Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002 15 x>v Menning Heima og heiman Innbær útland með undirtitlinum ljóð og ljóðsögur er sjötta ljóða- bók Sigmundar Ernis Rúnarssonar og eðlileg- ur og rökréttur áfangi á hans skáldferli. Yrkis- efnin eru um margt keimlík því sem birtist í fyrri bókum og efnistök næsta lík. Það er þá helst að visst hik sem stundum gætti í eldri ljóðum sé horfið, skáldið orðið viss- ara um getu sína og fyrirætlan og er það vel. Bókmenntir Sigmundur Ernir er ekki skáld þeirra stóru orða eða ábúðarmiklu yfirlýsinga. Ljóð hans eru hæglát og þó þau séu ekki lengur hikandi bera þau fremur vitni um skáldið sem athuganda en þátttakanda. Að vissu marki má segja að þarna kristallist ákveðinn munur milli tvenns konar skálda, annars vegar borgaralegs skálds sem sættir sig við hlutverk áhorfandans, þess sem ekki ætlar sér að breyta og bylta umhverfi sínu en rýnir í það úr nokkurri fjarlægð og gjarnan með lítt dulda fortíð- arþrá í brjósti. Hins vegar er utangarðs- maðurinn sem fer fram með þjósti og óft nokkurri háreysti, og telur það vera hlut- verk sitt í skáldskapnum að brjóta, bylta og bramla. Ljóst er að sé farið út í slíka flokkun þá tilheyrir Sigmundur Ernir fyrri flokknum, en þótt einhvern tímann hafi verið talið skáldi til hnjóðs að vera borgaralegt er það liðin tíð, enda fáránlegt að dæma skáldskap eftir slikri skiptingu. Bók Sigmundar Ernis er þriskipt. Fyrsti hlutinn, Innbær, fjallar um gamalkunnug yrkisefni hans, fæðingarbæinn Akureyri og bernskuna, og hér fær nostalgían að njóta sin. Þó ljóðin verði nokkuð eintóna er margt hér vel gert og nosturlega, til dæmis tvö siðustu erindin í upphafshóð- inu: hér lék tími við iljar ogfingur hér lék gola í beinhvítu hári og hér lékforvitni grátt fer enn úr skónum framanvið danska hliöió ogfinn... stíginn heim. Sigmundur Emir Rúnarsson, skáld og ritstjórl Geðþekkt er það orð sem fyrst kemur í hugann þegar lýst er Ijóöum hans. Ég get þó ekki annað en tjáð þá skoðun mína að „og" í þriðju línu sé ofaukið og rjúfi hrynj- andina. Slíka formgalla má reyndar víðar sjá í ljóðum Sigmundar Ernis og stafa líkast til af því hversu rígbundinn hann er setningafræði óbundins máls. Annar kafli bókarinnar, Útland, er mestur að vöxtum og hefur að geyma 28 prósaljóð (ég kann ekki að meta heitið ljóðsögur enda fremur um að ræða skyndimyndir eða anekdótur en sögur) sem öll gerast í útlöndum og auðkennd eru með staðarheitum. Þar er víða komið við, allt frá Grænlandi til Zimbabwe og Kína. Ég hef áður látið í ljós þá skoðun að Sigmundi Erni takist vel upp með prósaljóð og svo er einnig hér. Áberandi best þóttu mér þó fyrstu tvö ljóðin frá Grænlandi, Qu- aqartoq I og II. Hér er það fyrra: Okkur hafði verið boðiö inni litla húsið á hœðinni. Það var afskaplega gult. Þar var kona sem kunni fleiri sögur en nokkur vissi til. Hún sat útí horni og réri í gráðiö, blind og hœfi- lát. Við settumst á beinkollana og fylgdumst meö þögn hennar. Horfö- um einsog við gátum í gulnað andlit- ið sem var velkt og gljúpt og geymdi þjóð og harm og seiglu. Undarlega fannst okkur tíminn hinkra. Og kynjafullt var andrúmið einsog sag- an héngi í loftinu. Ekki sagði hún við okkur orð. Ekki stakasta œmt. Og þegar við fórum var sem