Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 16
16 + 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjori: Óli Björn KSrason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Karlavœðing Niðurstaða próíkjörs sjálfstæð- ismanna í Reykjavík um helgina er söguleg. Varla hefur orðið önnur eins endumýjun á meðal efstu manna á lista flokksins í höfuðvígi hans í ríflega sjötíu ára sögu hans. Þrír ungir menn, allir innan við hálfíertugt, hlutu glæsilega kosningu og mega teljast öruggir með þing- sæti að afloknum kosningunum í maí á næsta ári. Sigur ungliðanna er sigur flokksins. Aðrir stjórnmálaflokkar landsins eru meira og minna uppteknir af miðaldra fram- bjóðendum sínum. Mikilvægt er að alþingismenn landsins spegli að ein- hverju leyti alþingi götunnar. Ungt fólk hefur bráðvantað á Alþingi um árabil. í leiðurum blaðsins hefur áður verið bent á að löggjafarsamkunda þjóðarinnar hefur í allt of langan tíma verið úr barneign. Fjölskyldumál og brýnustu úrlausnarmál heimilanna hafa verið afskipt á Alþingi. Fyr- ir vikið eru barnafjölskyldur aðalskattstofn samfélagsins. Þessu munu ungir sjálfstæðisþingmenn breyta. Þeir munu hressa upp á Alþingi. Miðaldra konur töpuðu fyrir ungu mönnunum um helg- ina. Karlavæðing Sjálfstæðisflokksins er að verða allnokk- ur. Eftir langa og nokkuð hægfara kvennabaráttu innan flokksins, sem hefur skilað konum áleiðis í nokkur örugg sæti á síðasta áratug, virðist sem bakslag sé komið í kvennapólitik þessa stærsta stjórnmálaflokks landsins. Konur flokksins virðast einfaldlega ekki hafa náð eyrum kjósenda sinna með á að giska einni undantekningu, for- manni allsherjarnefndar. Það er eftirtektarvert að ef fram fer sem horfir mun Sjálfstæðisflokkurinn stilla upp karlalista í öðru kjör- dæma borgarinnar. Sá listi flokksins sem Geir Haarde leiðir verður að líkindum einvörðungu skipaður körlum í öruggu sætunum. Á hinum listanum, sem formaður flokksins leiðir, er kona í þriðja sæti sem kemur særð út úr prófkjöri helgarinnar, sóttist eftir þriðja sæti en hreppti það fimmta. Þetta er áhyggjuefni fyrir flokk sem þarf ekki síst að höfða meira til kvenna en hann gerir. Reyndar virðast konur almennt eiga erfitt uppdráttar í Sjálfstæðisflokknum. Nokkuð víst er að engin kona mun leiða lista flokksins í þeim sex kjördæmum landsins sem raða þingmönnum á garða á vori komanda. í aðeins einu þessara kjördæma er von til þess að kona verði í öðru sæti en það er á Suðurlandi. Alls óvíst er að kona nái öðru sæti í nýju Suðvesturkjördæmi og jafnvel líklegt að sterkasta þingkona flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hafni allt niðri í fjórða sæti. Þetta er ekki í takt við nýja tíma. Alþingi hefur vantað ungt fólk og sterkar þingkonur. Nóg er af miðaldra körl- um á Alþingi, körlum sem vafra þar um án skoðana og skýrrar stefnu. Á sama hátt og Alþingi hefur vantað unga fólkið og ofurkonumar hefur það vantað skelegga menn á borð við Pétur Blöndal sem kom sá og sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina. Ástæðan er einfóld. Pét- ur talar skýra pólitík. Framboð hans er svar við spurn eft- ir