Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Page 4
4 MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002 DV Fréttir Miklar breytingar á þingliði í kosningunum í vor: Að minnsta kosti sex þingmenn á útleið - konum fækkar og meðalaldur lækkar Eftir tíðindi helgarinnar er ljóst að að minnsta kosti sex sitjandi þingmenn munu hverfa af þingi eftir kosningarnar i vor. Þeir Kristján Pálsson og Karl V. Matthí- asson eru ekki á framboðslistum flokka sinna og bætast þar með í hóp þeirra Páls Péturssonar félags- málaráðherra, Framsóknarflokki, Vilhjálms Egilssonar, Sjálfstæðis- flokki, og Svanfríðar Jónasdóttur, Samfylkingu. Lára Margrét Ragn- arsdóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, hafnaði í 12. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík og er að öll- um líkindum á útleið og sæti Katrínar Fjeldsted, sem hafnaði í 11. sæti í sama prófkjöri, er ekki öruggt. Þá er ljóst að varaþingmað- urinn Helga Guðrún Jónasdóttir hverfur einnig frá þingstörfum. Konum á Alþingi fækkar við þetta nokkuð. Til dæmis voru fjórir af níu þingmönnum Sjálfstæðis- flokks í Reykjavík konur en í vor verða þær þrjár af ellefu ef Katrín Fieldsted heldur sæti sínu. Að sama skapi yngist talsvert upp á þinginu í vor. Öruggt er aö þrír sjálfstæðis- menn á aldrinum 29 til 36 ára koma inn i Reykjavík og Helgi Hjörvar yngir nokkuð upp í þingliði Sam- fylkingar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson eru í baráttusætum fyrir Samfylkinguna, 27 og 25 ára, og nýr kandídat sjálf- stæðismanna í Suðvesturkjördæmi, Bjami Benediktsson, er ekki nema 32 ára. -hdm Dreyimgar a Mipmgi Þegar er Ijóst aó töluveröar breytingar veröa á samsetningu þingliðsins eftir alþingiskosningarnar í vor. Sitjandi þingmenn eru annaðhvort ekki á iista eöa í sætum á listum sem eru langt frá því aö vera ávísun á þingsæti. Má aka á 80 km hraða í hringtorgl? Þegar komiö er aö austan og bílar nálgast nýja hringtorgiö viö Rauöavatn kemur aövörun - hringtorg fram undan. Þaö sem vekur hins vegar spurningar er hvort þaö megi aka á 80 kílómetra hraöa þegar maöur skeiiir sér inn t sjálfan hringinn. Þaö má a.m.k. skilja þaö þannig miöaö viö merkingarnar. Svo dæmi sé tekiö er 50 km hraöi merktur viö ___________________Hverageröi þar sem nýlegt hringtorg er._ Listi sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi: Fullkomlega sátt við listann - segir Helga Guðrún Jónasdóttir sem sóttist eftir sæti „Ég er fullkomlega sátt við þessa niðurstöðu. Það má eigin- lega segja að ég kem móð en ósár úr þessari baráttu en fyrst upp- stillingamefndin ákvað að fimmta sætið færi til Garðabæjar er ég sátt viö að sjötta sætið fór til konu. Ég er búin að vera vara- þingmaður í fjögur ár og það er spuming hvort ég hefði viljað vera varaþingmaður í önnur fjög- ur. Ég er ánægð með listann, hann er sterkur og flnn og nú ætla ég aö snúa mér að öðru,“ segir Helga Guðrún Jónasdóttir, varaþing- maður og formaður Landssam- bands sjálfstæðiskvenna, um nið- urstöðu uppstillingarnefndar flokksins í Suðvesturkjördæmi, eða kraganum eins og það er gjarnan kallað. Tillaga nefndar- innar var samþykkt á kjördæmis- þingi í Valhöll á laugardag. Helga Guðrún lýsti því yfir í DV á fóstu- dag að það vekti upp alvarlegar spumingar ef konum yrði fækkað á listanum en hún gaf kost á sér í eitt af efstu sætunum. Það fór eins og búist var við að sitjandi þingmenn í kjördæminu röðuöu sér óbreytt í fjögur efstu sætin. Ámi M. Mathiesen er efst- ur, þá kemur Gimnar I. Birgisson, þá Sigríður Anna Þórðardóttir og loks Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir. Bjarni Benediktsson, lög- fræðingur úr Garðabæ og sonur Benedikts Sveinssonar, verður í fimmta sætinu, eins og kom fram í DV á fostudag að stóö til, og Sig- urrós Þorgrímsdóttir úr Kópavogi skipar það sjötta. Nokkur átök voru innan nefnd- arinnar um skipun listans. Þannig var áætlað að