Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 17
+ 16 MANUDAGUR 2. DESEMBER 2002 MANUDAGUR 2. DESEMBER 2002 41 Utgáfufclag: Utgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur; auglýsingar, smáauglýsingar, bla&aafgreiösla, áskrift: Skaftahliö 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - AOrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjom@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setnlng og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugorð og prontun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til ao bírta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Erlend fjjárfesting Hugmyndir skriffinnanna í Evrópusambandinu um 27- földun á framlagi íslands í þróunarsjóð sambandsins eru jafn fáránlegar og búast má við að komi frá risavöxnu bákni, uppfullu af blý- antsnögurum. Svo virðist hins vegar sem nagararnir njóti í besta falli takmarkaðs stuðnings stjórnmála- manna innan Evrópusambandsins. Krafan um að ís- lendingar losi um höft á erlendri fjárfestingu í sjávar- útvegi er á hinn bóginn markvissari og í raun eðlileg. Bann við beinni erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi er arfleifð gamalla tíma þegar íslendingar voru heim- óttarlegir - hræddir við útlendinga. Forystumenn í ís- lenskum sjávarútvegi hafa alla tíð verið mótfallnir því að erlendum aðilum verði leyft að setja áhættufjár- magn í formi hlutafjár í íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. En smátt og smátt hefur æ fleiri orðið ljóst hve fráleitt bann við fjárfestingu erlendra aðila í raun er. Reynsla af erlendri fjárfestingu á öðrum sviðum atvinnulífsins hefur yfirleitt verið jákvæð og eflt íslensk fyrirtæki. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra er einn þeirra sem eru fylgjandi því að aukið frelsi á fjármála- markaðinum nái einnig til sjávarútvegsins. í viðtali við DV í september 2000 sagðist ráðherrann verða til- búinn til að skoða hvort leyfa eigi útlendingum að fjárfesta i sjávarútvegi, „svo fremi sem það sé gert innan þess ramma að við höfum þau tök á auðlindinni hér að hún verði ekki hirt fyrir framan nefið á okk- ur". Krafa Evrópusambandsins um að íslendingar leyfi erlenda fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi er fylli- lega eðlileg þó alltaf sé erfitt fyrir sjálfstæða þjóð að vera neydd af öðrum til að gera breytingar sem eru eðlilegar og sanngjarnar. En þannig fer fyrir þeim sem gera sig seka um tvískinnung í samskiptum við aðrar þjóðir. íslendingum finnst eðlilegt að þeir eigi allan rétt til að fjárfesta í atvinnufyrirtækjum í öðrum löndum en telja um leið eðlilegt að útlendingar njóti ekki sömu réttinda hér á landi. íslendingar eigi allan rétt til að fjárfesta í atvinnufyrirtækjum í öðrum lönd- um, þó þeir vilji ekki veita útlendingum sama rétt hér á landi. Fjárfesting erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi snýst um grundvallarréttindi. Eiga eigendur og starfs- menn sjávarútvegsfyrirtækja ekki að hafa sama að- gang að áhættufjármagni og aðrar starfsgreinar? Eiga réttindi sjávarútvegsins á ákveðnum sviðum að vera minni en annarra starfsgreina? Viljum við íslending- ar að sömu reglur gildi um alla, óháð því í hvaða at- vinnugrein þeir starfa? Eða er það stefna stjórnvalda, í umboði meirihluta þjóðarinnar, að allir séu jafnir en sumir séu jafnari en aðrir? Krafan um að erlend fjárfesting verði leyfð í sjávar- útvegi á ekki að koma frá skrifstofubákni Evrópusam- bandsins. Krafan á að koma frá sjávarútveginum sjálf- um - frá eigendum og starfsmönnum fyrirtækjanna sem njóta ekki jafnréttis á við önnur íslensk fyrir- tæki. Á meðan sjávarútvegurinn hefur ekki eðlilegan aðgang að áhættufé verður samkeppnishæfni hans skert. Og hvaða hagsmunum er þá verið að þjóna? Óli Björn Kárason jr-^-^yr Skoðun Skipulagsmál eru vanrækt svið Hjörleifur Guttormsson fyrrv. alþingismaöur Dagana 8.