki mik- il og að nokkrir þingmenn í efstu sætum fengu ekki sannfær- andi kosningu. Á fjórða þúsund manns tók þátt í prófkjöri Samfylkingar- innar í Reykjavík, miklu færri en greiddu atkvæði í tilþrifa- miklu prófkjöri sjálfstæðismanna i nýju Norðvesturkjör- dæmi þar sem er að finna fimm sinnum færri íbúa en í höf- uðborginni. Enda þótt Samfylkingin sé ung hreyfing byggist hún á traustum grunni gamalgróinna flokka og ætti að hreyfa við fleira fólki þegar framvarðarsveit flokksins er val- in. Samfylkinguna vantar sterkara bakland en kom í ljós í prófkjörinu um helgina. Þá sannaðist það enn og aftur um helgina að prófkjör henta fremur þeim sem fyrir eru á þingi en þeim hinum sem horfa þangað vonaraugum. í prófkjöri Samfylkingarinnar náðu þeir einir umtalsverðum árangri sem hafa verið í aðal- og varaliði þingflokksins. Nokkur endurnýjun í röðum efstu manna í þeim þremur kjördæmum sem hér um ræðir hefði verið flokknum til góða. Endurnýjunin varð hins vegar lítil sem engin í öruggu sætunum. Það er umhugsunarefni fyrir ungan og lifandi flokk. Hér er við hæfi að minna á orð Össurar Skarphéðinsson- ar, formanns Samfylkingarinnar, í DV fyrir nærfellt tveimur mánuðum og rifjuð voru upp í fréttum blaðsins í gær: „Við þurfum að vera með mjög öfluga sveit. Mér er engin launung á því: ég er í sögulegum leiðangri að koma þessum flokki á fullorðinsár og það kostar meðal annars það að við þurfum að sýna endurnýjun í þingflokknum og það mun verða erfitt fyrir okkur. En það er nauðsynlegt og það verður gert.“ Gömul gildi róttækrar jafnaðarstefnu báru sigur úr býtum í prófkjörinu. Jóhanna Sigurðardóttir og beinskeyttur málflutn- ingur hennar á mestan hljómgrunn innan flokksins nú um stundir. Sigur Jóhönnu sætir mestum tíðindum og er verðskuld- aður. Árangur þessa úthaldsgóða og eldheita stjórnmálamanns er til vitnis um að gamlar aðferðir í pólitík duga best; að vera fylginn sér og hamra á málefnum sínum hvar sem færi gefst, jafnvel bara á götuhornum í hita leiksins. Ný Sturlunga Það fór eins og við var að búast í hinu pólitíska vestri. Prófkjör sjálfstæðismanna í nýju og ógnarstóru Norðvestur- kjördæmi endaði með ósköpum og sér ekki fyrir endann á eftirmálum þess. Ný Sturlunga var skráð um helgina með pólitískum væringum og vígaferlum. Sturla Böðvarsson lagöi pólitískt líf sitt að veði og uppskar efsta sætið með tilþrifum. Fast á hæla hans komu tveir vestfirskir galdramenn sem er til vitnis um verulegan styrk Vestfirðinga í ati þessu innan flokksins. Austan Húnaflóa eru menn í sárum. Vilhjálmur Egilsson sleikir þau stærst. Hann vænir Sturlu um að hafa farið um héruð og safnað atkvæðum með ólögmætum hætti. Hinn særði þingmaður ber félaga sina þungum sökum og kveðst engan áhuga hafa á að berjast með þeim í næstu orrustu. Sturla svarar fáu. Og minnir aðeins á að úrslitin séu augljós. Þessi nýja Sturlunga er stílþrungin og stór í kenndum. Þaö er flokknum mikilvægt að hún verði stutt og gleymist fljótt. Sigmundur Ernir ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 17 DV Skoðun Atvinnuleysisbætur verður að hækka