Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 11 DV Utlönd Kosningabaráttan hafin í ísrael: Sharon styöur tillogur Bush um stofnun palestínsks ríkis - lofar að leggja málið fyrir þingið fái hann til þess stuðning í kosningunum Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, sem nýlega var endurkjör- inn leiðtogi Likud-bandalagsins, sagðist í gær styðja tillögur Bush Bandaríkjaforseta um stofnun pal- estínsks ríkis í kjölfar væntanlegra umbóta og uppstokkunar í palest- ínsku heimastjórninni. Tillögurnar, sem Bush lagði fram fyrr á árinu, gera ráð fyrir stofnun palestínsks ríkis innan hluta Vest- urbakkans og Gaza-svæðins með tímabundnum landamærum til bráðabirgða frá og með næsta ári en varanlegum frá árinu 2005. Sharon sagðist þó setja þau skil- yrði fyrir stuðningi sínum að endi yrði fyrst bundinn á ófriðinn og hryðjuverkin og umframt allt að palestínsku öryggissveitirnar yrðu leystar upp. Hann gerir sem fyrr einnig þá kröfu að Yasser Arafat hverfi frá völdum. Þetta kom fram í ræði Sharons á ráðstefnu sem haldin var í nágrenni llw * llr « Ariel Sharon í kosningaham Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, sagðist í gær styðja tillögur Bush Bandaríkjaforseta um stofnun palestínsks ríkis í kjölfar væntanlegra umbóta og uppstokkunar f palestínsku heimastjórninni, fái hann til þess stuðning. REUTERSMYND Bændur vilja betri skilmála Nokkur þúsund tékkneskir bændur efndu til mótmælaaðgerða í höfuðborginni Prag ígær þar sem þeir kröfðust þetri inngönguskilmála áður en Tékkland gengur í Evrópusambandið á árinu 2004. Þeim var greinilega heitt f hamsi. Allt með kyrrum kjörum í Dili í morgun: Mörg fyrirtæki eru lokuð og gæsluliðar SÞ á hverju horni Allt var með kyrrum kjörum í Dili, höfuðborg Austur-Tímors, í morgun eftir blððug uppþot náms- manna þar í gær. Mörg fyrirtæki voru hins vegar lokuð í morgun og friðargæsluliðar Sameinuðu þjóð- anna voru um allt. Átökin í gær voru þau alvarleg- ustu sem hafa orðið á Austur-Tímor frá því landið fékk sjálfstæði fyrr á árinu og þykja mikið áfall fyrir til- raunir manna til að koma þar á frið- samlegu lýðræðisskipulagi. Sumir sjónarvottar sögðu að þrír til fimm menn hefðu látið lífið í uppþotunum í gær en SÞ og stjórn- völd í Dili segja að aðeins einn mað- ur hafi látist. Nokkrar byggingar, þar á meðal heimili forsætisráðherra landsins, uröu brennuvörgum eða skemmdar- vörgum að bráð og rafmagnslaust REUTERSMYND Óciröir í Dlll Mótmælendur kveiktu í stolnum varningi á götum Dili á Austur-Tímor í miklum ólátum þar ígær. var í sumum hverfum borgarinnar í morgun. Caroline O'Brien, starfsmaður ut- anríkisráðuneytis Austur-Tímors, sagði fréttamanni Reuters á staðn- um að fimm lögregluþjónar og einn þingmaður hefðu særst. Hún hafði ekki á reiðum höndum fjölda særðra meðal mótmælendanna. Ólætin upphófust þegar um fimm hundruð námsmenn lentu í átökum við lögreglu þegar efnt var til göngu til að mótmæla handtöku lögregl- unnar á námsmanni daginn áður. Sjónarvottur sagði að mikil reiði hefði brotist út í hópnum eftir að lögreglan skaut einn göngumanna. O'Brien sagði aftur á móti að gangan hefði farið friðsamlega fram til að byrja með en ólætin hefðu brotist út eftir að annar hópur slóst í för og tók að kasta grjóti. Tel Aviv í gær og hét hann því jafn- framt