-9. nóvember 2002 var haldið Skipu- iagsþing í Reykjavík og sóttu það á þriðja hundrað manns. Skipulagsstofnun átti frumkvæðið að þessu þinghaldi og öllum undir- búningi sem var til fyrir- myndar. Samkoma af þessu tagi er ekki lögboo- in en oft hittast menn af minna tilefni. Skipulagsmál eru afar mikilvægur þáttur í mótun hvers samfélags en hafa hérlendis ekki notiö þeirrar at- hygli sem skyldi. Stjórnmálamenn eru fæstir uppteknir af stefnumótun til langs tíma og á það jafnt við um alþingismenn og fulltrúa í sveitar- stjórnum. Það er hins vegar ekki síst á vettvangi Alþingis og sveitar- stjórna sem forsendur eiga að ráðast í skipulagsmálum og með aðild al- mennings að umræðu og stefnumót- un á öllum stigum. Hérlendis er nú til staðar stór hópur af fólki með sér- menntun á ýmsum sviðum sem gagn- ast i vinnu að skipulagsgerð. Skipu- lagsþingið endurspeglaði þessa stað- reynd en þingið sóttu því miður ekki margir kjörnir fulltrúar almennings. Landsskipulag vantar Lög um skipulags- og byggingar- mál voru síðast endurskoðuð í heild árið 1997. Með þeim var sveitar- stjórnum fært verulega aukið vald í „Skipulagsmálin varða fyrirkomulag oggœði þjónustu við almenning, samgöngur, skóla og heilsugœslu og náttúrulegt og manngert umhverfi sem við viljum vera hluti af og búa börnum okkar." - Borgarstjórinn íReykjavík kynnir nýtt aðalskipu- lag fyrir blaðamönnum á flugi yfir borginni. skipulagsmálum og með setningu nýrra sveitarstjórnarlaga 1999 var landinu öllu skipt upp á milli sveit- arfélaga með því að mörk þeirra yoru framlengd inn á miðhálendið. jafnhliða voru leidd í lög ákvæði um fyrirkomulag á skipulagi miðhálend- isins undir forystu sérstakrar sam- vinnunefndar. Miklar deilur urðu um þessi atriði á sínum tíma, ekki sist tengdar málefnum miðhálendis- ins. í 11. grein skipulags- og byggingar- laga er fjallað um áætlanir um land- notkun á landsvisu. Samkvæmt laga- ákvæðunum á Skipulagsstofnun að afla gagna um áætlanir opinberra að- ila um landnotkun er varða landið allt, svo sem samgöngur, fjarskipti, orkumannvirki og náttúruvernd. Komi í ljós ósamræmi og hagsmuna- árekstrar um landnotkun skulu ráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga setja niður nefnd til að- gera tillögur um samræmingu og skulu niðurstöðurnar síðan felldar að skipulagsáætlunum. Stíga þarf skrefið til fulls og lögleiða gerð landsskipulags með þátttöku ríkis og sveitarfélaga, þar sem ákveðnir meg- indrættir sem varða land og þjóð sem heild yrðu festir í skipulagi. Umhverfismál og skipulag Skipulag þarf að vera allt annað og meira en línur á blaði um fyrirhug- aða landnotkun. Sú hugsun og vinna sem lögð er í að ræða og móta for- sendurnar skiptir sköpum um þá leiðsögn sem felast þarf i góðu skipu- lagi. Um er að ræða það umhverfi og samfélag sem við viljum búa okkur og afkomendunum að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga og hug- mynda um sjálfbæra þróun. í skipu- lagi þarf þvi að samþætta umhverfis- forsendur og hugmyndir um æski- legt samfélag og hagþróun. Slík um- ræða er í eðli sínu pólitísk og