Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 Fréttir DV Húsavík: Hálsmixtúra úr Olíufélögin með hagnað umfram væntingar: Stríðsálag á olíu á bil- inu 5 til 7 dollarar á fat Olía tll landsmanna Töluveröar hækkanir hafa veriö á veröi hráolíu erlendis síöustu vikuna og er veröiö á fati af hráolíu um 25 dollarar. Hækkunin nemur rúmlega 10% frá því er veröiö var lægst í nóvembermánuði og er líklegt aö aukin spenna fyrir botni Miöjaröarhafs hafi haft áhrif á verölagsþróunina síöustu daga. fjallagrösum Iðnaðar- og viðskiptaráðherra ræsti í gærmorgun framleiðslu á hálsmixt- úru úr íslenskum fjallagrösum í höfuð- stöðvum Búbótar ehf. að Héðinsbraut 4 á Húsavík. Við sama tækifæri var formlega kynnt ný framleiðslulína fyrirtækisins íslenskra fjallagrasa ehf. og undirritað- ur samstarfssamningur við íyrirtækið Búbót á Húsavík. Að baki framleiðsl- unni standa lyfia- og heilsuvörufyrir- tækið Líf hf. og líftæknifyrirtækið Prokaria hf. Liðlega tíu ára vinna lá að baki, við rannsóknir og þróun á ís- lenskum fjallagrösum, virkni þeirra og vöruþróun áður en framleiðslan fór í fuilan gang. Þær rannsóknir eru nú unnar í samvinnu við eitt af stærstu lyfjafyrirtækjum heims. Meira en 400 apótek í Eystrasalts- ríkjunum bjóða nú upp á vörur ís- lenskra fjallagrasa. Auk markaðsstarfs þar er nú að hefjast markaðssetning á Norðurlöndum, Þýskalandi, Bretlandi og Póllandi. Fjallagrösin eru tínd af bændum um ailt land en þó mest á Melrakkasléttu og á Vestfjörðum. Fjallagrösin eru mul- in á Bíldudal en framleiðsla á afurðum fer fram víöa um land. T.d. er fjalla- grasasnafs framleiddur í Borgamesi. Gert er ráð fyrir umtalsverðri aukn- ingu á framleiðslu með nýjum mörkuð- um, sem hefúr aukna atvinnusköpun á landsbyggðinni í för með sér. -NH Gengishreyfingar og styrking krón- unnar gagnvart Bandaríkjadollar hafa spilað töluvert stærra hlutverk í af- komu olíufélaganna en gert var ráð fyr- ir í upphafi árs. Tekist hefur að halda kostnaði við reksturinn niðri hjá öllum olíufélögunum og í samræmi við það sem stefnt var að þegar áætlanir voru gerðar fyrir árið. Árshlutareikningur Skeljungs er samstæðureikningur sem tekur til Skeljungs og dótturfélaganna Hans Petersens og Bensínorkunnar. Rekstrartekjur Skeljungs og dótturfé- laga voru 4.229 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi 2002 og kostnaðarverð seldra vara 3.104 miiljónir króna. Hagn- aður að teknu tilliti til skatta var 379 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi en var 394 milljónir króna á öðrum árs- fjórðungi. Hagnaður fyrstu níu mánuði ársins nam 974 milljónum króna sáman- borið við 402 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið áður. Hér ræður mestu viðsnúningur fjármagnsliða þar sem styrking krónu gagnvart erlendum myntum, og þá sérstaklega dollar, skilar félaginu umtalsverðum gengishagnaði. Eiginflárhlutfall samstæðunnar var 44,2% 30. september sl. en var 36,1% á sama tima árið áður. Það sem af er ár- inu 2002 hefur félagið fjárfest í kaupum umfram sölu í eignarhlutum í öðrum fé- lögum fyrir 1.281 milijón króna. „Sala er í nokkru samræmi við það sem stefht var að, en það eru fyrst og fremst þessar fjármunatekjur sem eru í takt við það sem reiknað var með, jafn- vel ívið meiri. Við erum með jákvæðar fjármunatekjur upp á 556 milljónir króna, á móti 621 milljón króna í mínus árið 2001. Þetta er viðsnúningur upp á 1.100 milljónir króna. Við erum þokka- lega sáttir við það hver hagnaður félags- ins er fyrir fjármunatekjur og fjár- magnsgjöld," segir Kristinn Bjömsson, forstjóri Skeljungs. Stríösálag á olíu? Töluverðar hækkanir hafa verið á verði hráolíu erlendis síðustu vikuna og er verðið á fati af hráolíu um 25 dollar- ar. Hækkunin nemur rúmlega 10% frá því er verðið var lægst í nóvembermán- uði og er líklegt að aukin spenna fyrir botni Miðjarðarhafs hafi haft áhrif á verðlagsþróunina síðustu daga. Þannig má segja að stríðsálag sé að byggjast upp aftur og það liggi á bilinu 5 til 7 doll- arar á fat. Þær miklu lækkanir sem vora á hráolíuverði í októbermánuði skiluðu sér til neytenda hér á landi í formi lækkaðs bensínverðs. Ólíklegt má telja að þessi hækkun á hráolíu orsaki hækkun á bensín- verði hérlendis nema frekari hækkanir verði á hráolíu. Kristinn Bjömsson segir að við samninga um kaup á olíuvörum geri Skeljungur samninga fyrir eitt ár í senn, ekki sé varlegt að gera þá til lengri tíma, og þá er samið um þetta fasta álag sem komi ofan á skráninguna í Rotterdam. Næsti fundir OPEC-ríkjanna (samtök olíusöluríkja) verður hald- inn í Vínarborg 12. desember nk. Verður eitthvað að frétta af þeim fundi til hagsbóta fyrir íslensku ol- íufélögin? „Þetta er yfirleitt ekki hallelúja- samkoma. Það er hins vegar skond- ið að það samstarf sem þessi lönd hafa yrði talið bullandi ólöglegt inn- an aðildarlandanna af hálfu sam- keppnisstofnana. Ákvörðun um aö minnka framleiðsu gæti haft áhrif til skamms tíma á olíuverð. Það er því ekki að vænta stórra tíðinda, hvorki fyrir olíufélögin eða við- skiptavini þeirra.