Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 Préttir x>v Framburður fyrrum stýrimanns hjá Eimskip sem kom viö sögu í „Faxaflóamálinu": Ég var feginn þeg- ar ég var handtekinn - segir „Lögreglumaðurinn sagðist ekki hafa hitt neinn áður sem hefði ver- ið feginn að vera handtekinn. Þarna var mér orðið hjartanlega sama um allt," sagði fyrrum stýrimaður á Mánafossi sem fór um borð í Goöa- foss (nú Skógafoss) seinni hluta sumars árið 2000 og sótti þangað pakka sem í voru 10 kíló af hassi. Maðurinn var að lýsa því fyrir fjöl- skipuðum héraðsdómi í gær hvern- ig það var að vera handtekinn eftir taugastríð sem stóð yfir lungann úr sumrinu. Hann kvaðst hafa verið tilneyddur að sækja pakkann, hon- um hefði verið hótað að börnum hans yrði gert mein ef hann færi ekki um borð í Goðafoss. Þá hafði sá skipverji sem tók að sér að flytja pakkann með skipinu til landsins, háseti, gengið úr skaftinu. Reyndar hafði skipið farið nokkrar ferðir til og frá landinu með efnin falin í kassa fyrir gámaskó fremst í skip- inu. Á því tímabili hafði stýrimað- urinn farið ferðir út á land með ein- um höfuðpaurnum í innfiutnings- málinu til að reyna að komast um borð. Á meðan fylgdist fíkniefnalög- reglan með svo vikum skipti. Sam- tals eru níu menn dregnir fyrir dóm í málinu þar sem ákært er á ýmsan hátt fyrir innflutning á samtals tæp- um 25 kílóum af hassi í þremur ferðum, þeirri fyrstu með flugvél til landsins. Börnum hótað „Ég vissi að lögreglan væri að fylgjast með mér. Það gerðist strax frá fyrsta degi," sagði stýrimaður- inn. Þar átti hann við að hann hafði hent öðrum pakka, einnig með 10 kílóum af hassi, í sjóinn norður af Engey þegar Mánafoss, þar sem hann var stýrimaður, var að sigla inn til Sundahafnar í lok júlí þetta sumar. Efnin höfðu komið um borð að hótað hafi verið að gera börnum hans mein í Rotterdam en þar var meintur höf- uðpaur, íslendingur, búsettur og út- vegaði hann efnin. Stýrimaðurinn sagöist hins vegar hafa verið dreg- inn inn í Goðafossmálið með hótun- um. Auk þess hefði hann verið beitt- ur miklum þrýstingi þar sem á þess- um tíma höfðu verið farnir tugir ár- angurslausra köfunarferða norður fyrir Engey til að freista þess að ná efnunum upp sem hann hafði sjálf- ur kastað í sjóinn. Hásetinn á Goðafossi (nú Skóga- fossi) lýsti fyrir dóminum að hann hefði verið fenginn til aö taka með 1-3 kíló af hassi til landsins frá Rott- erdam - „meira í gamni en alvöru", eins og hann orðaði það. Maðurinn sagðist telja að algengt væri að menn tækju 10 til 20 prósent af and- virði fikniefna fyrir flutning sem þennan. Hann kvaðst hafa verið í verslunarfríi í Rotterdam þegar hann hitti íslending, höfuðpaurinn, sem afhenti honum tvo pakka - ekki einn. Þá hafði annar skipuleggjandi, sem var á Islandi, nefnt við hann að flytja efni. Hásetinn kvaðst hafa sett pakkana í umbúðir utan af leikföng- um og þannig farið með efnin um borð þannig að grunsemdir vökn- uðu ekki hjá skipsfélögunum. Mað- urinn kvaðst reyndar hafa talið að hann hefði verið með meira en umtöluð 1 til 3 kíló upp- haflega og ágreiningur skapast við íslendinginn ytra út af því. Við svo búið hefði hann falið efnin í káetu sinni í fyrstu en síðan í kassanum undir gámaskóna fremst í skipinu. Maðurinn lýsti því að lögreglan hefði leitað um borð í skipinu en þá hefði hann helst viljað henda þeim í sjóinn. Þaö hefði hann ekki þorað af ótta við eigendurna sem hann vissi ekki deili á. DV-MYND HARI Héraðsdómur Reykjavíkur Ævintýralegt smygmál er nú til meöferðar fyrir dómi og minnir um margt á reyfara. Máliö er nokkuö flókið og er dómurinn fjölskipaður. I dómssalnum Eftir að komið var til íslands fór maðurinn í frí en efnin urðu eftir um borð. Hann kvaðst hafa farið á ísfisktogara og síðan farið á fund þar sem handsalað var að hann yrði laus allra mála af hálfu skipuleggj- enda ef hann segði framangreindum stýrimanni hvar efnin væri sson blaöamaöur að fmna-Þa var skipið löngu farið aftur úr landi með efnin um borð. Þegar stýrimaðurinn hafði svo sætt lagi og náð efnunum hér heima var hann