Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 Fréttir DV Öllum brögðum beitt í samkeppni stórmarkaða í sölu jólabóka: Greiða hátt í þúsund krónur með tilboðsbókum Bókaveislan æsist Árlegt bókastríö er aö ná hámarki sem endurspeglast einna best í tilboöum stórmarkaöanna. Þar á bæ er veriö aö greiða hátt í 1000 krónur meö hverri tilboösbók. Rekstrarstjóri Nóatúns: Neytendur blekktir? Nóatún gerir alvarlegar athuga- semdir við bragðkönnun þá sem sagt var frá í Fréttablaðinu í gær, mið- vikudag, þar sem „kokkalandsliðið" gerði bragðprófun á hangikjöti og hamborgarhrygg frá 5 framleiðend- um. Sigurður Gunnar Markússon, rekstrarstjóri Nóatúns, spyr hvort verið sé að blekkja neytendur með þessari könnun en bornir hafi verið saman hamborgarhryggir frá öllum helstu framleiðendum hamborgar- hryggja með einni áberandi undan- tekningu. „Kokkalandsliðið fékk ekki að prófa Nóatúnshamborgarhrygginn sem vekur furðu, ekki síst í ljósi þess að ríflega fimmti hver hamborgar- hryggur á jólaborðum landsmanna kemur úr Nóatúni," segir Sigurður. Vekur hann athygli á að í sama blaði hafi verið heilsíðuauglýsing frá Hag- kaupum þar sem niðurstöðu kokka- landsliðsins er slegið upp. „Þessi auglýsing vekur spurningar um það hvort prófunin var kostuð af Hagkaupum og hvort ritstjóm Frétta- blaðsins var kunnugt um það,“ segir Sigurður. Við þetta má bæta að hamborgar- hryggur frá öðmm mjög stóram fram- leiðanda, Ali, var ekki í þessari bragð- prófun. -hlh Ríkisábyrgð vegna Ijósleiðara Ríkissjóður veitir Farice hf., nýju hlutafélagi um -lagningu ljósleiðara frá íslandi um Færeyjar til Skotlands, allt að 800 milljóna króna ríkisábyrgð samkvæmt tillögu meirihluta fjár- laganefndar í tengslum við afgreiðslu fjárlaga næsta árs. Einnig er lagt til að ríkissjóði verði heimilað að kaupa hlutafé í félaginu fyrir allt að 560 milljónir króna. Eins og fram hefur komið i fréttum er gert ráð fyrir að eigið fé Farice verði um 1,2 milljarð- ar en þar af verði hlutur Færeyinga um 240 miiljónir og hlutur íslendinga um 960 milljónir. Auk ríkissjóðs munu Landssíminn og nokkur önnur íslensk fjarskiptafyrirtæki leggja til hlutafé. Lagningu ljósleiðarans á að ljúka á næsta ári og er gert ráð fyrir að heildarkostnaður verði 4,5 millj- arðar króna. -ÓTG Innbrotafaraldur Brotist var inn í fimmtán bíla í höfuðborginni síðasta sólarhring. Að sögn lögreglu voru innbrotin vítt og breitt um borgina og í flestum til- vikum sakna eigendur geislaspilara og eða radarrvara. Töskur og annar vamingur í bílum freistar einnig þjófa að sögn lögreglu og eru bíleig- endur hvattir til að geyma ekki verðmæti í bílum sínum. Þá stefnir í metár hvað varðar þjófnað á bílum en lögreglan 1 Reykjavík hefur fengið tilkynningar um að 276 ökutækjum hafi verið stolið á árinu og stefnir allt í að slik máli fari yfir 300 á árinu. Flestir bíl- amir fmnast fljótlega og málin eru leyst - sem er á annan veg en oftast með innbrot í bíla. -aþ Enn haldið sof- andi á gjörgæslu Konunni, sem slasaðist þegar bif- reið hennar hafnaði í Hólmsá síð- astliðinn föstudag, er enn haldið sof- andi. Konan liggur á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut og að sögn læknis er ástand hennar enn alvarlegt. Þrjú börn vom í bílnum þegar slysiö varð - tvö þeirra sluppu ómeidd en það þriðja mun vera á batavegi. -aþ Stórmarkaðir sem selja bækur fyr- ir jólin selja margar tilboðsbækur langt undir kostnaðarverði og greiða umtalsverðar upphæðir með hverri seldri bók. Dæmi eru um að greidd- ar séu hátt í eitt þúsund krónur með hverju eintaki tiltekinnar bókar. Samkvæmt heimildum DV er þetta herkostnaður sem menn eru meira en tilbúnir að bera í feikiharðri sam- keppni um viðskiptavini. Allt er gert til að fá viðskiptavini inn í búðina þar sem líkur eru á