Ögmundur Jónasson alþingismaður og formaður BSRB Kjallari Ástæða er til að vekja at- hygli á kjörum atvinnu- lausra. Færa má rök fyrir því að enginn hópur búi við eins siæm kjör og einmitt þeir. Atvinnulaus maður fær 73.765 krónur á mánuði. Ekki er nóg með að atvinnuleysis- bætur séu lágar heldur er svo komið að hinn atvinnulausi borgar nú einnig skatt af bótunum. Skattleysis- mörkin eru nú 70.279 krónur og greiðir hinn atvinnulausi rúmlega þriðjunginn af öllum tekjum þar fyr- ir ofan eða 1.290 krónur. Þá eru eftir 72.475 krónur. Síðan er greitt í lífeyr- issjóð og fyrir stéttarfélagsaðild, ef því er að skipta, og þegar upp er staðið fær hinn atvinnulausi útborg- aðar rúmar 68 þúsund krónur. Af þeirri upphæð þarf að greiða hús- næðiskostnað, mat, klæði og annað sem þarf tO lífsviðurværis. Hafi fólk verið með áhvílandi lán á herðunum við atvinnumissinn er ekki að sökum að spyrja. Nær öruggt má heita að fólki séu allar bjargir bannaðar enda missir atvinnulaust fólk meira en vinnuna; það missir eignir og iðulega heilsuna einnig vegna þess sálarlega álags sem á því hvílir. Enda þótt lægstu laun á fslandi séu alltof lág þá eru þau engu að síð- ur talsvert hærri en atvinnuleysis- bætur og þeir sem hafa meðaltekjur eða háar tekjur og missa vinnuna hrynja bókstaflega í tekjum við at- vinnumissinn. „Nær öruggt má heita að fólki séu allar bjargir bannaðar enda missir atvinnulaust fólk meira en vinnuna; það missir eignir og iðulega heilsuna einnig vegna þess sál- arlega álags sem á því hvílir. “ - Hjá Mœðrastyrksnefnd. Beðið eftir aðstoð. 1700 fleiri atvinnulausir en í fyrra Atvinnuleysi er nú 2,2% og hefur aukist frá síðasta ári en á sama tíma í fyrra nam atvinnuleysið 1,0% og árið þar áður var þessi hlutfallstala 0,9%. Þessar tölur sýnast meinleysis- lega lágar en að baki þeim er að fmna margt fólk. 2,2% atvinnuleysi þýðir að 3178 einstaklingar eru án at- vinnu og í fyrra þegar atvinnuleysið mældist 1,0% voru einstaklingamir 1445 talsins. Með öðrum orðum - at- vinnulausum hafði fjölgað um 1733 frá sama tíma í fyrra. Ástæða er til þess að hafa af þessu þungar áhyggj- ur. Mest er atvinnuleysið á höfuðborg- arsvæðinu en einnig berast fréttir af stórum vinnustöðum á landsbyggö- inni sem hafa sagt fjölda manns upp störfum. í því sambandi má nefna SR-Mjöl á Reyðarfirði. Þá er ljóst að einkavæðingarstefna ríkisstjómarinnar hefur leikið mörg byggðarlög grátt þvi hún hefur leitt til lokana og uppsagna starfsfólks. Enda þótt þetta síðastnefnda sé á valdi ríkisstjórnarinnar - atvinnu- leysi af hennar völdum og á hennar ábyrgð - þá verður engan veginn sagt um allt atvinnuleysi að það verði rakið til gjörða ríkisstjómar- innar einnar. Tillögur um úrbætur Hins vegar er það á ábyrgð ríkis- stjórnarinnar að atvinnulausu fólki skuli haldið á eins lágum kjörum og raun ber vitni. Mikilvægt er að við fjárlagagerðina í haust verði kjör at- vinnulausra bætt verulega. Slíkt er á valdi ríkisstjórnarinnar og þess stjómarmeirihluta sem hún styðst við á Alþingi. Vinstri hreyfingin grænt framboð leggur til hækkun á atvinnuleysisbótum