Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002 X>"V Fréttir L Góð kaup! VW GOLF Comfortline Nýskr.01.1999, 1600cc vél, 5 dyra, Gyltur, Sjálfskiptur, ekinn 89.þ, ->1.090/3. 575 1230 Opid mán-fös 09-18 og lau 10-16 Grjóthálsi 1 bilaland.is Kv»<JU íB í(anau& s Perur og Ijóskastarar s Boddyhlutir og bílljós s Bílalakk og fylliefni Borgartúni, Reykjavik Bíldshöfða, Reykjavik. Smiðjuvegl, Kópavogi, Dalshraun. Hafnarfirði. Hrismýri, Seltossi. Dalbraut, Akureyri. j Grófinni, Keftavik. ; Lyngési, E-gilsstöðum. i Álaugarvegi, Hornafírði. www.bilanaust.is Sími 535 9000 SKUTUSIGLINGAR Miðjarðarhaf Kjölbátasamband íslands heldur fræðslufund,sem er öllum opinn, aö Austurbugt 3, (Varðskipabryggja) ÍOI Reykjavík mánudaginn 2. des. kl. 20:00 Fundarefni: Skútusiglingar á Mibjarbarhafí. Tvenn hjón lýsa siglingum við Grikkland, Tyrkland og Frakkland og sérstöðu þessara siglingasvæöa með myndum og frásögn. Gestir greiöa kr. 800 og félagsmenn kr. 500. Veitingctr innifaldar. Stjórnin p://sigling. tripod.com íþróttahreyfingin svelt af fjárveitingavaldinu: Telur ríkið greiða fram- lög en ekki styrki Ólafur Rafnsson, formaöur Körfuknattleikssambands íslands, segir aö tímabært sé að sjá hugar- farsbreytingu til íþróttastarfsins og fjárframlög til hennar séu í engu samræmi viö ýmis önnur framlög sem sjá megi í fjárlagafrumvörpum Alþingis frá ári til árs. Einnig leggi sveitarfélög mjög misjafnlega mikið til íþróttastarfseminnar. Nauðsyn beri til að líta á fjárframlög til íþróttastarfseminnar sem framlög en ekki styrki því auðvitað sé m.a. um endurgjald að ræða fyrir þjónustu. Af þeim ástæðum haldi margir að íþróttahreyfmgin sé á framfæri hins opinbera. Hugarfarið í þjóðfélaginu er aö þetta eigi að vera sjálfboðastarf og rekið með kotungshætti. „En getur íþróttahreyfmgin virki- lega setið aðgerðalaus gagnvart því hugarfari að þetta sé 1 reynd byggt á ölmusu og góðvilja hins opinbera? Er ekki orðið tímabært að fara að líta á fjárveitingar til íþróttastarfs sem framlag fyrir ríkt endurgjald í formi betra og heilbrigðara samfé- lags, auk margvíslegs beins og óbeins sparnaðar fyrir þjóðina í heild sinni. Hættum að kalla þetta styrki. Hættum að líta á okkur sem ölmusuþega, með endaiausu þakk- læti fyrir hverja krónu sem að okk- ur er rétt. Sýnum meiri reisn og virðingu fyrir okkar eigin störfum," segir Ólafur Rafnsson. 170 milljón króna framlag Framlag ríkisins til íþrótta- hreyflngarinnar í heild á árinu 2000 var 5% og heildarfjárhæðin til íþróttasambands íslands nemur um 170 milljónum króna. Á sama tíma hefur risnu- og ferðakostnað- ur ríkisins hækkað um sem svarar 270 milljónum króna milli ára og er nú um 3,5 milljarðar króna. „Auðvitað geta legið að baki ferðakostnaði ríkisins gagnlegar ferðir sem skila rikissjóði tekjum með öðrum hætti. En er ekki eitt- hvað að í forgangsröðuninni þegar þetta er skoðað með þessum hætti og nauðsyn á breytingum? Það er veriö að leysa ákveðin mál í íþróttahreyflngunni með því að bæta 10 milljónum króna í afreks- mannasjóð en á sama tíma eru samþykkt aukaframlög til ís- lensku óperunnar um 113 milljón- ir króna á næstu fjórum