Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 32
LOFTNETSEFNI Viðbótarlífeyríssparnaður AJlianz® www.oreind.is MANUDAGUR 2. DESEMBER 2002 Loforð er loforð Sími: 533 5040 - www.allianz.is Davíð Oddsson. Reyk j avíkurkj ördæmi: Davíð leiðir í Rvík-norður Davíð Oddsson forsætisráðherra mun skipa 1. sæti framboðslita Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavíkur- kjördæmi norður í alþingiskosning- unum í vor. Geir H. Haarde fjár- málaráðherra verður í 1. sæti listans í Reykjavík- urkjördæmi suður. Dregið var um það í Valhöll í gær hvort kjördæmið Davlð og Geir mundu leiða. Útlit er fyrir formannaslag í Reykjavikurkjördæmi norður en Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra mun leiða lista Framsóknar í kjördæminu og líkur þykja á að Öss- ur Skarphéðinsson muni leiöa þar lista Samfylkingarinnar. -hlh T--------------------------------------------- Rydenskaffi og Innnes saman Skrifað var undir viljayfirlýsingu um sameiningu Innness og Rydens- kaffis á fimmtudag. Var starfsmönnum tilkynnt um sameiningaráformin á föstudag. Með sameiningunni verður til afar öflugt heildsölufyrirtæki en samanlögð velta fyrirtækjanna á árinu er rúmir 1,6 milljarðar króna. ÍJL Að sögn Ölafs Björnssonar, fram- kvæmdastjóra Innness, er ástæða sam- einingarinnar hagræðing. Um 60 starfsmenn vinna hjá báðum fyrirtækj- um. Uppsagnir eru ekki fyrirhugaðar. Innnes fiytur inn þekktar vörur eins og Hunt's og Rydenskaffi vörur eins og Gevalia og Maarud. Framkvæmdastjóri sameinaðs fé- lags verður Ólafur Björnsson en stjórn- arformaður Þórir Baldursson. Nýtt nafn hefur ekki verið ákveðið á fyrir- tækið en það verður með starfsemi í húsnæði Innness að Fossaleyni. -hlh VELDU ORYGGIISTAÐ AHÆTTU! Sími 580 7000 I www.securitas.is vV. 112 EINN EiNN TVEIR NEYÐARLÍNAN LÖGREGLA SLðKKVILIÐ SJÚKRAUÐ (HVER VERÐUR LJÓN } N0RPUR6INS? I DV-MYND KÖ Sælir strákar - cruö þiö að stoppa mlg? Bílbelti, handfrjáls símabúnaöur, ástand ökumanns, ökuskírteini, aöalskoðun og Ijós - allt þarf þetta að vera í lagi en mest er þó um vert er að vera allsgáð- ur. Þessi unga kona tók Árna Friðleifssyni lögreglumanni og félögum hans vel í „gleðskaparátaki" lögreglunnar um helgina. Átak hjá lögreglunni í Reykjavík í upphafi gleðskaparmánaðar: A annaö þúsund ökumenn stöðvaðir tllboosvorö kr. 2.750,- Merkilega heimitistæki6< Nú er unnt að " merkja allt á heimilinu, 't kökubauka, »OUWUU0HtíU •nttsttvowuo* p«u«»utm«« I spólur, skóla- dót, geisla- diska o.fl. Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/ratport_____ Rafport Lögreglumenn stöðvuðu á annað þúsund ökumenn um helgina þar sem ástand ökumanna og bila var kannað. Átakið var gert af því til- efni að þetta var fyrsta helgin í des- ember en hún markar gjarnan upp- hafið á jólagleðskap landsmanna. Lögreglan gaf ökumönnum miða með nákvæmum upplýsingum um hvað það hefur í för með sér að aka undir áhrifum áfengis, það er hve háar sektir eru greiddar, gjarnan 50 til 100 þúsund krónu Árs ökuleyfis- svipting er algeng ef menn eru teknir undir áhrifum áfengis. Þegar menn óku um Gullinbrú í Grafarvogi á föstudagskvöldið stöðvaði lögreglan alla bíla sem þar fóru um. Þegar upp var staðið höfðu á sjöunda hundrað ökumenn rætt við lögregluna. Sumir voru látnir blása 1 mælitæki en aðeins einn var tekinn grunaður um ölv- unarakstur í öllum þessum hópi. Ástand bílanna var einnig kannað, t.a.m. hvort þeir hefðu verið færðir í aðalskoðun. Lögreglan segir að ókumenn hafi langflestir tekið átakinu vel og oftast hefði bros sést. Á laugardagskvöldið færðu lög- reglumenn sig um set og fóru niður að Sæbraut við Kirkjusand. Þar voru allir stöðvaðir, samtals um 450 ökumenn. Einn reyndist grunaður um ölvun þetta kvöld. Lögreglan mun halda áfram að stöðva öku- menn um helgar í desember, dreifa upplýsingum og kanna ástand þeirra sem eru á ferðinni. Um tug- ur lögreglumanna tók þátt í aðgerð- um helgarinnar. -Ótt Sjá einnlg bls. 2 Sjálfvirk slökkvjtæki fyjrir sjónvörp Sími 517-2121 Þjófar ráðast á garðinn þar sem síst skyldi: Stolið frá krabbameinssjúkum börnum Brotist var inn á skrifstofu Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna aðfaranótt laugardags og það- an stolið tölvubúnaði fyrir mörg hundruð þúsund krónur. Rósa Guö- bjartsdóttir segir þennan þjófnað lama þá fjáröflunarvertíð sem fram undan er, meðal annars jólakorta- sölu. Hún skorar á þá sem hafa tölv- urnar undir höndum, Bell-fartölvu og stóra Compaq Pentium, báðar nýlegar, að skila þeim, ekki síst hugbúnaðinum. í tölvunum er mik- ið af gögnum og kemur það sér mjög illa fyrir starfíð í kringum fjáröflun til styrkar krabbameinssjúkum börnum - að missa grundvöllinn fyrir því sem fram undan er. Kemur sér illa Tölvuþjófnaður hjá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna kemur sér afar illa fyrir félagið. „Ég vona að þeir sjái að sér og skili þessu," sagði Rósa. Samtökin eru til húsa í Hlíða- smára í Kópavogi. öryggisverðir komu um 5 mínútum eftir að við- vörunarkerfi fór í gang en þá voru ógæfumennirnir, sem þarna voru á ferð, á bak og burt. Næstu nótt virðast sömu inn- brotsþjófar hafa verið á ferð. Þá brutust þeir inn í nýtt fyrirtæki, Tölvuvirkni, sem einnig er til húsa í Hlíðasmára. Þar var tölvu- búnaður í kössum sem þjófarnir tóku með sér. Ljóst er að tölvur eru vinsælar hjá innbrotsþjófum og þeim sem eru að fjármagna fíkniefnakaup eða greiða skuldir fyrir slík efni. Lögreglan 1 Kópa- vogi vinnur að rannsókn þessara mála. -Ótt dagar til jóla Y,i'150 fyrirtæki ER Míb/rLLT ÍTRIR lötm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.