Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 20
20 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90ár.a________________________________ Jónas Pálsson, sálfræöingur og fyrrv. rektor KHÍ, Grettisgötu 38, Reykjavík. Hann er í útlöndum. Álfheiður Ármannsdóttir, Lindasíöu 4, Akureyri. Árni Kjartansson, Hlaðbæ 18, Reykjavík. Hinrik Slgfússon, Vogum 3 Hraunteigi, Reykjahlíð. Selma Friögeirsdóttir, Vogatungu 3, Kópavogi. Sigríður Helgadóttir, Hvammi, Húsavík. ZSJa__________________________________ Guðmundur Sigurþórsson, járnsmiöur og fyrrum deildarstjóri hjá Ríkiskaupum. Breiöuvík 23, Reykjavík. Kona hans er Margrét Magnúsdóttir. Þau veröa meö fjölskyldunni á afmælis- daginn. Petra Gísladóttir, Hólavegi 26, Sauðárkróki. Sigrún Björnsdóttlr, Tjarnargötu 47, Reykjavík. 70 árg________________________________ Elís Gíslason, Grundargötu 13a, Grundarfiröi. Guðjón Magnússon, Hafnarbraut 3, Hólmavík. Guðrún Einarsdóttir, Tjarnarmýri 41, Seltjarnarnesi. Hallgrímur A. Ottósson, Smyrlahrauni 32, Hafnarfiröi. Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Hagatúni 3, Höfn. Sveinbjörn Jónsson, Faxatúni 21, Garöabæ. 60 ára________________________________ ; —— Guðrún Kristjánsdóttlr, Bólstaöarhlíð 62, Reykja- Eiginmaður hennar er Bjarni Aðalsteinsson. -trta Þau og fjölskyldan taka á —■ móti vinum og ættingjum í Þjónustumiöstöö Félagsþjónustunnar í Bólstaöarhlíö 43 laugard. 30.11. kl. 15.00-18.00. Bjöm Sævar Númason, Furulundi 7, Garðabæ. Guömundur H. Hjaltason, Logafold 90, Reykjavík. Jakob Blrgir Guðbjartsson, Snorrabraut 52, Reykjavík. Pétur Sigurðsson, Grundargerði 5d, Akureyri. Sesselja Hrönn Guðmundsdóttir, Gullengi 27, Reykjavfk. Þórarinn Krlstinsson, Kirkjustétt 5, Reykjavík. Hann veröur aö heiman. 50 ______________________________ Elín Edda Benedfktsdóttlr, Hlföarbyggö 13, Garöabæ. Jón Bergmann Jónsson, Kveldúlfsgötu 23, Borgarnesi. Salóme Rannvelg Gunnarsdóttir, Árlandi 7, Reykjavík. Sigurður J. Sveinbjörnsson, Hlíöargötu 6, Neskaupstaö. Úlfar Orn Valdemarsson, Ásvallagötu 21, Reykjavfk. áQ-áre________________________________ ; Arthur Páll Þorsteinsson, Laugavegi 145, Reykjavík. Freystelnn B. Barkarson, Grenigrund 24, Akranesi. Guðmundur Kristinn Thoroddsen, Laufrima 25, Reykjavfk. Gunnar Gústavsson, Hólabraut 4d, Keflavík. Halla Kristín Tulinius, Beykilundi 13, Akureyri. ioannis Garmpis, Laugavegi 46, Reykjavík. Krystyna Anlolek, Lundarbrekku 4, Kópavogi. Margrét Elsabet Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi 26, Vestmannaeyjum ]# 1 " 1 0 Aðventu-lc 12V Sent í póstkröft Pl iiðiskrossar 34V j, sími 431 1464 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 DV Fólk í fréttum Birgir Ármannsson lögfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Birgir Ármannsson, lögfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands, er einn þeirra þriggja ungu manna sem náðu glæsilegum árangri í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík um síðust helgi. Starfsferill Birgir fæddist í Reykjavík, 12.6. 