Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 21
21 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 DV Tilvera I Tina Turner 63 ára Hin slunga söngkon- an og rokkamma, Tina Turner, er afmælisbam dagsins. Tina Turner var skírð Anna Mae Bullock og fæddist í Tennessee og þar bjó hún þegar hún kynntist rokkaranum Ike Turner sem ekki aðeins giftist henni heldur gerði hana fræga, þoldi svo ekki að hún varð frægari en hann. Tina hefur yfirleitt sagt eftir langar tónleikarispur að nú væri hún hætt en alltaf birtist hún aftur og virðist tuttugu árum yngri en hún er. Ef ein- hver á skilið titilinn drottning rokks- ins þá er það Tina Tumer. «mmnum -fr! Gildir fyrir miðvikudaginn 27. nóvember Vatnsberlnn (20. ian.-18. febr.): . Þú verður líklega ‘ heppinn í fjármálum næstu daga. Þú ert mun bjartsýnni en þú hefúr verið undanfarið og finnst gaman að vera til. Flskamlr (19. febr.-20. marsl: Það er hætt við því að Iþú vanmetir andstæð- ing þinn eða keppi- naut. Þú þarft i töluvert fyrir þvi að kom- ast þangað sem þú ætlar þér. Hrúturlnn (21. mars-19. apríll: . Þín bíður skemmtileg- 'ur dagur og viðburða- rikt kvöld. Lifið brosir _ við þér þessa dagana og þú skalt njóta þess til hins ýtrasta. Nautld (20. april-20. maíl: Ekki leggja árar í bát þó að á móti blási. Leitaðu heldur eftir aðstoð ef þér-reynast aðstæður erfiðar. Kvöldið verður mjög skemmtilegt. Tvíburarnir (21. maí-21, iúní): Þó að þér finnist líflð ' erfltt um þessar mimd- ir skaltu muna að tím- inn læknar öll sár og hver veit nema hamingjan bíða handan götunnar? Krabbinn (22. iúní-22. iúli): « Þú hefúr mikið að gera í dag og þarft að halda virkilega vel á spöðunum til að kom- það sem þú ætlar þér. Happatölur þinar eru 1,14 og 21. LÍÓnlð (23. iúlT- 22. áeúst): , Það hentar þér betur að vinna einn í dag. Þú þreytist við að hafa of mikið af fólki í kring- um þig og ættir að eyða tíma með sjálfum þér. Mevian (23. áeúst-22. sept.l; Veikindi eða slappleiki gætu sett strik í reikn- 'itinginn hjá þér og tafið ^ f fyrir. Greiðsemi fellur í góðan jarðveg hjá vinnufélögum þinum. Vogin (23. sept-23. okt.l: Ástarmálin taka mikið af tíma þínum. Það lít- ur út fyrir að eitthvert ósætti komi upp en þáð jafnar sig sennilega fljótt. Happatölur þínar eru 3,17 og 28. Sporðdreklnn (24. okt.-2l. nóv.l: Þú ferð í óvænt feröalag á næstunni sem víkkar jsjóndeildarhring þinn og þér finnst þú loks nær því að vita hvað þú vilt í lífinu. Þér leitist létt að fá aöra á þitt band. Boemaðurlnn (22. nóv.-21. des.): iLeitaö verður til þin 'um leiðbeiningar eða | ráðgjöf í máli sem þér er ekkert gefið um að láta í ljós álit þitt á. Happatölur þínar eru 8,12 og 23. Stelngettln (22. des.-19. ian.l: Þú kynnist nýju og áhugaverðu fólki á næstunni. Það skiptir w miklu máli að þú komir vel fyrir. Þú átt framtíð- ina fyrir þér. DV-MVNDIR SIGURDUR K. HJÁLMARSSON Brosandi börn Þaö er sama hvar sungiö er á land- inu, grunnskólabörnin kunna hvar- vetna vel aö meta heimsóknir Listar fyrir alla. Hér má sjá bros á hverju andliti skótakrakka í Vík. viljum líka halda áfram að syngja og spila.“ Ólafur Kjartan og Tómas Guðni voru á leiðinni til annarra skóla á Suðurlandi og síðan liggur leið til Vestmannaeyja á þriöjudag og miðvikudag. -JBP/SKH Mozart, Bach og Britney heilla Á sumum heimilum er talað um „óperugarg" og bömin hafa þá hugmynd um óperasöngvara að þeir séu feitir, gamlir kallar. En reynslan af List fyrir alla, sem er átak til að kenna ungum grunn- skólanemum að meta tónlistina, segir allt aðra sögu. Þegar þeir Ólafur Kjartan Sigurðarson barítón og Tómas Guðni Eggerts- son, undirleikari hans, mættu til Víkur í Mýrdal fyrir stuttu til að skemmta krökkunum mátti sjá bros á hverju andliti meðan konsertinn var. Það var sama hvort það var Bach eða Birtney Spears eða blues-tónlist, tónlist djasspíanistans Oscars Petersons - eða óperutónlist sjálfs meistara Mozarts, allt mæltist þetta vel fyr- ir. „Þetta er í einu orði sagt stór- kostlegt, bæði skemmtilegt og lær- dómsríkt," sagði Ólafur Kjartan í samtali við DV. „Krakkamir kann- ast við þessa tónlist, hvort sem þeir eru sex ára eða sextán, og þeir vilja heyra meira og meira, og við Papageno Hinn káti Papageno úr Töfraflautu Mozarts heillaöi krakkana í Mýrdal. Hér er Tómas Guöni viö píanóiö, Ólafur Kjartan meö rauöa hanakambinn og bros- andi andlit í salnum. íslensk jólatré og jólagreinar í kvöld halda