ganga frá tillögim- um á fundi á fimmtudagskvöld en því var frestað. Fyrir helgi var talið líklegt að Jón Gunnarsson úr Kópavogi fengi sjötta sætið. Hvorki hann né Helga Guðrún eru því á listanum. -hdm S-listi í NV-kjördæmi: Karl verður ekki á lista Karl V. Matthí- asson, þingmaður Samfýlkingar, verður ekki á lista flokksins í Norð- vesturkjördæmi fyrir þingkosning- amar í vor. Þetta er ljóst eftir kjör- noM w_ dæmisþing flokks- Matthíasson. his á Hólmavík á laugardag. Upp- stillingamefhd lagði til að Jóhann Ár- sælsson þingmaður yrði í efsta sæti, Anna Kristín Gunnarsdóttir varaþing- maður i öðra, Gísli S. Einarsson þing- maður í þriðja og Sigríöur Ragnars- dóttir varaþingmaður í því Qórða. Til- laga kjömefndar var samþykkt með 46 atkvæðum gegn 41 en kosið var á milli Gísla og Karls í fjórða sætið. -hdm D-listi í NA-kjördæmi: „Áferðarfallegur listi“ „Mér líst afar vel á málin eftir þetta og það ríkir mikill einhugur um þennan lista. Við vissum að það var mikiil stuðn- ingur bæði við Tómas Inga og Halldór Blöndal. Ambjörgu í 2. sæt- ið og það var ein- faldlega kosið á milli þeirra eins og eðlilegt er þegar tekist er á í vináttu. Það styrkir bara samheldnina. Þetta er áferðarfallegur listi, skipaður góðu fólki, og ég hlakka mikið til aö fara inn i kosningar með hann,“ segir Halldór Blöndal sem leiðir lista sjálf- stæðismanna í Norðausturkjördæmi. Tillaga kjömefndar flokksins um uppstillingu á lista fyrir alþingiskosn- ingar var samþykkt á kjördæmisþingi á laugardag. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra hafði betur en Ambjörg Sveinsdóttur alþingiskona i kosningu um 2. sætiö. Ambjörg skipar því 3. sætið en í fjórða sæti er Sigríður Ingvarsdóttir alþingiskona. -hdm Fleiri listar tilbúnir Fjórir framboðslistar liggja fyrir eftir kjördæmisþing helgarinnar. Myndin er nokkuð að skýrast í þess- um efnum um allt land en listar liggja enn ekki fyrir hjá Vinstri- hreyfmgunni grænu framboði né Frjálslynda flokknum. Samkvæmt þeim listum sem liggja fyrir og áætl- uðu kjörfylgi virðist konum fækka á Alþingi eftir næstu kosningar og meðalaldur þingmanna lækka. D-listi í NA kjördæmi Listi sjálfstæðismanna í Norð- austurkjördæmi er skipaður á eftir- farandi hátt: 1. Halldór Blöndal 2. Tómas Ingi Olrich 3. Ambjörg Sveinsdóttir 4. Sigríður Ingvarsdóttir D-listi í S kjördæmi Listi sjálfstæðismanna í Suður- kjördæmi er skipaður á eftirfarandi hátt: 1. Ámi Ragnar Árnason 2. Drífa Hjartardóttir 3. Guðjón Hjörleifsson 4. Kjartan Ólafsson 5. Böðvar Jónsson D-listi í SV kjördæmi Og tíu efstu sætin á lista Sjálf- stæðisflokksins í Suðvesturkjör- dæmi líta svona út: 1. Árni M. Mathiesen 2. Gunnar I. Birgisson 3. Sigríður Anna Þórðardóttir 4. Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir 5. Bjami Benediktsson 6. Sigurrós Þorgrimsdóttir 7. Þórdís Sigurðardóttir 8. Bryndís Haraldsdóttir 9. Hildur Ragnars 10. Almar Grímsson S-listi í NV kjördæmi Listi Samfylkingarinnar i Norð- vesturkjördæmi lítur svona út: 1. Jóhann Ársælsson 2. Anna Kristin Gunnarsdóttir 3. Gísli S. Einarsson 4. Sigríður Ragnarsdóttir S-listi í SV kjördæmi Tillaga valnefndar Samfylkingar- innar í Suðvesturkjördæmi um framboðslista var samþykkt á kjör- dæmisþingi á laugardag. Sex efstu sæti listans byggjast á niðurstöðum prófkjörs. Listinn er svona: 1. Guðmundur Ámi Stefánsson 2. Rannveig Guðmundsdóttir 3. Þórunn Sveinbjamardóttir 4. Katrin Júlíusdóttir 5. Ásgeir Friðgeirsson 6. Valdimar Leó Friðriksson 7. Jón Kr. Óskarsson 8. Sandra Franks 9. Sonja B. Jónsdóttir 10. Steinþór Einarsson 11. Kolbrún Benediktsdóttir 12. Dagbjört Hákonardóttir 13. Þorlákur Oddsson 14. Sigrún Benediksdóttir 15. Steinn Ármann Magnússon 16. Ýr Gunnlaugsdóttir 17. Hulda Karen Ólafsdóttir 18. Bjami Sæmundsson 19. Halldór Bjömsson 20. Flosi Eiríksson 21. Lúðvík Geirsson 22. Auður Laxness

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.