Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 Útlönd DV REUTERS-MYND Á verði við IKEA Lögregluþjónar standa vörö viö eina verslun IKEA-samstæðunnar í Amsterdam í Hollandi í gær. Sprengjur fund- ust í búðum IKEA ÖUum tíu verslunum sænsku húsgagnakeðjunnar IKEA í Hollandi var lokað í gær eftir að sprengjur fundust i útibúunum í Amsterdam og Sliderecht. Farið var með sprengjumar á lög- reglustöðvar þar sem tveir laganna verðir særðust þegar reynt var að aftengja þær. Lögreglan veitti ekki frekari upplýsingar þar um. Ekki lá ljóst fyrir í gærkvöld hverjir kynnu að bera ábyrgð á sprengjunum en Jan-Peter Balken- ende forsætisráðherra vildi ekki gera mikið úr því að þetta tengdist hryðjuverkamönnum á einhvern hátt. Haft var eftir starfsmanni IKEA í Austurríki að reynt hefði veriö að kúga fé út úr fyrirtækinu. Skærur í Kúrda- héruðum íraks Til bardaga kom í Kúrdahéruðum íraks í norðurhluta landsins í gær milli liðssveita þjóðfrelsishers Kúrda, PUK og liðsmanna mús- límsku skæruliðasamtakanna, Ans- ar al-Isiam, sem talin eru tengjast al-Qaeda-samtökum Osama bin Lad- ens. Skæruliðarnir munu hafa náð tveimur hemaðarlega mikilvægum hæðum við landamæri írans í nágrenni borgarinnar Halabja á sitt vald og héldu þeim ennþá þegar síðast fréttist. Að sögn talsmanns PUK munu að minnsta kosti tuttugu liðsmenn þeirra fallnir eða særðir eftir bar- dagana en beðið var eftir liðsauka frá nálægu héraði. Taha Yassin Ramadan, varaforseti íraks: Sakar vopnaeftirlitið um njósnir fyrir CIA Taha Yassin Ramadan, varaforseti Iraks, sakaði í gær vopnaeftirlits- menn Sameinuðu þjóðanna, sem nú starfa við eftirlit í landinu, um njósn- ir og ögranir í sinn garð og sögðu þá gæta hagsmuna Bandaríkjamanna. „Þeir stunda njósnir fyrir Bandaríkin og ísrael til þess að undirbúa jarðveg- inn fyrir væntanlega árás,“ sagði Ramadan. Þessar ásakanir Iraka koma í kjöl- far leitar sem fram fór í einni höll Saddams Husseins forseta á þriðju- dagsmorguninn en þá stormaði eftir- litssveit SÞ öllum á óvart að Sijood- höllinni í Karkh-hverfi í Bagdad og hóf þar leit. Það virðist hafa farið mjög fyrir brjóstið á íröskum stjórnvöldum og hélt Ramadan því fram að vopnaeftir- litssveitin hefði þar verið að ganga er- inda bandarísku leyniþjónustunnar CIA og Mossad, leyniþjónustu ísraela. „Þetta er ekkert annað en ögrun og aðeins tilraun til þess að bæta stöðu Bandaríkjamanna til að geta réttlætt Taha Yassin Ramadan. árás á írak,“ sagði Ramadan og vitn- aði í texta ályktunar Öryggisráðs SÞ, þar sem segir að írakar taki alvarleg- um afleiðingum verði þeir ekki við öllum kröfum. „Ályktunin er hlaðin gildrum og Bandaríkjamenn munu beita öllum brögðum til að réttlæta árás,“ sagði Ramadan. Á sama tíma beita bandarísk stjórnvöld vopnaeftirlitið auknum þrýstingi og kraíöist Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, þess í gær að írakar yrðu beittir enn meiri þrýstingu og að leitað yrði á fleiri stöðum samtímis. „Við erum alls ekki ánægðir með framkvæmdina og efumst um að eftirlitssveitirnar séu nógu fjölmenn- ar til að ná tilsettum árangri. Við vilj- um tryggja það að flett verði ofan af Saddam í eitt skipti fyrir öll og koma i veg fyrir að hann geti haldið sýndar- leiknum áfram,“ sagði Fleischer. Öryggisráð SÞ samþykkti í gær að framlengja „Olíu fyrir mat“ samning- inn við íraka um sex mánuði eftir að samkomulag náðist við bandarísk stjórnvöld um að fækka um fimmtíu þeim vörum sem írökum verður leyfi- legt að kaupa en áður höfðu Banda- ríkjamenn kraflst þess að samning- urinn yrði framlengdur um aðeins tvær vikur. wir'1, I msmm s' •Ov. „ tí W~—: UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Stillholti 16-18, Akranesi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Akurgerði 13, Akranesi, þingl. eig. Guðjón Helgi Þorvaldsson, gerðar- beiðendur Akraneskaupstaður, fbúða- lánasjóður og Sjóvá-Almennar trygg- ingar hf., miðvikudaginn 11. desem- ber 2002, kl. 14.00.__________ Akursbraut 22, efsta hæð, Akranesi, þingl. eig. Selma Guðmundsdóttir, Kristrún Guðmundsdóttir, Björgheið- ur Jónsdóttir og Bettý Guðmundsdótt- ir, gerðarbeiðandi Landsbanki íslands hf., höfuðst., miðvikudaginn 11. des- ember 2002, kl. 14.00. ________ Höfðasel 3, Akranesi, þingl. eig. Vél- smiðja Akraness ehf., gerðarbeiðandi Akraneskaupstaður, miðvikudaginn 11. desember 2002, kl. 14.00. Jaðarsbraut 35, hluti 0201, Akranesi, þingl. eig. Guðni Jónsson og Ingveldur M. Sveinsdóttir, gerðarbeiðandi Akra- neskaupstaður, miðvikudaginn 11. desember 2002, kl. 14.00. Laugarbraut 17, Akranesi, þingl. eig. Þóra Gunnarsdóttir, gerðarbeiðendur Fróði hf., íbúðalánasjóður, íslands- banki hf., útibú 528, og Sparisjóður Hafnarf jarðar, miðvikudaginn 11. des- ember 2002, kl. 14.00. Merkigerði 6, hluti 0201, Akranesi, þingl. eig. Guðmundur Smári Guð- mundsson, gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður og íbúðalánasjóður, mið- vikudaginn 11. desember 2002, kl. 14.00. Skagabraut 15, Akranesi, þingl. eig. Haraldur Gauti Hjaltason og Hjördís Líndal Guðnadóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands hf., miðviku- daginn 11. desember 2002, kl. 14.00. Skólabraut 2-4, hluti 0202, Akranesi, þingl. eig. Guðni Hjalti Haraldsson og Marie Ann Butler, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11. desember 2002, kl. 14.00. Skólabraut 30, hluti 0101, Akranesi, þingl. eig. Rekstrarfél. Skólabraut 30 ehf., gerðarbeiðandi Akraneskaup- staður, miðvikudaginn 11. desember 2002, kl. 14.00. Vesturgata 19, hluti 0301, Akranesi, þingl. eig.Valdimar ÞórValdimarsson, gerðarbeiðandi Akraneskaupstaður, miðvikudaginn 11. desember 2002, kl. 14.00. Ægisbraut 9, hluti 0201, Akranesi, þingl. eig. Erilborg ehf., gerðarbeið- andi Tollstjóraembættið, miðvikudag- inn 11. desember 2002, kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI REUTERSMYND Við brunarústir heimilisins Ástralinn Dane Johansen gekk í morgun um brunarústir heimilis síns í bæn- um Glenorie viö Sydney. Húsiö brann í gær í miklum kjarreldi sem hefur eyöi- lagt aö minnsta kosti tíu hús undanfarinn sólarhring. íbúar hafa veriö fluttir burt frá nokkrum úthverfum Sydney vegna eldanna. Landsþingskosningarnar á Grænlandi: Dagar Motzfeldts á formannsstóli taldir Ljóst er Jonathan Motzfeldt verður að horfa á bak embætti for- manns grænlensku heimastjómarinnar eftir kosningamar á þriðju- dag þar sem fram kom greinilegur vilji kjósenda til aukins sjálfstæðis frá Danmörku. Hans Enoksen, for- maður