Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 21
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 DV 21 Tilvera Neil Young 57 ára Einn af lífseigustu rokkurunum, Neil Young, á afmæli í dag. Young kemur ffá Kanada og fyrstu spor sín steig hann í hljómsveitinni Buffalo Springfields. Þar innanborðs var Stephen StiUs, sem fékk Young til að verða fjórða hjólið í Crosby Stills, Nash and Young. Young var of mikill einfari i tónlistinni til að tolla lengi með öðrum. Hefur hann farið ýmsar leiðir í tónlistarsköpun sinni, þykir hafa haldið sér ferskari en flestir aðr- ir og er ávallt beðið með eftirvænt- ingu eftir nýrri plötu frá honum. niuiumm ui, rv ol i viuuiamii "S( \ þú hafir ekk Gildir fyrir miövikudaginn 13. nóvember Vatnsberinn (?o. ian.-iR. fehr.i: |Þú ert ofarlega í huga f ákveðinnar manneskju og skalt fara vel að henni og ekkl gagnrýna of mikið það sem hún gerir. Fiskarnír (19. febr.-20. mars): Þú ættir að hugsa þig Ivel um áður en þú tek- ur að þér stórt verk- efni því að það gæti tekið meiri tíma en þú heldur í fyrstu. Hlúturlnn (21. mars-19. aprfl): , Samhand þitt við vini 'þína er gott mn þessar mundir og þú nýtur virðingar meðal þeirra sem þú umgengst. Happatölur þínar eru 4, 18 og 23. Nautið (20. april-20. maíl: Óvæntur atburður set- , ur strik í reikninginn og gæti raskað áætlun sem var gerð fyrir löngu. Vertu þolinmóð- ur við þína nánustu í dag. Tvíburarnir (21. maí-21. iúní): Fyrri hiuti dagsins ”veröur rólegur en þeg- ar líður á daginn er hætt við að þú hafir ekki tíma til að gera allt sem þú þarft að gera. Krabbinn (22. iúní-22. íúií): Vinur þinn á í vanda kog leitar til þín eftir ' aðstoð. Reyndu að ____ hjálpa honum af fremsta megni. Kvöldið verður rólegt og ánægjulegt. Uónið (23. iúlt- 22. áaúst): . Þú gætir þurft að fresta einhverju vegna breyttr- ar áætlunar á síðustu stundu. Það verður létt yflr deginum, jafhvel þó að þú lendir í smávægilegum ilideilum. Mevian (23. ágúst-22. sept.l: Þú þarft að fara var- le8a í fjármálum og NN^tförðast alla óhóflega ^ r eyðslu. Ef þú ert sniðugur getur þú loksins lát- ið gamlan draum rætast. Vogin (23. sept.-23. oktö: S Þú hefur minna að gera í dag en þú bjóst V f við en forðastu að sitja r f auðum höndum. Reyndu að vera duglegur og klára það sem þú þarft að klára. Sporðdrekinn (24, okt.-2i. nóv.): ■ " Ákveðinn atburður sem átti sér stað ný- klega setur mikinn svip á líf þitt þessa dagana og veldur þér leiða. Reyndu að horfa á björtu hliðamar. Bogmaðurlnn (22. nóv.-21. des.): —.Þú leysir verk, sem "þér var sett fyrir í vinnunni, vel af hendi en það gæti gengið illa að leysa úr ágreinings- máli heima fyrir. Steingeitin 122. des,-l9. ian.): Dagurinn lofar góðu í sambandi við félagslíf- ið og er líklegt að það verði líflegt. Þú þarft að huga að eyðslunni og passa að hún fari ekki úr böndunum. Rannsakar hagi landsbyggðarfólks: - Hafa viðhorfin breyst? „Já, ég fmn fyrir miklum mun á viðhorfum landsbyggðarfólks frá því sem var um 1990. Fólksflóttinn þaðan hefur haft djúp áhrif, bæði hvað varð- ar atvinnulíf og verðgildi eigna og svo er andlega erfitt að horfa á eftir vin- um og kunningjum. Margir vilja samt vera á landsbyggðinni og þar eru mjög góðir hlutir að gerast viða. Þetta gleymist stundum því umræðan í samfélaginu hefur verið þannig að fólk sem ekki flytji suður sitji bara eftir. Kannski á það við um einhverja en við megum ekki gleyma öllum hin- um sem kjósa að búa í sveitum lands- ins, þorpum og bæjum. Nú finnst mér þetta fólk samt komið í mun meiri