Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 Hjalti áfram hjá IBV Hjalti Jóhannesson, vamarmaðurinn sterki hjá ÍBV, gerði um helgina nýjan samning við félagið sem gildir til eins árs. Vegna atvinnu sinnar var óvíst hvort Hjalti myndi framlengja samning sinn en nú er það sem sagt í höfn. Þá hefur veriö ákveðið að Sveinn B. Sveinsson verði aðstoðarmaður Magn- úsar Gylfasonar þjálfara og sér Sveinn um æfingar liðsins í'Eyjum sem þegar eru hafnar. -JKS Karate-mót í Tékklandi: Edda og Jón Ingi unnu bronsverðlaun Edda Blöndal og Jón Ingi Þor- valdsson úr Karate-félaginu Þórs- hamri unnu bæði til bronsverð- launa á opnu karate-móti sem fram fór í Tékklandi um helgina. Edda náði þriðja sætinu í +60 kg flokki kvenna og Jón Ingi sama sæti í -80 kg flokki karla. Keppendur á mótinu voru frá tíu þjóðum víðs vegar úr Evrópu og náðu Danir og Norðmenn bestum árangri á mótinu. Þátttaka Eddu og Jóns Inga var liður í undirbúningi þeirra fyrir heimsmeistaramótið í karate sem fram fer í Madríd á Spáni dagana 21.-24. nóvember en auk þeirra mun Ingólfur Snorrason úr Fylki taka þátt í sama móti. -JKS Birgir Leifur lék illa Birgir Leifur Hafþórsson tekur þátt þessa dagana í úrtökumóti á Spáni fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir Leifur hefur ekki náð á strik og eftir tvo hringi er hann i 82. sæti á tíu höggum yfir pari. 33 kylfíngar komast áfram á næsta stig mótsins og af því má vera ljóst að Birgir Leifur hefur litla möguleika á því að fara áfram. Ólöf María Jónsdóttir, GK, spilaði um helgina á úrtökumóti fyrir Fut- ures Tour mótaröðina í Bandaríkj- unum og endaði í 35.^3. sæti á 305 höggum samtals sem er mjög góður árangur. -JKS Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, er á leið til Eistlands með lið sitt en þar munu íslendingar etja kappi við heimamenn í vináttulandsleik í næstu viku. Töluveröar breytingar eru á liöinu frá siöasta leik gegn Litháum. Atli Eövaldsson valdi hópinn fyrir Eistaleikinn í gær: Nauðsynlegt að skoða - unnið aö því aö finna leik fyrir landsliðið í febrúar Greening nýliði í enska hópnum - Sven Göran Eriksson traustur í sessi Sven Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englendinga í knatt- spyrnu, valdi í gær 26 manna hóp en liðið kemur saman til æfinga dagana 18.-20. nóvember. Tölu- verða athygli vakti að Jonathan Greening hjá Middlesbrough var valinn í hópinn en Sven Göran hefur mikla trú á þessum pilti. Hópurinn er skipaður eftirtöld- um leikmönnum: David Seaman, Arsenal, David James, West Ham, og Paul Robinson, Leeds, eru markverðir. Aðrir leikmenn eru Gary Neville, Man. Utd, Danny Mills, Leeds, Rio Ferdinand, Man. Utd, Sol Campbell, Arsenal, Gar eth Southgate, Middlesbrough Jonatahn Woodgate, Leeds, As hley Cole, Arsenal, Wayne Bridge Southampton, David Beckham Steven Gerrard, Liverpool, Paul Scholes, Man. Utd, Owen Harg- greaves, Bayern Múnchen, Kieron Dyer, Newcastle, David Thomp son, Blackbum, Danny Murphy, Liverpool, Trevor Sinclair, West Ham, Frank Lampard, Chelsea Jonathan Greening, Middles brough, Emile Heskey, Liverpool, Michael Owen, Liverpool, Alan Smith, Leeds, Darius Wassell Aston Villa. Á blaðamannafundi i Limdún um í gær lýsti Sven Göran Eriks son því yflr að hann væri mjög ánægður í starfi sinu hjá enska knattspyrnusambandinu. Fréttir þess efnis í breskum fjölmiðlum að hann væri ef til vill á fórum væru stórlega ýktar og hann nyti fyllsta trausts enska knattspymu- nvm monn Úlfarnir náðu Úrslit í NBA „Það var ákveðið að gefa nokkrum leikmönnum frí frá þátt- töku í leiknum við Eista. Fyrir vikið gefst öðrum leikmönnum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Það er líka nauðsynlegt fyrir mig að skoða þessa leikmenn fyr- ir næsta leik gegn Skotum í Evr- ópukeppninni. Við erum að reyna að finna leik fyrir landsliðið í febrúar og