Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 Tilvera DV DV-MYNDIR KÖ Skarphéðingar Páll Gústafsson, Hrelnn Frímannsson, forzeti félagsins, og Níels Indriöason, menningarfulltrúi og viömælandi blaösins. Skarphéðingar hittast og kætast: Viljum varðveita ung- linginn í okkur - segir menningarfulltrúinn Níels Indriðason Tvær Karenar og einn Fúskari Eiginkonur félagsmanna eru kallaöar Karenar í höfuöiö á færeyskri prinsessu en börnin Fúskarar (Félag ungra Skarphéöinga). Skírnarnöfn þessara eru þó Guöfinna Finnsdóttir, Guölaug Ástmundsdóttir og Kristrún Gunnarsdóttir. Skarphéðingafélagið kom saman á Hótel Loftleiðum sl. laugardag. Þar var frumsýnd kvikmynd um sögu þessa félagsskapar en hann varð til í Menntaskólanum í Reykja- vík árið 1964. „Já, þetta var heims- frumsýning,“ viðurkennir Níels Indriðason, menningarfulltrúi þeirra Skarphéðinga, sem féllst á að svara nokkrum spurningum blaða- manns. „Við felldum saman nokkur myndskeið sem tekin hafa verið gegnum tíðina og elsti og merkasti búturinn er frá upphafsdögum fé- lagsins og tekinn af Vilhjálmi Knud- sen kvikmyndagerðarmanni." Nota Z eins og þeim sýnist - Hvers konar félag er þetta? „Skarphéðingafélagið var stofnað innan bekkjarins, 6. Z, og varð full- mótað í kringum stúdentsprófið. Tilgangurinn var fyrst og fremst að halda sambandi milli nemendanna þótt leiðir skildi. Við settum félag- inu lög sem við höfum fylgt æ síðan. Z skipaði stóran sess hjá okkur og því vorum við anzi daprir þegar hún var felld út úr málinu með lagasetningu. Vorum í bréfaskipt- um við menntamálaráðuneytið með- an á því stríði stóð og fengum skrif- lega heimild frá menntamálaráð- herra, sem þá var Svavar Gestsson, til að nota zetuna eins og okkur lysti. Ýmsum dettur eflaust Skarp- héðinn Njálsson í hug þegar þeir heyra nafn félagsins en hið rétta er að það dregur nafn sitt af Skarp- héðni Pálmasyni, eðlisfræði- og umsjónarkennara bekkjarins. í upp- hafi var það gert í gríni og af ung- æðishætti en með tímanum hafa viðhorfin breyst og allir metum við mikils að hafa haft hann sem kenn- ara, svo rólegan, yfirvegaðan og yf- irlætislausan sem hann var og er.“ - Allir, segirðu. Er þetta bara karlafélag? „Já, þetta var drengjabekkur. Við vorum 25 en höfum misst tvo félaga svo við erum 23 eftir. Við höldum fundi tvisvar til þrisvar á ári, fögn- um vori með sérstökum hætti og förum í gönguferðir. Lög félagsins eru dálitið góð og þau leggja áherslu á að við varðveitum unglinginn í okkur. Kjörvínið endist Skiptið þið oft um stjóm í Skarp- héðingafélaginu? Á tveggja ára fresti svo viö höfum allir verið í stjórn einhvem tíma, sumir oftar en einu sinni. Heiðurs- félagi er einn, höfðinginn Skarphéð- inn Pálmason. Það eru ýmsar hefðir við stjórn- arskiptin. Þá er til dæmis alltaf opn- uð kjörvínsflaska af geröinni Vat 69 (v=a x t) Við keyptum dálítið góðar birgöir af því í upphafi þannig að aldursforsetinn í félaginu verður orðinn 89 ára þegar sú síðasta verð- ur opnuð.“ - Hverja telur þú svo hápunktana í sögu félagsins? „Ja, þeir rifjuðust upp á mynda- sýningunni á laugardaginn. Þar má nefna hátíðasamkomu á Hótel ís- landi á 30 ára afmæli félagsins 1993 og 70 ára afmælisfagnað heiöursfé- lagans Skarphéðins Pálmasonar. Hann heldur alltaf tryggð við okkur þótt honum þætti við í upphafi held- ur galsafengnir." -Gun Lopez elskar Ben í tætlur Latínuleikkonan og kynbomban Jennifer Lopez segist ekki geta lifað án kærastans síns, leikarans Bens Af- flecks, svo ástfangin sé hún af stráksa, enda hann nýsleginn kynþokkafyllsti riddarinn í Hollywood. Og í þokkabót segir hún að nýjasta platan hennar heföi ekki orðið svipur hjá sjón ef Bens heföi ekki notið við. „Án Bens heföi þetta orðið miklu tregafyllri og sorgmætari plata. Núna vellur af henni hamingjan," segir leik- konan og söngstjaman í viðtali við norska blaðið VG. Jennifer er ákaflega stolt af nýju plötunni og hún skammast sin hreint ekkert fyrir ástaróðinn til unnustans, sem gaf henni rósrauðan demant í til- efni trúlofunarinnar fyrir ekki margt löngu. „Kannski dáldið banalt og of per- sónulegt en ég varð að losa mig við það,“ segir Jennifer. Jennifer grét af gleði þegar Ben bað hennar og hún hefur yndi af því að segja