Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 10
10 MANUDAGUR 2. DESEMBER 2002 Utlönd I>V REUTERSMYND Horft á olíumengunina fbúar við norðvesturströnd Spánar fylgjast með olíunni sem borist hefur á land úr olfuskipinu Prestige. Ný olíubrák nær ströndum Spánar Nýja olíubrák rak á land á norð- vestanverðnm Spáni í gær, tveimur vikum eftir að olíuskipið Prestige sökk úti fyrir ströndum landsins með tugi þúsunda tonna af olíu í lestum sínum. Þá er mikil olia skammt undan landi og er búist við að sterkir vindar muni bera hana upp í fjöru á næstunni. Allt að tvö hundruð þúsund manns fóru um götur Santiago de Compostela, höfuðstaðar Galiciu- héraðs, til að mótmæla viðbrögðum stjórnvalda i Madríd við oliuslys- inu. Göngumenn lýstu reiði sinni yfir þeim spjöllum sem olíulekinn hefur valdið á náttúrunni og gjöful- um fiskimiðum úti fyrir ströndinni. Eldsvoöi í klúbbi varð 47 að bana Fjöratíu og sjö manns týndu lífi þegar eldur kviknaði í troðfullum næturklúbbi i Caracas, höfuðborg Venesúela, aðfaranótt sunnudags. Flestir sem létust köfnuðu af völd- um gifurlegs reyks. Sjónarvottar sögðu að mikil skelf- ing hefði gripið um sig þegar mörg hundrað gestir reyndu að flýja reykinn í klúbbnum. Átta manns voru fluttir á sjúkra- hús þar sem gert var að branasár- um þeirra og um tuttugu fengu með- ferð vegna reykeitrunar. Fréttir herma að eldurinn hafl blossað upp i kjölfar átaka nokk- urra gesta vegna konu nokkurrar. Þúkemstfljótlad! ...en þú getur lika pantað tíma tTnflSflnWP Rakarastofan Klapparstíg stofnað laifl"1 simi 551 2725' UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verbur háö á þeim sjáif- um sem hér segir: Helluhraun 9, Skútustaðahreppi, þingl. eig. Helluholt ehf. og Sniðill hf., gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, föstudaginn 6. desember 2002 kl. 13.00._________________________ Skútustaðaskóli, Skútustaðahreppi, þingl. eig. Lykilhótel hf., gerðarbeið- endur Húsasmiðjan hf., Norðlenskt framtak ehf., Sjóvá-Almennar trygg- ingar hf. og Skútustaðahreppur, föstu- daginn 6. desember 2002 kl. 14.00. Smiðjuteigur 7b, Reykjahreppi, þingl. eig. Stöplar hf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun, föstudaginn 6. desem- ber 2002 kl. 11.00. Sumarbústaður m.m. á lóð úr landi Lundar, þingl. eig. Örn Eyfjörð Þórs- son, gerðarbeiðendur íslandsbanki hf., Landsbanki íslands hf., og Spari- sjóðurinn í Keflavík, föstudaginn 6. desember 2002 kl. 16.00. SÝSLUMAÐURINN Á HÚSAVÍK Varað við fleiri hryðjuverkum í Austur-Afríku: Al-Qaeda efstir á listanum í Kenía ísraelskir ráðamenn sögðu í gær að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda væra efst á lista yfir þá sem grunað- ir eru um að hafa staðið fyrir voða- verkunum í Kenía í síðustu viku þegar tvær árásir voru gerðar á ísraelska ferðamenn. Þá vöruðu bandarísk stjórnvöld í gær við vaxandi hættu á hryðju- verkum í austanverðri Afriku. í því sambandi var smáríkið Djibouti nefnt en það á landamæri að Sómal- íu, Erítreu og Eþiópíu. Keníska lögreglan hefur fundið tvö brot úr sprengjunni sem varð sextán manns að bana á hóteli í eigu ísraela í bænum Mombasa í Kenía á fimmtudag. Sjónarvóttar sögðu að ísraelskir sprengjusér- fræðingar hefðu haft þau á brott með sér. Shaul Mofaz, landvarnaráðherra ísraels, sagði á rikisstjómarfundi í gær að menn styrkust sífellt i þeirri trú að al-Qaeda hefði verið þarna að REUTERSMYND Fómarlömb borin tll grafar Syrgjendur bera líkkistur tveggja ungra ísraelskra pilta, Nois og Dvirs Alters, sem fórust í sjálfsmorösárás- inni á feröamannahótel í Mombasa í Kenía fyrir helgi. AI-Qaeda-samtökin liggja undirgrun. verki, enda þótt engar áþreifanlegar sannanir væru þar um. Bandariska embættismenn grun- ar að sómölsku samtökin al-Itihad al-Islamiya, sem sögð eru hafa tengsl við al-Qaeda, beri ábyrgðina á tilræðinu. Kenískur bóndi sem talinn er vera síðasti maðurinn til að eiga orðastað við sjálfsmorðsliðana sagði í gær að einn þeirra hefði greinilega verið óstyrkur þegar hann hitti þá nokkrum mínútum fyrir árásina. „Farþeginn virtist óstyrkur en bílstjórinn var rólegur," sagði bónd- inn Hamis Haro um mennina tvo í Pajero-jeppanum sem hann ræddi stuttlega við. Hann sagöist ekki hafa séð fleiri í bflnum þar sem rúður hans hafi verið mjög dökkar. Lögreglan segir að þrír menn hafi verið í jeppanum þegar hann sprakk