og væri það gæfuspor ef sú tillaga fengi brautar- gengi á Alþingi. Hungurverkfall og megrun Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur Hungurverkfall er nokkuð þekkt baráttuaðferð gegn stjórnvöldum. Konur sem börðust fyrir kosningarétti í byrjun 20. aldar fóru í hunguverkfall á England, en á endanum voru þær þvingaðar til að neyta fæðu. írskir andófs- og hryðjuverkamenn létu lífið vegna hungurverkfalls í enskum fangelsum á átt- unda áratugnum. í nútímanum-eru til tvær tegundir hungurverkalls. Önnur skilgreinist af því að verkfallsmanninum er dauðans alvara. Ofangreind dæmi falla augljós- lega í þann flokk. Því miður höfum við annað dæmi um það í fréttum þessa dagana hér á landi. Rúmenskur flótta- maður, sem er staddur hérlendis í óþökk yflrvalda, hefur verið í hungur- verkfalli í 31 dag til að berjast fyrir dvalarleyfi. Samkvæmt læknisskoðun er heilsa hans af þessum sökum komin í alvar- lega hættu. Rúmeninn vill frekar deyja en halda áfram ömurlegu flótta- lífi sínu. Raunar hefur ekki mikið ver- ið fjallað um þetta mál nema í Frétta- blaðinu en sá fjölmiðill hefur ötullega sinnt málefrium þeirra sem minna mega sín eftir að stofnendur blaðsins breyttust úr auðmönnum í öreiga. Selja bækur og grennast Hin tegundin af hungurverkfalli hefur raunar verið mun meira áber- andi í fjölmiölum undanfarið: hana mætti kalla tískuhungurverkfall ef orðið væri ekki svona langt. Viðkom- andi persóna sveltir sig þá ekki alveg heldur nærist á afar léttu fæði, ein- göngu í fljótandi formi, um tveggja til þriggja vikna skeið, í því skyni að mótmæla vatnsaflsvirkjunum á há- lendinu. Þegar dregið hefur nokkuð af hinni sveltandi manneskju bindur hún enda á sveltiö með þeim orðum að það hafi vakið rækilega athygli á mál- staðnum. Ung skáldkona reið á vaðið með þetta haustið 1999 eftir að hún hafði sent frá sér sína fyrstu bók. Vakti hún mikla athygli á sjálfri sér fyrir vikið, sem og nýútkominni bók sinni, og ekki spillti fyrir að málstaðurinn var og er mjög í tísku í bókmennta- og listaheiminum. Raunar hefur komið i ljós að þessi verknaður var óþarfur því skáldkonan hefur siðar fengið verðskuldaða viðurkenningu fyrir ágæt skáldverk sín án þess að láta mikið á sér bera. Nú vill svo tO að sjálfur er ég of þungur og þar að auki fmnst mér bæk- urnar mínar ekki seljast nógu vel. Það virðist því kjörið fyrir mig að slá tvær flugur í einu höggi með því að nánast „Mamma hennar Bjarkar“ - „Hœtti megrunarkúmum áður en í óefni var komið. “ svelta mig í tvær tO þrjár vikur fyrir góðan málstað, missa nokkur kOó og vekja athygli á nýjustu bókinni minni í leiðinni. GaOamir eru þeir að ég gæti ekki haldið út svo langan tíma án þess að fá neitt bitastætt í magann, en þó enn fremur að tímabundið svelti eða hálfsvelti dregur mjög úr brennslu lOcamans og leiðir oftast tO þess að fólk fitnar í kjölfarið, vegna þess að líkaminn verður andstyggOega nægju- samur eftir slíka meðferð. Þetta þekkja þeir sem hafa farið i megrunar- kúr án þess að mótmæla öðru en spik- inu á sér. Borðaðu nú! „Hungurstjarna" undanfarinna vikna er „mamma