Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 1
i i i i i é Atvinnuástand versnar til mikilla muna á milli ára: Atvinnuleysi tvofaldast á höfuðborgarsvæðinu Atvinnuleysi er nú tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra, og þaö er í flestöllum stéttum atvinnulífsins. ASl vinnur nú að úttekt á þessu ástandi og segir Gylfi Arnbjörns- son, framkvæmdastjóri ASÍ, að þessi aukning atvinnuleysis bitni helst á ungu fólki, 20 til 25 ára, þar sem aukningin er mjög mikil. „Það er mjög mikill samdráttm: í eftirspurn eftir fólki hér á höfuð- borgarsvæðinu. Seðlabankinn hef- ur gefið út að verðbólgumarkmið- um hafi verið náö, en það stefnir í svipað ástand hér og í Þýskalandi þar sem er vítahringur afkomu- skerðingar og minni vinnu þótt kaupmáttur tímakaupsins haldi sér nokkurn veginn. Mörg heimili eru mjög skuldsett og eru þess vegna að draga úr neyslu og greiða skuldir og það kemur fram sem minni vinna i fyrirtækjunum. Þetta ástand er að vinda upp á sig og á eftir að versna til muna á næstu mánuðum því við erum ekki komin inn í hefðbundna árs- tíðasveiflu í janúar, febrúar, mars,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Atvinnuleysi á því eftir að aukast umtalsvert, en það veltur mjög mikið á þvi hvort það verður farið í stórfelldar virkjunarfram- kvæmdir. Aðrar „björgunarleiðir" í atvinnulíflnu eru ekki fyrirsjáan- legar. „Við verðum mikið varir við at- vinnuleysi og þetta ár hefur verið frábrugðið fyrri árum - en venja er að það dragi úr atvinnuleysi í maí- mánuði. Það gerðist ekki í vor og það var ekki fyrr en í lok ágúst að við sáiun fækkun á atvinnuleysis- skrá,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar. Sigurður segir um 600 manns á atvinnuleysisskrá hjá Eflingu um þessar mundir en alls eru félags- menn um 16 þúsund. „Þetta er há tala og þvi miður sýnist mér að það verði þungur róður í vetur. Við sjáum ekki fram á neinar stór- framkvæmdir á höfuðborgarsvæð- inu og lítið hefur verið um virkj- unarframkvæmdir. Það gæti vissu- lega breyst með framkvæmdum fyrir austan og víst að þær eru til þess fallnar að soga til sín vinnu- afl,“ segir Sigurður Bessason. -GG ■ NANARI UMFJOLLUN Á BLS. 2 í DAG 272. TBL. - 92. ARG. - ÞRIÐJUDAGUR 26. NOVEMBER 2002 VERÐ I LAUSASOLU KR. 200 M/VSK Breiðamerkursandur: Þjóðbrautin varin með grjóthieðslu Byrjað er að fylla upp í skörðin sem rofnuðu úr bökkum Jökulsár á Breiða- merkursandi í vatnsflóðun- um í október. Að sögn Reynis Gunnars- sonar hjá Vegagerðinni er þama um að ræða 220 metra grjóthleðslu til að styrkja bakkann neðan við brúna að austan og um 100 metra heðslu við vesturbakkann neðan brúar. I þessar hleðsl- ur fara um 20 þúsund rúmmetrar af efni. Mjög hefur gengið á haftið á milli lóns og sjávar og hef- ur það styst um tugi metra á örfáum árum að sögn heima- manna. Því þykir brýnt að styrkja bakkana þar sem áin rennur sína skömmu leið úr lóninu til sjávar. Vegagerðin lét gera tilboð í verkið og var Nóntindur ehf. í Búðardal með lægsta tilboð, kr. 9.700.000 sem er 88,1% af áætluðum kostnaði. Jökulsárlónið hefur á síð- ustu dögum vakið heimsat- hygli en þáttur þess í nýjustu kvikmyndinni um breska njósnarann James Bond er einkar glæsilegur og þykir vera meðal tíu tilkomumestu tökustaða í Bond-myndunum frá upphafi. -JI MEISTARARNIR HROKKNIR í GANG: LA Lakers vann sinn annan sig- ur i roð 27 Arbakkar s Þaö er miKiö. t nufi aö verja eina helstu náttúruperíu landsins gegn ágangi sjávar. Lóníö Hefúr nú öölast heimsfrægö eftir þátt sinn í nýjustu kvikmyndinni um breska njósnarann James Bond. y Lítils háttar eyöing hefur veriö úr bökkunum síöan flóöiö várð. DV-mynd Júlía ImsJánd am 600w Dolby Digital magnari RDS FM útvarp með stöðvaminnum DVDACD/CD/CDR/MP3 spilari Spilar öll kerfi vero áðurkr. 69.990 UNITED DVH3165 Siðnvarpsmiðstödin RflFTÆKJftVERSLUN • SÍÐUMÚLfl 2 • SÍMI 568 9030 TTT'M I Hf* HILLIR UNDIR TAK- MARK UMHYGGJU: Átak hafið fyrir þjón- ustu-mið- stöð 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.