krataflokksins Si- umut, fékk svo afgerandi persónulega kosningu að flokksbróðir hans, Jon- athan Motzfeldt, verður að láta honum eftir emb- ætti formanns heima- stjómarinnar. Það verður því Hans Enoksen sem mun leiða stjómarmyndunar- viðræðurnar sem fram undan em á Grænlandi. Þótt ýmsir kostir séu í boði þykir frétta- skýrendum sem eðli- legast sé að tveir stærstu flokkarnir, Si- umut og vinstri flokk- urinn Inuit Ataqatigiit, reyni að mynda næstu heima- stjóm. Enoksen hélt þó öllum möguleikum opnum í gær. Anders Fogh Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, sagðist í gær undrandi yfir úrslitum kosning- anna. „Kosningamar á Grænlandi em vís- bending um nýjar áherslur í græn- lenskum stjómmálum. Ég bíð eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar svo viö getum tekið aftur upp pólitíska samvinnu," sagði Fogh. Jonathan Motzfeldt Lætur af leiötogaembætt- inu á Grænlandi. Zakajev ólöglegur Tsjetsjenski út- lagastj órnmálamað- urinn Akhmed Zakajev, sem var í vikunni sleppt úr gæsluvarðhaldi í Danmörku, getur átt von á því að verða vísað úr landi í nánustu framtíð, að því er danska blaðið Jyllands-Posten segir f dag. Zakajev var handtekinn fyrir meira en mánuði að kröfu Rússa. Tekinn af lífi í Texas Liðlega fimmtugur maður var tekinn af lífi í Texas í nótt fyrir morðið á eiginkonu sinni og bróður. Morðin voru framin í afbrýðikasti. Ástralir vara við hættum Yfírvöld i Ástralíu hvöttu ástr- alska borgara í morgun til að gæta ítrustu varúðar á ferðum um Afr- íkuríkin Tansaníu og Djibouti vegna hættu á hryðjuverkum. Bush sér krumlu al-Qaeda George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagðist í gær telja að al-Qaeda, hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens hefðu staðið fyrir árásunum á ísraelsku ferðamennina í Kenía í síðustu viku. Fyrrum harðstjóri deyr Ne Win, fyrrum harðstjóri og her- stjóri í Burma í meira en aldarfjórð- ung, lést á heimili sínu í morgun þar sem hann var í stofufangelsi. Hann var 91 árs. Verkfall framlengt Stjórnarandstæð- ingar í Venesúela hafa ákveðið að framlengja allsherj- arverkfallinu sem boðað var til fyrir fjórum dögum gegn Hugo Chavez for- seta og stefnu hans. Óttast er að verkfall muni hafa al- varlegar afleiðingar fyrir olíuiðnað- inn i landinu. Viðbúnaður vegna olíu Viðbúnaður er nú í Frakklandi og Portúgal vegna hættu á olíumengun úr olíuskipinu Prestige sem sökk í síðasta mánuði undan Spáni. Powell vill veita meira fé Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að hann myndi tala fyrir því að ráðamenn í Was- hington veittu meiri fjárhagsaö- stoð til stjómvalda í Kólumbíu og baráttu þeirra gegn eiturlyfjasölum og vinstrisinnuðum uppreisnarmönnum. Bréf frá Ómari klerki Arabíska sjónvarpsstöðin al- Jazeera sagðist í morgim hafa feng- ið bréf frá Ómari klerki, andlegum leiðtoga talíbanastjómarinnar sál- ugu í Afganistan, þar sem hann gagnrínir Bandaríkin fyrir að nota stríðið gegn hryðjuverkum sem skálkaskjól fyrir hemaði gegn írak. Flóttamenn til Bretlands Fyrsti hópur flóttamanna frá Sangatte flóttamannabúðunum i Frakklandi heldur tO Bretlands í dag samkvæmt samningi Frakka og Breta um málið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.