hennar Bjarkar“, rösklega miðaldra kona, sem lifði á aUt of hitaeiningasnauðu fæði í þrjár vikur tO að mótmæla Kára- hnjúkavirkjun. Hún hætti megrun- arkúrnum áöur en í óefni var kom- ið, enda fer maður ekki að drepa sig fyrir „ósnortin víðemi" þó að sjálf- sagt sé að komast í sjónvarpið út af þeim með frumlegum uppátækjum. Málstaður baráttufólks er nefni- lega misjafnlega veigamikill. Sumt skiptir svo miklu máli að til er fólk sem er reiðubúið að deyja fyrir það. Önnur málefni eru ekki brýnni en svo að þau henta sem tæki tO að baða sig með í sviðsljósinu í nokkr- ar vikur. Það allra besta við hungurverkfaU „mömmu hennar Bjarkar" á hins vegar líklega eftir að koma í ljós á næstu vikum og mánuðum. Ég sá nefnUega ekki betur en að hún væri í grennra lagi og mætti alveg bæta á sig nokkrum kUóum. Núna hefur líklega hægst verulega á brennslu líkama hennar og því líklegt að hún braggist hressOega á næstunni, og hver veit nema að hún verði orðin þybbin eftir jólasteikumar. Sandkom Gefist upp á bið Fremur döpur stemning var lengi framan af á kosningavöku Samfýlking- arinnar á Hótel Borg síðastiiðið laugar- dagskvöld. Fyrstu tölum hafði verið lof- að um hálfeUefu en síðan var tUkynnt að þær myndu ekki birtast fyrr en um þrjúleytið. MikOlar óánægju gætti með- al gesta og margir gáfust upp á biðinni og héldu heim, þar á meðal Jóhanna Sigurðardóttir sem hreppti annað sætið. Bryndís Hlöðversdóttir, sem lenti í þriðja sæti, skUaði sér á Borgina skömmu eftir að langþráð úrslit höfðu verið birt. Stuðningsmenn hennar blístruðu og klöppuðu og engu var líkara en verið væri að fagna sigur- vegara. Sjónvarpsmyndavélar voru lika á Bryndísi sem stal þama senunni, enda svosem ekki um mikla samkeppni að ræða þessa nótt á Borginni þar sem svo margir frambjóð- endur gáfust upp á biðinni... „Skrum“ skilar sér ekki í sjónvarpsviðtali sem tekið var þarna um kvöldið var Bryndís spurð hvort ekki hefði sannast í prófkjörinu að Ummæli Lætur gott heita „Það fer ekkert á milli mála að ég er ótvíræður sigurvegari i þessum kosn- ingum og er afar ánægður með þann stuðning sem ég hef fengið.“ Sturla Böövarsson samgönguráöherra 1 hádegisfréttum Útvarpsins eftir aö Ijóst varð að hann haföi hlotiö tæplega 25% atkvæöa ! fyrsta sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins I Norövesturkjördæmi. Jóhanna og „óvenjulega fólkið“ „Eitt er það þó sem forysta Samfylkingarinnar ætti að varast, en það er að lesa einhver sérstök pólitísk sktiaboð út úr gengi Jóhönnu Sigurðardóttur í Reykja- vík. Það er eitt að ná að smala í prófkjör sterkum þrýstihópum á borð við þá sem að baki henni standa og annað er þaö að ná fjöldafylgi meðal þjóðarinnar. TO þess að svo megi verða þarf Samfylkingin að höfða sandkorn@dv.is máttur auglýsinga væri heldur lítOl. Hún játti því og sagði að kjósendur hefðu greinOega ekki látið auglýsingar og slíkt „skrum" hafa áhrif á sig. Þykir mörgum að þingmenn geti trútt um talað; Bryndís og fleiri þurftu ekki annað en að leggja fram þingsályktunartOlögu á Alþingi tO þess að tryggja sér rækOega umfjötiun í fjölmiðlum dagana