handtekinn. Sat þá háset- inn í tvo mánuði í gæsluvarðhaldi og hafði þá bæði verið rekinn frá Eimskip og Granda. „Stelpa meö tösku" Segja má að tveir höfuðpaurar séu í málinu - annar sem býr hér á íslandi en hinn hefur búið í Hollandi um árabil. Leikin voru símtöl þeirra fyrir dóminum í gær sem fíkniefnalögreglan hleraði. Var það m.a. vegna ákæru á hendur þeim fyrir að hafa staðið að inn- flutningi á rúmum 4 kílóum af hassi, fyrst framangreint sumar. Mennirnir viðurkenna báðir brot sín greiðlega. Þeir fengu þriðja aðil- ann til að flytja efnin með sér í flug- vél til Islands en hann hefur þegar fengið dóm fyrir það brot. í símtölum þessara tveggja skipu- leggjenda kom m.a. fram að þeir ræddu einnig um að fá „stelpu með tösku" til að flytja fyrir sig efni með flugvél til íslands - hún gæti tekið mun meira. Af því varð þó ekki. Hollandsmaðurinn er í farbanni hér á landi. Réttarhöldin halda áfram í dag en þeim lýkur á morg- un, föstudag. Mál einstæðu móðurinnar hafa snúist til betri vegar: Mæðginin hafa húsnæði fram yfir hátíðarnar - Viktoría hyggst opna athvarf fyrir einstæða, illa stadda foreldra Formaður VR: Erum búin að sjá botninn „Það hafa riðið yfir okkur nokkur stór áföll á undanfórnum mánuðum, uppsagnir á stórum vinnustöðum sem vissulega virka illa á okkur í VR. Þó tel ég að við hófum séð botninn í þessari uppsagnahrinu og að stórar uppsagnir komi ekki í þeim gusum sem komið hafa undanfarið," sagði Gunnar Páll Pálsson, formaður Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur, í gær. „Þrátt fyrir allt eru nokkur góð teikn á lofti. Ég vil nefna að vanskil fyrir- tækja við okkur hafa ekki aukist. Enn fremur að núna eru 200 færri atvinnu- lausir en voru í júh i sumar. Þá voru 1.577 atvinnulausir en 1.362 núna, þar af eru 847 félagar i VR. Út frá þessu leyfum við okkur að vera bjartsýn um framtíð- ina þrátt fyrir allt," sagði Gunnar. VR er stærsta verkalýðsfélag lands- ins með um 20 þúsund félaga. Stétt verslunarfólks er fjölmenn og við upp- sagnir í fyrirtækjum er hópur VR-fólks oft fjölmennastur. Meðal stóru áfallanna undanfarið eru uppsagnir íslandssíma, íslenskrar erföagreiningar, Samvinnu- ferða, Netverks og Töltheima. Af 76 starfsmönnum íslandssíma, sem sagt var upp í fyrradag, eru rúm- lega 60 manns úr VR. -JSS „Ég fæ að vera í ibúðinni fram yfir jól og áramót, en þá þarf ég að finna annað húsnæði," sagði unga, einstæða móöirin, Viktoría Jónas- dóttir, sem DV ræddi við á dögun- um, í gær. Eins og fram kom í DV í síðustu viku býr Viktoría, sem er 22 ára, ásamt 4 ára syni sinum í kjall- araíbúð í Safamýri. Þegar blaðið tók viðtalið við hana virtust henni öll sund lokuð. Hún kom úr meðferð í sumar, var komin út á vinnumark- aðinn en lenti þá í slæmum veikind- um. Hún gat ekki lengur greitt húsaleiguna, sem er 70 þúsund á mánuði, né leikskólann fyrir soninn Theodór. Hún átti að fara úr íbúð- inni um mánaðamótin. Hún hafði beðið um hjálp hjá Félagsþjónust- unni. Hún hafði fengið mat og fatn- að hjá Mæðrastyrksnefnd. Það leit út fyrir að hún yrði húsnæðislaus um jólin þar sem aðstæður fjöl- skyldu hennar eru með þeim hætti að þangað gat hún ekki flutt. En með góðri hjálp samborgara og fé- lagsþjónustu hefur dæmið snúist við. Viðtalið vakti gífurleg viðbrögð og fjöldi lesenda hringdi á ritstjórn til að bjóöa fram aðstoð í einhverri mynd, sumir peninga, aðrir mat, enn aðrir herbergi fyrir mæðginin svo þau lentu ekki á götunni. Fjöldi DV-MYND ÞOK Betri horfur Theodór byrjaði aftur í leikskólanum í dag. Viktoría leitar enn húsnæðis en horfurnar eru betri en áður. fólks hringdi einnig í Viktoríu í sömu erindum. Fólk sem hún hafði aldrei séð færði henni poka fulla af matvælum, veitti henni ráðlegging- ar og bauð henni alla þá aðstoð sem það gæti látið af hendi. Hún fékk meir að segja senda miða á Harry Potter-myndina og gat farið með son sinn í bíó um helgina. „Tilgangurinn með viðtalinu var fyrst og síðast að standa upp og vekja athygli á aðstæðum einstæðra for- eldra sem lenda í sömu aðstöðu og ég," sagði hún við DV í gær. „En það er