Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 15
nmr mmmmw wnr msíwm *wm%mw 'Wmmi 15 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 DV____________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjön: Silja A&alsteinsdóttir silja@dv.is Klettaf j allaskáldið ■ Stephan G. Stephansson er eitt af stórskáldum íslands, skipar þann bekk ásamt Jónasi Hallgrímssyni, Grími Thomsen, Matthiasi Jochumssyni, Jóhannesi úr Kötlum og fleirum. Einn úr þessum hópi ól hann hins vegar aldur sinn vestan- hafs. Hann einn var líka alþýðu- maður sem naut lítillar skóla- göngu, einn hinna sjálfmenntuðu snillinga sem rísa upp úr aðstæðum sínum. Þar að auki var hann róttæklingur en stóð þó ávallt styrk- um fótum í íslenskum þjóðararfi. Landneminn mikli er fyrra bindi ævisögu Steph- ans G. og nær yflr tímabilið frá fæðingu hans 1853 fram að aldamótunum 1900. Sagan skiptist í fjórar bækur. Sú fyrsta segir sögu Stephans uns hann flyt- ur vestur um haf árið 1873. Hinar þrjár segja frá árum hans í Wisconsin, Dakota og Alberta því að Stephan var ekki hættur búferlaflutningum eftir aö hann kom vestur. Fyrsta bókin varpar ljósi á þau kröppu kjör sem margir íslendingar bjuggu við á þessum tíma og voru forsendur Vesturheimsferða. Stephan G. var Skagfirðingur en flutti síðar með fjölskyldu sinni austur í Mjóadal. Þau urðu einnig samferða vestur um haf og frá Wisconsin til Dakota en þá hafði Stephan gengið að eiga Helgu konu sína. í síðari bókunum er lýst vaxandi þroska Stephans, bæði sem skálds og hugsuðar, og leið hans til trúleysis. Viðar Hreinsson hefur víða leitað fanga. Hann nýtur heimildagnóttar og um leið þess að láta skáld- skapinn ekki afskiptalausan heldur flétta honum inn í verkið, án þess að túlkunin sé á kostnað ævi- sögunnar. Sérstaklega glögg þykir mér lýsing hans á „Skagflrsku akademíunni" þar sem rætur skálds- Viðar Hreinsson með bók sína Mikiö oggott verk, ritaö í heillandi yfirlætislausum stíl. ins lágu. Samband Stephans við fóður sinn minnir Viðar á þá Gretti og Ásmund og Egil og Skalla-Grím og er það eitt dæmi af mörgum þar sem allur menn- ingararfurinn liggur undir í bókinni. Um leið má vel sjá hvemig flutningamir mótuðu skáldið og gerðu hann smám saman að ihugulum róttæklingi. Þrátt fyrir eilíft basl leynir sér ekki að margir samlandar Stephans G. og ýmsir i nýja heiminum höfðu alla tíð miklar mætur á greind hans og hæfl- leikum. Áhugavert er einnig að lesa um áhrif Walt Whitmans á Stephan og um skipti þeirra Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar. Ekki er síður skemmtilegt að lesa um menningarlíf íslendinga í Vesturheimi, stjórnmál og stöðug átök þar sem Stephan lék lykil- hlutverk ásamt Gesti Pálssyni og fleirum. Bókmenntir Stíll Landnemans mikla er heillandi yfirlætislaus og svo laus við mælgi að vanir lesendur geta rétt ímyndað sér hvílík áreynsla hefur verið þar á bak við - að lesa bókina er næstum því eins og að vera í sirkus. Viðar Hreinsson á lof skilið fyrir stflinn á bókinni; hann er Stephani G. til sóma. Frágangur er allur tfl stakrar fyrirmyndar, útlit bókarinnar, myndir, kort og töflur falla mjög smekklega að heildinni og ná að segja lesandanum allt sem hann þarf að vita. Bókin er merkilega laus við skalla en engu er þó ofaukið. Ég hef eiginlega aðeins eina kvörtun: Titillinn á bókinni