að þeir noti ferð- ina til að gera almenn innkaup. DV hefur dæmi um bók sem aug- lýst var á tilboði um síðustu helgi. Samkvæmt heimildum þeirra sem gerst þekkja hefur innkaupsverð verslunarinnar verið um 3.240 krón- ur. Bókin var hins vegar auglýst á 2.730 króna tilboðsverði. Meðgjöf verslunarinnar í þessu dæmi eru rúmar 500 krónur. Afsláttur útgef- enda til bóksala getur verið allt að 50 prósent í stöku tilfellum en al- gengur afsláttur er 30-40 prósent. Bókaútgefandinn fær sitt og höfund- urinn einnig. Söluaðilarnir bera kostnaðinn. Kaupmenn sem DV hefur rætt við viðurkenna að margir bókatitlar séu seldir undir kostnaðarverði fyr- ir þessi jól en þó yfirleitt í skamm- an tíma í senn. Þannig eru dæmi um tilboð sem einungis hafa gilt í tvo daga. Neytendur sem eru vak- andi yflr tilboðum geta gert feikigóð kaup í bókum fyrir jólin en verða að huga vel að gildistíma tilboðanna sem yfirleitt er skráður með smáu letri í auglýsingunum. Borgarstjórn Reykjavíkur leggur fram frumvarp að fjárhagsáætlun ársins 2003 í dag. Fjárhagsáætlunin sem kynnt var í gær endurspeglar erfiðari rekstur en á árinu 2002. Endurskoðaðar hagspár sýna að áætlaðar tekjur borgarsjóðs verða lægri en gert var ráð fyrir þegar römmum var út- hlutað til málaflokkanna sl. vor. Brugðist hefur verið við með tillög- um um aðhald og spamað í rekstri og framkvæmdum. Niðurskurður- inn var rúmlega hálfur milljarður króna og er fjárhagsáætlunin lögð fram með þeim breytingum. Eftir að flármagni hefur verið ráðstafað til rekstrar standa eftir um 4,4 milljarðar (handbært fé frá rekstri) sem unnt er að verja til flárfestinga, annarrar uppbygging- ar og lækkunar skulda. Með þess- um aðgerðum er stefnt að lækkun skulda borgarsjóðs um 120 milljón- Guðmundur Sigurðsson, forstöðu- maður samkeppnissviðs Samkeppn- isstofnunar, sagði í samtali við DV að engin einhlít svör væru til við því hvort stórmarkaðirnir væru að brjóta lög og reglur með þvl að selja bækur undir kostnaðarverði. í sam- keppnisfræðum væri til hugtakið „predator pricing" eða drápsverðlag en það gilti um þau tilvik þegar að- ili með markaðsráðandi stöðu á ákveðnu sviði seldi vörur undir inn- kaupsverði í þeim tilgangi að ýta samkeppnisaðilum út af markaðn- um eða hindra innkomu nýrra. Jólabókastríð stórmarkaðanna væri ir að raungildi á næsta ári. Hlutfall skulda af skatttekjum lækkar úr 62% í 59,2% milli ára. Tekjur hækka minna en gjöld Heildartekjur borgarsjóðs árið 2003 eru áætlaðar 34.154 milljónir króna sem er 7,2% hækkun frá út- komuspá þessa árs. Af áætluöum heildartekjum eru skatttekjur 83% eða 28.196 m.kr., sem er 5,5% hækk- un frá útkomuspá 2002. Rekstrar- gjöld hækka meira, eöa um 7,8% frá útkomuspá 2002, úr 28.308 m.kr. í 30.510 m.kr. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir óbreyttu skatthlut- falli. Stórverkefni i skólamálum Til bygginga skóla er fyrirhugað að veita um 1.5 milljarða króna og verður nokkrum stórverkefnum lokið, s.s. viðbyggingu við Hlíða- skóla, Árbæjarskóla og Klébergs- flóknara fyrirbæri sem þyrfti sér- stakrar skoðunar við. Enginn hefði enn farið fram á slíka athugun. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, játti því að það væru neytendur sem borguðu þennan herkostnað stórmarkað- anna þegar upp væri staðið. „Þessir aðilar eru einfaldlega að stunda viðskipti og hafa hagnað að leiðarljósi. Þetta er engin góðgerðar- starfsemi. Annars fagna ég aukinni samkeppni og tækifæri sem athug- ulir neytendur fá til að spara í jólainnkaupunum," sagði Jóhannes. -hlh skóla. Á næsta ári verða 100 millj- ónir settar í skólaeldhús. Skóladag- ur yngstu barnanna verður lengd- ur í fleiri hverfum og fristunda- heimilum í grunnskólum flölgar. Tveir nýir leikskólar verða byggðir auk viðbygginga og endur- bóta. Nemur