Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 12
12 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 DV Drengurlnn borinn til grafar. Átta ára drengur skotinn til bana ísraelskar skriðdrekasveitir, studd- ar árásarþyrlum, réðust í nótt inn á Gaza-svæðið, að þeirra sögn í leit að grunuðum hryðjuverkamönnum í kjölfar sjáifsmorösárásarinnar í Jer- úsalem í síðustu viku, þar sem ellefu óbreyttir ísraelskir borgarar biðu bana. Einnig var ráðist inn í Deheisheh- flóttamannabúðimar á Vesturbakkan- um í nótt, en að sögn talsmanns ísra- elska hersrns voru að minnsta kosti 30 grunaðir hryðjuverkamenn handtekn- ir þar. Að sögn sjónarvotta tóku að minnsta kosti 200 hermenn þátt í inn- rásinni og var fólk rekið út úr húsum sínum og stillt upp á götum úti. í gær kom til átaka í Nablus og var átta ára gamall palestínskur drengur skotinn til bana auk þess sem sjö særðust þegar ísraelskir hermenn hófu skothrið á hóp skólabama sem grýttu þá. Forsetadæturnar mega drekka nú Tvíburadætur Georges W. Bush Bandaríkjaforseta þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af því að valda for- eldrum sínum áhyggjum með ólög- legri áfengisdrykkju. Þær Jenna og Barbara héldu nefnilega upp á 21 árs afmælið sitt í gær og mega því fá sér sjúss lögum samkvæmt. Systurnar komust á síður fjöl- miðla um allan heim í fyrra þegar þær voru í tvígang teknar fyrir drykkju án þess að hafa aldur til í heimaborginni Austin í Texas. Þær voru sektaðar fyrir tiltækið Jenna og Barbara héldu upp á af- mælið í Texas og á fimmtudag fagna þær þakkargjörðardeginum með foreldrum sínum á búgarðinum í Crawford og borða kalkúna eins og aðrir landsmenn. REUTtRSMYND Væntanlegur ráðherra Tom Ridge veröur væntanlega ráö- herra í nýju ráöuneyti innanlandsör- yggismála í Bandaríkjunum. Ráðuneyti heima- varna er í höfn George W. Bush Bandaríkjafor- seti undirritaði í gær lög um stofn- un nýs ráðuneytis innanlandsörygg- ismála og hratt þar með að stað um- fangasmestu breytingum sem gerð- ar hafa verið á stjómsýslunni vestra. Þá mælti hann með að Tom Ridge, sem hefur stjómað heima- vamastofnuninni, veröi gerður að ráðherra. Bush varaði landa sína þó við því í gær að þrátt fyrir mikinn mannafla gæti hið nýja ráðuneyti ekki komið í veg fyrir allar hryöju- verkaárásir á landiö. Ásakanirnar um fjárstuðning Sáda við hryðjuverkamenn: Bandaríkjamenn segja Sáda trygga bandamenn - gera allt til að slá á spennuna Ari Fleischer, talsmaöur Hvíta hússins, hrósaði í gær Sádi-Aröbum og sagði þá góða bandamenn í stríð- inu gegn hryðjuverkum í heimin- um, þrátt fyrir ásaknir um að Haifa al-Faisal prinsessa, eiginkona sádi- arabíska sendiherrans í Bandaríkj- unum, hafi stutt fjárhagslega tvo af flugræningjunum sem stóðu að árásunum í New York og á Penta- gon í fyrra. Þar er um að ræða þá Khalid al-Mihdhar og Nawaf al- Hazmi, en 3500 dollara mánaðarleg- ar greiðslur til þeirra voru raktar til bankareikninga prinsessunnar. „Við teljum þá trausta banda- menn í baráttunni gegn hryðju- verkaöflunum," sagði Fleischer á blaðamannafundi í gær, en bandarísk stjómvöld gera nú allt til að slá á spennuna sem upp er kom- in eftir að þetta viðkvæma mál kom aftur upp á yfirborðið fyrir helgina. Fleischer neitaði að ræða frekar niðurstöður rannsóknar alríkislög- Ari Fleischer Ari Fleischer, talsmaöur Hvíta húss- ins, hrósaöi í gær Sádíi-Aröbum og sagöi þá góöa bandamenn í stríðinu gegn hryöjuverkum. reglunnar FBI á málinu, en þar koma fram efasemdir um að það hafi verið ætlun prinsessunnar að styðja hryðjuverk. Hann neitaði því þó ekki að Sádar gætu beitt sér enn betur í barátt- unni og hafnaði heldur ekki kröfu þingmannanna John McCain frá Arizona og Joseph Lieberman frá Connecticut, sem tóku málið upp í bandariska þinginu, um að stjórn- völd í Sádi-Arabíu gerðu frekari grein fyrir málinu og gættu þess betur í framtíðinni hverja þeir væru að styrkja. Nail al-Jubeir, talsmaður sádi-ar- bíska sendiráðsins í Bandaríkjun- um, sagði í gær að Haifa prinsessa væri mjög slegin yfir málinu og hefði fyrirskipað að allar færslur á reikningum sínum í umræddum banka allt frá árinu 1994 yrðu rann- sakaðar. „Hún er tilbúin til sam- vinnu við FBI og vill að málið verði upplýst sem fyrst,“ sagði Nail. REUTERSMYND Drottnlng horflr á Músagildruna Elísabet Englandsdrottning