finnst mér ekki góður og lýsa betur Hall- dóri Laxness (sem valdi Stephani þessa einkunn) en Stephani sjálfum sem hefur varla hugsað um sjálf- an sig sem „landnemann mikla“ þó að hann næmi víða lönd og i ýmsum skilningi. Landneminn mikli er mikið og gott verk. Viðar Hreinsson hefur unnið vel og við bíðum spennt eft- ir seinna bindi. Ármann Jakobsson Vlöar Hreinsson: Landneminn mikli - ævisaga Stephans G. Stephanssonar. Fyrra bindi. Bjartur 2002. Tónlist/Geisladiskar___________________________________________________________________ Raddir við Tjörnina Sigurður Flosason og Pétur Grétarsson léku spunatónlist sína sem þeir nefna „Raddir þjóðar" á tónleikum í Tjarnarbíói sl. þriðju- dag. Tilefni tónleik- anna var útgáfa þessa spuna á geisladiski með sama nafhi. Það er Ómi, djassútgáfa Eddu, sem gefur diskinn út. Raddir þjóðar er mjög sérstakt tónlistarverk, byggt á gömlum hljóðritunum úr Ámastofnun og Þjóðminjasafni. Hér spunablanda og kostulegur söngur frá fyrri tímum allsráðandi. Þessi blanda byggir síðan á mjög vandlega unnum grindum sem halda utan um flautuleik og saxófónleik Sigurðar, en Pétur þéttir söng og leik með hugmyndaríku slagverki. Þeir Pétur og Sigurður fluttu þennan spunaleik sinn í fyrsta sinn á Listahátíð þann 11. maí síðast- liðinn í Hafnarhúsinu. Hugmyndinni um spuna í bland við ættjarðarljóð, sálma, gælur og fælur, var vel tekið, þrátt fyrir hráslagalegan hljómburð húss- ins sem í raun og veru vann á móti spuna Péturs. Verkið hefur síðan mótast frekar í höndum lista- mannanna, sem auðheyrilega leggja mikla alúð við myndun þess og flutning. Hlutar verksins hafa með- al annars verið fluttir á Kammermúsíkhátíðinni á Kirkjubæjarklaustri á síðastliðnu sumri, en Edda Erlendsdóttir, píanisti og aðstandandi hátíðarinnar, lét þess getið í fjölmiðlum að sér þætti við hæfi fyr- ir tónlistarhátíð á landsbyggðinni að flutt væri þjóð- leg spunatónlist sem þessi. Á tónleikunum í Tjarnarbíói var auðheyrt að verkið hefur slípast í flutningi þeirra Péturs og Sig- urðar. Bæði var heildarflæði betra en áður og spunaleikurinn heilsteyptari. Þetta á sérstaklega við slagverksleik Péturs, sem myndaði skemmtflegt mótvægi við sönginn og grófgerðar hljóðritanir gamla tímans. Leikur Péturs naut sín vel í þessu litla leikhúsi, þar sem hljómburðurinn var töluvert betri en í Hafnarhúsi Listahátíðarinnar. Sigurður Flosason lék (sér) á margvísleg hljóð- færi, s.s. klarínett, flautur og saxófóna. Sigurður virtist njóta sín sérstaklega í myndun hljóða sem svöruðu tfl raftækjahljóða sem aftur á móti voru sett upp í hlutfalli við söng og hljóð á gömlu hljóð- ritunum. Sigurði tókst þannig að mynda spennu með ágætum spunatilþrifum, sem voru bráð- skemmtileg. Ef þessi spunatónlist flokkast undir djass (eins og útgáfa Eddu virðist gera ráð fyrir) var lítið um djasseinleik af hálfu þeirra félaga, þó að heildar- myndin sem þeir spunnu gæfl ótal möguleika á góðri sóló. Það er ánægjulegt til þess að vita að tónlistar- menn okkar séu famir að leita fanga i gömlum hljóðritunum, sem hljóta margar hverjar að geyma fiársjóð af hugmyndum og möguleikum, og óhætt að segja að þeir Pétur og Sigurður hafi hér tekið braut- ryðjendaspor sem margir eiga eftir að fylgja í fram- tíðinni. Það er óhætt að mæla með Röddum þjóðar sem góðri gjöf til aðdáenda spunatónlistar og allra þeirra sem kunna að meta nýja tónlist með þjóðleg- um grunni. Ólafur Stephensen Raddir þjóðar, ótgáfutónleikar, Tjarnarbíó, 19.11. 