Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2002, Blaðsíða 26
30 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 M agasin I>V „Ég hugsa ekkert um frægðina, enda er ég bara venjuleg tólf ára stelpa í HafnarfirSi. Hins vegar reyni ég að gera allt sem ég tek mér fyrir hendur jafn vel og ég get. Vona það besta en býst við hinu versta," segir söngstjarnan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Fyrir fáein- um dögum kom út ný hljóm- plata meb henni; Jól meö Jó- hönnu. Það er þriðja platan hennar en áður hafa komið út tvær plötur með lögum úr ýms- um áttum. Fyrir þremur árum kom út Jóhanna Guðrún - 9 ára, og platan í fyrra hét Ég sjálf. Báðar náðu þær metsölu og ef að líkum lætur verður nýja jólaplatan engin untan- tekning að því leyti. ^ Plata var auðvitað draumurinn Næstkomandi sunnudagskvöld, 1. desember, verða einnig tímamót á söngferli Jóhönnu Guðrúnar en þá heldur hún sína fyrstu sólótón- leika. Þeir verða í Austur- bæjarbiói. Hennar hægri hönd þar sem fyrr verður María Björk Sverrisdóttir sem raunar átti upphafið að því að Jóhanna fór að syngja inn á hljóm- plötur. ■jt „Alls staöar þar sem ég kem fram er María með mér. Hún er eins og önnur mamma mín,“ segir Jóhanna. „Fyrir íjórum árum fór ég i söngvakeppnina Jabba dabba dú og síðar á námskeið hjá Maríu Björk. Þegar því lauk kom hún síð- an til min og spurði hvort ég hefði áhuga á að gera hljómplötu, sem auðvitað var draumur minn. Ég sagði já, eftir að hafa talað við mömmu og pabba og þau gefið mér leyfi,“ segir Jóhanna. -1 framhald- inu komu svo tvær áðurnefndar plötur en þar er einkum að finna erlend lög með íslenskum textum. Einnig lög eftir tvo íslenska höf- unda, þá Magnús Þór Sigmundsson og Einar Bárðarson. Jólalög í júlí Jólaplata Jóhönnu sem nú er að koma út var tekin upp sl. sumar; þegar sólin skein skærast og vermdi landið með hlýjum geislum sínum. „Það var svolítið skrýtið að vera þá að syngja jólalög. En ég reyndi bara að komast inn í jólastemninguna og líklega hefur það tekist. Ég vona það að minnsta kosti. Við tókum plötuna að mestu leyti upp í júlí. Síðan fór ég með fjölskyldunni í sumarfrí til Flórída og þegar við komum heim aftur lukum við upptökum," segir Jó- hanna. Hún getur þess sérstaklega að ágóði af tónleikum sínum á sunnu- dagskvöldið renni til langveikra barna. „Ég er þakklát fyrir að vera sjálf hraust og líða vel. Það er líka æðislegt að geta gefið öðrum gjafir, þeim sem virkilega þurfa á því að halda, núna á þessum tima árs þeg- ar jólin eru að ganga í garð.“ Sungiö með Brandi Jóhanna hefur fengið mörg tæki- færi í söngnum á síðustu mánuð- um. í hittifyrrasumar var hún til dæmis með Bylgjulestinni og söng á hverjum laugardegi allt það sum- •>ar á þeim stöðum þar sem lestin hafði viðkomu, sem var um allt land. Þá söng hún um verslunar- mannahelgina i Galtalæk og á Ak- ureyri og síðan nú nýlega í Þórs- höfn í Færeyjum þegar þar var opnuð ný stórverslun. Þar kom hún fram með Brandi, þrettán ára barnastjömu þeirra h. eyjaskeggja. „Það var gaman að koma til Fær- eyja. Færeyingar eru skemmtilegt „Eg sé ekki eftir neinu. Ef börn langar til þess að syngja þá eiga foreldrar þeirra að leyfa þeim það. Og minn draumur er að geta orðið söngkona í framtíð- inni,“ segir Jóhanna Guðrún hér í viðtalinu. Hér er hún ásamt hundinum sínum henni Glódísi. Magasín-mynd kö Er bara venjuleg // tólf óra stelpa // fólk og óskaplega trúaðir," segir Jóhanna Guðrún þegar hún rifjar upp ferðalagið á slóðir frænda okk- ar þar. Röddin þroskast og þró- ast Af hógværð er Jóhanna lengi að hugsa sig um þegar hún er spurð hverjar henni þyki hafa verið helstu framfarir sinar í söngnum á undanfömum árum. Skiljanlega hljóta þær þó talsverðar að vera, þegar hún syngur dagana langa og er í stöðugri æfmgu. „Auðvitað hefur röddin þroskast og þróast og síðan er ég líka orðin sviðsvanari en ég var. Þetta kemur allt með tímanum," segir hún. Spurð um hlutskipti bamastjörn- unnar, sem mörgum reyndist erfitt að höndla, segir Jóhanna Guðrún svo alls ekki vera í sínu tilviki. „Sjálfsagt er þetta mjög persónu- bundið en ég sé ekki eftir neinu. Ef böm langar til þess að syngja þá eiga foreldrar þeirra að leyfa þeim það. Og minn draumur er að geta orðið söngkona í framtíðinni. Vin- konur mínar eiga sumar hverjar þennan sama draum eða þá að verða dansarar eða leikonur," seg- ir Jóhanna. Leyndardómsfull Hún kveðst mikið hlusta á er- lendar söngkonur, svo sem þær Whitney Houston, Celine Dion, Lian Rimes og Shakira, og þær séu fyrirmyndir sínar að mörgu leyti. Af innlendum stjörnum sé það tví- mælalaust Elly Vilhjálms. Um framtíðina í söngnum vill Jóhanna Guðrún lítið tala. Það sé um að gera að einbeita sér að þeim verkefnum sem séu í gangi á hverj- um tima og leysa þau af kostgæfni. Hún vill ekki ræða um hvort vænta megi frægðar og frama er- lendis en er hins vegar svolítið leyndardómsfull á svipinn þegar hún er spurð að þvi. Hver veit því nema heimsfræðgin sé handan við hornið! Út áb ganga með Glódísi Foreldrar Jóhönnu Guðrúnar eru Margrét Steindórsdóttir hjúkr- unarfræðingur og Jón Sverrir Sverrisson tæknifræðingur. Þau eiga tvo eldri syni; Steindór Arnar, sem er 22 ára, og Sverri Snævar, sextán ára. - Jóhanna er í 7. bekk Setbergsskóla i Hafnarfirði og seg- ir skemmtilegt í skólanum. Saga og íslenska séu sín eftirlætisfög og henni þykir sérstaklega gaman að glíma við málfræðina. Þegar önnur áhugamál en sönginn ber á góma nefnir Jóhanna djassballett „... og síðan fer ég oft út að labba með hundinn minn, hana Glódísi. „Sem söngkona er ég kannski fyrirmynd annarra krakka. I því hlutverki reyni ég að standa mig með því að vera kurteis, glöð og góð stúlka. Oftast held ég að mér takist að standa mig að því leyti, þótt auðvitað sé annarra að dæma um það,“ sagði bamastjaman og söngfuglinn Jóhanna Guðrún Jóns- dóttir að síðustu. -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.