Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 24
1 MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002 DV ~x 48 Hann er alveg að drepaat úr þorsta Gefðu honum vatn fyrir lífstíð! 2.500 kr. framlag þitt nægir til þess að tryggja 5 fjölskyldum í Afríku hreint vatn alla ævi. Gíróseölar í bönkum, sparisjóðum og á pósthúsum Tilvera Berst fyrir góðu málefni Þessari fötlun fylgir meiri einangrun og erfiöleikar í skynjun á umhverfinu en viö getum ímyndaö okkur, segir Ágústa um daufblinduna. Fjáröflun fyrir daufblinda: Upplýsingaflæðið kom með tölvunni - segir Ágústa Gunnarsdóttir í stjórn Daufblindrafélagsins Daufblindrafélag íslands stend- ur um þessar mundir í fjáröflun- um með sölu hljómdisksins Tár með Orra Harðarsyni. Diskurinn er seldur bæði gegnum síma og í öllum verslunum Skífunnar. Þá er félagið að selja dagbækur fyrir árið 2003 til fyrirtækja og stofn- ana. Allur ágóði rennur óskiptur til félagsins. Einangrun og erfiðleikar Ágústa Gunnarsdóttir er fulltrúi Blindrafélagsins í stjórn Dauf- blindrafélagsins. í stuttu spjalli við DV byrjar hún á að lýsa dauf- blindu, þó ekki af eigin raun því hún hefur góða heyrn. „Daufblindir eru þeir sem eru alvarlega sjón- og heymarskertir. í sumum tilfellum eru menn fædd- ir með sjúkdóm sem erfist og upp- götvast gjaman við fyrstu augn- skoðun en ágerist þegar árin líða. Einnig er um að ræða eldra fólk sem farið er að tapa sjón og heym verulega. Þessari fotlun fylgir meiri einangrun og erfiðleikar í skynjun á umhverfinu en við get- um ímyndað okkur. Daufblindum dugar til dæmis ekki að fara út i glugga til að gá til veðurs eins og okkur hinum finnst sjálfsagt." Tölvurnar breyta Ágústa segir félaga í Dauf- blindrafélaginu vera um 40 talsins, þ.e. 11 aðalfélaga og um 30 styrkt- arfélaga. Hún býst þó við að þeim eigi eftir að fjölga á næstimni. „Við erum að reka endahnút á rannsókn á fjölda og högum eldri daufblindra á íslandi. Það er mik- ilvægt því við höfum vissu fyrir því að þetta fólk er ekki allt að fá þá þjónustu sem það raunverulega þyrfti," segir hún. En hvað gerir Daufblindrafélagið fyrir skjólstæð- inga sína? „Við erum með starfandi dauf- blindraráðgjafa í hálfu starfl sem sér um að sinna félagsmönnum og öllum daufblindum sem til hans leita á mjög breiðum grundvelli. Margir þeirra þurfa mikla hjálp með samskipti við stofnanir, lækna, verslanir og allt mögulegt. Helst þyrftum við að hafa mann- eskju í fullu starfi því mörg verk- efni bíða úrlausnar. Við reynum líka að aðstoða alla þá sem til okk- ar leita varðandi upplýsingar og ráðgjöf og Daufblindrafélagið er í góðum samskiptum við Norður- landaþjóðimar varðandi þróun á þjónustu við daufblinda. Svo erum við að gera átak í tölvu- málum skjólstæðinga okkar. Allt upplýsingaflæðið til fólks gegn um fjölmiölana fór að miklu leyti fram hjá daufblindum þar til tölvumar komu. En með tilkomu þeirra og hjálpartækja sem tengd eru við þær hefur orðið gerbylting. Þar skipta blindraletursskjáimir og stækkun- arforritin sköpum. Nú kemst fólk inn á Internetið og getur leitað sér upplýsinga sjáift. Áður áttu dauíblindir erfitt með alla tjáningu og að meðtaka skila- boð. Þeir gátu í mörgum tilfellum aldrei átt trúnaðarsamband við aðra þvi sérhæfða manneskju þurfti til að túlka. Nú getur þetta fólk skrifað tölvupóst og fengið bréf til baka. Þetta breytir lifl fólks alveg gríðarlega. í félaginu er til dæmis ein alveg blind og heym- arlaus kona sem býr á sambýli. Hún hafði ekki samband við ætt- ingja sína og vini dögum og jafn- vel vikum saman því hún varð alltaf að fá hjálp þriðja aðila. Nú er þessi kona með tölvu og er í póstsambandi við ættingja sína. Það er beinlínis stórkostlegt.“ Flestir á örorkubótum Hin dým hjálpartæki eru yfir- leitt kostuð af ríkinu, að sögn Ágústu, en hún segir öðru máli gegna um tölvumar. Þær verði fólk að kaupa sjálft og þær séu ekki gefnar. Flestir verði að fram- fleyta sér á örorkubótum og hafi lítið fé handa milli. „Fólk þarf líka að fá kennslu á bæði tölvumar og hjálpartækin og þetta er gríðarlega dýrt fyrir fólk. Þess vegna viljum við létta undir með þvi,“ segir hún. Ágústa vill að lokum geta þess að þeir sem vilja leggja málefnum daufblindra lið og styrkja félagið geti hringt í síma 552 1803 og pant- að diskinn Tár. -Gun. Heitasta búðin í bœnum ! 100% mesta vöruúrval d ferm. Alltfrá magadansbúningum til ektapelsa. Hátíðafatnaður, perlujakkar og toppar, ektapelsar, skinnúlpur, ekta mokkajakkarfrá 15þús. Otrúlegt úrval gjafavöru. , , Sigurstjaman í bliu húsi við Fákafen, - I <//'. sími 588 4545. Einnig opið um helgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.