Eggert Magnússon, for- maður KSÍ, er ötull að leita að verkefnum. Það kemur í ljós síðar hvort okkar tekst að verða liðinu úti um. leik,“ sagði Atli Eðvalds- son, landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu, sem tilkynnti í gær lands- liðshópinn f vináttuleik gegn Eist- um í Tallinn 20. nóvember. Mikil breyting er á liðinu frá leikjunum í haust en eins og Atli sagði var ákveðið að gefa nokkrum leikmönnum frí. Atli sagði að Eiður Smári væri greinilega að komast inn í liðið hjá Chelsea og með þvi að gefa honum frí getur hann alfarið beitt kröftum sínum með sínu félagi. Vonandi aö þessir menn fái athygli hjá sínum liöum „Heiðar Helguson hjá Watford er líka smám saman að vinna sér sæti hjá Watford. Brynjar Björn Gunnarsson hjá Stoke á fast sæti i sínu liði og töluvert álag er búið að vera á honum. Ég ætla síðan að vona að Lárus Orri Sigurðsson gefi kost á sér í liðið þegar kallið kemur. Pétri Marteinssyni er al- veg haldið úti í kuldanum hjá Stoke og það sama er að gerast með Arnar Gunnlaugsson hjá Dundee United. Með því að vera valdir í landsliðið er vonandi að þessir menn fái þá athygli sem þeir eiga skilið. Það er hlutverk okkar hjá KSÍ að hlúa að þeim leikmönnum sem við höfum trú á og treystum," sagði Atli Eðvalds- son. Landsliðshópurinn sem lands- liðsliðsþjálfarinn valdi í gær er þannig skipaður: Markverðir eru Birkir Kristins- son, ÍBV, og Árni Gautur Arason, Rosenborg. Aðrir leikmenn eru Arnar Grét- arsson, Lokeren, Hermann Hreið- arsson, Ipswich, Helgi Sigurðs- son, Lyn, Þórður Guðjónsson, Bochum, Arnar Gunnlaugsson, Dundee United, Tryggvi Guð- mundsson, Stabæk, Pétur Mart- einsson, Stoke, Arnar Þór Viðars- son, Lokeren, Bjarni Guðjónsson, Stoke, Marel Baldvinsson, Sta- bæk, ívar Ingimarsson, Wolves, Jóhannes Karl Guðjónsson, Real Betis, Bjarni Þorsteinsson, Molde, Haukur Ingi Guðnason, Keflavik, Ólafur Stígsson, Molde, og .Gylfi Einarsson, Lilleström. Þrír bræður eru í landsliðs- hópnum, Bjarni, Jóhannes Karl og Þórður Guðjónssynir, en slíkt hefur ekki gerst síðan Bjarni, Hörður og Gunnar Felixsynir léku saman fyrir tæplega 40 árum. -JKS jafntefli ívar Ingimarsson og samherj- ar hans í enska 1. deildar liðinu Wolves urðu að gera sér jafnfefli að góðu á heimavelli gegn botn- liði Brighton í gærkvöldi. ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Wolves en var skipt út af tuttugu mínútum fyrir leikslok. Brighton, sem aðeins hefur unn- ið tvo leiki í deildinni í vetur, náði forystunni á 15. mínútu en Kenny Miller náöi að jafna fyrir heimamenn á 76. mínútu. Wolv- es er í tíunda sæti með 25 stig en Birghton er sem fyrr á botninum með sjö stig. Þess má geta að Stoke er í þriðja nesta sæti með 14 stig. Stoke Holding, eignarhaldsfé- lag Stoke City, heldur aðalfund sinn í Reykjavík í dag en sam- kvæmt heimildum var rekstur félagsins þungur á síðasta ári. Veltan var í kringum einn millj- arður króna. -JKS Fjórir leikir voru háðir í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt og urðu úrslit í þeim sem hér segir: Boston-Utah Jazz.........112-95 Pierce 35, Walker 27, Delk 13 - Malone 20, Harpring 15, Padgett 15 Memphis-Golden State . . 101-108 Gasol 24, Giricek 21, Wright 18 - Jamison 37, Dampier 18, Murphy 18 Dallas-Portland...........82-73 Nowitzki 26, Finley 21, Nash 12 - Wallace 14, Stoudamire 13, Sabonis 10 San Antonio-Minnesota . . . .91-75 Duncan 20, Kerr 17, Robinson 13 - Nesterovic 16, Gamett 14, Hudson 10 Úrslit í fyrrinótt: New York-Charlotte.......91-97 Houston 27, Anderson 14, Thomas 14 - Davis 24, Brown 16, Mashbum 15 Sacramento-Atlanta......105-97 Webber 27, Jackson 23, Christie 19 - Rahim 32, Robinson 15, Glover 13 Orlando-LA Clippers .... 117-120 McGrady 32, Hill 29, Miller 18 - Miller 29, Olowokandi 21, Piatkowski 21.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.