Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Page 14
14 Menning Til langs tlma var brúargerð að mestu leyti á höndum verkfræðinga enda eru brýr flókin verkfræðileg viðfangsefni sem þurfa að standast miklar tæknilegar kröfur hvað varðar burðar- þol o.s.frv. og hönnunin tekur því mið af þeim þáttum. En alveg eins og hús geta verið meira en einfaldar umbúðir utan um daglegt líf og eig- ur okkar geta brýr verið annað og meira en verkfræðifyrirbæri sem tengir einn stað við annan. Brýr og umferðarmannvirki geta einnig haft fagurfræðilegt gildi og langar mig að nefna tvö dæmi. Brýr spretta upp um alla borg, hvort sem um er að ræða mikilfengleg og flókin mislæg gatna- mót eða léttar og svífandi göngubrýr yflr helstu stoðæðar borgarinnar. Þessar brýr eru mikil- vægur hluti af okkar manngerða umhverfi, til dæmis aka tugþúsundir bíla undir Höfðabakka- brúna og nýja brú á mótum Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar á degi hverjum. Á málþingi um arkitektinn Manfreð Vil- hjálmsson í haust nefndi Albina Thordarson aö í nútímaborg eins og Reykjavík mætti segja að byggingar bílaumboða í jaðri borgarinnar þjón- uðu hlutverki borgarhliða. Þau eru oft áberandi byggingar og hafa mikið að segja um fyrstu áhrif þess sem kemur akandi til borgarinnar. Ég Höfðabakkabrúin Brýr og umferöarmannvirki geta einnig haft fagurfræöilegt gildi. DV-MYNDIR TEITUR get tekið undir þetta en fyrir mér eru brýr tákn- rænni borgarhlið. Þær hafa meiri nálægð og það er ákveðin upplifun fólgin í þvi að keyra undir brú þótt hún vari aðeins í nokkrar sekúndur. Þar sem brú getur vakið kenndir eða tilfinningu sem má rekja til formmótunar og notkunar lita og ljóss, gegna þær fagurfræðilegu hlutverki. Án þess aö fara út í nákvæma skilgreiningu má al- mennt segja að forsendur fagurfræðilegrar upp- lifunar séu að hluturinn veki tilflnningar hjá þeim sem stendur frammi fyrir honum, hvort sem þær eru ánægjulegar eða óþægilegar. Byggingarlist Vegna góðrar hönnunar eru þessar brýr ann- að og meira en áfangi á leið okkar í þreytandi umferðinni. í hönnun slíkra umferðarmann- virkja kristallast samband tækni og lista, verk- fræði og fagurfræði en það er þetta jafnvægi sem byggingarlistin er sífellt að fást við. Áðurnefndar brýr eru dæmi um vel hönnuð Brú á mótum Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar Skærlitaöar raufir í vegg og lýsing er tvinnað saman og notaö til að skapa sjónræna upplifun. umferðarmannvirki. Sú fyrri er Höfðabakkabrú- in; arkitektastofan Studio Granda sá um útlits- hönnun en Línuhönnun um verkfræðilega þátt- inn. Með því að aðgreina þetta tvennt og fá arki- tekta til að sjá um sjónræna hönnun þegar vinnu við skipulagningu var lokið, hefur hinu sjónræna hlutverki verið gert hátt undir höfði og af þeim sökum er þessi brú miklu meira en samgöngutæki. Seinna dæmið eru hin nýju mislægu gatna- mót á mótum Reykjanesbrautar og Breiðholts- brautar. Þar var það arkitektastofan Andersen & Thorsteinsson sem sá um útlitshönnun en verkfræöistofa Sigurðar Thoroddsen um verk- hönnun. Sú brú kallast að sumu leyti á við Höfðabakkabrúna í litanotkun og því hvemig skærlitaðar raufir í vegg og lýsing er tvinnað saman og notað til að skapa sjónræna upplifun. Fleiri brýr væri sjálfsagt hægt aö nefna en þess- ar tvær valdi ég einkum vegna þess að arkitekt- amir hafa kosið að nota liti og efni svo sem tré og steinmulning sem ekki er al- gengt að nota við hönnun umferð- armannvirkja. Hingað til hefur steinsteypan með sínum eiginleik- um fengið að ráða ferðinni. Óskandi væri að fagurfræði og þá ekki einungis formræn, væri oft- ar höfð að leiðarljósi