flárfesting í þessum málaflokki rúmlega 300 milljónum króna. Til reksturs skóla og leikskóla renna samtals um 40% af skatttekj- um borgarinnar, eða nærri 11.7 milijarðar króna sem samsvarar yfir 107 þúsund krónum á hvem íbúa borgarinnar. Hafa framlög til þessara málaflokka hækkað um 36% að raungildi frá árinu 1999. Þá verður m.a. veitt fé til tveggja nýrra hjúkrunarheimila fyrir aldr- aða, endurbóta í miðbænum og framkvæmda við nýja keppnislaug í Laugardal. -HKr. DV-MYND HARI Skammir dagar Þaö tognar á myrkrinu í lífi landsmanna og röskar tvær vikur í stystan sólargang. Sólris í Reykjavík var ekki fyrr en 10.55 og sólarlag rífum fjórum tímum síöar. Myrkriö varir því nánast í 20 stundir á sólarhring þessi dægrin ef dægur skyldi kalla. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2003: Hálfs milljarðs niðurskurður — skatthlutfall lækkar úr 62% í 59,2% milli ára Fjárhagsáætlun kynnt Frumvarp að A- hluta flárhagsáætl- unar Reykjavíkur- borgar verður lagt fram í borgarstjórn í dag. Gert er ráð fyrir að skatthlut- fall haldist óbreytt og tekjur hækki um 7,2% en gjöld um 7,8%. Stefnt er að því að handbært fé frá rekstri verði 4,4% milljarðar. Samkvæmt áætluninni er stefnt að minnkun skulda um 120 milljónir króna, úr 16,7 milljörðum í 16,6 milljarða. Borgarstjóri segir nauðsynlegt að stíga á bremsuna í flármálum borg- arinnar. Mega ekki ættleiða íslensk hjón mega ekki ættleiða bam ef annað þeirra hefur átt við veikindi að stríða. Hjón í þessum sporum hafa samkvæmt frétt RÚV árangurslaust barist fyrir því að fá að ættleiða bam en þess eru dæmi að einstaklingar hafl fengið að ætt- leiða. Styðja Samfylkinguna Hlutfallslega ætla flestar konur að styðja Samfylkinguna ef marka má þjóðarpúls Gallups frá í nóvem- ber. Samkvæmt könnuninni ætla 38,7% kvenna að kjósa Samfylking- una en 35,4% Sjálfstæðisflokkinn. Stuðningur kvenna við Samfylking- una hefur vaxið þetta ár. mbl.is greindi frá. Sortuæxli algeng Sortuæxli er núorðið algengasta tegund krabbameins meðal ungra kvenna hérlendis og það þriðja al- gengasta meðal ungra karla. Þetta kemur fram í rannsókn Elínar Önnu Helgadóttur læknanema, sem greint er frá á mbl.is. Nýgengi sortuæxla hefur aukist hraðast allra krabbameina hérlendis og er sú þró- un ekki síst rakin til notkunar ljósa- bekkja. Með kíló af hassi Við leit á hálfþrítugri konu, sem var að koma frá Kaupmannahöfn í fyrradag, fannst eitt kíló af hassi. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði konuna. Við húsleit á heimili hennar fannst meira af fikniefnum og var önnur kona, einnig á þrítugsaldri, handtekin. Konurnar sæta vikulöngu gæslu- varðhaldi. Hassplöntur i vesturbæ Alls fundust 72 hassplöntur við húsleit í bílskúr i vesturbæ Reykja- víkur í gær. Tveir karlmenn voru handteknir á staðnum. Þeir voru yf- irheyrðir og síðan sleppt. Jón og Svava fái heiðurslaun Jón Þórarinsson tónskáld og Svava Jakobsdóttir rithöfundur bætast í hóp þeirra sem fá heiðurs- laun listamanna samkvæmt til- lögu menntamálanefndar Alþingis. Einhugur var um tillöguna í nefndinni og má gera ráö fyrir að hún verði samþykkt við afgreiðslu flárlaga. Alls fá tuttugu og tveir listamenn heiðurslaun samkvæmt ákvörðun Alþingis, 1,6 milljónir króna hver. Miðstjórnin fundar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur veriö boðuð til fundar í Val- höll á þriðjudaginn kemur. Á fund- inum verða meðal annars rædd er- indi kjördæmisráðs Norðvestur- kjördæmis og fulltrúaráða sjálf- stæðisfélaganna í Húnavatnssýslu, í Skagafiröi og á Akranesi i kjölfar prótkjörs flokksins í Norðvestur- kjördæmi. Vilhjálmur Egilsson al- þingismaður telur sem kunnugt er að sigurinn hafl þar verið hafður af sér „með brögðum". -aþ/-ÓTG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.