að leggja væntanlegar friðar- tillögur fyrir ísraelska þingið til samþykktar strax eftir kosningar, fái hann til þess stuðning þjóðarinn- ar i kosningunum eins og fastlega er búist við. Þegar Sharon var spurður um nánari útfærslu á hugmyndum sín- um um palestínskt ríki sagðist hann sjá fyrir sér að íraelsmenn myndu fallast á að það næði yfir hluta af Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum með fullri öryggisábyrgð Palestínu- manna eða að hluta til eftir atvikum og átti þá við að Iraelar færu með öryggisgæslu á ákveðnum svæðum sem að mestu væru byggð gyðing- um. „Palestína yrði lýst vopnlaust svæði en yrði leyfilegt að halda úti léttvopnuðum löggæslusveitum. ísraelar færu með landamæragæslu og loftferðaeftirlit," sagði Sharon sem kallar hugmyndir sinar raun- sæjar og framkvæmanlegar. REUTERS-MYND Gerhard Schröder Þýskalandskanslari tekur beiðni Tyrkja um inngöngu í ESB ekki fjarri. Frakkar og Þjóð- verjar jákvæðir Gerhard Schröder Þýskalands- kanslari sagði í gær að Þjóðverjar og Frakkar myndu taka sameigin- lega og jákvæða afstöðu til beiðni Tyrklands um inngöngu í Evrópu- sambandið þegar leiðtogar þess koma saman til fundar í Kaup- mannahöfn í næstu viku. Schröder og Jacques Chirac Frakklandsforseti urðu ásáttir um það á fundi sínum í gær að sam- ræma afstöðu sína á fundinum til allra annarra mála sem snerta fyrir- hugaða stækkun Evrópusambands- ins til austurs. Myndbandsspólan VEIÐIKLÆR Fæst í Hagkaupum, Esso og betri veiöibúðum. "áharfandinn ærist um stund af matarlöngun" Sæbjörn Valdimarsson mbl. 31.10.02 Góð kaup! Range Rover DSE LAND "ROVER Nýskr.08.1997, 2500cc vél, 5 dyra, Sjálfskiptur rauður, ekinn 117.þ, -»2.950/. 575 1230 Opið mán-fös 09-18 og lau 10-16 bíla . land Grjóthálsl 1 bilaland.is UPPB0Ð Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háö á þeim sjálf- um sem hér segir:______ Dalsel 36, 0102, Reykjavík, þingl. eig. Björn Stefánsson, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Lífeyrissjóðurinn Lífiðn, mánudaginn 9. desember 2002 kl. 15.00._______________________ Fluggarðar 29C, flugskýli nr. 29C, Reykjavík, þingl. eig. Ragnar J. Magn- ússon, gerðarbeiðandi SP Fjármögnun hf., mánudaginn 9. desember 2002 kl. 11.00._________________________ Flúðasel 81, Reykjavík, þingl. eig. Hanna Hannesdóttir, Bogi Baldursson, Steinunn Jónsdóttir og Baldur Jó- hannsson, gerðarbeiðendur íbúða- lánasjóður, Sparisjóður Hafnarfjarð- ar, Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, útibú, og Tollstjóraembættið, mánudaginn 9. desember 2002 kl. 15.30. Hálsasel 10, 50% ehl., ásamt bflskúr, Reykjavík, þingl. eig. Friðrik Þór Hall- dórsson, gerðarbeiðendur Greiðslu- miðlun hf. og Tollstjóraembættið, mánudagihn 9. desember 2002 kl. 16.00. ____________________ Hjaltabakki 30, 0301, Reykjavík, þingl. eig. Jóhann Dagur Björnsson, gerðarbeiðendur Hjaltabakki 18-32, húsfélag, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, útibú, og Tollstjóraembætt- ið, mánudaginn 9. desember 2002 kl. 14.00._________________________ Maríubakki 4, 0302, 50% ehl. Reykja- vík, þingl. eig. Jóhanna Birna Einars- dóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, útibú, mánudaginn 9. desember 2002 kl. 13.30._________________________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.