Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2002, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 Sport Bland i P oka Úkrainumadurinn Sergei Rebrov hefur verið settur á sölulista hjá Tottenham. Rebrov var keyptur til fé- lagsins frá Dynamo Kiev sumarið 2000 en hefur lítil sem engin tækifæri fengið eftir að Glenn Hoddle varð framkvæmdastjóri félagsins í mars í fyrra. Rebrov hefur hug á því að leika áfram í Vestur-Evrópu og segir umboðsmaður hans aö nokkur félög hafi þegar sýnt honum áhuga, þar af nokkur í Englandi. Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, hef- ur játað að honum fannst Eiður Smári Guðjohnsen vera fuUþéttur í upphafi leiktíðar. Hann sendi Eiö á vigtina til að sjá hversu miklu hann hefði bætt á sig yfir sumartímann en vigtin sýndi, Ranieri tU mikillar undrunar, að Eið- ur hefði ekki bætt á sig kílói. „öllum fannst Eiður líta út fyrir að vera þyngri en i fyrra. Ég spjaUaöi við hann og sagði honum að hann liti út fyrir að vera jafn þungur og ég sem er ekki gott. Svo setti ég hann á vigtina og þá kom í ljós að hann hefði ekki bætt neinu á sig. Þetta er mikil ráð- gáta,“ sagði Ranieri við fjölmiðla. David Seaman, markvörður Arsenal og enska landsliðsins, missir af leik Arsenal gegn PSV í meistaradeUdinni á morgun sem og leiknum gegn Tottenham í deildinni um næstu helgi vegna nárameiðsla. Stuart Taylor kemur líklegast tU með að leysa Seaman af hólmi í þessum leikjum. Chelsea og enska knattspymusam- F bandiö hafa bæöi neitað að staöfesta þær sögusagnir aö ástralski mark- vörðurinn Mark Bosnich hafi greinst með kókaín í blóði sínu er hann gekkst undir lyfjapróf á dögunum. Bosnich hefur ekki vUjaö tjá sig um málið og hefur sett það í hendur lög- fræðingum sínum. Ef satt reynist að Bosnich hafi faUið á lyfjaprófinu mun Chelsea leita aUra leiða tU þess aö ógilda samning félagsins við hann en Bosnich, sem er þriðji markvörður liösins, er með um 5 og hálfa milljón króna í vikulaun hjá félaginu. Astral- inn á einnig yfir höfði sér eins árs keppnisbann ef orðrómurinn á viö ' rök að styðjast. Norska félagid Brann hefur áhuga á að kaupa Ármann Smára Bjömsson frá Val en Ármann Smári hefur veriö í láni hjá Brann undanfarna mánuði. Teitur Þórðarson, þjálfari Brann, segir í samtali við norska blaöið Adressavisen að hann vilji kaupa Armann Smára frá Val en óttast þó að hann sé of dýr fyrir félagið. Brann á í miklum fjárhagsörðugleikum og getur ekki keypt leikmenn fyrir háar upphæðir Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd., hefur beðið Roy Keane um að gefa ekki út neinar yfirlýsingar í nánustu framtíð um það hvort hann ætlar að spila fyrir írska landsliðið á ný. Eins og kunnugt er er Mick McCarthy hættur með írska landsliöiö en þeim félögum lenti saman á eftirminnileg- an hátt í sumar og sagði Keane eftir það að hann myndi aldrei spUa fyrir Irland á meðan McCarthy væri þjálf- ari. Ferguson segir að Keane eigi að einbeita sér aö því að komast í gang á ný með Man. Utd. áður en hann spáir í að leika með landsliöinu á nýjan leik. Franz Beckenbauer, forseti Bayem Munchen, hefur tekið upp hanskann fyrir þýska dómara og gagnrýnir harkalega þá leikmenn sem sýna dómurum ekki nægjanlega virðingu. „Það gengur ekki að pirraðir knatt- spymumenn taki aUt út á dómurun- um. Dómarar eru ekki öfundsverðir af hlutverki sínu og það á ekki að koma fram við þá eins og dýr,“ sagði Keisarinn eins og hann er oft kaUað- ur. Hann bætti því viö að þýska deildin ætti aö taka dómarana í Englandi og italíu sér til fyrirmyndar. Þar væm dómarar virtir og leikmenn kæmust ekki upp með neinn yfirgang. Gamla brýniA Nigel Winterbum, leikmaður West Ham, sagði við breska fjölmiðla i gær að leikmenn fé- lagsins stæðu heils hugar á bak við Glenn Roeder, stjóra liösins, sem stuðningsmenn féiagsins vilja burt frá félaginu hiö fyrsta. Winterbum segir að með baráttu sinni 1 síðari hálfieik gegn Leeds á sunnudaginn hafi leik- mennirnir sýnt Roeder aö þeir væru til í að berjast fyrir hann. Joe Kinnear, stjóri Luton Town, hef- ur farið þess á leit við Sir Alex Fergu- son að hann fái vængmanninn Luke Chadwick að láni frá Man. Utd. Chad- wick hefur aðeins komiö tvisvar inn á sem varamaður hjá United í ár. Chadwick, sem er 21 árs, lýsti því yf- ir um daginn aö ef hann fengi ekki nægileg tækifæri hjá félaginu á þess- ari leiktið myndi