þarf að byggja á sem bestum upplýsingum á hverjum tíma og fræðslu til almenn- ings. Enn sem komið er erum við býsna- langt frá því að taka skipulagsvinnu ofangreindum tökum. Það sést best á þvi handahófi sem ríkir í ákvörðun- um um ýmsar stórframkvæmdir, svo sem virkjanir, deilunum um Reykja- víkurflugvöll og aðdraganda að bygg- ingu verslunarmiðstöðva eins og Smáralindar. Skipulagsmálin varða fyrirkomulag og gæði þjónustu við almenning, samgöngur, skóla og heilsugæslu og náttúrulegt og mann- gert umhverfi sem við viljum vera hluti af og búa bórnum okkar. Lánlausir Suðurnesjamenn Sigurður Antonsson framkvæmdastjóri Kiallari Er velferð fjöldans betur tryggð ef einstaklingsfrels- ið er í hávegum haft? Er nauðsyn á að tryggja vaxt- arsprotum athafnalífs skil- yrði eða eigum við að hlíta forsögn þeirra sem hafa tileinkað sér dekur við óljósar stefnur í útlöndum og gleymt hvar á jörð þeir búa? Hnignun Suðurnesja sem frjálsra athafnaþorpa undanfarin 50 ár er gott dæmi um hvað skeður þegar skrifstofuveldið eða búrakratar ná yfirhöndinni. Ameríska hervélin náði fótfestu á Miðsnesheiðinni upp úr 1950. Allar götur síðan hafa Suð- urnesjamenn lifað undir handar- jaðri góðvildar ráðamanna sem höföu enga atvinnustefnu aðra en vera góðir innan Nató. Suðurnesjamenn náðu að vera þjónar amerískrar hermálastefnu þegar best lét en nutu þess aldrei sem heraginn gefur best, en það er að verða sigurvissir bardagamenn. Góð heild sem berðist til sigurs. Nú, þegar hlutverki Nató er breytt, standa íbúar svæðisins ráðvilltir og vita varla í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Ameríkumenn vita hins vegar enn hvernig þeir eiga að verjast óvininum. Eitthvað svipað gerðist í Thule þegar menn vöknuðu við vondan draum. Ósjálfstæðir ráðamenn íslenskir ráðamenn hafa síðan ráðið ferðinni á heiðinni og skammtað Suðurnesjum atvinnu- „Eini þingmaðurinn sem hefur lagt til að óhófleg gjöld afflugkomu verði lækkuð, Kristján Pálsson, er nú sett- ur út í horn og yfir hann settir menn er vilja aukna skattheimtu, og það að koma íslandi í Öryggisráðið." tækifæri úr hnefa. Fjölmörg fyrir- tæki hafa reynt að hasla sér völl á svæðinu en deyfð og drungi hermangs yfirgnæft, og síðan hafa fyrirtækin gefið upp öndina eða flú- ið á önnur svæði. Flugi frjálsra flug- félaga til Kefiavíkurflugvallar hefur verið hætt vegna óhóflegrar skatt- lagningar og helsi hefur verið lagt á fiugvirkja. Þannig hafa tveir sofandi utanrikisráðherrar fólksins engu breytt í atvinnumálum Suðurnesja. Flugstöðin sem ætti að vera at- hafnasamasta höfn landsins með frjálsa atvinnustarfsemi er rekin eins og Ýdeild í utanríkisráðuneyt- inu, en ætti að heyra undir sam- gönguráðuneytið. 011 athafnastarf- semi er þar njörvuð niður í ráðs- mennsku herra sem vita varla hvert flokkar þeirra eiga að stefna eða hafa enga sjálfstæða stefnu í at- vinnu- eða utanríkismálum. Ófullburða flughöfn ViðÝfiugstöðina er engin bensín- stöð, ekkert hótel eða mótel, veit- ingarekstur vart sjáanlegur, en bíla- leigur í skotum. Aðkoman ekki hönnuð með tilliti til íslensks veður- fars og ekki gert ráð fyrir bakpoka- fólki með reiðhjól. Ráðherra hefur hverju sinni ráðið vildarvini til að reka flugstöðina undir takmörkuðu frelsi. Sami maður hefur rekið á staðnum stærstu og dýrustu bíla- stæðaleigu landsins. Að gömlum framsóknarsið eru ferðamenn rekn- ir eins og sauðfé niður í Keflavík til að ná í þjónustu eða út og suður eft- ir að þeir fara um hlið flugstöðvar- innar. Sérleyfishafinn