skógræktarfélögin opið hús í Mörkinni 6 (húsi Ferðafé- lags íslands). Umijöllunarefni kvöldsins eru jólatré og skreytinga- efni úr íslenskum skógum, sem skógræktarfélögin vilja vekja sér- staka athygli á. Fjölbreytt dagskrá verður í boði. Steinar Björgvinsson garðyrkjumaður fjallar um ýmiss konar efni til jólaskreytinga úr is- lensku skógunum og gefur hug- myndir um hvemig vinna má úr því. Skógfræðingar Skógræktarfé- lags íslands verða með myndasýn- ingu um íslensku jólatrén. Fjalla þeir um hvar þau em ræktuö í land- inu, hvernig þaö er gert, hvaða trjá- tegundir eru notaðar og hvernig á að meðhöndla þau til þess að þau standi fersk og ilmandi yfir jólin. Einnig verður Jón Ólafsson, skreyt- ingameistari frá versluninni Garð- heimum, með kynningu. Sýnir hann nokkrar mismunandi aðferðir til þess aö skreyta jólatré. Dagskrá- in hefst kl. 20 og er öllum opin. Jólasveinar og íslensk jólatré Jólasveinarnir sýna áhugasömum áhorfendum afrakstur skógræktar- mnar. Bíógagnrýni Í..O' Regnboginn - The Important of Being Ernest irici-. Nafn sem skiptir máli Hiimar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Algy og Ceclly uppgötva hvort annað Rupert Everett og Reese Witherspoon í hlutverkum sínum. The Importance of being Emest, sem Oscar Wilde samdi árið 1895, er einn besti farsinn sem saminn hefur verið á enska tungu. Leikrit þetta hefur að minnsta kosti þrisvar ver- ið kvikmyndað áður og veriö gerðar sjónvarpsmyndir eftir því. Það er því að bera í bakkafullan lækinn að gera enn eina kvikmyndaútgáfu eft- ir leikritinu og ekki bætir kvik- mynd Olivers Parkers neinu nýju við ef undan er skilin tattóveringin á Gwendolin sem ásamt tónlistinni er nútíminn í myndinni. Að öðru leyti fylgir myndin frumgerðinni og mesta ánægjan felst í að horfa á úr- valsleikara fara með snilldartexta. Ef eitthvert leikrit er á hárfinum mörkum þess að vera gamanleikrit og farsi þá er The Importance of being Emest slíkt verk. Fyndnin í verkinu er aldrei svo að áhorfand- inn veltist um af hlátri. Verkið hef- ur samt yfirbragð farsans þar sem misskilningur er í hávegum hafður. Á móti kemur að persónumar era ekki farsakenndar. Það er enginn sem er „fifLið“ í hópnum. The Importance of being Emest gerist fyrir aldamótin 1900 þegar siðsemi Viktoríutímabilsins, sem svo oft er vitnað til, er í hávegum höfð. Jack Worthing (Colin Firth) lifir tvöföldu lífi. Hann er ráðsettur herragarðseigandi í sveitinni og slettir úr klaufunum í London. Þar heitir hann Emest og á vin sem heitir Algy (Rupert Everett) og unnustuna Gwendolin (Frances O’Connor) sem segir Jack/Emest að það sem heilli hana einna mest sé nafnið Emest. Hún er ekki ein um að telja að nafniö Emest hafi kyn- ferðislegt aðdráttarafl. í sveitinni er hin 18 ára Cecily (Reese Wither- spoon) sem Jack hefur forræði yfir. Hana dreymir dagdrauma um mann sem heitir Emest. Aðeins það að hugsa um nafnið kveikir í henni. Vinurinn Algy kemst að leyndar- máli Jacks og fer í sveitina og þyk- ist vera Emest. Það er eins og við manninn mælt, Cecily kolfellur fyr- ir honum. Síðan kemur Jack í sveit- ina og Gwendolin á eftir honum og fjörið hefst. The Importance of being Emest er vel heppnuð kvikmynd eftir leik- riti sem hefur staðist tímans tönn. Það er nú samt svo að mjög lítið er gert í myndinni sem ekki er hægt að gera á sviði. Leikstjórinn Oliver Parker er klassískmenntaður leik- húsmaður, sem hefur leikstýrt tveimur kvikmyndum, Othello og An Ideal Husband (einnig eftir leik- riti Oscar Wildes) þar sem hann fer hefðbundnar leiðir. Hann virðist hafa gott auga fyrir möguleikum kvikmyndavélarinnar, en passar vel upp á aö fara ekki út fyrir rammann, er jarðbundinn í þeim efnum. Rupert Everett og Colin Firth náðu vel saman þegar þeir voru yngri í Another Country og eiga báðir góðan dag. Að vísu virkar Firth stundum þvingaður ólíkt Ev- erett. Frances O’Connor og Reese Witherspoon eru sakleysislegar á yfirborðinu, en hormónamir leyna sér ekki. Og eins og við var að búast fer Judy Dench á kostum í hlut- verki hinnar siðprúðu aðalskonu sem er meö spumingalista fyrir biðlana. Lelkstjóri: Oliver Parker. Handrit: Oliver Parker eftir leikriti Orscars Wilde. Kvlk- myndataka: Tony Pierce-Roberts. Tónllst: Charlie Mole. Aóallelkarar: Rupert Ever- ett, Colin Firth, Reese Witherspoon, Judi Dench, Frances O’Connor, Tom Wilkinson og Edward Fox.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.