“ Eignir Kers metnar á 23,8 milljarða króna Hreinar rekstrartekjur Kers (áður 01- íufélagið) á þriðja ársfjórðungi nema 1.375 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriflir og fjármagnsgjöld nemur 474 milljónum króna og hagnaður fyrir skatta 457 milijónum króna. Rekstrar- tekjur samstæðunnar nema 11.899 miilj- ónum króna á tímabilinu sem er 469 milljónum króna lægri fjárhæð en fyrir sama tímabil á fyrra ári en þá vora rekstrartekjur 12.368 milljónir króna. Rekstrargjöld án afskrifta fyrir fyrstu sex mánuði ársins nema 2.603 mÚljón- um króna sem er um 176 milljónum króna hærri fjárhæð en fyrir sama tímabil á fyrra ári. Þetta er í takt við verðlagsþróun á tímabilinu þegar tekið hefur verið tiilit til þeirra liða sem hækka veralega umfram verðbólgu en þar ber hæst hækkun á afskrifuðum töpuðum kröfum. Fjármagnsliðir era já- kvæðir um 827 miÚjónir króna á tíma- bilinu en vora neikvæðir um 899 millj- ónir króna fyrir sama tímabil á fyrra ári. Þetta er verulegur viðsnúningur og ræður þar mestu hagstæð gengisþróun sem skúar félaginu umtalsverðum geng- ishagnaði á þessu ári. Hagnaður sam- stæðunnar efltir að tekið hefur verið til- lit til skatta er 1.232 milljónir króna fyr- ir tímabilið, samsvarandi tala fyrir fyrra ár nemur 485 milljónum króna í hagnað. Heildareignir Kers og dótturfé- laga vora þann 30. september 23.810 miiljónir króna og hafa hækkað um 4.826 milljónir króna frá áramótum. Endanleg afkoma ársins mun ráðast af þróun í gengis- málum það sem eftir lifir árs, á- standi í heimsmálum og þróun í efna- hagsmálum innanlands. Samstæða Olíufélagsins ehf. sam- anstendur af Olíufélaginu ehf. og dóttur- félagi þess, Olíudreifmgu ehf. Rekstrar- tekjur Olíufélagsins á tímabilinu janúar til september 2002 vora 11.899 milljónir króna og eldsneytissala Olíufélagsins fyrstu 9 mánuði þessa árs var 249.157 þús. lítrar sem er 8,3% aukning á milli ára. Ástæða þessarar söluaukningar er fyrst og fremst aukin sala á olíu til fiski- skipa en önnur eldsneytissala var svip- uð á milli ára fyrir utan sölu á flugvéla- eldsneyti sem dróst verulega saman. Fjármagnsi'jöld Olís 766 milljómr króna Hagnaður Olíuverzlunar Islands hf. - Olís og dótturfélagsins Nafta ehf. eftir skatta fyrstu niu mánuði ársins varð 1.054 milijónir króna, en var á sama tímabili í fyrra 112 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir og íjár- magnsliði nam 891 milljón króna, sam- anborið við 1.000 milljónir fyrstu niu mánuði ársins 2001, sem er 9,7% af rekstrartekjum, á móti 10,4% á sama tímabili í fyrra. Á þriðja ársfjórðungi var hagnaður eftir skatta 280 milljónir króna, en hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði 382 milljónir eða 11,5%, en var á öðrum ársfjórðungi 249 milijónir eða 8,2%. Dótturfélagið Nafta ehf. er að fuilu í eigu Olís, enginn rekstur er í fé- laginu og eingöngu haldið þar utan um eignarhluti i sjávarútvegsfyrirtækjum. Rekstur Olís á tímabilinu einkenndist af miklum sveiflum á gengi íslensku krón- unnar og nam gengishagnaður 590 milij- ónum króna og hreinar fjármagnstekjur vora 567 milljónir króna, en fyrstu níu mánuði ársins 2001 vora hrein fjár- magnsgjöld 766 milljónir, sem er 1.333 milljóna króna viðsnúningur. -GG verður haldið laugardaginn 7. desember kl. 13.30 í húsnæði Vöku hf. að Eldshöfða 6. Svæðið verður opnað kl. 11.00. Þar verða meðal annars eftirfarandi bílar og tæki boðin upp: Landini Ghibli DT 100 '01 Renault Kangoo '98 Toyota Avensis '00 Opel Astra Caravan '97 Opel Astra '00 Opel Corsa Swing '97 Nissan Patrol '00 Chervolet K2500 *97 VW-Golf '99 MMC Pajero '96 Toyota Corolla '99 VWGolf '95 Toyota Corolla '99 VWGolf '94 MMC Pajero V '98 M.Benz 300DT '93 Suzuki Baleno Wagon '98 Ford Econoline '88 Honda CRV '98 Afkoma fyrirtækja Fimmti hluti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.