varnarstöðu en áður. Þvi finnst það þurfa að verja það af hverju það hafi tekið þá ákvörðun að fara ekki og út- skýra það fyrir öðrum. Þetta var áður óþarft. Auðvitað leitar fólk leiða til að styrkja sjálfsmyndina. Það eru eðlileg viðbrögð. Þess vegna er fólk farið í auknum mæli að draga fram sérstöðu DV-MYND HARI Mannfræðingurinn „Fólk fariö í auknum mæli aö draga fram sérstööu sinnar byggöar og þá kosti sem hún hefur fram yfir aörar, “ segir Unnur Dís, dósent viö Háskóla íslands. sinnar byggðar og þá kosti sem hún hefur fram yfir aðrar.“ - Er það ekki líka jákvætt? „Jú, þetta er bæði veiking og styrk- ing og má kenna og þakka áhrifum frá ferðaþjónustunni. Ferðaþjónustan hefur vaxið mjög mikið á landsbyggð- inni frá því ég fór fyrst að skoða lífs- hætti fólks þar 1989 og margir hafa skapað sér atvinnu kringum hana. Þá er fólk að selja ímynd staðarins og draga fram það sem er áhugavert í landslagi, sögu og menningu. Meðal annars þess vegna hefur fólk myndað sér fastmótaðri skoðanir á því hvers vegna það er um kyrrt.“ Lifir nútímalegu lífi - Nú hefur margt fólk af erlendum uppruna sest að úti á landi. Hefurðu skoðað sérstaklega áhrif þess? „Ég hef svolítið tekið viðtöl við þetta erlenda fólk og leitað eftir við- horfum þess og það er erfitt að alhæfa eitthvað um þennan stóra hóp. Sumir koma hingað bara tímabundið til að vinna og skilja eftir heimili og fjöl- skyldur. Sjá hér tækifæri til að afla peninga og senda heim. Aðrir gerast nýir íslendingar. Margt af þessu fólki er með mikla menntun og hefur ekki hugsað sér að vinna þau störf til fram- búðar sem því eru falin hér og það sem veldur því meðál annars hugar- angri fyrstu árin er kerfið. Það er nefnilega atvinnurekandinn sem fær atvinnuleyfið en ekki einstaklingur- inn sjáifur og því er hinn framandi gestur algerlega háður atvinnurek- andanum fyrstu þrjú árin. Það hefur áhrif á reynslu þessa fólks, þó svo at- vinnurekandinn komi vel fram við það.“ - En eru heimamenn ánægðir með komu þessa fólks almennt? „Bæði og. Allar stórar félagslegar breytingar hafa miklar afleiðingar, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Áherslurnar eru dálítið þannig núna í okkar þjóðfélagi að við eigum bara að taka þátt í hnattvæðingunni og meg- um ekki vera gagnrýnin á hana. Ef við viljum skoða vandamál sem henni fylgi þá séum við gamaldags og viljum ekki fylgja nútímalegum hugsunar- hætti. Sumir halda að viðhorfin úti á landi séu afturhaldssamari en hér í Reykjavík. Þannig er það ekki í mín- um huga. Fólk hér á íslandi fylgist vel með og lifir nútímalegu lífi, lands- byggðarfólk ekkert síður en horgarbú- ar.“ -Gun. Má ekki gleyma fólkinu sem vill búa úti á landi - segir Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur Unnur Dís Skaptadóttir mannffæð- ingur hefur undanfarin ár unnið að rannsóknum á högum og líðan fólks á landsbyggðinni, einkum í sjávarpláss- um. Margt hefur hreyst í veröldinni frá þvi hún hóf þær fyrst árið 1989 og hinar dreifðu byggðir á íslandi hafa ekki farið varhluta af þeim breyting- um. Kvóti hefur færst milli staða og margir hafa flutt sig um set - flestir suður. „Ég hafði lítið farið út á land og var nýkomin frá námi í New York þegar ég hóf mína fyrstu rannsókn árið 1989,“ segir Unnur Dís og heldur áfram: „Ég byrjaði á að fara á Vest- firöina og síðan lá leiðin austur á firði og samtals var ég eitt ár í þessum leið- angri. Þá fannst mér fólk almennt vera stolt og ánægt með stöðu sína og staðsetningu. Það var tiltölulega ör- uggt með sig og var ekkert að