Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Qupperneq 28
52 AUKIN ökuréttindi Hægt er að hefja nám alla miðvikudaga (Áfangakerfi) Frábær kennsluaðstaða Reyndir kennarar og góðir kennslubílar Aukið við atvinnumöguleikana Hringið eða komið og leitið upplýsinga Sími 567 0300 Ökuskólinn í Mjódd Þarabakka 3 -109 Reykjavík S. 567 0300 - mjodd@bi prof.is •• /f) S 1 jy OKU £KOLINN MJODD Einnig Vídd: Njarðarnes 9 - Akureyri Bæjcirlincl 4 — Sími 554 6800 og Agenlio ehf. — Baldursgotu 14 — Kefiavík www.vidd.is — vidd@vidd.is > (slenskar aringrindur. Hvergi annars staðar færðu þessa innlendu hönnun, sem er smíðuð úr hertu gæðastáli. Mikið úrval af fallegum og traustum arinvörum. Vönduð og glæsileg skörungssett, með kústum, skóflum og fleira. Henta bæði í sumarbústaðinn og heima í stofu. 10% aukaafsláttur af vörum til jóla Grandagaröur 2 www.ellingsen.is 580 8500 580 8501 Arinsett svart 7.204 kr. Arinhlíf, antik 3.907 kr. Feröa- og útivistarvörur, gasvörur, útgerðarvörur og bjðrgunar- og neyðarvörur afl. Verslun athafnamannsins ELLINGSEN _________________________________________________MÁNUDAGUR 2. DESEMBBR 2002 Tilvera DV Gus Gus á Súper tDjómsveitin Gus Gus fagnaði út- gáfu á diskinum Attention með tón- leikum á efri hæð Astró um helgina. Efri hæðin hefur hlotið nafnið Súper og þótti við hæfi að Gus Gus riði á vaðið þar með tónleikahaldi. Hress a Super Þau Freyja Einarsdóttir, Einar Sverr- isson og Agnes Þrastardóttir höföu gaman af Gus Gus. Meö allt á hornum sér Brynjar, Ari og Gauti stilitu sér upp með tilþrifum og sýndu hornin sín. Vígalegir Þeir Árni Sigurösson, Jón Ari Ólafs- son og Helgi Páll Helgason voru vígalegir á Súper. DV-MYNDIR HH Gus Gus á sviöi Uröur Hákonardóttir söngkona fór fyrir sveitinni sem þótti standa sig vel á tónleikunum. Fékk rós Cathy Alexander tók utan um Stephanie Crose enda hæstánægö eftir aö hafa fengiö gefna rós. Bíógagnrýní Smárabíó/Laugarásbíó/Regnboginn - Die Another Day: ★ ★ Sif Gunnarsdöttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Bond er Bond er Bond Þegar ég var táningur fór bekkur- inn iðulega allur saman í bió þegar ný Bond-mynd var frumsýnd. Ég fór bara einu sinni með af því að mér fannst fyrirbærið hallærislegt og gamaldags - ofumjósnarinn, glæpa- menn með mikilmennskubrjálæði og vel vaxnar konur í vandræðum sem hvísluðu Oh James með undr- un og ástríðu þegar njósnarinn og kvennabósinn káfaði á þeim. Þá fannst mér meira spennandi að sjá Sigourney Weaver kljást við geim- veruskrímsli í Alien - engin hjálp- arlaus kona þar. En þegar farið er á Bond-mynd þá hendir maöur hug- tökum eins og pólitískri rétthugsun og jafnréttisbaráttu og leggur á minnið að hér er það ekki áfanga- staðurinn sem skiptir máli heldur ferðin þangað. Allir vita út á hvað Bond-myndir ganga: hann berst við svívirðilega glæpamenn, yfirleitt einn síns liðs en með réttu græjum- ar, heillar draumfagrar konur upp úr skónum (ég minni á græjumar) og alltaf heldur hann andlitinu og getur spýtt út úr sér meinhæðinni athugasemd, sama hvað á gengur. Það sem breytist eru græjumar sem Q leyfir honum að leika sér að, i hvemig slagsmálum hann lendir, í hvers konar farartæki hann sleppur og hver kvennanna fógru er svikari. Af hvérju fer fólk á myndir sem ein- ungis endurtaka tilbrigði við þekkt stef? Vegna þess að stefið er skemmtilegt og það er alltaf áhættu- minna að eyða tíma í eitthvað sem maður þekkir en að taka sjens á ein- hverju framandi - better the devil you know, eins og maðurinn sagði. Nú er búið aö frumsýna 20. Bond- James Bond Meö uppáhaldsdrykkinn sinn, martini kokkteil, hristan, en ekki hræröan. myndina, Die Another Day, og um leið þá fjórðu þar sem Pierce Brosn- an leikur hetjuna ódauðlegu. Nýsjá- lendingurinn Lee Tamahori leik- stýrir og greinilegt er frá fyrstu mínútum að hann ætlar að leggja meiri áherslu á sprengjur og spennu en léttleika og húmor. For- leikurinn í Die Another Day endar til dæmis ekki með fifldjörfu flótta- atriði heldur með því að Bond er handtekinn af Norður-Kóreumönn- um, haldið í fangelsi og pyntaður í rúmt ár. Þegar hann er loksins lát- inn laus (hann sleppur ekki sjálfur) þá heldur yfirmaður hans, M, að hann sé heilaþveginn og treystir honum ekki fyrir núllunum sínum. Þá þarf Bond að taka á honum stóra sínum og leita hefnda út á heimsenda - nánar til tekið á Is- landi, með stuttri en afdrifaríkri viðkomu í Havana. Sagan verður fá- ránlegri með hverri mínútu en inn á milli eru feikiflott atriði eins og skylmingaratriði í finum breskum klúbhi, brimbrettaatriðið í upphafi myndar og ósýnilegi bOlinn sem er ekta Bond-græja: algjörlega út í hött og um leið frábær. Brosnan er prýðilegur Bond, fág- aður og töff með smekk fyrir hæðni. Halle Berry í hlutverki hinnar dul- arfullu Jinx er eflaust jafnglæsileg- asta kona á jarðríki og þótt víðar væri leitað og er leiknari með byss- una - og önnur vopn sem hún kem- ur höndum yfir - en fyrirrennarar hennar og á vissulega framtíð fyrir sér sem Bondína. Toby Stephens er ágætur stórglæpamaður en Rosa- mund Pike litlaus og leiðinleg sem samnjósnari Bonds, Miranda Frost, og Judy Dench augljóslega orðin hundleið á því að leika M. John Cleese var aftur á móti frábær senu- þjófur í hlutverki sínu sem hinn óþreytandi uppfinningamaður Q. Die Another Day er, þrátt fyrir að vera aðeins of löng, miklu betri en síðasta Bond-mynd og sýnir að á nýju árþúsundi er enn pláss fyrir of- umjósnara hennai’ hátignar. Lelkstjórl: Lee Tamahorl. Handrlt: Neal Purvis & Robert Wade. Kvikmyndataka: David Tattersall Tónlist: David Arnold. Aöalhlutverk: Pierce Brosnan, Halle Berry, Toby Stephens, Rosamund Pike, John Cleese og Judi Dench.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.