árum. Auðvitað er menningarheimurinn að berjast fyrir sínu og við mund- um einnig þiggja þessa peninga væru þeir færðir okkur. Af hverju eru landsliðsmenn okkar í flokka- íþróttum ekki á launum eins og „landsliðið" i óperusöng? NATO- fundurinn í vor mun hafa kostað 700 milljónir króna en það heyrist litil gagnrýni á það þó um sömu upphæð sé að ræða og brúttófram- lag ríkisins til íþróttahreyfingar- innar í Fimm ár. í nágrannaiöndum okkar koma allt að 70% af veltu sérsamband- anna frá ríkinu en hérlendis telst það gott ef hlutfallið er 20%. Þetta gerir starfsemina t.d. í Noregi miklu auðveldari." Aðeins 0,6% af veltunni Eggert Magn- ússon, formaður Knattspyrnu- sambands ís- lands, stærsta sérsambandsins, segir að íþrótta- hreyfmgin sé allt of slök að tala sínu máli inni á Alþingi. „Það æskulýðs- og forvarnarstarf sem íþróttahreyf- ingin er að vinna, aðallega með sjálfboðaliðastarfi, er stórlega van- metið. Þingmenn hafa hátt um það hve mikið heilbrigðiskerfið kosti en hvað mundi það spara mikið að hafa heilbrigða íþróttahreyfingu? Þar er einnig bent á að við höfum tekjur af Lottóinu en það hafa íþróttahreyfmgar nágrannaþjóð- anna líka. Knattspyrnusambandið fær um 1,5 milljónir króna frá rík- inu gegnum ÍSÍ en við veltum um 250 milljónum króna svo framlagið er um 0,6% af veltunni. Það er allt og sumt,“ segir Eggert Magnússon. -GG DV-MYND KÖ Ekki enda allar ökuferðir vel Fólksbíll skemmdist taisvert þegar honum var ekiö á staur á mótum Fornustrandar og Látrastrandar á laugardaks- kvöldiö. Einn kvartaöi um meiösli á hálsi eftir áreksturinn en meiösl uröu aö ööru leyti ekki á fólki. Austur-Hérað: Endurnýjun tölvukerfis Austur-Hérað hefur gert samn- ing við Skyggni h/f um hýsingu og rekstur tölvukerfis og miðlæga gagnavistun. Skyggnir hf„ í sam- stafi viö Tölvusmiðjuna ehf. á Egils- stöðum, tekur að sér að hýsa og reka miðlægan búnað þar sem öll gögn sveitarfélagsins og stofnana þess verða vistuð og varðveisla þeirra tryggð sem er mjög mikil- vægt af skiljanlegum ástæðum. Þessi ráðstöfun leiðir til þess að öll upplýsinga- og samskiptamál sveitarfélagsins verða endurskoðuð og uppfærð til mikils hagræðis fyrir bæði starfsfólk og íbúa sveitarfé- lagsins, að ógleymdum sveitar- stjórnarmönnunum sjálfum sem nú fá mun greiðari aögang að þeim upplýsingum um rekstur sveitarfé- lagsins og stofnana þess sem þeir þurfa á að halda. Upplýsingaöflun öll verður mun fljótlegri og örugg- ari og miðlun upplýsinga jafnframt skilvirkari. Samningur Austur-Héraðs og Skyggnis um þessi efni var undirrit- aður með nokkurri viðhöfn á fostu- dag að viðstöddu flestu starfsfólkinu á bæjarskrifstofunni, sveitarstjóm- armönnum o.fl. Bæjarstjórinn Eiríkur B. Björg- vinsson undirritaði fyrir hönd bæj- arins og framkvæmdastjórinn Svav- ar G. Svavarsson fyrir hönd Skyggnis hf. Ekki fékkst upp gefið hver kostnað- urinn við þetta verkefni er þrátt fyrir greiðari upplýsingamiðlun. -PG Bræðumir Ormsson verða 80 ára íþessarí viku. Komdu og fáðuþérsneið afkökunni. Fjöldi vörutegunda með 20% afmælisafslætti! ©ORMSSON LÁGMÚLA 8 • SÍMI 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.