1968 og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófum frá MR 1988, emb- ættisprófi í lögfræði frá HÍ 1996, hlaut hdl-réttindi 1999 og stundaði framhaldsnám í alþjóðlegum við- skiptarétti við Kings College í London 1999-2000. Birgir var blaðamaður á Morgun- blaðinu 1988-94, hefur starfað hjá Verslunarráði íslands frá 1995 og verið aðstoðarframkvæmdastjóri þess frá 2000. Birgir var forseti Framtíðarinnar í MR 1985-86, inspector scholae 1987-88, sat í Stúdentaráði fyrir Vöku 1989-91, var ritstjóri Vöku- blaðsins 1989-90, sat í stjóm Vöku á sama tíma, formaður Heimdallar 1989- 91, sat í stjóm SUS 1991-93 og 1995-97, situr i miðstjóm Sjálfstæð- isflokksins frá 1993, sat í stjórn Varðbergs 1993-2000 og formaður þess 1998-2000, sat í stjóm fulltrúa- ráðsins í Reykjavík 1989-91 og 1998-2000, var varamaöur í menn- ingarmálanefnd Reykjavíkurborgar 1986-94, sat í skólanefnd MR 1990- 94, í skólanefnd FÁ 1994-99, hefur setið í ýmsum ráðherraskip- uðum nefndum, situr í stjóm ICEPRO og hefm- setið í ráðgjafa- nefnd EFTA frá 2000. Fjölskylda Birgir kvæntist 23.3. 2002 Ragn- hildi Lövdahl, f. 1.5. 1971, starfs- manni franska sendiráðsins á ís- landi. Foreldrar hennar eru Einar Lövdahl, læknir í Garðabæ, og k.h., Inga Dóra Gústafsdóttir, húsmóðir og innflytjandi. Hálfsystur Birgis, sammæðra, eru Björg Ólafsdóttir, f. 18.10. 1976, BS í líffræði og læknanemi í Ung- verjalandi; Ólöf Ólafsdóttir, f. 29.10. 1980, nemi í líffræði við HÍ. Foreldrar Birgis: Ármann Sveins- son, f. 14.4. 1946, d. 10.11. 1968, lög- fræðinemi og forystumaður í röðum ungra sjálfstæðismanna, og Helga Kjaran, f. 20.5. 1947, grunnskóla- kennari. Stjúpfaðir Birgis er Ólafur Sigurðsson, f. 18.6. 1946, verkfræð- ingur. Ætt Ármann var sonur Sveins, múr- arameistara í Reykjavík, Sveinsson- ar, b. í Garðshomi á Höfðaströnd, bróður Guðna, fóður Rósbergs G. Snædals skálds. Sveinn var sonur Sveins, b. í Dæli i Fljótum, Sveins- sonar. Móðir Sveins múrarameist- ara var Gunnhildur Sigurðardóttir, b. í Hólakoti, Jónssonar. Móðir Ármanns var Margrét Lilja Eggertsdóttir, oddvita að Efri- Brunná, bróður Jóns, föður Jóns Kornelíusar úrsmiðs. Eggert var sonur Theodórs, gullsmiðs aö Efri- Brunná, Jónssonar. Móðir Theo- dórs var Margrét Magnúsdóttir, pr. í Steinnesi, bróður Arnórs, afa Benedikts, afa Guðmundar dómpró- fasts. Magnús var sonur Áma, bisk- ups á Hólum, Þórarinssonar. Móðir Áma var Ástríður Magnúsdóttir, prófasts í Hvammi, bróður Árna Magnússonar handritasafnara. Móðir Eggerts oddvita var Margrét Eggertsdóttir, b. á Kleifum, Jóns- sonar, hreppstjóra á Kleifum, bróð- ur Sigurðar, langafa Rósmundu, ömmu Ingibjargar Þorbergs. Annar bróðir Jóns var Brandur, langafi Rögnvalds, verkstjóra í Slippnum, afa Mörtu Guðjónsdóttur kennara. Þriðji bróðir Jóns var Guðmundur, langafi Kristjönu, ömmu Garðars Cortes. Jón var sonur Orms, ættföð- ur Ormsættar, Sigurðssonar. Helga er dóttir Birgis Kjaran, alþm., Magnús- sonar Kjaran stórkaupmanns, Tómassonar, b. í Vælugerði, Ey- vindssonar. Móð- ir Magnúsar var Sigríður Páls- dóttir, hrepp- stjóra á Þingskál- um, bróður Júlíönu, móður Helga, yfirlæknis á Vífilsstöðum, afa Júlíusar Víf- Os forstjóra. Júl- ía var einnig móðir Soffiu bæjarfulltrúa, ömmu Sveinbjarnar I. Baldvinssonar rit- höfundar. Páll var jafnframt bróðir Jóns, afa Jóns Helgasonar skálds og prófessors. Þá var Páll bróðir Ingiríðar, ömmu Lýðs, langafa Þórð- ar Friðjónssonar, forstjóra Kaup- hallar Islands. Páll var sonur Guð- mundar, ættföður Keldnaættar, bróöur Stefáns, langafa Ólafs ísleifs- sonar hagfræðings. Guðmundur var sonur Brynjólfs, b. í Vestri-Kirkju- bæ, Stefánssonar, b. á Árbæ, bróður Ólafs á Fossi, langafa Odds, langafa Davíðs Oddssonar. Stefán