eða strætó nær ekki einu sinni til stóðvarinn- ar. Suðurnesjamenn til New York Af gömlum ótta og dekri við yfir- valdið hefur Suðurnesjamönnum ekki tekist að brjóta af sér helsi sem óskýr íslensk utanríkisstema hefur leitt af sér. Hvað þá að blanda flug- rekstri og aðkomu ferðamanna Ýsaman við stöðu íslands í alþjóða- málum. Eini þingmaðurinn sem hefur lagt til að óhófleg gjöld af flugkomu verði lækkuð, Kristján Pálsson, er nú settur út í horn og yfir hann sett- ir menn er viija aukna skattheimtu, og það að koma íslandi í Öryggisráð- ið. Væri þá ekki best að fiytja allt liðið til New York og setja þá er þangað ekki komast í friðarlið utan- rikisráðherra. Sandkorn Þorir Matthías? Lengi hefur verið beðið eftir æviminningum Matthíasar Johann- essens, fyrrverandi ritstjóra Morgun- blaðsins, enda ljóst að þar yrði safaríkt efni á boðstólum fyrir áhugamenn um íslensk stjórnmál. Fyrir þessi jól gefur Matthías út bókina Vatnaskil sem hann segir að sé „persónuleg skáld- saga". Bókin er að hluta byggð á dagbókarfærslum Matth- íasar en margir eru hálfsvekktir yfir þvi að ritstjórinn og skáldið skyldi ekki stíga skrefið til fulls og gefa út æviminningar. Mörkin á milli skáldkapar og veruleika hljóta að vera mjög óhós í bókinni því að Matthías og út- gefandinn leggja hana hvorki fram í flokki fagurbók- mennta né bóka almenns eðlis vegna íslensku bókmennta- verðlaunanna. Á næsta ári er væntanlegt framhald þessar- ar bókar, þar sem sagt verður frá viðburðum á sviði stjórnmála. Hvort það er til marks um að Matthías ætli að Ummæli Böndin losna „Síðustu árin hafa þau bönd sem mönnum hafði tek- ist að koma á ríkissjóð losnað með þeim afleiðingum að á næsta ári er gert ráð fyrir að rikisútgjöldin verði yfir 250 milljarðar króna og hafi aukist um 75 þúsund milljónir frá árinu 1997. Þessar 75 þúsund milljónir myndu duga til að fella niður hlut ríkisins í tekju- skatti einstaklinga og vel það. Þá stæði aðeins eftir um 13% útsvar sveitarfélaga. Sparsemi og ráðdeild er því ekki ástæðan fyrir vinsældum ráðherrans. Enda kem- ur hann aldrei fram til að verja skattgreiðendur fyrir ásælni hagmunahópa sem sífellt herja á ríkissjóð. Það ætti þó að vera helsta hlutverk fjármálaráðherrans." Vefþjóöviljinn á Andriki.is Óbreyttur kúrs „Það vekur athygli mína að reynt er að gera einstak- ar tillögur meirihluta fjárlaganefndar tortryggilegar í fjölmiðlum. Mest er vísað til tillagna á sviði menning- artengdrar fjárfestingar. Talaö um kjördæmapot og sitthvað annað álíka geðslegt. Þetta er fráleitt. Þannig sandkorn@dv.is láta þennan hálfsannleik duga skal ósagt látið en óþreyjan vex eftir því að hann leysi frá skjóðunni um það sem hann upplifði i hringiðunni í ritstjórastólnum ... Óheillakráka? Mörgum er enn í fersku minni þegar Sigbirni Gunnarssyni stórkrata var hafhað fyrir norðan hér um árið. Eftir það fór hann í sveitarstjórnarmálin og virðist hafa unað þar glaður við sitt. Nú um helgina var endanlega frá því gengið að Kristján Pálsson yrði ekki á fram- boðslista sjálfstæðismanna í Suðurkjör- dæmi. Hann gæti allt eins farið að starfa á þeim vettvangi á ný og unað glaður við sitt. En það er ekki sá snertiflótur Sig- bjarnar og Kristjáns sem efst er í huga í þessu sambandi heldur hitt að í hlutverki tengdasonar beggja manna á ógur- stundu er maður aö nafni Stefán Hrafn Hagalín ... vill nú bara til að undangengin ár hefur verið lögð áhersla á uppbyggingu ýmiss konar menningartengdr- ar starfsemi úti á landsbyggðinni. ... ViJji menn kalla það kjördæmapot, já gott og vel. Slíkt kjördæmapot er hól í eyrum þess sem hér stýrir lyklaborði tölvunnar. ... Uppbygging þjóðargersema út um allt land er óbrot- gjarn minnisvarði sem prýðir héruðin og stælir samfé- lagsmyndina. Við höldum því áfram á þessum kúrsi." Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaöur á vef sínum. Atvinnulausir snuðaðir „Fjárlög næsta árs munu því væntanlega ekki gera ráð fyrir neinni hækkun til atvinnulausra í samræmi við hækkun til lífeyrisþega. Ráðherrann hefur heldur enga skoðun á því hvort hætta eigi að skattleggja at- vinnuleysisbætur eða að taka upp viðmið við launa- vísitölu í greiöslum atvinnulausra. Það er dapurlegt að svo skoðanalaus ráðherra og greinilega áhugalaus um málefni atvinnulausra skuli sitja í stóli félagsmálaráð- herra." v Jóhanna Siguröardóttir alþingismaöur á vef sínum. Vændi - sýnilegt eða falið? Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður Eg fagna allri umræðu sem orðið hefur í fjölmiðlum á síðustu vikum um vændi. Oft var þörf en nú er nauð- syn. Það hafa komið út þrjár afar mikilvægar skýrslur vegna þessa „falda" vanda sem við er að glíma í okkar litla samfélagi. Ég segi „falda" þar sem það er núna fyrst að eiga sér stað einhver kortlagn- ing og umræða um málið og því mik- ilvægt að koma sem alira fyrst með lausnir sem eru raunhæfar og geta skilað sér í því að styðja stúlkur, kon- ur, unga drengi og karla í þeim vanda sem þau eru í - rjúfa þann vítahring með viðeigandi aðgerðum. Vændi ekki refsivert Frá upphafi hef ég alltaf haft það sjónarmið að leiðarljósi að vændi eigi ekki að vera refsivert eins og það er í dag skv. hegningarlögum. Ástæður eru þær að ég lít svo á að vændi sé fé- lagslegt vandamál, sem mæta eigi með félagslegum úrræðum. Það er nauð- synlegt að koma með lausnir og úr- ræði sem miðast að því að ná til þeirra hópa sem stunda vændi. Við vitum flest um ástæður þess hvers vegna fólk stundar vændi en þær eru taldar helstar: Kynferðisleg misnotkun i æsku, sem að sjálfsögðu hefur áhrif til allrar framtiðar hvað varðar sjálfsmynd og sjálfstyrk einstaklinganna. Mikilvægi meðferðar er lykilatriði fyrir þessa einstaklinga. Þetta á bæði við um drengi og stúlkur, þó svo að stulkurn- ar séu fleiri í þessum hópi. Fíkniefnaneysla Þar er um að ræða harðan heim og neyslan er grimmur húsbóndi. Þar hafa stelpurnar þurft að selja sig til að eiga fyrir sínu dópi. Algengara er að strákarnir séu að „díla" til að hafa efni fyrir sig, og þeir eru líka frekar í innbrotum en stelpurnar. En strákar selja sig líka. Það er eitt af „tabútun- um" og því afar mikilvægt að fá það líka upp á yfirborðið. Drengjavændi þarf að skoða sér- staklega og koma með lausnir. ísland er engin undantekning í þvi frekar en í öðru. Um ofbeldið sem fylgir þessum heimi er margt vitað og hafa verið afar merkar umræður um það á síð- ustu dögum og algjörlega nauðsynlegt að bregðast við því með meðölum sem duga. Bágar félagslegar aðstæður og fá- tækt eru líka oft ástæður þess að kon- ur og karlar leiðast út í vændi. Það er afar illt til þess að vita að svo sé kom- ið í okkar samfélagi. Þarna eigum við að geta komið inn með úrræði sem duga og enginn á að þurfa að sjá fyrir sér á þennan hátt sökum fátæktar. Það var viötal í Fréttablaðinu um „Við skulum ekki gleyma því að vændi hefur verið til stað- ar í tugi ára í Skandinavíu og reyndar Evrópu allri á meðan við hér heima erum rétt að byrja að fikra okkur um þessar ókunnuglegu