Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002 Fréttir I>V Tryggingafélögin skila lakari afkomu vegna aukinna tjóna: Minnkandi fjármunatekjur og tap á eignatryggingum Afdrifaríkt strand Strand fjölveiöiskipsins Guörúnar Gísladóttur haföi umtalsverö áhrif á afkomu tryggingafélaganna. Hagnaður tryggingafélaganna Sjó- vár-Almennra, Vátryggingafélags ís- lands og Tryggingamiðstöðvarinnar nam samtals 922 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins en var 1.095 milljónir króna árið 2001 og dróst hagnaður félaganna því saman um 15,7%. Hagnaður Sjóvár-Al- mennra nam 320 miUjónum króna, 429 milljónum króna hjá VÍS og 173 milljónum króna hjá TM, en hjá TM var hann 333 milljónir króna á sama tímabili árið áður. Áætlaður hagnað- ur ársins 2002 er 480 milljónir króna hjá Sjóvá-Almennum, 520 milljónir króna hjá VÍS og 390 milljónir króna hjá TM, en betri afkoma TM á fjórða ársfjórðungi skýrist einkum af aukn- um hagnaði af sölu fjárfestinga. Mik- ill viðsnúningur er i vátrygginga- rekstri félaganna en hagnaður af vá- tryggingarekstrinum nam alls 690 milijónum króna á fyrstu níu mánuö- um ársins, samanborið við 2.096 millj- ónir króna í fyrra. Mestur viðsnún- ingur er þó í fjármálarekstri félag- anna en á þessu ári var hagnaður af fjármálarekstrinum 528 milljónir króna, samanborið við 642 milijón króna tap í fyrra. Kaupþing hefur gert verðsamanburð á tryggingafélög- unum þremur og út frá þeim saman- burði telst Tryggingamiðstöðin vera hagstæðasti fjárfestingarkosturinn af tryggingafélögunum i dag. Afkoma fyrirtækja Annar hluti Hagnaður Sjóvár-Almennra á fyrst- u níu mánuðum ársins nam 320 millj- ónum króna og er sú útkoma talsvert undir spám markaðsaðila. Ef litið er á þriðja ársjórðung nemur hagnaður 68 milljónum króna, samanborið við 253 milljóna króna hagnað á fyrstu 6 mán- uðum ársins. Afkoma á þriðja árs- fjórðungi í fyrra var einnig slök. Áukning bókfærðra iðgjalda nemur 8% miili ára en á móti hækkuðu bók- færð tjón mn 14,4%. Mestu munar í uppgjörinu að fjárfestingartekjur hafa dregist verulega saman milh ára, eða sem nemur 552 milljónum króna. Mik- ill neikvæður viðsnúningur er í vaxtatekjum og gengismun, að fjár- hæð 703 mihjónir króna. Skýrist hann einkum af minni tekjum af verðbréf- um og neikvæðum gengismun. í fjár- málarekstri félagsins er það söluhagn- aður af fjárfestingum, alls 200 milljón- Kókosmjöl Möndlur Hnetur ... allt sem þarfí baksturinn! ir króna, sem heldur fjármálarekstri félagsins uppi en hagnaður alls af fjár- málarekstri var 30 milijónir króna á móti 264 milljóna króna hagnaði árið áður. Hjá VÍS var hagnaðurinn af fjár- málarekstri 252 milljónir króna og 246 milljónir hjá TM. Kostnaðarhlutfall er minnst hjá TM, eða 18,4%, hjá Sjóvá- Álmennum 18,9% en 22,4% hjá VÍS. Keðjuverkun eftir 11. sept. Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár- Almennra trygginga, segir að ekki sé til einfalt svar við því af hverju tryggingafélögin séu að skUa lakari afkomu á fyrstu níu mánuðum ársins 2002 en ársins 2001 og því valdi marg- ir samverkandi þættir. Tjónum hafi fjölgað í fjöldamörgum vátrygginga- greinum, bæði hvað fjölda varðar og eins upphæðir. Félögin njóti verri kjara vegna endurtrygginga þar sem þar hefur orðið ákveðin keðjuverkun því eftir 11. september í fyrra hafi orðið mikið uppnám á trygginga- markaðinum, bæði vegna tjónsins á World Trade Center í New York, sem reyndist mun meira en menn höfðu nokkurn tíma áður staðið frammi fyrir, og eins hafi hrunið á verðbréfa- mörkuðunum um víða veröld komið mjög illa við endurtryggingarfélögin og komið mjög niður á þeirra efna- hag. Þar hafl því þurft að grípa tU harkalegra viðbragða, m.a. með hækkuðum iðgjöldum. Svo hafi ís- lensku tryggingafélögin verið að senda endurtryggjendum stóra reikn- inga vegna tjóna sem hafi orðið hér á landi sem einnig leiði af sér hækkan- ir tU þeirra. Einnig hafi tekjur farið minnkandi af fjárfestingum. „Ekki má heldur gleyma að sam- keppnin á tryggingamarkaðnum hefur farið harðnandi á árinu. Segja má að við höfum ekki vinning í neinu á þessu ári og við stöndum í raun og veru frammi fyrir mjög al- varlegu ástandi sem kaUar á við- brögð. Við getum ekki staðiö hjá að- gerðalausir. Ég er að horfa tU þess að við þurfum að grípa tU ýmissa að- gerða tU þess að draga úr tjónum og við þurfum líka að hækka iðgjöld í nokkrum greinum sem við