engir heföu komið. Þriðji hluti bókarinnar er hvað ósamstæðastur enda ekki staðbund- inn sem hinir tveir, yfirleitt hug- leiðingar nokkuð almenns eðlis svo sem sjá má á titlum: Að fara, Að vænta, Að fæðast, Að lifa, Að kveðja. Ekki verður sagt að þær hugleiðingar afhjúpi stóran sann- leik, eru meir i ætt við skáldskap sem sumir kenna við rauðvín og kertaljós, geðþekkar en meinlitlar. Og geðþekkt er það orð sem fyrst kemur í hugann þegar lýst er ijóð- um Sigmundar Ernis. Hann hefur þegar skapað sér stíl, lágværan en íhugulan, en spurning er hvort hann mætti leita viðar fanga í yrkisefnum og þá ekki einungis landfræðilega. Geirlaugur Magnússon Sigmundur Ernir Rúnarsson: Innbær útland. Ljóö og Ijóö- sögur. JPV útgáfa 2002. Bókmenntir Metnaðarfullt framtak íslendingasögurnar hafa um aldir verið eftirlætis- sögur þjóðarinnar enda heimsbókmenntir. Allt fram á 20. öld voru þessar sögur skáldverk allra kyn- slóða, barna sem fullorð- inna, enda engar eiginleg- ar barnabækur til fyrr en undir lok 19. aldar. Nú á dögum, þegar Harry Potter gegnir hlutverki Gunnars á Hlíðar enda í hugum yngstu kynslóðarinnar, er bæði djarft og þarft hjá Máli og menningu að gefa út Njálu í barna- vænni útgáfu þar sem nútímabörn geta lesið um afrek Gunnars, stjórn- visku Njáls og erjur Hallgerðar og Bergþóru. Fyrir gagnrýnanda er það nýstárleg upplifun að lesa endursögn Brynhildar Þórar- insdóttur á sögunni. Sögu- þráður og persónusköpun er eðlilega ekkert sem hægt er að gagnrýna enda er Njála nánast fullkomið verk í hugum flestra íslendinga og persónur hennar lifa enn með þjóðinni, hvort sem menn telja þær sögulegar eða tilbúning. Aðalatriðið hlýtur að vera hvernig Brynhildi gengur að koma sögunni til skila til Ein mynda Margrétar Lax- ness við söguna Þá reiddist Gunnar og mælti: „llla er þá ef ég er þjófsnaut- ur," og laust hana kinnhest. nýrrar kynslóðar Njálulesenda. Brynhildur fellur ekki í þá gryfju að færa söguna yfir á barnamál. Endursögnin er skrif- uð á læsilegu nútimamáli en hún hikar ekki við að nota ýmis gömul brð sem oft eru svo skýrð á spássíu. Enn fremur lætur hún fleyg orð per- sónanna haldast óbreytt. Frásögnin flæðir þannig vel áfram en verður ekki yfir- borðsleg eða barnaleg, enda eru það gömul sannindi og ný að börn læra ekki ný orð ef þau sjá þau hvergi. Þó að reyndum Njálulesanda finnist ýmis- legt vanta i söguna er ljóst að í endursögn sem þessari verður að velja og hafna. Brynhildur skapar ágæta heild upp úr þeim atburðum sem mest eru krassandi og sneiðir ágætlega hjá flóknum ættartengslum. Helst hefði ég viljaö sjá meira púðri eytt í Mörð Valgarðsson og föður hans enda magnaðar persónur. Merði eru þó gerð góð skil á myndum Mar- grétar E. Laxness en myndir hennar eiga mikinn þátt í að gera heim Njálu lifandi fyrir nýjum lesendum. Þær eru mjög lit- ríkar og bardaga- og brennumyndirnar eru sérlega glæsilegar. Sérstaklega ber að minnast á myndina af því þegar Kári heggur hausinn af Kol í þann mund sem hann sagði tíu. Þessi atburður kemur frábærlega út á mynd. Hins vegar gætu ungir lesendur átt erfitt með að skiha glæsileik Gunnars á Hliðar- | enda sem minnir einna helst á Bjorn og Benny úr ABBA á myndunum en þá er hægt að minna á að svona hafi nú tískan ver- ið á