var son- ur Bjama, ættföður Víkingslækjar- ættar, Halldórssonar. Móðir Birgis Kjaran var Soffia, dóttir Franz Siemsen, sýslumanns í Hafnarfirði, og Þórunnar, dóttur Áma Thor- steinsson landfógeta, bróður Stein- gríms, skálds og rektors. Ámi var sonur Bjama stiftamtmanns Thor- steinssonar, b. í Kerlingadal, bróður Jóns Steingrímssonar eldprests. Móðir Árna var Þórunn Hannes- dóttir, biskups í Skálholti, Finns- sonar, biskups í Skálholti, Jónsson- ar. Móðir Þórunnar var Valgerður Jónsdóttir, sýslumanns á Móeiðar- hvoli, Jónssonar. Móðir Þórunnar yngri var Soffía Hannesdóttir John- sen, kaupmanns í Reykjavík, Stein- grímssonar, biskups í Laugarási, Jónssonar. Móðir Helgu Kjaran, Sveinbjörg Kjaran, er dóttir Sophusar Auðuns Blöndal, kaupmanns og skrifstofu- stjóra á Siglufirði, sonar Bjöms Blöndal, læknis á Hvammstanga, Gunnlaugssonar Blöndal, sýslu- manns, bróður Magnúsar Blöndal sýslumanns, Jóns Auðuns alþm. og Lárusar, sýslumanns og alþm., langafa Matthíasar Johannessen skálds og Halldórs Blöndal. Móðir Bjöms Blöndal var Sigríður, systir Benedikts Gröndal skálds yngri. Sigríður var dóttir Sveinbjamar Eg- ilssonar, skálds og rektors, og Helgu Benediktsdóttur, Gröndal, skálds og yfirdómara. Móðir Sveinbjargar var Ólöf Þorbjörg handavinnukennari, Hafliðadóttir, hreppstjóra og odd- vita á Siglufirði, Guðmundssonar, og Sigríðar Pálsdóttur, í Pálsbæ á Seltjamamesi, Magnússonar. Attræður Guöjón Helgi Sigurðsson, fyrrv. bóndi og oddviti, Gaulverjabæ, Sef- tjöm 7, Selfossi, er áttræður í dag. Starfsferill Guðjón fæddist í Seljatungu í Gaul- verjabæjarhreppi i Ámessýslu, ólst þar upp og átti þar lögheimili til 1949. Hann bjó félagsbúi þar með Gunnari, bróður sínum, 1945-49. Skólaganga Guðjóns var í Bama- skóla Gaulverja. Hann fékk réttindi til aksturs farþega og stærri flutninga- bíla 1945. Guðjón réðst til KÁ á Selfossi og síðar Mjólkúrbús Flóamanna. Hann starfaði hjá þessum fyrirtækjum til 1955. Þá hóf hann búskap í Gaulveija- bæ með blandaðan búskap, kýr, sauð- fé, hross og svín. Guðjón og Margrét, kona hans, bjuggu þar til 1982 er Mar- grét lést. Guðjón hætti síðan búskap 1984 og flutti á Selfoss. Þar var hann húsvörð- ur við Landsbankaútibúiö 1984-92 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Guðjón var símstöðvar- stjóri 1958-78. Þá kom sjálf- virkur sími í hreppinn og stöðin lögð nið- ur. Hann starf- rækti auk þess bensínstöð í Gaulverjabæ til 1973. Guðjón var kosinn í hreppsnefnd fyrst 1963 og var oddviti 1970-85, og formaður Búnaðarfélags Gaulverja 1965-83. Fjölskylda Eiginkona Guðjóns var Margrét Valdimarsdóttir, f. 26.4. 1922, d. 18.10. 1982, húsfreyja og bóndi. Foreldrar hennar voru Guðfinna Þorsteinsdóttir (Erla skáldkona), og Pétur Valdimar Jóhannesson, bændur að Teigi í Vopnafirði. Böm Guðjóns og Margrétar eru Haukur, f. 27.12. 1947, búfræðingur og starfsmaður á Reykjalundi, synir Hauks og Jóhönnu Baldursdóttur eru Baldur, f. 7.11.1979, og Grétar, f. 18.4. 1981; Rannveig Ágústa, f. 6.12. 1952, leikskólastjóri á Selfossi, maður hennar er Ólafur Árnason vélstjóri og eru börn þeirra Guðjón Helgi, f. 30.11. 1971, dóttir hans og Sigurbjargar Vilmundardóttur er Rannveig Ágústa, kona hans er Bima Sif Atladóttir og er sonur þeirra Egill Helgi, Ari Már, f. 16.10. 1974, kona hans er Guðbjörg Hulda Sigurðardóttir og er sonur þeirra Sigurður Hrafh, og Anna Mar- grét, f. 30.12. 