í gestamóttöku Paradísar- hótelsins. REUTERSMYND Föstumánuðurinn senn á enda Um eitt þúsund munaðarlaus börn komu saman íJakarta, höfuðborg Indónesíu, ígær til að biðjast fyrir. Bænahaldið var liður í undirbúningi hinnar miklu Eid al Fitr-hátíðar múslíma við lok föstumánaðarins Ramadan. Baráttunnar gegn alnæmi minnst í gær: Milljón námsmenn sendir til að uppfræða almenning Milljónir manna um heim allan minntust alþjóðlegs baráttudags gegn alnæmi í gær með kröfugöng- um, bænahaldi og von, enda þótt nýjustu tölur bendi til að ekki hafi enn tekist að hefta útbreiðslu far- aldursins. Kínverskir ráðamenn skipuðu einni milljón námsmanna að fara út á meöal þjóðarinnar og uppfræða al- menning um sjúkdóminn og hvern- ig koma megi í veg fyrir smit. Talið er að ein mflljón Kínverja sé smituð nú og sú tala verði komin í tíu milhónir fyrir lok áratugarins. í Suður-Afríku var dagsins minnst með fjöldaútför barna. Ekk- ert land hefur orðið jafnilla fyrir baröinu á sjúkdóminum. „Við vottum virðingu okkar öll- um þeim börnum sem hafa dáið í umsjá okkar," sagði Jackie Schoem- REUTERSMYND A alnæmisdaginn í Kína Pu Cunxin, helsti leikari Kína og bar- áttumaður gegn alnæmi, tekurutan um HlV-smitaðan mann á fræðslu- fundi í Þjóðarhöllinni í Peking. an þegar aska nokkurra barna sem dáið höfðu úr alnæmi var jarðsett í Jóhannesarborg. Vakin var athygli á því i gær hversu mjög alnæmi hefur breiðst út frá því þess varð fyrst vart með- al samkynhneigðra karla i Banda- ríkjunum árið 1981. Samkvæmt töl- um frá Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega fjörutíu milljónir manna smitast af HTV-veirunni sem veldur alnæmi. Flestir hinna smituðu eru í Afríku, sunnan Sahara. Við lok þessa árs munu um 3,1 milljón manna hafa fallið í valinn fyrir alnæmi. Þá áætla sérfræðingar að fimm milhónir manna hafi smit- ast á árinu. Sjúkdómurinn hefur breiðst hratt út í Austur-Evrópu og Mið-Asíu síðustu misseri og óttast er að ástandið í Kína og á Indlandi eigi eftir að verða skelfilegt. 0 <w *« \ \j^ A ta Stuttar fréttir Hogni boðar lægri skatta Hogni Hoydal, varalögmaður í Færeyjum, segir að skattar á fólk með lágar og meðaltekj- ur verði lækkaðir í upphafi næsta árs. Þá upplýsir leiðtogi Þjóðveldisflokksins í viðtali við færeyska blaðið Dimmalætting að jaðarskattar verði einnig lækkaðir. Loftárásír á írak Vestrænar orrastuflugvélar réð- ust í gær á skrifstofubyggingu olíu- félags í Basra í írak og urðu fjóram að bana, að sögn íraskra yfirvalda. Bandarikjamenn sögðu að ráðist hefði verið á loftvarnabyssur. Ekki sjálfstæöi nú Formaður demókrataflokksins á Grænlandi segir að Grænlendingar eigi ekki að spá í sjálfstæði landsins fyrr en þeir hafi efhi á því. Sýnt þykir að sjálfstæðissinnum muni vegna vel í kosningunum til Græn- landsþings á morgun. Engin kjarnavopnaspor Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálstofhunarinn- ar, sagði í gær að vopnaeftirlits- menn SÞ í írak hefðu tfl þessa ekki fundið neinar vísbendingar um að Irakar hefðu smíðað kjarnavopn. ísraelar drepa á Gaza Israelskir hermenn drápu tvo menn í árásum á bæ á Gaza í gær og særðu fjóra i annarri árás sem gerð var með þyrlu skammt þar frá. Ástralar til í tuskið John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, vakti reiði margra ráðamanna í Asíu i gær þegar hann sagði í viðtali við ástralska sjón- varpið að Ástralar væru reiðubúnir að grípa tU fyrirbyggjandi hernaðarað- gerða gegn hryðjuverkamönnum í nágrannalöndunum í Asíu. Nýtt barn á Gaza Foreldrar tólf ára drengs á Gaza, sem féU fyrir ísraelskri byssukúlu og varð tákn uppreisnar Palestínu- manna, hafa eignast annan son og skírt i höfuð þess látna. Pútín heimsækir Peking Vladimír Pútín Rússlandsforseti hittir Jiang Zemin Kínaforseta í Pek- ing í dag og er talið líklegt að þeir muni reyna að efla við- skipti milli land- anna og styrkja ör- yggi í þessum heimshluta. Aukið frelsi til skilnaðar Nefhd íranskra klerka og lög- manna, sem gætir þess að ný lög séu í anda íslams, hefur samþykkt frumvarp sem veitir konum aukið frelsi tU aö skUja við menn sína. Vílja fá Zakajev núna Rússnesk yfirvöld hafa enn einu sinni skorað á Dani að framseh'a Akhmed Zakajev, aðstoðarforsætis- ráðherra Tsjetsjeníu, mánuði eftir að hann var úrskurðaður í gæslu- varðhald í Danmörku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.