bera sína heimabyggð saman við aðra staði eða setja spurningarmerki við það af hverju það væri þar sem það var. Það var bara sjátfsagt." í varnarstöðu Biogagnryni Hjartans mál Sam-bíóin/Háskólabió - Blood Work Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Á slóð raðmoröingja Clint Eastwood leikur og leikstýrir Blood Work. Það er lítið orðið eftir af þeim Clint Eastwood, sem snemma á ferli sinum lék spaghettikúrekann nafh- lausa og Dirty Harry. Þetta er stað- reynd sem kemur fljótt í ljós við að horfa á Blood Work. Eastwood er í hlutverki lögguharðjaxls sem á margt sameiginlegt með Dirty Harry. Þetta er hlutverk sem Eastwood kann utan að. Þaö er samt staðreynd að hlutverkið passar ekki fyrir rúmlega sjötugan leikara. Það er því fljótt klippt á töffarann. Hann fær alvarlegt hjartaáfall í starfi og í staðinn fáum við eldri mann, fyrr- verandi FBI-löggu, sem kominn er með nýtt hjarta og verður að fylgja eftir ströngum lífsreglum til að eiga sér lífs von til framtíöar. Aðstæður gera svo það að verkum að hann fer ekki eftir þessum reglum. Þama fáum við mjúkan Eastwood, rarrn- sæjan um eigiö ágæti þegar kemur að hasamum (hann má me'ðal ann- ars ekki keyra bíl), mann sem getur þó ekki neitað kallinu þegar það kemur. Blood Work er gerð eftir skáld- sögu Michaels Connefly og fyrir- fram má sjá að hlutverk lögreglu- mannsins Terry McCaleb er eins og klæðskerasniðið fyrir Eastwood. Hann hefur alltaf átt auðvelt með að leika einfarann. Þaö veröur þó að segjast að Eastwood hefði náð sér betur á strik í hlutverkinu fyrir tíu til fimmtán áram. Leikur hans hér er lítt sannfærandi. Það að Eastwood nær ekki tökum á hlut- verkinu virðist hafa áhrif á sam- leikara hans þar sem í heildina má segja að einn stærsti gallinn við myndina er hversu illa hún er leik- in. Má nefna að Jeff Daniels, sem stundum á það til að skyggja á sér stærri stjömur, er eins og illa gerð- ur hlutur sem vinur og félagi McCalebs og þar sem myndin er öll fremur hæg er ekki laust við að sú hugsun komi upp í huga manns hvað þessi persóna er að þvælast fyrir. Allt hefur þó sinn tilgang eins og síðar kemur í ljós. Það hversu myndin er hæg, þegar miðað er við að sagan býður upp á meiri hraða, verður að skrifast á leikstjórann Clint Eastwood sem er ekki í góðu formi hér. Það er ekki nóg með að hann getur ekki komið sjálfum sér fyrir í hlutverkið heldur hefur hann tekið ákvörðun að krydda megi söguna með húmor. Sá húmor á að koma frá Paul Rodrigu- ez sem leikur lögregluforingja sem þolir ekki frægð McCalebs og er stanslaust að bauna á hann ein- hverjum athugasemdum. Þessi “ húmor fær engan til að brosa og eykur aðeins á vandræðaganginn. Blood Work er þó ekki alslæm eins og halda mætti. Sagan sjálf er skemmtileg. Það er sjaldgæft að að- alpersóna í löggumynd þurfi að passa upp á hitastig líkamans á hverjum degi, taka fjöldann allan af pillum til að halda sér gangandi og deyi ef sýking kemst í blóðið. Margt er vel gert í þessum efnum og svo er það einfaldlega staðreynd að kvik- myndir Clints Eastwoods, sem hann leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í, búa alltaf yfir einhverjum sjarma sem kemur frá honum. Hann væri ekki enn að ef hann gæti ekki glatt aðdáendur sína. Leikstjóri: Clint Eastwood. Handrit: Brian Helgeland eftir skáldsögu Michaels Conn- ellys. Kvikmyndataka: Tom Stern. Tón- llst: Lennie Niehaus. Aöalhlutverk: Clint Eastwood, Wanda De Jesus, Jeff Dani- els, Angelica Huston og Paul Rodriguez.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.