slóð- ir." - Rússneskur lögreglu- þjónn kannar vændi og fíkniefnaneyslu stúlkna á götum Moskvu. daginn við konu sem hefur stundað „vændi með hléum" sl. 20 ár. Þar tal- ar hún um að vændið hafi forðað henni frá fátækt. Eitthvað í þessu við- tali truflaði mig - ég játa það. Ekki hvað síst vegna kynna minna af kon- um sem selja sig, en ég þekki þær all- nokkrar. Bæði frá því að ég var í námi í Kaupmannahöfh og síðan hér heima. Það sem truflaði mig var þegar ég fór að reikna út tekjurnar sem hún hafði. Því samkvæmt þeim ætti hún auðvitað að eiga fallega íbúð - ef ekki einbýlishús á góðum stað, en kannski var þetta bara vinnuíbúð sem blaða- maður hitti konuna í. Það er alltaf gaman að leika sér að tölum. Konan talaði um að hún tæki 35 þúsund á timann og 20 þúsund fyrir hálftímann. Hún segist geta boðið barni sínu bæri- leg lífskjör! Hvað skyldi blessað barn- ið vita mikið um vinnuna? Konan verður líka þreytt ef það eru fleiri en 5 sama daginn! En hvað gefa 5 kúnnar á dag í aðra hönd á mánuði (ekki unnið um helg- ar)? 5 kúnnar x 35 þúsund krónur gera 175 þúsund á dag x 5 daga vikunnar, eða 875 þúsund á viku x 4 vikur í mán- uði sem verða 3,5 milljónir á mánuði skattfrjálsar. Ja hérna, mikið er gott að hún get- ur boðið barni sínu bærileg lifskjör! Hún er með meiri tekjur en allir for- stjórar og bankastjórar landsins. Þó svo að hún væri ekki með nema 1 kúnna á dag 5 daga vikunnar þá væri hún með 700 þúsund á mánuði. Hún hlýtur að vera stóreignamanneskja! Og þó, þá væri hún ekki öryrki á bót- um, eða hvað? Er þetta trúverðugt? Dæmi hver fyrir sig. Það klingir alla vega mörgum bjöllum í mínu höfði. Það sem mér finnst kannski verst er að það fyrsta sem fjölmiðlum dettur í hug er að reyna að gefa mynd af „happy hooker" eins og þær gerast bestar. Hvað með viðtalið í Mannlífi á sínum tima við aðra konu sem líka vann hjá „Ingu" i Túngötunni? Þar fara tvær ólikar sögur úr sama „bransa". Margt er hægt að gera Sem fyrirbyggingu til framtíðar er nauðsynlegt að efla samfélagslega vit- und um vændi og afleiðingar þess. Þar er hlutur fjölmiðla afaT mikilvægur og mikil ábyrgð hvilir á þeim. Ég hef spurt nokkurra spurninga í þeim um- ræðum sem ég hef staðið fyrir vegna vændismála, eins og t.d.: Á það að varða við hegningarlög að selja sig vegna félagslegrar neyðar? Ég segi nei, og því þurfum við að breyta. Á að herða löggjöf vegna dólganna / milligöngumannanna sem hafa líf og neyð fjölda kvenna, ungra stúlkna, drengja og jafnvel barna í hendi sér? Ég segi já, og við eigum að herða lög- in eins og hægt er gagnvart þessum mönnum, fyrir hönd þessa hóps og samfélagsins alls. Eigum við að skoða sænsku leiðina? Ég segi já við því, og við þurfum að kortleggja hverju hún hefur skDað og hvaða gallar hafa komið í ljós og meta út frá því. Ég tel hins vegar að við eig- um að biða aðeins, og fá meira upp á yfirborðið hér hjá okkur. Við skulum ekki gleyma því að vændi hefur verið til staðar i tugi ára í Skandinavíu og reyndar Evrópu allri á meðan við hér heima erum rétt að byrja að fikra okk- ur um þessar ókunnuglegu slóðir. Á að koma á fót ráðgjöf fyrir þá sem stunda vændi? Ég segi já, og tel það eitt af forgangsmálunum, og skora á yfirvöld að bregðast við í þeim efhum. Neyðarlína væri t.d. eitt úrræðið sem gæti komið strax. Að lokum vil ég benda fólki á að kynna sér þær skýrslur sem út eru komnar um þessi mál. Það er afar fróðleg lesning bæði fyrir fagfólk sem og pólitíkusa. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.