höfum reyndar þegar tUkynnt. Það er ekki að stefna í neina „krísu“ á næsta ári en menn verða að horfast í augu við það að það verður að gera breyting- ar. Ég vona að bæði okkar viðskipta- vinir og umhverfið sýni því skiln- ing,“ segir Einar Sveinsson. lögjöld eignatrygginga upp Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar telur afkomuna undir væntingum og ekki viðunandi miðaö viö eigið fé fé- lagsins. Fjármunatekjur hafi minnk- að, stór tjón eins og þegar fjölveiði- skipið Guðrún Gísladóttir sökk við Norður-Noreg og rækjuskipið Aron við Grímsey hafa lent á félaginu og viðvarandi tap er á rekstri eigna- trygginga sem nemur á þessu tíma- bili 189 milljónum króna. Tjónaþungi sé mikill í flestum greinum eigna- trygginga og það mikið áhyggjuefni að stór brunatjón virðast algengari en áöur. Iðgjöld eignatrygginga verða hækkuð frá næstu áramótum, eink- um í tryggingum, tengdum atvinnu- rekstri. Hagnaður af ökutækjatrygg- ingum er 271 milljón króna fyrstu 9 mánuði ársins en tíðni óhappa og slysa I umferðinni er heldur meiri það sem af er árinu en á sama tíma í fyrra. Tjónafjárhæðir hafa hins veg- ar ekki hækkað til samræmis við fjölgun tjóna. -GG Tyrft um jólaföstuleytið Þessi sjón er frekar sjaldgæf í lok nóvember þegar jólafasta er aö renna upp. En þaö er veriö aö tyrfa Þróttarvöllinn í Laugardal, viö hliöina á Laugardalsvellinum. Þar var „grænt upp“, eins og sagt er, þegar Ijósmyndara bar aö garöi og blómlegt um aö litast og tíu stiga hiti. Völlurinn er aö stækka og hlaupabrautin, þar sem Valbjörn stökk og rann sitt skeiö foröum, er horfin, en íþróttavöllur þessi var lengi kenndur viö hann. Sími: 544 4556 Dalvegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Sími: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is SNJÚKEÐJUR Fyrir flestar gerðir vinnuvéla og vörubifreiða Kona fannst látin í Ölfusá Kona á flmmtugsaldri fannst látin í Ölfusá um hádegisbilið f gær. Hennar hafði verið saknað frá þvl á laugardagskvöldið eftir að til hennar sást á Selfossi. Björgunarfélag Árborgar, Björg á Eyrarbakka og Hjálparsveit skáta í Hveragerði hófu leit að konunni á ákveðnum stöðum á laugardagskvöldiö en leit hófst síðan á ný að morgni sunnudags- ins og bar hún árangur um hádegisbilið. Notast var við flug- vél og fjóra báta við leitina en 35 björgunarsveitarmenn komu að leitinni. -Ótt REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 15.46 15.10 Sólarupprás á morgun 10.50 10.59 Síödegisflóö 16.46 21.06 Árdegisflóö á morgun 05.16 09.36 s-. Viða næturfrost Hæg breytileg átt en suðlæg átt, 3-8 m/s síðdegis. Rigning norðaustan- og austanlands. Skúrir norðvestantil en annars skýjað meö köflum. Hiti verður 0-7 stig aö deginum en víöa verður næturfrost. Suðaustan 13-18 m/s og rigning, einkum suðaustantil. Suðlægari og skúrir sunnan- og vestanlands síðdegis en léttir til noröan- og austanlands. Hiti verður 5-10 stig. Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Hiti 3” til 8° Hiti 3° til 8* HitiO” tii 5“ Vindur Vindur: Vindur: 10-15 "v1* 12-18 10-15"'/* 7! t * S og SV 10- Hvöss Suðvestanátt 15 m/s vest- suöaustan- og skúrlr eða an tll. Skúrir og sunnanátt slydduél sunnan- og með vestan tll en vestan til en rigningu, skýjað með annars skýj- elnkum köflum norð- að með köfl- suðaustan austan tll. um. Hitl 3 tll tll. Hltl Kölnandl 8 stig. breytist litlð. veður. Logn Andvari Kul Gola Stinnlngsgola Kaldl Stinningskaldi Allhvasst HvassvlÐri Stormur Rok Ofsave&ur Fárviöri m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 AKUREYRI skýjað 1 BERGSSTAÐIR úrkoma í grennd 3 bolungarvIk skúr 5 EGILSSTAÐIR skýjaö 5 KEFLAVÍK skýjað 3 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 5 RAUFARHÖFN súld 5 REYKJAVÍK þoka í grennd 2 STÓRHÖFÐI alskýjað 4 BERGEN skýjað 5 HELSINKI skýjað -7 KAUPMANNAHÖFN alskýjað 2 ÓSLÓ snjókoma -3 STOKKHÓLMUR -3 ÞÓRSHÖFN rigning 8 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 0 ALGARVE skýjaö 17 AMSTERDAM alskýjað 8 BARCELONA alskýjaö 13 BERLÍN skýjaö 5 CHICAGO alskýjaö -9 DUBLIN skýjaö 7 HALIFAX skúr 4 HAMBORG þokumóöa 5 FRANKFURT skýjaö 8 JAN MAYEN þokumóöa 4 LONDON 12 LÚXEMBORG skýjaö 5 MALLORCA skýjaö 16 MONTREAL alskýjaö -7 NARSSARSSUAQ alskýjað 1 NEW YORK léttskýjað 1 ORLANDO alskýjaö 15 PARÍS rigning 9 VÍN skýjaö 9 WASHINGTON léttskýjaö -1 WINNIPEG skýjað -10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.