02. Geisladiskur útg. Edda miðlun & útgáfa, Ómi jazz, okt. 2002. Bókmenntir ' Nútímaævintýri Stundum getur fullorðið fólk verið fjarskalega þreytandi þeg- ar maður er bam, það fá systk- inin Torfl og Gríma svo sann- arlega að reyna. Mamma þeirra vinnur allan daginn, kemur svo heim i stresskasti og skipar þeim fyrir svo að allt geti geng- ið upp. Pabbi þeirra er með all- an hugann við vinnuna, nennir aldrei að leika við þau og heyrir sjaldnast neitt Isem þau segja. í þokkabót eiga þau eldri bróður, Úlf, sem er illa haldinn af unglingaveiki og gerir fátt annað en að ergja þau. í raun má segja að afi Gissi sé eini fullorðni maðurinn sem nokkurt vit er í. En hann virðist reyndar líka vera genginn af göflunum þegar hann gefur þeim gallsteinana úr sér og segir að þeir séu óskasteinar. Eða hvað? Streituhlaðið nútímasamfélag er sett undir smásjána hjá Kristínu Helgu Gunnarsdóttur í þessari sögu eins og þeirri síðustu, í Mánaljósi. Mömmur og pabbar þessa heims þurfa alltaf að vera að vinna og eiga þess vegna erfitt með að Isinna krökkunum sínum nema með „hinu alþjóð- lega fariði-skipanakerfi“, þau ávarpa sem sé bömin sín aldrei án þess að setningin hefjist á „fariöi". Þegar Torfi og Gríma lenda í óvæntri atburða- rás þar sem þeim gefst kostur á að breyta öllu sem þau vflja renna samt á þau tvær grímur. Þegar á hólminn er komið vfll kannski enginn fá allt sem hann óskar sér. Kristín Helga blandar hér saman hefðbundnu ævintýri þar sem söguhetjumar þurfa að leysa þrautir og taka erfiðar ákvarðanir og félagslegu raunsæi þar sem samfélag sem gefur fjölskyldum ekki kost á að vera saman er gagnrýnt. Torfi og Gríma eru geðþekkir sögumenn. Torfi er sléttur og felldur en Gríma, sem varpar fram heimatil- búnum málsháttum við hvert tækifæri, töluvert litríkari; hún hrindir atburðarásinni af stað og nýtur hennar til fulls. Skemmtilegastar eru þó aukapersónur sögunn- ar. Bergur vinur systkinanna er vel heppnuð per- sóna sem breytist í ábyrgan aðila þegar hjólin fara að snúast hratt og bregður sér nánast í hlut- verk yfirvaldsins. Afi Gissi minnir nokkuð á annan afa í bókmenntunum, nefnilega Kormák, afa Jóns Odds og Jóns Bjama, en er þó i senn æv- intýralegri og fábrotnari persóna. Lýsingar krakkanna á hjásvæfum afans sem þau telja vera „pennavinkonur" takast ansi vel. Mamma og pabbi eru stórskemmtileg í öllum hlutverkum sínum, sérstaklega mamma sem sveiflast öfganna á mflli og er mjög fyndin persóna. Úlfur ungling- ur er svo rúsínan í pylsuenda þessa skrautlega persónugallerís en tungutak hans kemst skemmtilega til skila. Nútímasamfélag undlr smásjá Kristín Heiga Gunnarsdóttir hampar gallsteinum í krukku. Þegar á hólminn er komið reynist lausn vand- ans reyndar heldur léttvæg en sagan sjálf er ljúf og fyndin og persónur vel heppnaðar. Kristin Helga skrifar góð samtöl og léttan stíl sem fellur vel að atburðarásinni. Gallsteinar afa Gissa er skemmtileg saga sem sver sig i ætt við fyrri bæk- ur höfundar. Katrín Jakobsdóttir Kristín Helga Gunnarsdóttlr: Gallsteinar afa Gissa. Mál og menning 2002. Við fótskörina Aðdáendur Krist- ins Sigmundssonar ættu að skunda í Is- lensku óperuna i kvöld kl. 20 því þá