fyrir prófkjör... Jón Steinar hjá Sigurði Kára Um það leyti sem atit var á suðupunkti I aðdraganda prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík stóðu margir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í ströngu við að opna kosningamiðstöðvar vítt og breitt um bæinn. Það vakti talsverða athygli þeirra sem mættu á opnun kosningaskrif- stofu Siguröar Kára Kristjánssonar að Jón Stemar Gunn- laugsson hæstaréttarlögmaður hélt þar þróttmikið ávarp og hvatti alla viðstadda tti að veita Sigurði brautargengi. Nafni hans Hannibalsson studdi ungan frambjóðanda hjá Samfylkingunni, Ágúst Ólaf Ágústsson, sem náði glæsOeg- um árangri í nýafstöðnu prófkjöri, og er ljóst að stuðning- ur lögmannsins kunna sé ungum sjálfstæðismönnum ekki síðra veganesti, nema síður sé ... tti venjulegs fólks, hinnar fjölmennu millistéttar, frem- ur en óvenjulegs fólks, sem auðvitað er atis góðs mak- legt, en getur ekki verið helsti markhópur stjómmála- hreyfingar sem vill verða stór. Samfylkingin þarf fyrst og fremst að fá fólk til að treysta því að hún geti tekið að sér landsstjórnina án þess að allt fari á annan end- ann í efnahagsmálum." Magnús Árni Magnússon á Kreml.is Mikill er máttur Netsins „Það er mjög einfalt að fara fram hjá reglunum. Þið farið bara í „Tools“ og svo „Properties" og takið af þetta sem heitir „Cookies" og þá getið þið kosið aftur og aftur.“ Sverrir Sverrisson (Sveppi) dagskrárgeröarmaöur, í þakkar- ræöu á Edduverölaunahátíöinni, þar sem hann hlaut viöur- kenningu sem sjónvarpsmaður ársins. Hann sté I pontu og þakkaöi sér og öörum sem kosiö heföu hann oft á Internet- inu og gaf leiöbeiningar um hvernig komast má upp meö þaö, viö mikinn fögnuð viðstaddra. Paradís á jörðu „Eftir því sem dýpra og þrengra er rýnt í örgerð erfða- efna missa menn frekar yfirsýn, því aragrúi af prótín- um er myndaður af erfðavisunum; verkan þeirra og eðli er í algjöru myrkri. “ - Rýnt í fortíð eða framtíð? Flest lönd í heittempraða- eða hita- beltinu eru yndisleg af náttúrunnar hendi og jarðargróður er víðast mikill og fjölskrúðugur; dýralíf er ríkulegt og þægilegur kliður fugla umlykur þarstadda sem hlotnast djúp innlifun í helgidóma náttúrunnar. Jarðargróður er svo mikill að erfitt. getur verið að ferðast fótgang- andi; ávextir, ber og hnetur er að fmna. Stundum virðist sem nóg sé að teygja sig í mat án fyrirhafnar, en þá getur heyrst gelt í hríð- skotariiflum. En hvemig stendur á því að mesta hungrið og sjúkdómaáráttuna er einmitt þar að ílnna? Myndir af soltnum bömum em skelfilegar, en af hverju sjást þau oft innan um fjöl- skrúðugt líf og í návist hermanna? Vissulega eru til eyðimerkur og lífs- rýr þurrkasvæöi með bágstöddu fólki; svo virðist sem lífið á þeim slóðum sé svo krefjandi, að fólk hafi harðnað og lært að draga fram lífið með reynslu og djúpu sambandi við náttúruna með auðmýkt, oftast með dýrahaldi og hjarðmennsku. Það er sem mannskepnan sé sjálfri sér verst þar sem gróðurinn er mestur og stjórnarfar verst; stríð á milli þjóðarbrota er daglegt brauð. Gæti það verið að vopn, tól og tæki vestursins, ásamt