1981; Erla Sigríður, f. 27.5. 1958, starfsmaður Samskipa í Reykjavík, maður hennar er Oddur Ólason lögfræðingur og eru börn þeirra Edda Sif, f. 24.1. 1992, og Ant- on, f. 29.4. 1993; Pétur Valdimar Guð- jónsson, f. 21.1.1961, bóndi og oddviti í Gaulverjabæ, kona hans er Kristín Ólafsdóttir bóndi og eru börn þeirra Viðar, f. 25.4. 1985, Margrét, f. 14.12. 1987, Og Dagný, f. 30.4. 1992. Alsystkini, Guðjóns eru Sigríður, f. 11.4.1912, nú látin, húsfreyja og bóndi í Sviðugörðum; Þorsteinn, f. 21.4.1913, nú látinn, trésmíðameistari á Selfossi; Sesselja Sumarrós, f. 22.4. 1915, hús- freyja og bóndi í Seljatungu, síðar húsmóðir og verkakona á Selfossi; Jón f. 12.3.1916, fyrrv. bifreiðaeftirlits- maður Selfossi; Laufey, f. 25.10. 1917, nú látin, var búsett í Minneapolis í Bandaríkjunum; Kristín, f. 13.8.1921, húsmóðir á Selfossi; Einar Gunnar, f. 16.7. 1924, bóndi í Seljatungu, nú bú- settur í Kópavogi. Foreldrar Guðjóns vom Sigurður Einarsson, bóndi, fyrst á Víðinesi á Kjalarnesi og í Seljatungu 1919-45, og k.h., Sigríður Jónsdóttir ljósmóðir Ætt Sigurður var frá Holtahólum, átti ættir í Hornafirði og um Austur- Skaftafellssýslu. Sigríður var ffá Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd og lágu ættir henn- ar i Borgarfjarðasýslu. Meðal sysktk- ina hennar var Snæbjörn Jónsson, bóksali i Reykjavík. Börn Guðjóns munu taka öll völd af honum á afmælisdaginn og m.a. ferð- ast með hann vestan heiðar. Andlát Valgerður Hanna Guðmundsdóttir, Túngötu 63, Eyrarbakka, lést á Sjúkrahúsi Selfossi 20.11. sl. Jarðarfarir Útför Gunnars Árnasonar búfræðikandidats, Grundarstíg 8, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miövikud. 27.11. kl. 15.00. Arinbjörn Kolbeinsson læknir veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni f Reykjavík fimmtud. 28.11. kl. 13.30. Útför Guðmundar Kristjáns Hermannssonar frá Súgandafiröi, Lautasmára 3, Kópavogi, fer fram frá Digraneskirkju miövikud. 27.11. kl. 13.30. Merkir Islendingar Thor Thors sendiherra fæddist í Reykja- vík 26. nóvember 1903. Hann var sonur Thors Philips Axels Jensen, kaupmanns í Borgamesi og síðar stórkaupmanns og útgerðarmanns í Reykjavík, og bónda á Lágafelli, og k.h., Margrétar Þorbjargar Kristjánsdóttur húsmóður. Thor var bróðir Ólafs Thors forsætisráðherra. Margrét var systir Steinunnar, móður Kristjáns Albertssonar, rithöfundar og ritstjóra. Thor lauk stúdentsprófi frá MR 1922, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1926 og stundaði framhaldsnám í hagfræði við Cambridge og í París 1926-27. Thor var framkvæmdastjóri Kveldúlfs hf. í Reykjavík 1927-1934, forstjóri Sölusambands Thor Thors íslenskra fiskframleiðenda 1934-1940, var skipaður aðalræðismaður íslands í New York 1940, var skipaður sendiherra fs lands í Bandaríkjunum 1941 og gegndi því starfi til æviloka. Hann var formað ur sendinefhdar íslands hjá Samein uðu þjóðunum um árabil, var fasta fulltrúi íslands þar og gegndi þar veigamiklu trúnaðarstarfi og hafði umtalsverð áhrif á það að SÞ sam þykktu stofnun Ísraelsríkis. Thor gegndi ýmsum trúnaðarstörf um áður en hann fór utan, var formað ur Stúdentafélags Reykjavíkur, formað ur Heimdallar og alþingismaður Sjálf stæðisflokksins á Snæfellsnesi 1933-1941 Hann lést 11. janúar 1965. Guðjón H. Sigurðsson fyrrv. oddviti í Gaulverjabæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.