í smáatriðum frá heimsókninni til foreldra hans í Boston. Unnustinn er hins vegar ekki jafnhrifinn en þau hljóta að græja það sín í milli. Jennifer Lopez Leikkonan og söngkonan fræga er yfir sig ástfangin af unnustanum. Vinsælustu kvikmyndímat' Bond hafði betur Það biðu sjálfsagt margir spenntir eftir því hvort James Bond tækist að ýta Harry Potter úr efsta sæti listans yfir vinsælustu kvikmyndirnar í Bandarlkjunum. Potter var jú með gríðarlega aðsókn helgina áður. Og það er skemmst frá því að segja að Die Another Day ýtti Leyniklefanum aftur fyrir sig á sannfærandi hátt. Gífurleg markaðssetning á Bond- myndinni hefur örugglega haft sitt að segja. Af- rek Bonds er mikið í ljósi þess að Harry Potter var sýndur í rúmlega 300 fleiri kvikmyndasölum. í þriðja sæti er svo ný gamanmynd Friday After Next, þar sem öll aðal- hlutverkin eru í höndum svartra leik- ara. Segir mér svo hugur um að þetta sé ein þeirra gamanmynda sem eiga ekki erindi sem erfiði út fyrir Banda- ríkjamarkað. Öðru máli gegnir Um The Emperor’s Club sem er að fá góða gagnrýni. Sú kvikmynd, sem fjallar um viðkvæmt samband kennara og HELGIN 22.-24. NOVEMBER ALLAR UPPHÆÐIR I ÞÚSUNDUM BANDARÍKJADOLLARA. SÆTI FYRRI VIKA TITILL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA O Die Another Day 47.072 47.072 3314 o 1 Harry Potter and the Chamber.... 42.227 148.358 3682 © _ Friday After Next 13.010 13.010 1616 o 3 The Santa Claus 2 10.210 94.944 3251 © 2 8 Mile 8.620 97.579 2585 © 4 The Ring 7.560 110.837 2682 o _ The Emperor’s Club 3.846 3.846 809 © 6 My Big Fat Greek Wedding 3.657 204.520 1585 © 5 Half Past Dead 3.125 12.501 2113 © 9 Frida 2.369 12.055 794 © 16 Far From Heaven 1.621 3.194 259 0 7 Jackass: The Movie 1.612 62.081 1522 © 8 1 Spy 1.043 -32.644 1535 © 10 Sweet Home Aiabama 1.041 123.408 952 © 11 Bowling For Columbine 983 10.341 244 © 20 El crimen de padre Amaro 742 1.480 86 © 15 Star Wars: Attack of the Clones 617 307.898 58 © 17 Real Women Have Curves 433 3.196 163 © 13 Punch-Drunk Love 422 17.277 411 © 14 Ghost Ship 349 28.913 570 Vinsælustu myndböndin Sporðdrekakóngurinn Hin ljúfa breska kvikmynd About a Boy stóðst ársásir ævintýramyndanna eina helgina enn og situr sem fastast í efsta sæti. Storm- andi inn á listann kom The Scorpion King, ævintýra- mynd sem ættuð er úr The Mummy ser- íunni. Myndin ger- ist fyrir fimm þús- und ánnn. Þá var hinn grimmi og óþreytandi stríðs- herra Memmon full- viss um að hann myndi ráða yfir þjóðunum sem dreiföar voru um eyði- mörkina enda tapaði hann aldrei orrustu. Nú standa aðeins nokkrir þjóðflokkar á miUi Memmons og takmarks hans. Þeir hafa aldrei verið bandamenn en þar sem þeir vita að loka- uppgjör er óumflýjan- legt taka þeir hönd- um saman og fá hinn hrausta . Mathayus (Sporðdrekakóngim- inn), mann sem er lokahlekkurinn í af- komendum margra kynslóða hinna færu Akkadia-hermanna til að leiða þá gegn Memmon. Mikið var lagt í tæknibrellur og hópatriði og þykja mörg atriðin mögn- uð. -HK VIKAN18. 24. NOVEMBER FYRRI VIKUR SÆTI VIKA TTTHl (DREIFINGARAÐILI) ÁUSTA © 1 About a Boy (sam myndbönd) 2 © _ The Scorpion King (sam myndböndj 1 © 3 Star Wars II: (skIfan) 2 O 2 Spider-Man (SkIfanj 3 © 5 Monster’s Ball (myndform) 3 © 4 40 Days and 40 Nights isam myndbönd) 5 © _ Restdent Evll (sam myndbönd) 1 © 7 My Big Fat Greek Wedding (myndform) 8 © 6 Showtime <sam myndböndj 5 © _ The Accidental Spy (skífanj 1 0 8 John Q (MYNDFORM) 4 © 9 Mothman Prophecies (sam myndböndi 7 © 12 What The Worst Thing.... (SkIfan) 8 © 10 ísöld (SKÍFAN) 6 © 11 Ali G Indahouse (sam myndbönd) 7 © 13 Hart’s War (skífanj 6 0 17 K-Pax (SAM MYNDBÖND) 9 © 14 Queen of the Damned (sam myndbönd) 5 © 15 24 Hour People isam myndbönd) 4 © 19 Panic Room (skIfan) 10 The Scorpion King Dwayne Johnson ööru nafni The Rock í titilhlutverkinu. Die Another Day Pierce Brosnan í hlutverki James Bonds. nemanda hefur alþjóðlegri blæ yfir sér. í hönd fer Þakkargjörðarhátíðin í Bandaríkjunum. Er það ein stærsta kvikmyndahelgi ársins og margar nýj- ar kvikmyndir frumsýndar. Þá helgi eiga bæði Bond og Potter í vök að verjast fyrir nýjustu Disney-teikni- myndinni Treasure Planet. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.