einsleitri fram- leiðslu matvæla sé undirrót ófamað- ar þar sem hagfóturinn hefur ekki stigið tti jarðar? Með tilkomu vest- rænna matvæla fylgdu neysluvenjur og sjúkdómar sem reynst hafa erfið- ir en banvænir þar sem neysla er einhæf. Hvar er paradís? Nú logar ófriður í Suðaustur- Asíu um dásamlegar eyjar með pálmum, guðsgrænku og sólbökuð- um ströndum; þar sem smjör drýp- ur af hverju strái verður spumingin um paradís áleitin. Fæstir gera sér rellu út af uppnma orða af erlend- um toga; paradís tala allir um og þýðingin er ljós, aldingarðurinn Eden og himneskir staðir með lífs- ins unaðsemdum, en freistingin leynist víða. Orðið er persneskt og grískt en það þýðir eitthvað sem er umlukið af óttiteknu, vegg eða múr; persakóngar notuðu það um unaðs- garða sína forðum. Nú er sífetit erfiðara að fmna paradís á jörðu; hryðjuverkasamtök bindast samtökum um ofsóknir gegn vestrænu fólki til að flæma það burt; spurningar um samskipti manna og þjóða á heimsvísu verða áleitnari. Einsýnt er að margar þjóð- ir kvöldlendinga reyni að loka sig af, mynda sér eigin paradís, með hindrunum á aðstreymi fólks frá þeim hlutum heims þar sem hryðju- verk eru stunduð. Slíkt mun vænt- anlega auka enn tortryggni á milli þjóöa og torvelda aðstoð við fólk sem býr við hungur og sjúkdóma. Örrýni eða víðsýni Geimfarar hafa sagt það stórkost- legt að horfa á jörðina utan úr geymnum; hún verður ægifogur og vandamál hversdagsins hverfa með víkkun sjónarhorns. Vísindin smækka eða smágera leit sína að eðli hlutanna með sífellt þrengra sjónarhomi og öflugri sundurgrein- ingu; menn leita að lögmálum al- heimsins og lífsins með örrýni. Þegar bandarískir vísindamenn vissu of lítiö um fisk og lífiö í sjón- um útbjuggu þeir lítinn kafbát; þeg- ar horft var út um glugga hans sást lítið brot af þvi sem skoða átti. Einn þeirra sagði aö það væri eins og að skoða náttúruna í gegn um mjótt sogrör; botn hafsins er ekki bara lít- ill sandblettur. Stærðargráðuvandamál deCode leitar að sjúkdómstengdum erfðavís- um en erfðamengi mannsins hefur verið ráðið í aðalatriðum. Það felst í 6 mtiljörðum af „erfðabösum" í 30 þ. erfðavísum. Eftir því sem dýpra og þrengra er rýnt í örgerð erfðaefna missa menn frekar yfirsýn, því ara- grúi af prótínum er myndaður af erföavísunum; verkan þeirra og eðli er í algjöru myrkri. Með afburða- tækni skoða menn hlutina í sífellt smærri einingum og vita síðan mik- ið um sama sem ekki neitt og missa yfirsýn í fjármálum; en auðvitað eru góð vísindi alltaf verðmæt þótt fjár- glæfrum og stærtiæti sé ofaukið. Fyrir 103 árum byggði Boilleau barón fjósið á homi Barónsstígs og Hverflsgötu fyrir 50 kýr auk annars penings. Bæjarbúar voru að sjálf- sögðu tortryggnir af ýmsum ástæð- um. Hugmynd barónsins var að heyja á Hvítárvöllum og flytja heyið á gufuskipi til Reykjavíkur og næst- um tvöfalda mjólkurframleiðsluna í bænum. Hinn framfarasinnaði bar- ón kostaði miklu tti en fannst svo látinn skömmu seinna i jámbraut- Eirklefa við London; hann var með fáeina sktidinga í vösum. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.