brá sér á Músagildruna, leikrit Agötu Christie, í leikhúsi heilags Marteins í London i gær- kvöld. Leikritið hefur veriö á fjölunum í fimmtíu ár, lengur en nokkurt annaö stykki, eöa jafnlengi og drottning hefur setiö í hásæti sínu. Því var vel viö hæfi aö fara. Hér heilsar hún sir Richard Attenborough, leikara og leikstjöra. Jörg Haider skiptir um skoðun í kjölfar ófara: Hættur við að hætta Austurríski hægriöfgamaðurinn Jörg Haider er hættur við að hætta afskiptum af stjómmálum, þrátt fyr- ir að Frelsisflokkur hans hafi goldið mikið aíhroð í þingkosningunum í Austurríki um helgina. Haider, sem hafði áður tilkynnt að hann væri búinn að fá sig fullsaddan á stjómmálum og bauð fram afsögn sína sem héraðsstjóri í Kámthen, tók ákvörðun sína í kjöl- far sex tíma langs fundar með nokkrum æðstu mönnum flokksins. Leiðtogar flokksins höfðu hafnað boði hans um afsögn og sögðust vera reiðubúnir aö sitja áfram í stjóm landsins. Flokkurinn missti nærri tvo þriðju hluta fylgis sins. Eftir fundinn í gær lýstu leiðtog- ar Frelsisflokksins yfir því aö þeir vildu ræða við forráðamenn ann- arra flokka um myndun nýrrar samsteypustjómar. Ýmsir flokks- bræður hvöttu aftur á móti til þess REUTERSMYND Jörg Halder Leiötoga hægriöfgamanna í Austur- ríki er ekki hlátur í huga eftir ófarirn- ar í þingkosningunum um helgina. að flokkurinn færi aftur í stjómar- andstöðu. Frelsisflokkurinn hefur undan- farin þrjú ár verið í stjórn með íhaldsflokki Wolfgangs Schússels kanslara. Myndun þeirrar stjómar var harðlega mótmælt á sínum tíma vegna stefnumála Frelsisflokksins, svo sem andúðar á innflytjendum og Evrópusambandinu. Schússel kanslari hefur lýst þvi yfir að hann sé tilbúinn að halda áfram samstarfinu viö Frelsisflokk- inn en lokar þó ekki dyrunum á samstarf við aðra flokka. Þjóðar- flokkm: Schússels var sigurvegari kosninganna og fékk 42,3 prósent at- kvæðanna. Jafnaöarmenn fengu næstflest at- kvæði, eða 36,9 prósent. En svo virð- ist sem þeir hafi útilokað að endur- lífga þjóðstjómina með Þjóðar- flokknum en stjóm þessara flokka var við völd mestöll eftirstríðsárin. Skoraö á Nyrup Skorað hefur ver- ið á Poul Nyrup Rasmussen, fráfar- andi formanns danska jafnaðar- mannaflokksins, að bjóða sig fram í kosningunum til Evrópuþingsins ár- ið 2004. Formenn amtsráða flokks- ins telja Nyrup mjög góðan kandídat og að framboð hans sýni að danskir kratar taki starf Evrópu- þingsins alvarlega. Útlit fyrir uppsagnir Svo kann að fara að fjölda opin- berra starfsmanna í Færeyjum verðí sagt upp vegna krafna stjóm- arinnar um spamað í rekstri ráðu- neytanna og málaflokka þeirra, að því er Sosialurin greindi frá. Flugskólar í skoöun Leyniþjónusta dönsku lögregl- unnar ætlar að ræða við yfirmann lítils flugskóla á Jótíandi þar sem margir arabar hafa sótt um vist undanfama mánuði. Reynt að leysa deilu Bresk stjórnvöld ætía að halda fund með fulltrúum slökkviliðs- manna til að reyna að finna lausn á kjaradeilu þeirra. Slökkviliðsmenn hafa nú verið í verkfalli í fjóra daga. Kennarar í verkfalli Kennsla liggur niðri í þúsundum skóla í London í dag vegna eins dags verkfalls kennara sem krefjast 100 prósent hækkunar staðarupp- bótar fyrir höfuðborgina. Powell varar Pakistan við sColin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa greint stjómvöld- um í Pakistan að það myndi draga dilk á eftir sér ef þau hefðu einhver tengsl viö Norður-Kóreu. Hann sagðist þó ekki sjá að neitt réttlætti refsiaðgerðir nú vegna meintrar að- stoðar Pakistana við kjarnorku- áform Norður-Kóreu. Mannskæð flóð í Marokkó Á fjórða tug manna hefur týnt lífi og margra er saknað eftir flóð i kjöl- far úrheflisrigninga nærri borginni Fez í vestanverðu Marokkó. Vill vernda fátæka Lucio Gutierrez, fyrrum valdaræn- ingi sem kosinn var forseti Ekvadors um helgina, sagði í gær að hann æflaði sér að standa vörð um hagsmuni fá- tæklinga og allra þeirra sem eru orðnir langþreyttir á kreppunni í landinu. Heimspekingur látinn Bandaríski stjómmálaheimspek- ingurinn John Rawls, skeleggur málsvari réttinda einstaklingsins umfram almannahagsmuni, er lát- 1 inn, 81 árs aö aldri. f # \ m Við borðum ekki Námumenn í Makedóníu hafa verið í hungurverkfalli í nokkra daga til að leggja áherslu á kröfur sínar um hærri laun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.