hann leita á önnur mið næsta sumar. -HBG * Michael Owen, sem sést hér fagna einu af þremur mörkum sínum gegn Spartak Moscow í meistaradeildinni um daginn, verður í eldlínunni með Liverpool gegn Basel í kvöld og hann verður að finna skotskóna sína ef Liverpool á að komast áfram í keppninni. Reuter Meistaradeildin í knattspyrnu í kvöld: Ekkert nema sigur dugir Liverpool - mikil spenna í D-riðli þar sem Inter og Ajax geta fallið úr keppni Lokaumferðin í fjórum riðlum af átta í meistaradeildinni fer fram í kvöld en hinir fjórar klár- ast á morgun. Mikið er í húfi fyr- ir félögin, tvö efstu liðin í hverj- um riðli komast áfram en liðið sem endar í þriðja sæti fer í UEFA-keppnina. Pressa á Liverpool Mikil spenna er fyrir leik sviss- neska liðsins Basel og Liverpool, sem fram fer í Sviss, en Liverpool verður að sigra til þess að komast upp úr riðlinum þar sem Basel er með stigi meira fyrir leikinn. Liverpool var í sömu stöðu í fyrra, þurfti að sigra Roma til þess að komast upp úr riðlinum og Gerard Houllier, stjóri Liver- pool, er bjartsýnn á að strákarnir hans endurtaki leikinn í kvöld. „Það er ekkert óskýrt fyrir leik- inn í kvöld, við vitum að við verð- um að vinna. Þetta er sama staða og í fyrra er við urðum að vinna Roma og það er nákvæmlega það sem við gerðum. Við vitum að að- stæður í Basel verða erfiðar en strákarnir eru klárir í slaginn. Þeir voru vonsviknir eftir leikinn gegn Boro og ætla sér ekki að tapa öðrum leiknum i röð gegn Basel,“ sagði Houllier. Engin meiðslavandræði eru i herbúðum liðsins fyrir leikinn og er fastlega búist við því að Owen og Heskey leiki saman í framlínunni. Allt opið í D-riðli Spennan í D-riðli er mikil en Ajax og Inter mætast í Hollandi á meðan Lyon ferðast til Noregs þar sem það mætir Árna Gauti Arasyni og félögum í Rosenborg sem hafa að engu að keppa. Ajax og Inter eru efst og jöfn í riðlinum með 8 stig, Lyon er skammt undan með 7 stig en Ros- enborg er aðeins meö 3 stig og á því enga möguleika eins og áður segir. Sigurvegarinn í viðureign Ajax og Inter vinnur því riðilinn en tapliðið gæti fallið úr keppni ef Lyon vinnur í Þrándheimi. Massimo Moratti, forseti Inter, er bjartsýnn fyrir hönd sinna manna sem eiga erfitt verkefni fyrir höndum í Amsterdam. „Við getum vel farið til Amsterdam og sigrað. Ég er fullviss um að við förum áfram í keppninni," sagði Moratti borubrattur en hans menn verða án Fabio Cannavaro í vörninni. Lítil spenna í A-riðli Dortmund og Arsenal eru bæði örugg áfram í A-riðli og bæði hafa þau metnað til þess að sigra i riðlinum. Dortmund á stig á Arsenal fyrir leiki kvöldsins og verður að vinna Auxerre í Frakklandi til þess að tryggja toppsætið og Matthias Sammer, þjálfari Dortmund, er ekki í nokkrum vafa um að þeir muni klára dæmið. „Það að tapa leikjum gerir mig reiðan og pirraðan. Við viljum sigur gegn Auxerre og því mun ég tefla fram mínu sterkasta liði,“ sagði Sam- mer. Hans menn eru í sárum eftir tapið gegn Bayern Munchen um síðustu helgi. Auxerre á enn möguleika Auxerre á enn möguleika á sæt- inu í UEFA-keppninna en verður helst að sigra til þess að gera sér vonir um það og því gleðjast liðsmenn yfir endurkomu fram- herjans Djibril Cisse sem snýr á ný í lið Auxerre eftir fjarveru vegna meiðsla. Arsenal tekur á móti PSV Eind- hoven á Highbury og verður án Davids Seamans sem er meiddur á nára. Því verður það annað hvort Stuart Taylor eða Rami Shaaban sem stendur á milli stanganna hjá Arsenal í kvöld. Roma ekki öruggt ítalska liðið Roma er síður en svo öruggt með sæti sitt í næstu umferð og verður að fá stig gegn AEK Aþenu ef það ætlar sér áfram. Það verður ekki auðunnið því leikur liðanna fer fram í Grikklandi og þar að auki verður fyrirliði liðsins, Francesco Totti, sennilega ekki með en hann meiddist á hné um síðustu helgi. Franski landsliðsmaðurinn Vincent Candela er einnig spurn- ingarmerki en hann á í vandræð- um með kálfann á sér. Góö staöa hjá Real Madrid Evrópumeistarar Real Madrid eru í góðri stöðu til að vinna riðil- inn en þeir mæta Genk í Belgíu. Real vann fyrri leik liðanna, 6-0, og því hafa Real-menn ekki stórar áhyggjur af leiknum í kvöld og koma líklegast til með að hvíla þá Zidane og Raul. Það ætti ekki að breyta miklu hjá þeim þar sem leikmannahópur þeirra er í al- gjörum sérflokki. -HBG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.