við hönnun umferðarmannvirkja almennt, það myndi lífga upp á tilveruna og jafn- vel fækka slysum í umferðinni. Það þarf meira en hreina formræna upplifun til að vekja upp kenndir hjá nútímafólki. Skreyti sem felur í sér leik með form, liti og ljós er nauðsynlegt, ekki síst í umferðinni og gráum hversdagsleikanum. Sigríður Björk Jónsdóttir Brýr í borg Bókmenntir Ekkert blogg Fyrsta skáldsaga Elísabetar Ólafsdóttur, Betu- rokk, náði umtalsverðri frægð áður en hún kom út. Ekki út af efni bókarinnar, stil eða neinu öðru sem fínna má á síðum hennar heldur vegna þess að Beta er bloggari, skrifar sem sagt netdagbók sem lesa má á www.betarokk.blogspot.com. Þetta varð til þess að mönnum þótti óviðeigandi að skáldsaga eftir hana ætti svo greiða leið að útgef- endum og kæmi út sem fullburða skáldverk. Siðan hefur umræðan haldið áfram, auðvitað með þeim afleiöingum að fyrirfram er búist við þvi að menn skipti sér í tvær fylkingar að íslenskum sið og æpi hver i kapp við annan, ýmist „Loksins loksins" eða „tölvupoppað tilberasmjör" Þess vegna eru hálfgerð vonbrigði að Vaknað í Brussel er hvorki snilldarverk né afspymuvond. Hún er nákvæmlega það sem hún loíar, saga um stelpu sem fer til Brussel sem au-pair. Drekkur sig út úr við hvert tækifæri, sefur hjá nokkrum strák- um og einni stelpu og rennur svo á rassinn með allt saman og er send heim. í lokin gerir hún til- raun til að líta til baka og læra eitthvað af reynsl- unni en það er á engan hátt sannfærandi og lesand- anum er fulljóst að Elizabeth of Iceland mun halda sínu striki. Og þannig er bókin öll. Hraðinn er full ferð áfram og það er aldrei litið til baka nema rétt í móral yfir síðasta fýlliríi. Sagan á sín móment, hún er lífleg og stundum fyndin, skrifuð á talmáli með hæfilegu magni af slettum á nokkrum tungu- málum. Undir hljómar svo popp, rokk, tekknó drumín bass og allar mögulegar aðrar tegundir af tónlist, þó umfram allt Björk. Vaknað í Brussel er á köflum ágæt skemmtun og hún er ágætlega skrifuð þótt stíUinn minni meira á tímaritsgrein eða pistil en nokkuð annað. Það sem gerir að verkum að hún er ekkert meira er að það skortir algerlega alla fjarlægö á sögupersón- una Lísu og frásögn hennar. Hún æðir sjálf áhyggjulaus áfram frá einum degi til annars og í sögunni er ekkert annað sjónarhom en hennar. Sagan er nær algerlega laus við alla formvitund og þaö hefði auðveldlega verið hægt aö skrifa svona bók löngu áður en einhver snillingurinn fann upp bloggið. Jón Yngvi Jóhannsson Elísabet Ólafsdóttlr: Vaknað í Brussel. Forlagið 2002. ... mannsgaman A rauðum Farmall Úti á gresjunni getur fátt verið fegurra en íðil- fagur Farmall undir skini sólarinnar. Stælt tæki og seigt til alls erfiðis en um leið nokkuð snotur eign - eins og upp á punt á býlinu. Eldrautt á bleikum akrimnn. Aldeilis enginn venjulegur traktor. Ég spurði bóndann hvort hann kæmi honum enn þá í gang. Og hann hélt það nú, fussaði býsn í flókið skeggið sitt og bjóst til að kvelja í rauðk- una svolítið líf. Um stund gerðist ekkert utan hvað bóndinn varð andstyttri. Hvorki æmt né stuna úr sí- lendrunum. Ekki bofs. Gamli Eyjafjallaþráinn gaf sig samt ekki og áður en sólin sökk í jökul prumpaði vélin og pústaði úr sér þykkum reyk. Við ókum tveir eftir vellinum á rauðum Farmall sem var kominn á efstu ár. Dagurinn skipti litum en báðir sungum við ættjarðar- söngva á meðan vélin malaði átakanlega undir. Það var eitthvað um ögurskorið landið og var sungið nokkuð hart. Við stoppuðum ekki fyrr en undir hlöðu- veggnum og bóndinn sagðist myndu bjóða mér brennivín inni. Minna mætti það ekki vera eft- ir svona sving. -SER MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002 __________________________DV Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is U mh ver f is verk Finna Bima Steinsson flytur opinn fyrirlestur í Listaháskóla íslands í Laug- amesi, stofu 024, í dag kl 12.30. Finna Birna lauk prófi frá Listaakademínunni í Múnchen árið 1992 og hefur starfað að myndlist síðan. í fyrirlestrinum mun hún kynna nokkur verka sinna frá sið- asta áratug og hugmyndir að baki þeim. Finna hefur meðal annars gert umhverf- isverk í Vatnsdalshólum og í Norðurár- dal í Borgarfirði og komið fyrir innsetn- ingu í Bankastræti 0. Ljóö Jónasar á ensku Út er komin hjá Uni- versity of Wisconsin Press í Bandaríkjunum bókin Bard of Iceland með þýðingtun á Ijóð- um Jónasar Hallgríms- sonar á ensku. Þýðand- inn er Dick Ringler, prófessor emeritus í enskum miðaldabók- menntum og norrænum fræðum við Uni- versity of Wisconsin-Madison; hann er mörgum kunnur hér á iandi fyrir snilld- arlegar þýðingar sínar og markvissa út- breiðslu á þekkingu um Jónas og skáld- skap hans. Dick skrifar sjálfur ítarlegan formála með ágripi af sögu íslands og ævisögu Jónasar. Minna má á að Dick Ringler fékk sér- staka viðurkenningu fyrir þýðingar sín- ar á Degi íslenskrar tungu árið 2000, enda þykir enginn maður hafa farið jafn næmum höndum um verk þjóðskáldsins. Kl. 12 á hádegi á morgun mun Dick Ringler halda fyrirlestur í Hátíðasalnum í aðalbyggingu Háskóla íslands í tilefni af útkomu bókarinnar, og þá munu hann sjálfur og Bob Mandell, forstjóri Uni- versity of Wisconsin Press, afhenda Tómasi Inga Olrich menntamálaráð- herra eintak af bókinni, en ráðuneytið styrkti útgáfu hennar. Edda útgáfa dreif- ir bókinni hér á landi. Kvöldlokkur Blásarakvintett Reykjavíkur og félag- ar halda sína árlegu aðventutónleika undir heitinu „Kvöldlokkur á jólafóstu" í Kristskirkju annað kvöld kl. 20. Að þessu sinni verða leiknar serenöður eða kvöldlokkur eftir Haydn og Mozart, og þeir sem koma fram eru Daði Kolbeins- son og Peter Tompkins, óbó, Einar Jó- hannesson og Sigurður I. Snorrason, klarínett, Jósef Ognibene og Þorkell Jó- elsson, hom og Hafsteinn Guðmundsson, Rúnar Vilbergsson og Brjánn Ingason, fagott. Vinjettur II Ármann Reynisson hefur gefið út annað bindi af ljóðsögum sín- um sem hann kallar „vinjettur"; hið fyrra kom út fyrir ári. Þetta eru stuttir textar sem láta sér fátt mannlegt óviðkomandi, lýsa landslagi og öðru umhverfi eða segja frá fólki og atburðum, litlum heimilis- legum atvikum en líka stórviðburðum eins og falli tvíburaturnanna í New York í fyrra. Vinjettumar em bæði á íslensku og í enskri þýðingu Martins Regal. í vinjettunni „Ást og fótbolti" lýsir Ármann gríðarlegri baráttugleði í fót- boltaleik, bæði meðal áhorfenda og leikmanna. Svo er skorað mark, „og liðsmaðurinn sem skoraði nær kramd- ist undir æstum félögum sínum er nudduðu og klipu i líkama hans“: Viö þetta misstu þeir orku til þess aö verjast vítaspyrnu andstœöinga sinna mínútu fyrir leikslok. Liöiö sem jafnaöi reif bolina af sér í sœluvímu og steig súludans, þeir veltust hvorir um aóra og skriöu síöan á grasinu innan um fagnandi aödáendur sína er þustu út á völlinn áöur en flautaö var til leiksloka, Þegar í búningsklefana er komiö fara sveittir leikmennirnir í sturtu og brýst þá út jafnteflisgleöi hjá liöunum. Mótherjar fallast í faöma og kyssast innilega meöan vatnió sprautast linnu- laust yfir þá. Kropparnir eru rafmagn- aöir og neglur þeirra stingast djúpt í mjúk bökin á félögunum og klóraöar eru sebradýrsrákir í þau meöan útrás- in stendur yfir. Ár - Vöruþing gefur út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.