afdráttarlausum skoðunum. Sjálfstæðisflokkurinn er að styrkjast jafnt sem veikjast þessa dagana. Innrás ungliðanna er söguleg og sömuleiðis slök útkoma kvenna. Vígaferlin allt í kringum höfuðborg- ina eru hins vegar að draga flokkinn niður á plan sem er fyrir neðan virðingu hans. Hin nýja Sturlunga í Norðvest- urkjördæminu er aumkunarverð og sömuleiðis eru ófarir flokksins í nýja Suðurkjördæminu allveruleg. Þar er þing- manni kastað fyrir róða með þeim fyrirsjáanlegu afleið- ingum að allt verður vitlaust. Sigmundur Ernir. Kjallari ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 Skoðun DV Hórmang í háloftunum Kaupgeta ellilífeyrisþega „Nú gera verkalýdsfélög kröfu um stigskiptan tekjuskatt. Einfalda kerfið sem við komum upp með staðgreiðslunni byrjaði að hrynja þegar hátekjuskatturinn var lagður á. Flókið kerfi kostar meira. Stœrri hluti skatttekna fer í sjálfan sig.“ - For- ystumenn ASÍ skoða rauðu strikin. skilyrði. Ég er viss um að það er til fólk í flokknum sem vill kasta fyrir róða því félagslega kerfi sem við höfum byggt upp í 11 aldir. Ég held þó að stærsti hluti þjóðarinnar sé stoltur af jöfnuðinum sem hér hefur ríkt og vilji fóma nokkru af ráðstöfunartekjum sín- um til að halda honum. Svör ráðherra í umræðunni um þetta mál snerust öll um meðaltöl. Það er örugglega rétt hjá honum að meðalkaupgeta hefur aukist verulega í tíð núverandi stjómar. Það gagnar lítið fyrir ellilifeyrisþeg- ann að Jóhannes í Bónus hækki kaup- getu sína um 100 % ef meðaltals kaup- geta þeirra tveggja hefur hækkað um 30%. Samanburður við önnur lönd er lika hæpin. Ráðherrar hafa sagt að við greiðum meira til þeirra sem eru aldn- ir eða fatlaðir en flestar þjóðir. Taka þá ráðherramir tillit til þess að hér kosta matvæli meira en í jpeim löndum sem þeir era að bera okkur saman við? Viö verðum að breyta Ég tel aö sú undiralda sem nú er í þjóðfélaginu gegn skattlagningu tekna sem er undir fátæktarmörkum sé ekki kosningarskjálfti þótt stjómmálamenn reyni að nýta hana sér til framdráttar. Það er hugsanlegt að lækkun persónu- afsláttar kosti þjóðfélagið margfalt meira þegar til lengri tíma er litið en það að láta hann fylgja verðlagsþróun. Nú gera verkalýðsfélög kröfu um stig- skiptan tekjuskatt. Einfalda kerfið sem við komum upp meö staðgreiðslunni byrjaði að hrynja þegar hátekjuskatt- urinn var lagður á. Flókið kerfl kostar meira. Stærri hluti skatttekna fer í sjálfan sig. Með því að hækka skattprósentuna, fella niður hátekjuskatt og hækka per- sónuafslátt má ná inn sömu skatttekj- um, auka jöfnuð og minnka tilkostnað. Höfum við ráð á öðru? - Hagræðing eru tekjur fyrir alla. Með því að auglýsa leynt og ljóst að íslenskar konur séu til í tuskið hafa Flugleiðamenn í raun gerst um- svifamiklir hórmangarar og unnið það einstæða afrek að snúa við ástandinu svokallaða, þegar mark- visst var reynt að halda erlendum hermönnum frá íslenskum konum. Nú flytur flugfélag allra landsmanna inn „hermenn" nánast til þess að manga til við íslenskar konur, þá einstæðu náttúruauðlind. Þetta er ótrúlega biræfið þegar þjóð sem áfti fyrsta lýðræðislega kjöma kvenforsetann