miðlar hann af reynslu sinni af hin- um alþjóðlega óp- eruheimi og situr fyrir svörum undir fyrirsögninni Við fótskörina. Alda- vinur Kristins, Jónas Ingimundarson píanóleikari, verður honum til stuðn- ings og einnig Elísabet B. Þórisdóttir, forstöðumaður Gerðubergs. Þau munu taka þátt í upprifjun á söng- ferli Kristins og þeir Jónas og Krist- inn krydda svo dagskrána með tón- dæmum eins og þeim einum er lagið. Stundarfriður í kvöld kl. 20 hefst líka leiklestur á verki Guðmundar Steinssonar, Stund- arfriður, í leiklistar- deild Listaháskóla íslands, Sölvhóls- götu 13. Flytjendur eru nemendur 2. árs leiklistardeildar ásamt Guðrúnu S. Gísladóttur, Krist- björgu Kjeld, Randver Þorlákssyni og Sigurði Sigurjónssyni sem öll tóku þátt í frumuppfærslunni 1979 undir stjórn Stefáns Baldurssonar. Hún naut fádæma vinsælda á sínum tíma. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Samkeppni um dansleikverk Leikfélag Reykjavíkur og íslenski dansflokkurinn efna til samkeppni um frumsamið dansleikverk eða verk er flokkast gæti undir dansleikhús. Hugtakið dansleikhús var fyrst notað í kringum 1920 af danshöfundunum Kurt Jooss og Rudolf von Laban sem báðir voru brautryðjendur í hinni frjálsu nútímadanslist sem við höfum fengið að kynnast á síðustu árum i sýningum íslenska dansflokksins og annarra dansflokka. Þegar talað er um dansleikhús (sem sumir kafla kóreógrafiskt leikhús) er átt við dansaðan leik þar sem innihaldið er gjaman frásögn eða saga. Sumir hafa skilgreint dansleikhús á þann veg að það sé að skapa myndir á leiksviði með hreyfingum, leiksviðslýsingu og tónlist. Tilgangur keppni af þessu tagi er að gefa fólki er leggur stund á listir að koma á framfæri hugmyndum sín- um um dans og leikhús. Þetta er til- tölulega ung listgrein sem hefur ver- ið í stöðugri þróun síðastliðna ára- tugi úti í hinum stóra heimi. Á síð- astliðnum árum hefur fjöldi ís- lenskra listamanna kynnst dansleik- húsinu erlendis og nokkrir hafa starfað við dansflokka af þessu tagi. íslenski dansflokkurinn og Leikfélag Reykjavíkur vilja með þessu leggja sitt af mörkum til að efla listgreinina og þróa áfram og vonandi taka sem flestir á sig rögg og sendi tillögur sin- ar í keppnina. Einkum er þess óskað að þeir sem hafa menntun og reynslu í leiklist, dansi, tónlist eða öðrum listgreinum sendi inn tiflögur sinar. Óskað er eftir hugmyndum að 10-15 mínútna verki fyrir blandaðan hóp leikara og dansara. Ekki skal gera ráð fyrir stærri hóp en sex manns. Valin verða 4-6 verk til frek- ari æfinga og mun Leikfélag Reykja- víkur og íslenski dansflokkurinn bjóða höfundum aðstöðu í Borgar- leikhúsinu í því skyni. Áætlaður æf- ingatími verður u.þ.b. 4 vikur í apr- íl/maí 2003. Verkin verða sýnd á sér- stakri leiklistarhátíð í Borgarleik- húsinu í júní 2003 og verðlaun veitt þeim er skara fram úr. Máttarstólpar og stuðningsaðilar keppninnar eru SPRON, Sjóvá/Almennar og Flugleið- ir. Útfærð hugmynd ásamt upplýsing- um um menntun og starfsferil skal send Borgarleikhúsinu, Listabraut 3, 103 Reykjavík, fyrir 30. janúar 2003, merkt Dansleikhús. Nánari upplýs- ingar fást hjá listdansstjóra Islenska dansflokksins, Katrínu Hall, í síma 5880900 og hjá leikhússtjóra Leikfé- lags Reykjavíkur, Guðjóni Pedersen, í síma 5685500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.