yndislega góð tilfmning að vita að þarna úti er fullt af fólki sem vill gera allt til þess að hjálpa manni. Það hef- ur gefið mér aukna von og vakið hjá mér Iöngun til þess að hjálpa óðrum sem eru nú jafn vonlausir og ég var orðin í síðasta mánuði." Viktoría leitar nú að húsnæði sem stendur autt og ónotað. Þar hyggst hún búa ásamt a.m.k. einni annarri einstæðri móður sem ekki ræður við að vera á húsaleigumark- aðnum. Viktoría ætlar aö serja upp fundaaðstöðu fyrir einstæða for- eldra, sem hafa farið í vímuefna- meðferð og eru illa á vegir staddir. Hún hefur þegar fengið til liðs við sig ráðgjafa sem er jafnframt trún- aðarmaður hennar eftir hennar eig- in meðferð. Hún sagði að hópur fólks væri tilbúinn til að aðstoða sig í þessum efnum. „Það er svo algengt að fólk falli út af áhyggjum af því að geta ekki haldið heimili fyrir sig og sína," sagði hún. „Þetta er verkefnið mitt og mig langar til að hjálpa þeim sem eiga við vanlíðan að stríða sem ég þekki af eigin raun." -JSS Jón BJamason. ALPINGI Vilja 500 milljónir í Sement Þingmennirnir Árni Steinar Jó- hannsson og Jón Bjarnason vilja að ríkissjóði verði heimilað í fjár- lögum fyrir næsta ár að auka hlutafé Sements- verksmiðjunnar á Akranesi um allt að 500 millj- ónir króna. t greinargerð með breytingartiUögu þeirra við fjár- lagafrumvarpið, sem lögð var fram á Alþingi i gær, segir að tilgangurinn sé að vinna tíma til að gera áætlun um framtíð- arstöðu fyrirtækisins. Tap verk- smiðjunnar í fyrra hafi numið tæp- um 230 milljónum króna og það geti orðið annað eins á þessu ári. Slæm staða sé afleiðing samkeppni og því hafi verið haldið fram að innflytj- andi hafi beitt undirboðum undan- farin tvö ár, segir í greinargerð með tillögunni. 1,7 í afgang án eignasölu Tekjuafgangur ríkissjóðs á þessu ári verður 16,9 milljarðar króna samkvæmt nýjum tillögum meiri- hluta fjárlaganefndar vegna af- greiðslu fjáraukalaga. Að frádregn- um hagnaði af sölu ríkisfyrirtækja verður tekjuafgangurinn 1,7 millj- arðar. Hefur þá verið tekið tillit til ýmissa nýrra útgjalda sem lagt er til að verði heimiluð á þessu ári og vegur þyngst 410 milljóna króna viðbótarframlag í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna nýgerðs sam- komulags ríkis og sveitarfélaga. I fjárlögum ársins var stefnt að því að tekjuafgangur yrði 18,5 milljarðar eða 3 milljarðar án hagnaðar af sölu ríkisfyrirtækja. 200 milljónir í álver Undirbúningur að byggingu ál- vers í Reyðarfirði hefur kostað rík- issjóð rétt tæpar 200 milljónir króna samtals frá 1997. Þetta kemur fram í skriflegu svari Valgerðar Sverris- dóttur iðnaðarráðherra við fyrir- spurn Kolbrúnar Halldórsdóttur en jafnframt er tekið fram að hluti kostnaðarins fáist endurgreiddur ef til framkvæmdanna kemur. Margir á hjúkrunarheimilum Mun hærra hlutfall eldra fólks býr á öldrunarstofnunum á íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Þetta kom fram í svari Jóns Krist- jánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu Möller á Alþingi í gær. Ásta sagði ljóst að flestir kysu að vera heima hjá sér eins lengi og kostur væri; þær óskir væru byggð- ar á fjárhagslegum, félagslegum og heilsufarslegum sjónarmiðum. Jón Kristjánsson tók undir að leita þyrfti nýrra leiða og taldi nokkuð samhljóma álit að aukin heimaþjón- usta gæti bætt þennan vanda að ein- hverju leyti. Starfshópur um eyrnasuð Starfshópur á vegum landlæknis- embættisins leggur til að stofnuð verði göngudeild hjá Heyrnar- og talmeinastöð ís- lands fyrir þá sem þjást af eyrnasuði. Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra sagði í svari við fyrirspurn Þuríð- ar Backman á Al- þingi í gær að ætla mætti að á þriðja rug íslend- inga þjáðust af eyrnasuði. Um er að ræöa suð sem dynur í eyrum einstaklings allan sólarhringinn, allt frá vægu hvísli upp í óþolandi hávaða. Jón sagði að engin lyfjameðferð hefði borið af- gerandi árangur viö eyrnasuði, það væri í raun ólæknandi, en tilraunir væru gerðar með dáleiðslu og slök- un. -ÓTG Jön Kristjánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.