er annars veg- ar, þjóð sem hélt kvennafrídaginn með svo sögulegum hætti forðum, þjóð sem komin er af valkyrjum. Gláp ferðalangsins Stóraukinn straumur innflytjenda hefur á undanfomum árum kynbætt íslenska menningu umtalsvert. Ekki má þó vanmeta áhrif ferðalanganna sem koma í vaxandi mæli að skoða okkur með augun á stilkum. Rétt eins og hið karllega gláp þröngvar konum í ákveðið mót (hvetur þær m.a. til að láta græða í sig silíkon hér og þar) ýtir gláp ferðalangsins íslensku þjóðinni í ákveðna átt (hvetur hana líka til að hafa sig til). Nú er talað um að búa til íslenskt eldhús handa útlendingum; með sama hætti virðist hafa verið búin til ný kona handa þeim. Þannig er hægt og markvisst verið að sjóða okkur niður í ýktustu myndir ís- lensks þjóðemis og búa til hálfgerða skripamynd sem við neyðumst síð- an til að apa eftir ef viö ætlum að falla að þjóðarímyndinni sem ferða- málafrömuðir hafa dregið upp. Til hvers að eyða stórfé í að búa til ímynd af þjóðinni ef við ætlum svo ekki að hegða okkur í samræmi við hana? Það mætti auðvitað ráða leikara til að leika íslendinga fyrir ferða- menn og reyndar er það gert í ein- hverjum mæli nú þegar. Mig grunar að slíkum störfum eigi eftir að fjölga, og að þeir sem minnsta hafi leikarahæfileikana verði að statist- um í leikritinu mikla, hvort sem þeim llkar betur eða verr. Pimpair? Tinna Grétarsdóttir mannfræð- ingur og Úlfhildur Dagsdóttir bók- menntafræðingur birtu nýlega afar athyglisverðar greinar þar sem þær lýsa þeim sjónleikjum sem Flugleið- ir hafa sett á svið til að lokka út- lenda karlmenn til landsins. Þær tína til fjölmörg dæmi þar sem kyn- ferðislegur undirtón er notaður sem helsta tálbeitan. Einna þekktust er sennilega auglýsingin „Fancy a Dir- „Einna þekktust er senni- lega auglýsingin „Fancy a Dirty Weekend?“, en tölvuleiksauglýsingin þar sem karl er látinn áreita konur í Bláa lóninu með því að stela af þeim brjóstahöldunum hefur líka vakið athygli. - Hér hafa Flugleiðir sameinað gláp karlmannsins og ferðalangsins og fengið út fjallkonu með brókarsótt. “ ty Weekend?“, en tölvuleiksauglýs- ingin þar sem karl er látinn áreita konur í Bláa lóninu með því að stela af þeim brjóstahöldunum hefur líka vakið athygli. - Hér hafa Flugleiðir sameinað gláp karlmannsins og ferðalangsins og fengið út fjallkonu með brókarsótt. Nú má ætla að vandlátur ferða- langur geri þá kröfu að ísland standi nokkum veginn undir þeim vænt- ingum sem kynningarefnið vekur. Varla telja Flugleiðir sig græða á því til frambúðar að láta menn kaupa köttinn í sekknum, þó að síð- asta milliuppgjör hafi komið vel út. Hinn erlendi ferðamaður, sérstak- lega ef hann er karlkyns, hlýtur þar af leiðandi að búast við því að ís- lenskar konur séu tilkippilegar úr því búið er að gefa honum undir fót- inn með það leynt og ljóst. Þaö geröu persónumar i nýju Sópranós- þáttunum líka, nokkuð sem hlýtur að teljast til marks um árangursríkt kynningarstarf vestanhafs. Kannski flugfélagið hefði frekar átt að breyta nafni sínu í Pimpair en Icelandair. Stjómendur félagsins verða lík- lega ánægðir með vel unnin störf þegar ferðalangar frá New York eða London viðra sig upp við konur þeirra og dætur eins og þær séu hálfgerðar skækjur, alltaf til í „Dir- ty Weekend" með útlendum bósa. Jón Sígurgeirsson lögfræöingur Það er öllum landsmönn- um Ijóst að þeir sem lægstar tekjur hafa í þjóð- félaginu, svo sem ellilífeyr- isþegar og öryrkjar, hafa ekki aukið við kaupgetu sína í tíð núverandi ríkis- stjórnar. Ég veit ekki um verkamenn og -konur. Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur Fjármálaráðherra réttlætir aukn- ingu skatta á láglaunafólk í umræðu á Alþingi með því að tekjur manna hafi aukist. Hann sagði: „Það hlýtur að vera betra að hafa 100 þús. kr. og borga 11% skatt en að hafa 70 þúsund og borga engan skatt." Ég er einn af þeim sem virði fjármálaráðherra mikils. Ég tel hann hafa beitt aðhaldssamri stefnu í flármálum, greitt niður erlendar skuldir þjóðrinnar og þar með lagt grundvöU að batnandi hag allra lands- manna. Ég tel að það sé gott fyrir heUd- ina að menn geti auðgast á heiðarleg- um viðskiptum. Ég tel hins vegar að þau þjóðfélög þar sem mikiU munur er á miUi ríkra og fátækra hafi að geyma hræðUeg vandamál af þeim sökum sem koma öUum Ula jafnt þeim auðugri og þeim fátækari. Ég tel þannig að þræða verði mjótt einstigi miUi öfganna. Að meðaltali gott Sjálfstæðisflokkurinn er breiöur flokkur. Þar eru aUir sammála um ákveðið frelsi einstaklingsins og frelsi í viðskiptum. Fólki í öUum stéttum er ljóst að hagur allra er bestur við slik Nú hafa Flugleiðir tekið að sér að selja útlending- um aðgang að einu stærsta pútnahúsi heims: íslenskum konum. Sandkom sandkorn@dv.is Bókin með svörin Nú era síðustu bækumar í þessu jólabókaflóði að renna út úr prent- smiðjum. Þar á meðal er bók sem ber heitið Orð í eyra. Þar er að finna á ein- um stað úrval greina og pistla Karls. Th. Birgissonar en hann er eins og kunnugt er framkvæmdastjóri Sam- fylkingarinnar. Karl flutti um tíma pistla á RÚV en var sagt upp störfum þar sem hann þótti of kjaftfor. UmfjöUunarefni Karls í greinasafninu eru marg- vísleg og meðal annars er fjaUað um dónaskap HaUdórs Blöndals, vanmetakennd Kristjáns Þórs Júlíussonar, mútu- þægni blaðamanna, bamaklám og byggðastefnu, kvótaeign HaUdórs Ásgrímssonar og skýrleika Steingríms J. Sigfús- sonar, svo fátt eitt sé nefnt. Þarna mun einnig vera hægt að finna svör við hinum ólíklegustu spumingum eins og tU dæmis þeim af hverju Guðni Ágústsson sé svona undarleg- ur, hvar Ómar Ragnarsson finni aUt þetta tannlausa fólk og af hverju það sé ólöglegt að segja satt. Gerðarsafn og Gerðuberg Þegar Guðbergur Bergsson opnaði sýningu á eftirlætismálurum sínum í Gerðarsafni í Kópavogi á dögunum kom talsverður hópur fólks upp i Menningarmiðstöðina Gerðuberg í Breiðholti og hélt að sýningin væri þar. „Eruð þið ekki með þessar „Þetta vil ég sjá“-sýningar?