þjóðveldisöld. Fróðleiksmolar eru á spássíum og við upp- haf og endi sögunnar. Þeir eru afar skemmti- legir þó að stundum sé hætta á að detta út í lestri sögunnar og gleyma sér í molunum. Þetta gerir söguna líkari kennslubók en ella og gerir hana auðvitað enn meira fræðandi. í heildina tekið er þessi nýja endursögn á Njálu vel heppnað framtak. Metnaður skín út úr útgáfunni og niðurstaðan er eiguleg og inni- haldsrík bók. Katrin Jakobsdóttir Njála. Brynhildur Þórarinsdóttir endursagöi. Margrét E. Laxness myndskreytti. Mál og menning 2002. Olafur Egill Egilsson í óvæntu hlut- verkl Jesú í Rómeó og Júlíu. Þótt ég tálaði tungum manna og engla ... Engu er logið á sýningu Vestur- ports á Rómeó og Júlíu í Borgarleik- húsinu: Hún er æðislega skemmtileg, kraftmikil, óvænt, ruddaleg og hug- ljúf. Gísli Örn er frábær sem hinn ástsjúki Rómeó, augljóslega illa trufl- aður af gegndarlausri hormónafram- leiðslu, Björn Hlynur og Ólafur Egill eins og tifandi tímasprengjur í hlut- verkum Merkútsíós og Tíbalts, Nína Dögg lauflétt Júlía og svo viðeigandi að láta þau Rómeó svífa ofar jörðu í bókstaflegri merkingu. í sýningunni eru alls konar söngv- ar frá öðrum tíma en leikritið, misvel valdir eins og gengur, en einn gladdi mig verulega. Það var kærleiksóður- inn úr gamla Poppleiknum Óla sem sunginn er við kærleiksboðskap Páls postula. Forðum tíð söng Kristin Ólafsdóttir hann í Tjarnarbíó, nú syngur Ólafur Egill Egilsson hann í gervi Krists yfir brúðhjónunum barn- ungu í kirkju bróður Lárens og atrið- ið var gullfallegt. Unga fólkið meðal leikhúsgesta hafði augljóslega afar gaman af sýn- ingunni, idappaði, æpti og gólaði i hvert skipti sem sviðið myrkvaðist og stóö upp í leikslok. Mælt með fyr- ir fólk frá niu ára til níræðs. Cremaster-h ring- urinn Nú er verið að sýna Cremaster- kvikmyndir Matthews Barneys, nýjasta tengdasonar íslands, í Film Forum í New York, Ritzy kvikmynda- húsinu í London og Musée de Í'Art Moderne de la Ville de Paris í París. Auk þess stendur yfir sýning um myndaflokkinn og tilurð hans bæði í Film Forum og Palais de Tokyo í Par- ís þar sem myndirnar eru sýndar stöðugt og einnig teikningar og alls konar hlutir og innsetningar sem Barney hefur framleitt til að fjár- magna myndirnar. 1 Cremaster-hringnum - eins og hann er kallaður og minnir það gælu- nafn ekki að ósekju á Niflungahring Wagners - eru fimm kvikmyndir, allt frá 45 mínútum upp í þrjá klukku- tíma að lengd. Hann hefur verið í vinnslu í átta ár. Þar er blandað sam- an á draumórakenndan hátt sögu- þræði og tilraunum og taknum sem vísa í ýmsar áttir, ekki síst í listræn- ar evrópskar kvikmyndir eftir Buhuel, Tarkovsky, Svankmeyer og fleiri. Sögusviðið er einkum Chrysler-byggingin og Guggen- heimsafnið í New York en einnig eru tökur frá írlandi, Skotlandi og víðar að. Þykir útkoman býsna skrautleg og ekki alltaf auðskiljanleg fremur en hálistrænar bíómyndir eru yfirleitt. Barney leikur sjálfur í öllum mynd- um og hlifir sér hvergi, að sögn Times Literary Supplement sem birt- ir heilsíðugrein um Cremaster-hring- inn 22. nóv. sl. Tilefni greinarinnar er að hringn- um hefur nú verið lokað. Gaman væri að fá að sjá Cremaster í ís- lensku kvikmyndahúsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.