Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2002, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2002 IHF-þing í Pétursborg: Túnis fékk HM 2005 Þing Alþjóða handknattleikssam- bandsins, IHF, fór fram i Sankti Pét- ursborg í Rússlandi um nýliðna helgi. Það sem bar helst til tíðinda á þinginu var að ákveðið var að heimsmeistarakeppnin 2005 yrði haldin i Túnis en Portúgalar eru gestgjafar næstu keppni sem hefst 20. janúar nk. Túnis og Þýskalands börðust um að fá að halda keppnina 2005 og lengi framan af benti flest til þess að Þjóðverjar hrepptu hana, enda ein- staklega vel í stakk búnir til að halda mót í þessari stærðargráðu. Um tima sóttust fleiri þjóðir eftir að halda keppnina en þær drógu um- sókn sína til baka á síðustu stundu. Á þinginu í Sankti Pétursborg var gengið til atkvæða um keppnis- stað 2005 og öllum aö óvörum sigr- uðu Túnismenn í kosningunni, fengu 46 atkvæði en Þjóðverjar 44. Fjórar þjóðir sátu hjá í atkvæða- greiðslunni. Þessi niðurstaða var mikið áfall fyrir Þjóðverja og um leið Evrópu en ljóst var að einhverj- ar Evrópuþjóðir höfðu hlaupist und- an merkjum og stutt umsókn Tún- ismanna. Svo virðist sem Þjóöverjar hafi ekki unnið sína heimavinnu nægilega vel og verið full vissir um að vinna öruggan sigur í atkvæða- greiðslunni. Hins vegar er talið að stjórnar- menn Alþjóðasambandsins meö for- setann í broddi fylkingar hafl unnið mikið á bak við tjöldin fyrir um- sókn Túnismanna og uppskorið sig- ur á endanum. Handknattleikur er vinsæll í Tún- is og hafa framfarir verið miklar hjá landsliði þeirra á síðustu árum. Á heimsmeistaramótinu í Portúgal eru Túnismenn í fyrsta styrkleika- flokki en þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu Egypta í úrslitaleik Afríku- keppninnar. Á þinginu var ákveðið að heims- meistarakeppni kvenna 2004 yrði haldin í Rússlandi. -JKS Stórmót kylfinga í Japan Kaname Yokoo sló mest allra á stórmófi kylfinga á Tævan og sést hér með verölaun sin. Spánverjinn Sergio Garcia varö í ööru sæti. Reuters Yokoo sigraði á heimavelli Japanski kylfingurinn Kaname Yokoo sigraöi á stórmóti sem haldið var í borginni Miyazaki i Japan. Lokahringurinn var æsispennandi en Spánverjinn Sergio Garcia varð að láta í minni pokann fyrir Yokoo sem lék á 15 höggum undir pari en Garcia á 14 höggum. Tiger Woods, stigahæsti kylftng- urinn, varð að gera sig ánægðan með sjötta sætið. Harrington vann á Tævan Á sama tíma fór írinn Padraig Harrington með sigur af hólmi á opna Asíumótinu á Tævan. Hann lék á 15 höggum undir pari en lítt þekktur Jyoti Randhawa frá Ind- landi lenti í öðru sæti á 14 höggum. -JKS Nú orðaður við Barcelona Umræðan um að Eiður Smári Guðjohnsen sé á forum frá Chelsea held- ur áfram í bresku pressunni. í þetta skiptið er íslendingurinn orðaður við Barcelona en þetta kemur fram hjá enska netmiðlinum Teamtalk. í síðustu viku náði umræðan um Eið Smára há- marki en þá átti Manchester United að hafa gert Chelsea kauptilboö í kappann. Samningaviðræöur Eiðs Smára og Chel- sea um nýjan samning liggja nú niðri en forsvarsmenn liðsins segja að þráð- urinn verði tekinn upp .fljótlega og eru vissir um aö Eiður Smári verði áfram í herbúðum Lundúnaliðsins. -JKS Janica Kostelíc frá Króatíu fagnar sigri sfnum... í svigi í heimsbikarnum í |Park City í Utah. |\ Reuters Annað mót heimsbikarsins á skíðum: Von Grueningen og Kostelic sigurvegarar Heimsbikarkeppnin á skíðum hélt áfram um helgina og var keppt í Park City í Utah í Bandaríkjunum. Karlamir riðu á vaðið í stórsviginu, þar kom Svisslendingurinn Michael von Greningen fyrstur í mark en honum er spáð velgengni á þessu tímabili. Stepham Eberharter var í fyrsta sæti eftir fyrri umferðina en náði sér ekki á strik í seinni ferð- inni og hafnaði að lokum í áttunda sæti. Austurríkismennirnir Christ- ian Mayer og Benjamin Reich urðu síðan í öðru til þriðja sæti. Þessir kappar eiga líka eftir að verða í sviðsijósinu í vetur. Von Grueningen varð í þriðja sæti á fyrsta mótinu en sigurinn hans um helgina var hans 21. í stór- svigi í heimsbikamum. Króatíska stúlkan Janica Kostelic sigraði í svigi á sama stað, hún sló rækilega í gegn á síðasta tímabili, bæði í heimsbikarnum og á Ólymp- íuleikunum í Salt Lake City. Hún er þjóðhetja og miðað við byrjunina hjá henni verður hún í toppbarátt- unni í vetur. Christel Pascal frá Frakklandi varð í öðru sæti í svig- inu í Salt Lake City og austmríska stúlkan Sabine Egger lenti í þriðja sæti. -JKS Spænski handboltinn: Heiðmar með sex Heiðmar Felixsson skoraði sex mörk fyrir Bidasoa þegar liðið vann stórsigur, 22-32, á Valencia í spænsku 1. deildinni í handknatt- leik. Heiðmar var sagður besti maður Bidasoa i leiknum og var jafnframt markahæstur. Rúnar Sigtryggsson og félagar hans í Ciudad Real halda sínu striki og unnu yfirburðasigur, 33-18, á Santander Cantabria. Rúnar lék að mestu í vörninni hjá Ciudad Real en náði að skora eitt mark. Talant Dujshebaev var markahæstur og gerði sex mörk. Hilmar Þórlindsson er enn meiddur en lið hans Cangas sigr- aði Granollers, 29-28. Mótherjar Hauka í 4. umferð Evrópukeppni bikarhafa, Ademar Leon, voru ekki í neinum vandræðum með sinn andstæðing, Teucro Caixa- nova, og sigruðu, 36-21. Gamla stórveldið Barcelona vann nýlið- ana Alcobendas frá Madríd, 20-30, á útivelli. Ciudad Real, Ademar Leon og Barcelona eru öll með 20 stig í þremur efstu sætinum. Portland San Antonio er í fjórða sæti með 18 stig. Cangas er í 9. sæti með átta stig og Heiðmar og samherjar hans eru í 13. sæti með sex stig. -JKS Golf: Björgvin komst ekki áfram Björgvin Þorsteinsson, sem tók þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð eldri kylfinga, náði ekki að komast áfram. Björgvin lék fyrri hringinn á 82 höggum, á tíu höggum yfir pari, og seinni hringinn á 84 höggum og það nægði honum ekki til að komast áfram Hann hafnaði í 52. sæti en einungis 30 efstu kylfingarnir komust áfram á lokamótið. Mótið fór fram á Penina-golf- vellinum í Portúgal um helg- ina. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.