“ spurði það hissa. Nú hef- ur önnur hugmynd úr Gerðubergi fengið nýtt heimilis- fang því íslenska óperan verður með nokkurs konar „tónþing" í kvöld með Kristni Sigmundssyni. Sjón- þing, ritþing og tónþing Gerðubergs hafa sem kunnugt er verið ótrúlega vinsæl og er ekki að efa að tónþing Óperunnar verður það líka. Þar heitir dagskráin Við fótskörina og ásamt Kristni verða á palli Jónas Ingi- mundarson píanóleikari, aldavinur Kristins og með- leikari hans til áratuga, og forstöðumaður Gerðubergs, Elísabet B. Þórisdóttir. Kom standandi niður „Ég rúllaði svolítið, en ég hálsbrotnaði ekki.“ Katrín Fjeldsted alþingismaöur, í Sunnu- dagskaffi á Rás 2, um nýafstaðiö prðfkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Krati verður hægri maður „Prófkjörin sem voru um daginn í Samfylkingunni - menn hafa spurt: var þetta dropinn sem fyllti mælinn, Stefán? Og ég held absolútt. Þarna fóru velferðarkratar og vinstri kratar af gamla skólanum. Þeim gekk alls staðar vel. En menn sem komu nýir inn, menn sem vildu auka vægi atvinnulífsins í pólitík Samfylkingar- innar, þeim var meira og minna hafnað. Þannig að þú ert með ofarlega á öllum listum, og alls staðar í for- ystusveit Samfylkingarinnar, vinstri krata, fyrrverandi Alþýðubandalagsfólk og svo framvegis. Og með þessu fólki á ég enga samleið." Stefán Hrafn Hagalín, fyrrverandi framkvæmdastjðri Sam- bands ungra jafnaöarmanna, I Silfri Egils á Skjá einum, um þá ákvöröun sína aö ganga í Sjálfstæöisflokkinn. Og ákafir hægrimenn ... „Þeir Guðlaugur Þór, Sigurður Kári og Birgir eiga það allir sameiginlegt að vera ákafir hægrimenn, þó að vissu- lega sé blæbrigðamunur á skoðunum þeirra." Finnur Þór Birgisson á Kreml.is ... verða kratar „Einn af þremur ungum mönnum, sem komast i örugg sæti, hafði hefð- bundnar áherslur ungra sjálfstæðis- manna; Sigurður Kári Kristjánsson vildi lægri skatta og aukið frelsi ein- staklinga. Hinir tveir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson, standa fremur fyrir kratískari arm flokksins.“ Gunnar Smári Egilsson í Fréttablaöinu Gamlir skattar eru góðir skattar „Háir neysluskattar eru tvímœlalaust flatir skattar og sama gildir um eins þreps tekjuskatt með lágum ein- staklingsfrádrœtti. Líta má þannig á að með tilkomu staðgreiðslukerfisins hafi forsendur hárra neysluskatta brostið. “ „Gamlir skattar eru góðir skattar" hljóðar hið forn- kveðna. Fullyrðingin felur í sér að almennt sé tregða til að breyta sköttum eða leggja niður gildandi skatta í þeirri mynd sem þeir eru hverju sinni. Ástæða tregðunnar er að fjárþörf opinbera geirans, ríkis og sveitarfé- laga, hefur ríka tilhneigingu til að vaxta ásmegin. Á það ekki síst við á kosningaárum þegar sveitarfélög- vilja sýna þrótt sinn með opinberum framkvæmdum. Hið sama virðist eiga við um stóra bróður, ríkið. Sýna þarf vöxt og viðgang einstakra málaflokka sem oftast tákna mis- munandi mikil fjárútlát. Ýmsar leiðir um að velja Hitt er annað mál hvernig byrð- unum er jafnað niður á geirana, ein- staklinga og fyrirtækin. Þeirri rök- semd er haldið fram með nokkrum sanni að fyrirtæki þurfi að geta hagnast vel, haldið eftir hluta ágóða síns til að geta dafnað og fjölgað starfsfólki sínu. Án þróttmikils at- vinnulífs sem býr við hagstætt skattaleg skilyrði og lagaramma verði litla vinnu að hafa fyrir hinn almenna borgara. Auk þess megi líta þannig á að fyrirtæki sem hagn- ist vel og haldi eftir stórum hluta ágóða síns komi þegar fram líða stundir til með að greiða meira til samfélagsins miðað við lágt skatt- hlutfall heldur ef þau hefðu verið mergsogin og eigi náð þeim vexti og viðgangi sem síðar varð. Þegar kemur að skattgreiðslum einstaklinga er um ýmsar leiðir að velja; stighækkandi skatta, flata skatta eða stiglækkandi skatta. Fá dæmi era um stiglækkandi skatta einstaklinga, ef nokkur, að þeir sem hafi háar tekjur greiði hlutfallslega minni lilut tekna sinna í skatt. Líta má þó þannig á að nefskattar sem ekki er tekjutengdir séu stiglækk- andi. Komið hafa upp þær hug- myndr að leggja niður afnotagjöld útvarps og taka upp nefskatt í stað- inn. Yrði hann þá væntanlega stig- lækkandi miðað við tekjur. Stighækkandi skattar Stighækkandi skattr eru taldir réttlátir á þeim forsendum að þeir sem mestar hafa tekjur hafa frekar bolmagn til að greiða en þeir sem hafa lág laun. Viðbótarskattþrep í tekjuskatti yrði því spor í réttlæt- isátt, einnig af þeirri ástæðu að nyt- semi tekna er talin fara minnkandi eftir því sem tekjumar aukast. Þannig eru not fyrstu milljónar- innar sem skattborgarinn aflar meiri en þeirrar tíundu þar eð þvi hærri sem tekjur eru þeim mun meiri er þarfafullnægingin. Kenn- ingin er þó ekki algild eins og ýmis dæmi að utan sýna um stórfelldan fjárdrátt, þai' sem nefndar eru tölur um milljónir ef ekki milljarða dala fjárdrátt einstaklinga. Flatir skattar Flatir skattar eru almennt taldir óæskilegir frá sjónarmiði þeirra sem lágar tekjur hafa vegna þess að í umhverfi þeirra greiða allir sama hluta launa sinna til hins opinbera án tillits til tekna. Tekjudreifingará- hrif þeirra eru því ekki nein, nema til komi tekjutengdar bætur til mót- vægis. Háir neysluskattar eru tvimæla- laust flatir skattar og sama gildir um eins þreps tekjuskatt með lágum einstaklingsfrádrætti. Lita má þannig á að með tilkomu stað- greiðslukerfisins hafi forsendur hárra neysluskatta brostið. Not þeirra fram yfir tekjuskatta sem greiddir voru eftir á var einkum í því fólgið, að þeir voru greiddir af samtíma veltu og rýmaði því verð- gildi þeirra ekki á tímum mikilla verðhækkana eins og gildi beinu skattanna. Afstæð hugtök Með allri þeirri tölvutækni sem til er ætti því að vera hægt að komi við tveggja til þriggja þrepa telguskatti í staðgreiðslukerfinu eins og var í hinu gamla kerfi sem gilti fyrir staðgreiðslu og sem hafði ýmsa kosti. Til dæmis vora frádráttarbærir liðir í því kerfi, svo sem allir vextir, viðhald húsnæðis og helmingur launa eiginkonu sem reyndust ótvírætt hagstæðir ungum skuldsettum íbúðarbyggjendum eða kaupendum. Óvíst er að þær bætur sem nú era greiddar komi nema að litlu leyti til móts við fyrrgreinda frádráttar- liði. Ástæðulaust er að telja að slíkir frádráttarliðir myndu eyðileggja núver- andi skattakerfi því álagning yrði hvort eð er leiðrétt eftir á eins og nú er. Réttlátt eða ósanngjamt skattakerfi eru því afstæð hugtök. Kerfi sem stuðl- ar að jöfhuði finnst láglaunafólki sann- gjamt á sama tíma og þeim sem hærri hafa tekjumar telja það óréttlátt. w ; j +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.